Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 41

Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 41 orgel og gerið úttekt á þeim. Gerir þú þér grein fyrir því að þú hefur aldrei sest með mér við neitt af mín- um orgelum eftir að þau hafa verið tekin í notkun? Nei, þín aðferð er sú að fara annaðhvort með organist- um, sem gjarnan eru þá góðir vinir þínir, eða erlendum orgelsmiðum, sem hér hafa verið á ferðinni. Þetta er svona svipað og ef þú skrifar tón- listargagnrýni, sem allir mega lesa nema flytjandinn sjálfur. Hápunktur þessarar aðferðar var þegar þú hafn- aðir boði um að ég yrði sóttur, er þú skoðaðir orgel Lágafellskirkju með dönskum orgelsmið. Ég var þá staddur á verkstæði mínu í tveggja km fjarlægð frá kirkjunni. Nei, Haukur, þú hefur ekki sýnt það í verki að þú hafir einlægan áhuga á því að fá innlend orgel í kirkjur landsins, þó svo að þú haldir því fram. Nú eru orgelin frá mér orðin 14 að tölu og ég get fullyrt, að ekki eitt einasta þeirra er eftir ábendingu frá þér. Ég ber hlýjan hug til þeirra safn- aða, sem hafa sýnt mér traust og falið mér smíði á orgelum, bæði stór- um og smáum. Þeir hafa veitt mér atvinnu í rúm 10 ár og nú síðustu árin þremur starfsmönnum að auki. Sérstaklega virði ég það fólk, sem hafði áræði og þor að panta hjá mér fyrstu hljóðfærin, en þá hafði ég ekkert að sýna. Þetta voru sóknar- nefndir Akureyrarkirkju, Ólafsfjarð- arkirkju og Fáskrúðsfjarðarkirkju, ásamst sóknarprestum. Að ég ætti eftir að eiga í baráttu við þig í öll þessi ár hefði ég aldrei trúað og veit ég að þar eru mér margir sammála. Þú ert sá aðili sem virkilega hafðir og hefur möguleika á að styðja við starfsemi mína. Grein þína í Morgunblaðinu hinn 7. febrúar endar þú á eftirfarandi setningu og bið ég þig að íhuga hana. „Styðjum því alla eftir megni á listabrautinni, þannig að þeir megi ávaxta pund sitt og leggi það á vog- arskálar menningarinnar." Höfundur er orgelsmiður í Mosfellsbæ. starfsfólki. Hækkunin gæti verið í formi óunninnar yfírvinnu eða ann- arra aukagreiðslna. Það mun vera þessi sýn sem veldur tortryggni verkalýðsfélaga. Ein röksemdin fyrir háum lífeyrisiðgjöldum er sú að auka þurfi sparnað í hagkerfínu. En hvern- ig dettur mönnum í hug að leggja sérstakar kvaðir um slíkt á ríkis- starfsmenn umfram aðra? Það hefðu einhvern tíma verið kölluð ólög. Óhófleg iðgjöld til lífeyrissjóðs og samsvarandi lág laun hljóta að tor- velda starfsmannahald ríkisins. Starfsmannastjórinn mundi líklega taka á móti umsækjendum um störf með svofelldum orðum: „Launin eru að vísu lág. En reyndu að þrauka þangað til þú kemst á eftirlaun, þá verður þér launað ríkulega fyrir þol- inmæðina." Slíkur boðskapur er ekki upplífgandi fyrir ungt fólk sem sér ekki fram úr útgjöldum. Það er góður kostur fyrir opinbera starfsmenn að ganga í rótgróinn líf- eyrissjóð með 10% iðgjaldi. Önnur góð iausn er að stofna nýjan sjóð í stað A-sjóðsins, með hefðbundnum skilmálum, án ábyrgðar ríkisins. Slíkur sjóður mundi geta veitt a.m.k. jafnmikil réttindi og LV. Hann hefur hagræði af því fram yfir flesta lífeyr- issjóði að inn í hann kemur frá upp- hafi einkum ungt fólk. Auk þess er örorkutíðni meðal ríkisstarfsmanna mun lægri en í flestum lífeyrissjóð- um, m.a. lægri en í LV þótt örorka sé tiltölulega lítil þar. Það sem sparast í lífeyrisiðgjaldi er eðlilegast að greiða út sem hærri laun. Einnig má hugsa sér að greiða í séreignasjóð, eins og starfshópur sveitarfélaganna stingur upp á. En slíkur sjóður ætti að vera óbundinn, helst alveg, en að minnsta kosti þeg- ar sérstakar aðstæður skapast, eins og gilti um skylduspamað ungs fólks. Aðalefni greinarinnar má draga saman í fá orð: Opinberir starfsmenn ættu að slíta af sér ijötra sem felast í óhóflegum skyldum til öflunar líf- eyrisréttinda og öðlast sama svigrúm og aðrir í launasamningum. Óstaðbundnir söfnuð- ir í þióðkirkjunni? Hefðbundið skipu- lag þjóðkirkjunnar miðast við söfnuði inn- an landfræðilegra marka og hefur lengst- um þótt sjálfsagt þótt einhveijar aldir hafi tekið að festa það í sessi. Hér er ekki lagt til að því verði varpað fyrir róða en bent á að ástæða sé til að skoða hvort það eigi að vera jafn algilt og nú er, lögum samkvæmt. í reynd er þetta kerfi sniðgengið með ýmsu móti. Ákvæði um trú- frelsi (stjórnarskráin 1874 og eldri undanþáguákvæði um dvöl fólks af öðrum trúfélögum hérlendis, einkum í kaupstöðum) batt enda á að allir búsettir innan sóknarmarkanna tilheyrðu nauð- synlega viðkomandi þjóðkirkjusöfn- uði. Ákvæði um leysingu sóknar- bands (Lög nr. 9, 12. maí, 1882) heimiluðu einstaklingi, með sér- stakri tilkynningu til prófasts, að sækja þjónustu til annars sóknar- prests (kjörprests). Þarna, strax, viðurkenndi löggjafinn þörf fyrir undanþágu frá sóknarskipuninni. Með tilkomu fríkirkjusafnaðanna (lúthersku) riðlaðist þessi gamla skipan þó enn frekar sums staðar. Sá fyrsti varð til á Reyðarfirði (frí- kirkja rís á Eskifirði 1884). Nú starfa: Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík (frá 1899), Fríkirkjus. í Hafnarfirði (frá 1913) og Öháði söfnuðurinn í Reykjavík (1950), alls með yfir 9 þúsund safnaðarmeðlimi. Nútíma borgarbúar eru ekki jafn bundnir umhverfi sínu í atvinnu- og félagslegum skilningi og dreif- býlisfólk og landsmenn almennt áður. Atvinnu og félags- og tóm- stundastörf sækir fólk alveg eins í önnur hverfi. Tengsla- og viðm- iðunarhópur er oft tengdur áhuga- málum, venslafólki og ýmsum kringumstæðum í lífinu fremur en búsetu. Varðandi skipan safnaðanna ríkir nokkur tvískinnungur í kirkjunni. Annars vegar eru lúthersku frí- kirkjusöfnuðirnir viðurkenndir af þjóðkirkjunni, biskup vígir t.d. presta þeirra. Sömuleiðis viður- kenna fríkirkjusöfnuðirnir visst for- ræði þjóðkirkjunnar; fylgja helgisið- um hennar og láta t.d. þjóðkirkju- presta leysa sína presta af og Frí- kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík þáði aðstoð biskups íslands vegna deilna í söfnuðinum á sínum tíma. Hins vegar er haldið fast í það að innan þjóðkirkjunnar séu aðeins stað- bundnir söfnuðir. Æskilegt væri að opna mögu- leika til að sigrast á þessum tví- skinnungi. Ef lög heimiluðu og áhugi væri fyrir hendi mætti hugsa sér að þessir söfnuðir gengju í þjóð- kirkjuna, t.d. árið 2000. Ekkert hefur hins vegar heyrst um að áhugi sé eða hafi verið fyrir því innan þeirra að stofna raunverulega frí- Vigfús Ingvar Ingvarsson. kirkju og mynda ein- hvers konar synódu. Fram til síðla árs 1991 var raunar litið á frí- kirkjusöfnuðina sem eins konar guðsþjón- ustusamfélög og safn- aðarmeðlimir sem fluttu útfyrir starfs- svæði þeirra færðust sjálfkrafa i viðkomandi þjóðkirkjusöfnuð (sbr. 8 greinar í Mbl. vorið ’92j frá 5/4—2/7). Óljós staða fríkirkju- prestanna og þessara safnaða, formlega séð, er kirkjulegt vanda- mál. Hver er t.d. staða þeirra í hinu alþjóðlega kirkjulega samhengi (ekumenískt) og mögu- leikar í samkirkjulegu starfi? Er ekki ágalli að binda sig við vissa hætti þjóðkirkjunnar en hafa þó ekki aðgang að mótandi stofnunum hennar svo sem kirkjuþingi né hafa áhrif á biskupskjör? „Kerfið“ er slæm fyrirmynd hér- lendis (fyrir hópa fólks, sem kynnu að íhuga safnaðarstofnun) því það gerir því skóna að fullgild kirkjuleg eining sé hópur fólks, sem stofnar söfnuð, án þess að um nokkur form- leg tengsl sé að ræða við kirkju- deild (sem gæfí þá t.d. væntanlega tengsl við hina „heilögu, almennu, kirkju“ eins og hún birtist hér á jörðu). Sem praktískt vandamál er prest- ar þekkja vegna þessa fyrirkomu- lags má nefna að ekki hefur feng- ist heimild fyrir því að tilkynning um skírn til Hagstofu gildi jafn- framt sem tilkynning um inngöngu í kirkjuna. Þetta hefur haft í för með sér að börn, sem skráð eru í hin og þessi trúfélög (jafnvel heið- in), eru stundum skírð af lúthersk- um prestum án þess að þau séu uppfrá því skráð í kirkjuna. Auðvelt ætti að vera að finna fyrirkomulag sem gerði fríkirkju- söfnuðunum kleift að ganga í þjóð- kirkjuna með þeim sérréttindum sem þeir teldu dýrmæt sbr. „frí- kirkjusöfnuðina" í dönsku þjóð- kirkjunni (valgmenigheter, frá síð- ustu öld). Formleg sameining lút- hersku kirkjunnar á íslandi í eina heild væri skref í takt við einingar- viðleitni kristinnar kirkju og já- kvæður vitnisburður. Vissulega er það ekki þjóðkirkjunnar að segja fríkirkjusöfnuðunum fyrir verkum, fremur að opna möguleika á eðli- legri samstarfsgrundvelli. Óstaðbundnir söfnuðir, við hlið hinna hefðbundnu, sýnast í vissum tilfellum geta mætt betur þörfum tiltekinna hópa fólks heldur en stað- bundnir borgarsöfnuðir sem verða að miða svo mjög við eitthvert meðalsóknarbarn eða sinna ótal hópum og þörfum. Hinu skal þó ekki neitað að þessir staðbundnu söfnuðir, ætlaðir öllum án tillits til manngreinarálits, hafa sína kosti og neikvæð mynd hins fyrirkomu- lagsins þekkist, t.d. vestanhafs þar Inniskór frá 490 kuldaskór frá 1990 smáskór í bláu húsi v/Fákafen y^v*/Mvv Brúðhjón Allur boröbiínaöur Glæsileg gjdfavard Brúðarhjóna listar Vv)tW^\\v\V VERSLUNIN Laiigttvegi 52, s. 562 4244. Kominn er tími til að stíga skref, segir Vig- fús Ingvar Ingvars- son, sem í senn skapar meiri fjöfbreytni og meiri einingu í þjóð- kirkjunni. sem stéttaskipting birtist milli safn- aða. Hefðbundnar kirkjudeildir, með einhverskonar þjóðkirkjusniði, virð- ast hin síðari ár vera farnar að skoða stofnun safnaða (t.d. Anglik- anar í Bretlandi) sem eina af mikil- vægum leiðum í safnaðaruppbygg- ingu. Séu þeir óstaðbundnir geta þeir leyft sér að gera tilraunir (und- ir handaijaðri kirkjunnar) sem stað- bundnum söfnuðum leyfist varla og sem, að mati okkar þjóðkirkjufólks, fara gjarnan úr böndunum án ábyrgrar tilsjónar eða nýtast a.m.k. síður þjóðkirkjusöfnuðum ef þær eru gerðar utan hennar. Undanfarin ár hefur prestur á vegum Indre Missionen í Ósló haft reglubundið helgihald og veitt prestsþjónustu, sem um þjóðkirkju- söfnuð væri að ræða - með leyfi Óslóarbiskups. Þeir sem þennan „söfnuð“ sækja eru þó áfram skráð- ir í ýmsa söfnuði, enda leyfa lög ekki annað. Spyija mætti hvort það gæti ekki, í sumum tilfellum, komið í veg fyrir að fólk yfirgæfi þjóðkirkjuna, vegna þess að því fyndist hinir breiðu og ósérhæfðu söfnuðir ekki mæta þörfum sínum, ef svigrúm væri fyrir óstaðbundna söfnuði inn- ar hennar. Slíkir söfnuðir lytu þá tilsjón hennar með svipuðum hætti og aðrir þjóðkirkjusöfnuðir og ein- hveijar tilteknar kröfur þyrftu þeir að standast. Ekki er að ætla að nein „skriða færi af stað“ eða auk- inn glundroði yrði þótt löggjöf yrði rýmkuð hvað þetta snertir. Fremur gæfist tækifæri til að sigrast á viss- um glundroða. Undrun vekur að umræða skuli ekki hafa heyrst um þessi mál, sér- staklega þar sem kirkjulegt löggjaf- arstarf stendur á tímamótum. Betra er að umræða hefjist með jákvæð- um og almennum hætti en útfrá einstökum átakamálum. Sem sagt, er kominn tími til að stíga skref sem gæfi möguleika á meiri einingu og um leið aukinni fjölbreytni í þjón- ustu kirkjunnar? Höfundur er sóknarprestur á Egilsstöðum. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WINDOWS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun f ► SIEMENS Nýjasti GSM; tansiminn fra Siemeps er einn sa ijlira nettasti a markaðnum. Nýjasti GSM-farsíminn frá Siemens, S6, er einstaklega léttur (165 g), þunnur (16/22 mm) og meðfærilegur. Hljómgæðin í S6 eru framúrskarandi. Nú á sérstöku kynningarverði: _______39.900,- Itr, stgr. Bjóðum fjölbreytt og vandað úrval símabúnaðar- símstöðvar, símtæki, GSM-farsíma og þráðlausa síma fyrir einstaklinga, heimili og fyrirtæki. Metnaðarfull þjónustudeild. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 Einkaumboð fyrir Siemens á Islandi Höfundur er tryggingafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.