Morgunblaðið - 18.02.1997, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Verk eftir
Mozart á
Háskóla-
tónleikum
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor-
ræna húsinu miðvikudaginn 19.
febrúar flytur Sigurður Marteins-
son píanóleikari Fantasíu í c-moll
KV 475 og Sónötu í c-moll KV 457
eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Tónleikarnir eru um hálftími að
lengd og hefjast kl. 12.30.
Sigurður hóf nám sitt 13 ára
gamall hjá Evu Sveinbjarnardóttur
á Sauðárkróki.
Þrem árum síðar
lá leiðin til Ak-
ureyrar þar sem
hann nam við
Tónlistarskól-
ann. Tvítugur
fór hann til
London og lærði
þar hjá Philip
Jenkins í þrjú ár.
Því næst naut
Sigurður leið-
sagnar Árna Kristjánssonar við
Tónlistarskólann í Reykjavík jafn-
framt því sem hann byijaði
kennsluferil sinn. Á árunum
1988-91 hellti hann sér út í píanó-
æfingar og naut tilsagnar Bohum-
ílu Jedlicovu sem er dósent við Det
kongelige Muikkonervatorium í
Kaupmannahöfn. Síðan þá hefur
hann verið virkur bæði sem einleik-
ari og undirleikari ásamt því að
vera kennari við Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar.
Af sónötum Mozarts eru einung-
is tvær í moll-tóntegundum, önnur
í a-moll og hin í c-moll, en það er
sú em leikin verður á þessum tón-
leikum. Stundum hefur verið sagt
um Mozart að hann hafi ekki gert
sér far um að vera frumlegur í
tónsmíðum sínum, hann hafi ein-
faldlega ekki haft þörf fyrir það.
Þó gerir hann þá hluti í fantas-
íunni í c-moll sem hljóta að hafa
þótt æði byltingarkenndir á hans
dögum, bæði hvað varðar tónteg-
undabreytingar, skyndilegar styrk-
leikabreytingar og alls kyns hraða-
skipti. Sama er upp á teningnum
í sónötunni sem mjög algengt er
að leika á eftir fantasíunni, en hin
síðarnefnda virkar þá sem heljar-
mikill forleikur.
Handhöfum stúdentaskírteina
er boðinn ókeypis aðgangur, en
aðgangseyrir fyrir aðra er 400 kr.
Mailer skrifar
um Jesú Krist
BANDARÍSKI rithöfundurinn Nor-
man Mailer ræðst ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur í væntan-
legri bók sem kemur út i maí nk.
Hún segir ævisögu Jesú Krists á
rúmum 220 síðum en áður hefur
Mailer skrifað ævisögu spænska
málarans Pablos Picassos.
Bókin um Krist er skrifuð sem
sjálfsævisaga. Segist Mailer ekki
gera tilraun til að vera dyggðugur
eða kaldhæðinn, heldur reyni hann
eftir bestu getu að rekja „stórkost-
legustu sögu sem nokkurn tíma
hafi verið sögð“. Meira vill hann
ekki segja að svo stöddu til að
vekja ekki meiri athygli og vænt-
ingar en hann geti staðið undir,
áður en bókin kemur fyrir almenn-
ingssjónir. Segja útgefendur bók-
arinnar, Random House, að Mailer
haldi sig til hlés þar sem hann
búist fastlega við því að margir
muni verða ósáttir við bókina.
í The New York Times segir að
bók Mailers sé eins og ágrip af
guðspjöllunum, orðfæri gamaldags
og flúrað og minni helst á gamlar
biblíuþýðingar.
Engar pífur,
ekkert prjál!
Morgunblaðið/Kristinn
ÍSLENSKI dansflokkurinn: „Ein“.
LISTPANS
Borgarlcikhúsið
ÍSLENSKI
DANSFLOKKURINN
„Ein“ eftir Jochen Ulrich. Leik-
_ mynd og búningar. Elín Edda
Ámadóttir. Tónlist: Skárren ekk-
ert: Eiríkur Þórleifsson, bassi, Guð-
mundur Steingrímsson, harmóníka
og pianó, Frank Þórir Hall, gítar,
Kjartan Guðnason, slagverk, Egg-
ert Þorleifsson, klarinett. Lýsing:
Elfar Bjamason. „La cabina 26“
eftir Jochen Ulrich. Leikmynd:
Jochen Ulrich. Sviðsetning: Katrín
Hall. Búningar: Jutta Delome og
Mechthild Seipel. Tónlist: La Fura
dels Baus. Lýsing: Elfar Bjamason.
Dansarar dansverkanna: Birgitte
Heide, David Greenall, Grit Hartw-
ig, Guðmundur Helgason, Julia
Gold, Katrin Lngvadóttir, Katrín
Á. Johnson, Lára Stefánsdóttir,
Leszek Kuligowski, Marcelo Pe-
reira, Margrét Gísladóttir.
ÞAÐ ríkti eftirvænting og for-
vitni í sal Borgarleikhússins á
frumsýningu Islenska dans-
flokksins föstudagskvöldið var.
Dansflokkurinn bauð áhorfend-
um sínum að sjá frumflutning
dansverksins „Ein“ sem sérstak-
lega er samið fyrir íslenska dans-
flokkinn og dansverkið „La cab-
ina 26“.
Jochen Ulrich höfundur dans-
verkanna er íslenskum dansunn-
endum góðkunnur en hann setti
hér upp „BIindisleik“ og „Ég
dansa við þig“ fyrir fáeinum
árum. Jochen er Þjóðverji og einn
stofnenda dansflokksins Tanz
Forum sem hefur aðsetur í Köln.
Hann er nýráðinn listdanstjóri
Hannover dansflokksins og hef-
ur samið fjölda dansverka. Verk
hans flokkast undir nútímadans
og í þeim gætir áhrifa víða að.
Má þar nefna Kurt Jooss og Pinu
Bausch. Hann vinnur á sama
hátt og margir danshöfundar
samtímans gera, þ.e. með döns-
urum sem hafa áralanga klass-
íska ballettþjálfun að baki að
viðbættri þjálfun í nútímadansi,
til dæmis danstækni sem kennd
er við Martha Graham. Tækni
Martha Graham og fleiri frum-
kvöðla nútímadanslistar byggir
á að dansarinn finni miðju líkam-
ans, -andi í gegnum hreyfíngarn-
ar og láti bakið leiða frá einni
hreyfingu til annarra að
ógleymdri hreyfingu höfuðsins.
Samband líkamans við jörðu og
þyngdarafl hennar er veigamikið
atriði í nútímadansi. Dansgerð
Jochen Ulrich byggir þannig á
klassískri balletttækni þó hún
komi óbeint við sögu og nútíma-
dansi með jazzívafi að viðbættu
flæði frá einni hreyfingu til ann-
arrar. Dansarinn verður að hafa
yfir að ráða krafti, snerpu og
mýkt. Hann þarf að geta sam-
hæft hreyfingar og útfært þær
frá höfundi yfir á sjálfan sig
þannig að persóna dansarans
sjálfs skíni í gegn.
Rólegt og átakalítið
Fyrra dansverk kvöldsins,
„Ein“, er rólegt og átakalítið.
Hreyfingarnar eru jazzlegar,
lausar en formaðar. Verkið íjall-
ar um samskipti ólíkra persóna.
Þar ber að líta ungt par sem
reynir að ná saman. Konu sem
ferðast um sviðið í leit að ein-
hveiju óræðu. Kraftmikið sam-
stillt par, tjullklætt brúðulegt par
og sirkusstjóra eða töframann
sem stjórnar öllu sjónarspilinu
með glotti og truflar sambönd
einstaklinganna að vild. Persón-
ur verksins bera með sér anda
revíu fyrri tíma og teiknimynda-
persóna.
Lítill heildarsvipur er á verk-
inu og framvindan hæg og
sundurlaus. Hlutverk persón-
anna eru óljós. Hvítklædda parið
Julia Gold og David Greenall
dansa tvídans og er dans Juliu
fallegur, léttur og ungstelpuleg-
ur. Búningur hennar er í stíl við
franskan sjóliðabúning og átti
vel við dans hennar. Samspil
parsins er truflað með innkomu
sirkusstjórans eða töframanns-
ins sem Lára Stefánsdóttir dans-
ar. Hlutverk hennar virkaði van-
þakklátt og verkinu ofaukið.
Dökklædda dansparið sýndi
bráðskemmtileg tilþrif og greini-
legt að dansgerðin er vel á færi
þeirra Katrínar Ingvadóttur og
gestadansarans Marcelo Pereira.
Tilgangurinn með samspili þeirra
við sirkusstjórann er óljós frá
hendi höfundar. Hlutverki Birg-
itte Heide sem konunnar í stöð-
ugri leit mátti hafa gaman af.
Birgitte er mjög þokkafullur
dansari sem gerir gott úr hlut-
verki sínu. Löng dans- og sviðs-
reynsla hennar nær til áhorfenda
og gefur heildarsvip verksins
dýpt.
Hlutverk tjullklædda brúðu-
parsins dansað af Katrínu Á.
Johnson og Guðmundi Helgasyni
gerði sig ekki. Hreyfingar þeirra
voru tilgerðaylegar og allt að
marklausar. Á köflum vöktu þó
tilþrifin kátínu áhorfenda. Tjull-
pils þeirra og búningar undir-
strikuðu máttlaus hlutverkin.
Leikmyndin fellur vel að verkinu.
Hún er látlaus með íslensku ívafi,
ísbjörg sem minna á nýafstaðið
Skeiðarárhlaup. Lýsingin er fal-
leg og kallar fram haust- og
vetrarbirtu landsins.
Undirleikur hljómsveitarinnar
Skárren ekkert var verkinu mik-
ill stuðningur og nánast stal sen-
unni. Lifandi tónlistin gerði það
að verkum að áhorfandinn var í
meiri snertingu við listviðburðinn
en ella.
Lifandi dans, raunveru-
legar tilfinningar
Seinna verk kvöldsins, „La
cabina 26“, er af öðrum toga.
Þar er hraði og snerpa hreyfinga
í hávegum höfð. í verkinu eru
regluleg uppbrot í anda upp-
reisnar með tilheyrandi ringul-
reið. Dansaramir hreyfa sig
hratt og ákveðið yfirleitt tveir
saman eða í hóp. Átök eru milli
dansara. Firring, spenna og ofsi.
Dansararnir eru svartklæddir í
aðsniðnum búningum og dansa
í skóm. Leikmyndin er einföld,
hrá og verksmiðjuleg. Járn-
stangir uppsviðs og til beggja
hliða. Stór vifta og uppblásinn
bolti fyrir miðju sviði. Dansað
er við spænska nýbylgjutónlist.
Dansgerðin í „La cabina 26“
er hröð, kröftug og falleg. Dans-
ararnir sýna tilfinningar eins og
reiði, ótta og kynhvöt. Tilfinn-
ingar sem tilheyra mannlegu
eðli en hafa verið kyrfilega fald-
ar bakvið tjullpils klassíska bal-
lettsins. í „La cabina 26“ sjást
þær í öllu sínu veldi. Reiði og
óttatilfinning er framkölluð á
einfaldan hátt með sviðsettu of-
beldi. Einn dansari limlestir ann-
an sem má sín minna. Áhrifarík
og ógnvekjandi sena. Annar
dansari hleypur hring eftir hring
meðan aðrir slást og kemst ring-
ulreiðin þannig vel til skila.
Þungur andardráttur dansar-
anna heyrist og gerir dansinn
lifandi og raunverulegan.
Innlifun og kraftur hvers og
eins dansara skilar sér vel til
áhorfenda. Allir sem einn gerðu
þeir hlutverkum sínum góð skil.
Þeir nutu þess greinilega að
dansa verkið. Útfærsla Juliu
Gold og Katrínar Ingvadóttur á
dansgerðinni var sérstaklega
kröftug. Báðar hafa þær til að
bera snerpu í hreyfingum og ná
að fylla út í hreyfingarnar þann-
ig að hreyfingin lifir frá upphafi
til enda. Jafnframt hefur Julia
Gold óhefta og sterka leiktúlkun.
Minnisstæður er dans Marcelo
Pereira, sem hefur ótrúlegt vald
yfir hreyfingum sínum auk hríf-
andi sviðsframkomu.
Tvö áhrifamikil uppbrot eru í
dansverkinu. Það fyrra þegar
kvendansarar líða inn á sviðið
með nakin bök til áhorfenda og
hreyfa sig hægt. Þær eru í kjól-
um sem þær halda uppi með
annarri hendi til að hylja bijóst
sín. Á einfaldan hátt skapa þær
erótíska spennu með því að
skipta um hendi reglulega. Á
sama tíma liggur nakinn karl-
maður við fætur þeirra en kyn-
færi hans hulin með dulu. Hann
hreyfir sig hægt um sviðið án
þess að bera sig áhorfendum.
Snjöll hugmynd sem virkar.
Seinna uppbrotið er engu
síðra. Boltanum er rúllað niður
sviðs og Birgitte Heide kemur
inn í kjól sem er hringlaga eins
og boltinn. Hún gerir einfaldar
hreyfingar á boltanum og í lok-
in stendur hún upp á honum og
gerir titrandi óttahreyfingar
með höndunum starandi út í
loftið. Þessi sena var myndræn
og dramatísk og aftur skapaði
Birgitte Heide áhrifaríkt andar-
tak með sterkri nálægð sinni.
Búningarnir í „La cabina 26“
hæfa verkinu vel. Svartir, að-
skornir og sumir hveijir tæt-
ingslegir.
Sviðsmyndin studdi við and-
rúmsloft verksins. Hún er látlaus
og verksmiðjuleg.
Tónlistin er afar kröftug, takt-
föst og hæfir verkinu vel.
Að sleppa fram
af sér beislinu
Það er ekki sjálfgefið að dans-
arar sem lengi hafa eingöngu
æft klassískan ballett nái að
sleppa fram af sér beislinu og
dansa hraðan og tilfínningaríkan
nútíma dans. Dansarar Islenska
dansflokksins sýndu það í dans-
verkinu „La cabina 26“ að þeir
hafa alla burði til að verða góðir
nútíma dansarar.
Þróun danslistar í Evrópu
hefur verið hröð undanfarin ár.
Framtíð danslistarinnar virðist
liggja í nútíma dansinum og öll-
um þeim fjölbreyttu möguleik-
um sem hann býður upp á. Von-
andi er þessi sýning íslenska
dansflokksins undir stjórn Katr-
ínar Hall listdansstjóra einungis
forsmekkurinn að því sem koma
skal.
Lilja ívarsdóttir
Lilja ívarsdóttir er Iærður dans-
ari og danshöfundur og hefur
starfað að list sinni hér heima
og erlendis.