Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 25
ERLENT
Gíslar laus-
ir í Tadsí-
kístan
HÓPUR íslamskra uppreisnar-
manna í Tadsíkístan leysti í
gær úr haldi síðustu fimm
gíslana en þeir voru 15 flest-
ir. Imomali Rakhmonov, for-
seti landsins, samdi sjálfur um
lausn gíslanna en þeir voru
starfsmenn Sameinuðu þjóð-
anna. Málið hófst 4. febrúar
sl. þegar foringi skæruliða-
hópsins, Bakhrom Sadirov,
handtók fyrstu gíslana og
krafðist þess, að stjórnvöld
leyfðu bróður sínum og 40
mönnum öðrum að koma til
landsins frá Afganistan. Var
gengið að því að mestu leyti.
Sókn gegn
skæruliðum
HERINN í Alsír felldi meira
en 60 skæruliða í mikilli sókn
gegn þeim í Tamesguida-hér-
aði í norðausturhluta landsins
um helgina. Var ráðist gegn
þeim á þyrlum í skóglendi upp
til fjalla og hermenn síðan
sendir á vettvang. Skæruliðar
hafa drepið um 300 manns á
aðeins einum mánuði en um
170 skæruliðar hafa fallið síð-
an Liamine Zeroual, forseti
Alsírs, blés til sóknar gegn
þeim 24. janúar sl.
Búlgarar
vilja í NATO
STJÓRNIN, sem skipuð hefur
verið til bráðabirgða í Búlgar-
íu, lýsti í gær yfir, að hún
stefndi að fullri aðild að Atl-
antshafsbandalaginu, NATO.
Nýtur þessi afstaða stuðnings
Petars Stoyanovs forseta og
Stoyan Stalev, utanríkisráð-
herra Búlgaríu, sagði unnið
að því að landið uppfyllti öll
skilyrði fyrir NATO-fundinn í
júlí. Þar verður ákveðið hvaða
ríki fá aðild.
Vísindamað-
ur veldur
hneykslan
JAMES Watson, sem hlaut á
sínum tíma Nóbelsverðlaun
fyrir að uppgötva uppbygg-
ingu DNA-kjarnasýrunnar,
hefur vakið mikla hneykslan
með þvi að lýsa yfir, að hann
sjái ekkert athugavert við, að
konur eyði fóstri komi í ljós,
að það hafi í sér arfbera, sem
valda samkynhneigð. Hafa
margir vísindamenn mótmælt
þessu en Watson bendir á, að
það sé siðferðileg skylda for-
eldra til að gera allt til að
börnin verði heilbrigð.
Tugir tonna í
sjóinn
TVEIR spænskir togarar voru
færðir til hafnar í Tromso um
helgina en talið er, að þeir
hafi kastað allt að 90 tonnum
af ýsu og 15 tonnum af ufsa
í sjóinn. Voru skipin saman
um troll og sóttust aðeins eft-
ir þorski og lét skipstjórinn
kasta út fiski jafnvel eftir að
norskir eftirlitsmenn voru
komnir um borð. Það kom líka
í ljós við athugun, að í lestinni
var aðeins þorskur en afli ná-
lægra skipa var mjög blandað-
ur.
Atök milli þjóðernissinna úr röðum Baska og lögreglu á Norður-Spáni
Málaga. Morgunblaðið.
Skotvopnum
beitt í Baskalandi
TVEIR menn voru særðir skotsár-
um og 18 til viðbótar slösuðust
þegar til átaka kom á milli þjóð-
emissinna úr röðum Baska og lög-
reglu í Bilbao á Norður-Spáni síð-
degis á laugardag.
Lögreglan í Baskalandi, sem
nefnist Ertzaintza á máli Baska,
greip til þess úrræðis að beita
skotvopnum þegar fólk, sem þátt
tók í fjöldagöngu þar sem krafist
var sjálfstæðis Baskalands frá
Spáni, þrengdi að lögreglusveitun-
um og ógnaði þeim, að sögn tals-
manna þeirra. Lögreglusveitirnar
beittu bæði gúmmíkúlum og hefð-
bundnum skotum til þess að dreifa
göngumönnum. Byssukúlur hæfðu
tvo sjálfstæðissinna og aðrir tveir
urðu fyrir gúmmíkúlum en þeir
munu ekki vera alvarlega særðir.
Talsmenn Ertzaintza sögðu sex
lögreglumenn hafa slasast í átök-
unum, sem blossuðu upp laust
fyrir klukkan 17 að íslenskum
tíma.
Hart var deilt um hvort viðbrögð
lögreglusveitanna gætu talist rétt-
mæt og boðað var að málið yrði
tekið upp á þingi í vikunni.
Um 10.000 manns tóku þátt í
göngunni, og fóru þeir um Bilbao
hrópandi slagorð í nafni sjálfstæð-
is Baskahéraðanna þriggja á
Norður-Spáni auk þess sem
göngumenn létu í ljós stuðning við
ETA, aðskilnaðarhreyfingu
Baska. Það var Herri Batasuna,
hinn pólitíski armur ETA, sem
skipulagði gönguna.
Aðskilnaðarsamtökin ETA eru
talin hafa líf tæplega 800 manna
á samviskunni frá því að þau tóku
upp vopnaða baráttu fyrir sjálf-
stæði Baskahéraðanna. I liðinni
viku bættust þrjú fórnarlömb í
þennan hóp þegar byssumenn
myrtu dómara við Hæstarétt
Spánar fyrir framan heimili hans
í höfuðborginni Madrid og tveir
menn týndu lífi í sprengjutilræði
í Granada í suðurhluta landsins.
• 16 MB EDO vinnsluminni
• 1.7 GB harður diskur
• ATI Mach64 2 MB PCI skjákort
• 256 Kb Pipelined Cache
• Win'95 lyklaborð + mús
• 15" SVGA litaskjár
• Windows 95
Borð- eða turntölva þitt er valíð
Myndin sýnir margmiðlunarútgáfuna af töivunni
1 2 hraða geisladrif
• SoundBlaster 16 hljóðkort
• 60 W Screenbeat hátalarar
Sharp JX-9210
geislaprentari
600 p.á.t.
4 bls/mín.
með kapli
')íi kotnmn iiisin ':3J þín stf. þís ii-z
bjúr niizini) nihii uppiiT/jjxjgu
ts'fyj 'iöJJistsn) þi/j/j]
- þír zsii J:o5':;j'jþ'jrJíiJj5!jJ
raiJUir iiiíins mi. ii'irj'á'Minumjiiii'iii)
Þetta verð gildir aðeins fyrir
þá sem kaupa tölvu.
Listaverð í búð 27.900 kr.
Microcom DeskPorte
Þetta verð gildir aðeins fyrir
þá sem kaupa tölvu.
Listaverð í búð 14.900 kr.
Tæknival
UMBOÐSMENN OG ÞJÓNUSTA UM LAND ALLT:
• AKRANES Tölvuþjónustan 431-4311 • KEFLAVÍK Tölvuvæðing 421-4040
• AKUREYRI Tölvutæki-Bókaval 462-6100 • SAUDÁRKRÓKUR Skagfirðingabúð 455-4537
• HORNAFJÖRÐUR Hátíðni 478-1111 • SELFOSS Tölvu- og rafeindaþj. 482-3184
• HÚSAVÍK Tölvuþj. Húsavík 464-2169 • VESTMANNAEYJAR Tölvun 481-1122
• ÍSAFJÖRÐUR Tölvuþj. Snerpa 456-5470
Skeifunni 17
108 Reykjavlk
Sfmi 550 4000
Fax 550 4001
Netfang:
Reykjavíkurvegi 64
220 Hafnarfiröi
Sfmi 550 4020
Fax 550 4021
Netfang:
mottakaðtaeknival.is fjordur@taeknival.is