Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 29

Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 29 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn FRÁ tónleikunum í Langholtskirkju, Síminn til Aðai- steins Ing- ólfssonar ÞAÐ er síminn til Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings í dag þriðjudaginn 18. febrúar kl. 15 og á iínunni eru fimm ungar listakonur og gallerí- istar. Þær eru Sæunn Stef- ánsdóttir, Dóra ísleifsdóttir, Jóní Jónsdóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Helga Þórs- dóttir. Galleríin sem þær reka eru Gúlp, Undir pari og Nema hvað. Þær ætla að ræða við listfræðinginn um það hvern- ig er að vera listamaður og að reka galleri á íslandi í dag. Á Mokka verður samtalinu útvarpað beint. Gestir staðar- ins geta fylgst með samtalinu og blandað sér í umræðurnar. 30 ára söngafmæli TÓNLIST Langholtskirkja KÓRSÖNGUR Fjórir kórar samfagna Arnesinga- kómum á 30 ára starfsafmæli kórs- ins. Laugardagurinn 15. febrúar, 1997. SAGA tónlistar á Islandi er stutt og má segja að hún spanni vart meira en 100 ár og þótt margt gott fólk færi utan í tónlistarnám um og eftir aldamótin 1900 má með sanni segja að stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 marki upphaf regiu- legrar kennslu sem síðar blómstraði í stofnun Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, stofnun íslensku óperunnar og alþjóðlegri þátttöku íslenskra söngvara og hljóðfæraleikara. Einn sérkennilegasti þáttur ís- lenskrar tónmenntar er mikill fjöldi kóra sem sumir hveijir hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu. í tilefni 30 ára starfsafmælis efndi Árnes- ingakórinn til kórveislu þar sem fram komu tveir átthagakórar, Árnesinga- kórinn og Seikórinn, unglingakórinn Kvennakór Kvennaskólans, barna- kórinn Skólakór Kársness og Karla- kórinn Fóstbræður. Tónleikarnir hófust með söng Ár- nesingakórsins, undir stjórn Sigurðar Bragasonar, sem flutti söngva eftir nokkra Árnesinga og voru flest lögin af léttara taginu. Bestur var söngur kórsins í lþgunum, Ég beið þín lengi, lengi og í kvöld þegar ísinn er úti, eftir feðgana Pál ísólfsson og ísólf Pálsson en einnig átti frændi þeirra, Pálmar Þ. Eyjólfsson gott og ágæt- lega sungið lag, Flóinn, við texta Freysteins Gunnarssonar. Önnur lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson, Loft S. Loftsson og Eirík Bjamason voru í ætt dægurlaga og þokkalega sung- in. Eldgamla Ísafold eftir Sigurð Ágústsson er svolítið hornótt í hljóm- skipan og raddferli, svo að tæplega mun það leysa gamla lagið, enska þjóðsönginn, af hólmi. í heild var söngur kórsinn ágætlega mótaður og eins fyrr segir, bestur í lögum Stokkseyringanna. Selkórinn, undir stjórn Jóns Karls Einarssonar, bauð upp á metnaðar- fulla efnisskrá, fimm lög úr Ástar- völsunum eftir Brahms. Þetta er sér- lega góð tónlist en því miður er Sel- kórinn ekki skipaður því söngfólki sem ræður sönglega við þessa tón- list. Með kórnum léku Arndís Inga Sverrisdóttir og Bjarni Jónatansson á píanó en hann lék einnig með Ár- nesingakórnum og þegar allir kór- arnir sungu saman í lok tónleikanna. Kvennakór Kvennaskólans söng þrjú lög við undirleik þriggja karl- nema skólans, fyrst lag eftir Sigurð Bragason, við texta Tómasar, Fagra veröld, þá þjóðlag frá Úkraínu og í bláum skugga eftir Sigurð „Bjólu“, poppara, sem lítið hefur farið fyrir undanfarið. Lögin voru sungin með sætum æskuhljómi og áreynslulausri tónmyndun, sem auðheyrilega má þakka stjórnandum, Sigurði Braga- syni. Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og við sam- leik Marteins H. Friðrikssonar söng fjögur lög, rússneskt þjóðlag, tvo negrasálma og Vinamál, eftir Oscar Peterson, við frábæran texta Heimis Pálssonar. Söngur barnanna og Karlakórsins voru bestu atriði tón- leikanna en Fóstbræður sungu Ut i vor hage, Dómaradansinn og gamla og góða sönglagið, Skjaldbreiður, sem tollir býsna vel við textann, þótt áherslur hans og lagsins stangist oft illa á. Ámesingakórinn steig aftur á pail, með lag eftir stjórnandann, Sig- urð Bragason og það fallega lag Nú sefur jörðin eftir Þorvald Blöndal. Það var þokki yfir söng kórsins, sem framfærður var með áreynslulausum söng. Tónleikunum lauk með samsöng allra kóranna en til leiks voru kallað- ir söngvararnir Signý Sæmundsdótt- ir og Þorgeir Andrésson. Signý söng einsöng í lagi eftir Sigurð Bragason, við ljóð eftir Valdimar Lárusson, um gamalkunnungt þema, Ave María. Þetta er rismikið lag sem var að mörgu leyti vel flutt, sérstaklega af Signýju Sæmundsdóttur. Nessum Dorma, úr Turandot, eftir Puccini, var flutt af Þorgeiri Andréssyni og hann skiiaði því af reisn en tónleikun- um lauk með Árnesþinginu eftir Sig- urð Ágústsson. Það er vandi að setja saman efnisskrá fyrir svona tónleika og í heild tókst það nokkuð vel og er Árnesingakómum óskað til ham- ingju með afmælið. Jón Ásgeirsson Valgerður Einarsdóttir: Margrét Amundadóttir: Ég hef stundað æfmgábekkina í 4 ár og flnn stórkostlegan mun á vextinum og ekki hvað síst hafa vöðvabólga og höfuðverkur algjörlega horfið. Þetta er það besta sem ég hef reynt og vil ekki missa úr einn einasta tíma. Vilhelmína Biering: Stefanía Davíðsdóttir: Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stifra vöðva o.fl. 7 hekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur hlóðstreymi til vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun. • Ert þú með lærapoka? • Ert þú búin að reyna allt, án árangurs? • Hjá okkur nærð þú árangri. • Prófaðu og þú kemst að því að senti- metrunum rækkar ótrúlega fljótt. • Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? Undirrltuð hefur stundað æfingabekkina reglulegaí 8 áf og líkað nyög vel. Égþjálst verulega af liðagigt og vöðvábólgu og þoldi þess vegna ekki venjulega leikfimi. Með þjálp æfingábekkja hefur vöðvabólgan smám saman horfið og líðan í liðamótum er allt önnur. Þetta er eitthvert það besta æfingabekkjakerfi iyrir allan líkamann sem flestir ættu að þola. • Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun? • Þá hentar æfingakérfið okka vel. Erum með tvo auka nuddbekki, göngubraut og þrekstiga. Æfíngabekkir Hreyfingar, Ármúia 24, sími 568 0677 Ath. breyttan opnunartíma. Mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og kl. 15-20, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-12. Frír kynningartími. Fyrírþig í vetur! Ég hef stundað æflngabekkina í 3 ár og líkað mjög vel. Ég var slæm af vöðvabólgu og er nú allt önnur. Ég mæll því eindregið með æfingábekkjunum. Ég er eldri borgari og hef verið tyá Sigrúnu í æfingabekkjunum í 9 ár og hlákika til í hvert sinn. Mér finnst þetta ómetanleg hreyfing ftrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa úr einn tíma enda finnst mér að eldri borgarar eigi að ryóta þess að vera í æfingum til að halda góðri heilsu og um leið hafa eigin tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.