Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 35

Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 35 AÐSEIMDAR GREINAR irlif borgarínnar verður FLUGLEIDIR P.e'í vbcna vtva' ibo%* Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í gluggann þinn. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. erð frá 10.030 var mjög Q'allað um hugsanleg áhrif hvalveiða á markaði okkar, jafnt á sviði vöruútflutnings og ferðaþjón- ustu. Fróðlegt er þess vegna að rifja upp hvað menn höfðu þá fram að færa um samspil ferðaþjónustu og hvalveiða hér við land. I skýrslunni er kafli um þessi mál þar sem með- al annars segir orðrétt: „Fulltrúi Ferðamálaráðs taldi að umtal í kjölfar úrsagnar íslands úr Alþjóðahvalveiðiráðinu gæti jafnvel Auðvitað hefjum við hvalveiðar eflt ferðaþjónustu hérlendis. Fjölg- un ferðamanna hingað til lands á undanförnum árum benti til þess að umræða fyrri ára um hvalveiði- mál hafí síst skaðað ísland sem ferðamannaland. Vísbendingar væru jafnvel til um hið gagnstæða“. Þetta sögðu menn þá og reynsla Norðmanna bendir til þess að þetta sé rétt mat. Tölurnar tala líka sínu máli. Á sama tíma og við stunduðum hval- veiðar í visindaskyni á árunum 1985 til 1989 heyrðust fréttir af mótmæl- um ýmissa aðila erlendis gegn okk- ur. Engu að síður fjölgaði komum erlendra ferðamanna hingað til lands um þriðjung á þessUm tíma. Er hægt að kaupa sér frið? Það er mikill misskilningur ef menn ætla að hægt sé að kaupa sér frið með því að gefa eftir gagn- vart andstæðingum hvalveiða. Þvert á móti má búast við að þeir fínni sér einfaldlega nýtt viðfangs- efni, eins og þegar eru farin að sjást dæmi um. Stöðvun fiskveiða af ýmsum toga er nú orðin krafa sumra slíkra samtaka og því miður finnast dæmi um mikinn árangur þeirrar baráttu. Ætla menn þá enn að reyna að kaupa sér frið með því að gefa eftir? Eigum við til dæmis að láta af togveiðum, eða netaveið- um, til þess að þóknast slíkum öfl- um? Hvar hyggjast menn eiginlega láta staðar numið? Höfundur er formaður stjórnar Fiskifélags íslands og alþingismaður. Á ÞESSU vori er nauðsynlegt að niður- staða fáist um hval- veiðar íslendinga. Nefnd sem hefur verið að störfum um þessi mál er að skila af sér og forsendur til ákvörðunartöku þess vegna ljósar. Það hefur lengi verið yfirlýstur vilji íslendinga að hefja hvalveiðar, enda mæla öll vísindaleg og efnis- leg rök með því. Í umræðu um um- hverfismál ber mjög hátt hugtakið sjálfbær þróun. Með því er átt við „að þörfum núverandi kynslóða sé mætt án þess að það skerði möguleika komandi kynslóða“, eins og segir í skýrslu hinnar heims- þekktu Brundlandnefndar. Kjarni þessarar hugsunar er þess vegna sá að nýta auðlindir heimsins af Fríður verður ekki keyptur með því að láta undan andstæðingum hvalveiða. Einar Guð- finnsson telur að þá fínni þeir sér bara ný viðfangsefni. skynsemi, almenningi til hagsbóta, en án þess að skerða framtíð- armöguleikana. Þar með er þjóðun- um ekki einungis gefinn réttur, heldur ekki síður lögð sú skylda á herðar að nýta auðlindirnar. Eðli- legur þáttur í nýtingu auðlinda Hvalveiðar eru þess vegna ofur eðlilegur þáttur í því að nýta auð- lindir hafsins. Þær eru í samræmi við þessi sjónarmið, eins og marg- oft hefur verið sýnt fram á og raun- ar staðfest á alþjóðlegum vett- vangi. Sjálfum er mér í fersku minni ályktun um sjávarútvegsmál sem samþykkt var á vettvangi Alþjóða- þingmannasambandsins þar sem sátu fulltrúar meira en eitt hundrað þjóðþinga, en þar var samhljóða fallist á tillögu af því tagi sem við fulltrúar íslands fluttum. * Það er því enginn vafi á því að við höfum rökin með okkur og við berjumst fyrir heiðarlegum mál- stað þegar við viljum hefja skyn- samlegar hvalveiðar að nýju. Tekið undir vopnaglamur öfgahópa Þess vegna hefur það komið nokkuð á óvart að skyndilega fara að heyrast úrtöluraddir, sem vara við því að við nýtum okkar auðlind- ir, eins og við teljum skynsamleg- ast og vísindamenn eru sammála um að sé óhætt. Allt í einu kveðja sér hljóðs hjáróma raddir sem telja að auðlindanýtingin eigi ekki að lúta lögmálum sjálfbærrar nýting- ar, eins og þó er almenn samstaða um á meðal þjóða heimsins, heldur eigi að taka mið af vopnaglamri öfgahópa í nafni umhverfisvernd- ar. Sjónarmið af bandarískum fiskmarkaði Á afar fróðlegum fundi samtakanna Sjávarnytja þann 8. febrúar síðastliðinn komu fram athyglis- verðar upplýsingar. Meðal ræðumanna var Bruce R. Galloway, stjórnarformaður Art- hur Treachers þriðju stærstu skyndibita- kveðju á sviði fiskrétta í Bandaríkjunum. Hans sjónarmið var skýrt. Fiskkaupendur í Bandaríkjunum eru að leita eftir góðri vöru á hagstæðu verði. Þeir spyija um verð eða gæði, en ekki hvort þjóðin sem framleiðir vöruna veiðir hval, eða stundar einhveija aðra iðju. Aðspurður kvaðst hann ekkert sjá úr reynslu sinni við fisk- sölu í Bandaríkunum hingað til, sem gæfi til kynna að menn ættu að óttast í íslenskum sjávarútvegi þó hvalveiðar hæfust að nýju. Norskur út- flutningur jókst - ferðaþjónustan efldist Fulltrúi norska útflutningsráðs- ins, Helge Lund, greindi frá reynslu Norðmanna. Hvalveiðar þeirra höfðu varla nokkur neikvæð áhrif á útflutning þeirra á öðrum sviðum. Þvert á móti jókst útflutningurinn og gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu uxu alveg sérstaklega. Þetta er sú reynsla sem við getum byggt okkar ákvarðanir á. Annars vegar upplýsingum af okkar þýð- ingarmikla Bandaríkjamarkaði og hins vegar frá hinum norsku ná- grönnum okkar. Þar ber allt að sama brunni. Ekki vantaði það að menn spáðu illa fyrir Norðmönnum er þeir hófu hvalveiðarnar. Ferðaþjónustan átti að hrynja og útflutningurinn að stórtapa. Ferðamálafrömuðir þótt- ust sjá allt svart framundan og ályktuðu um það eins og Ferða- málaráð hér á landi glaptist til að gera á dögunum. Reynslan hefur sýnt að þeir höfðu algjörlega á röngu að standa. Fulltrúi norska útflutningsráðsins sagði enda á fyrrnefndum fundi að þessi mál væru ekki lengur rædd (non-issue). Svo rækilega hefði komið í ljós að hvalveiðarnar hefðu ekkert skaðað útflutning og ferðaþjónustu, eins og heimsendaspámennirnir þóttust þó sjá fyrir. Það er einkar athyglisvert að aðsókn í hvalaskoðunarferðir frá Noregi jókst um heil 40 prósent í fyrra, á sama tíma og Norðmenn sættu aðkasti frá umhverfishópum fyrir hvalveiðar sínar ....gæti jafnvel eflt ferðaþjónustuna“. í þessu sambandi er nauðsynlegt að geta þess að þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem menn velta fyrir sér áhrifum hvalveiða á útflutning og ferðaþjónustu. Á árinu 1991 starfaði nefnd undir formennsku undirritaðs, sem var ætlað að yfir- fara ýmsa þætti er lutu að hugsan- legri úrsögn íslands úr Alþjóðahval- veiðiráðinu. í starfí nefndarinnar EinarK. Guðfinnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.