Morgunblaðið - 18.02.1997, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 43
AÐSENDAR GREIIMAR
Frumkvæði, ákveðni
og árangur Röskvu
INNRITUN . stúd-
ents í Háskóla íslands
felur ekki eingöngu í
sér inngöngu hans í
Háskólann heldur
einnig inngöngu hans
í háskólasamfélagið.
Þeir sem í þessu sam-
félagi lifa eiga sameig-
inlegra hagsmuna að
gæta. Allir vilja þeir
að aðstæður til
kennslu og rannsókna
séu sem bestar og að
sú menntun sem stúd-
entar fái sé sem allra
best.
Stúdentaráð sinnir
hagsmunabaráttu
stúdenta og leggur þannig sitt af
mörkum við að bæta háskólasam-
félagið. Síðustu ár hefur Röskva
haft meirihluta í Stúdentaráði.
Röskva hefur verið vakandi fyrir
því sem betur má fara í samfélag-
inu og leitað leiða til úrbóta.
Frumkvæði
Röskva hefur í gegnum tíðina
tekið frumkvæði í málefnum stúd-
enta. Sem dæmi má nefna þjóðar-
átak fyrir bættum bókakosti Þjóð-
arbókhlöðunnar, Nýsköpunarsjóð
námsmanna og aðstoðarmanna-
sjóð.
Nú stendur yfir kennslumála-
ráðstefna í Háskóla íslands að
frumkvæði Röskvu. Þar er tekið á
flestum þeim þáttum sem snerta
kennslu og kennslumál við Há-
skóla íslands. Röskva vill að niður-
stöður þessarar ráðstefnu verði
notaðar til að móta framtíðar-
stefnu Háskólans í kennslu- og
menntamálum.
Röskva gjörbylti kynningarmál-
um fyrir nýnema með því að gefa
út, í upphafi skólaársins, kynning-
armöppu sem tók á öllum þeim
þáttum sem vafist hafa fyrir þeim
sem eru að taka sín fyrstu skref
innan háskólasamfélagsins.
Akveðni
Mörg mál eru þess eðlis að þau
verða ekki leyst á
einni nóttu. Baráttan
fyrir breyttum lögum
um Lánasjóð íslenskra
námsmanna er eitt
þeirra mála. Röskva
hefur verið einörð í
afstöðu sinni og nú í
vetur náði baráttan
um breytt Lánasjóðs-
lög hámarki. Röskva
hefur allt frá árinu
1992 gert þá skýlausu
kröfu að samtíma-
greiðslur verði teknar
upp og endurgreiðslu-
byrðin verði létt. Nú
er verið að semja
frumvarp til laga þar
sem tekið er tillit til krafna náms-
manna. Samtímagreiðslur verða
teknar upp í einhverri mynd og
létta á endurgreiðslubyrði ef
marka má orð forsætisráðherra.
Hins vegar gagnrýnum við í
Röskvu að námsmenn fái ekki að
koma að gerð frumvarpsins. Við í
Röskvu teljum þátttöku náms-
manna vera forsendu þess að ríkja
megi þjóðarsátt um sjóðinn. Nauð-
synlegt er að stúdentar haldi bar-
áttunni áfram um breytt Lána-
sjóðslög af sömu festu og ákveðni
og hingað til.
Árangur
Atvinnumál námsmanna hafa
löngum verið Röskvu hugleikin.
Nýsköpunarsjóður námsmanna og
aðstoðarmannasjóður eru góð
dæmi um það. Eins og ég nefndi
hér að framan þá eru báðir sjóðirn-
ir tilkomnir að frumkvæði Röskvu
og fyrir tilstuðlan hennar hafa
þeir vaxið og dafnað. Síðasta sum-
ar hafði Nýsköpunarsjóður náms-
manna 25,5 milljónir til umráða
og auk þess komu u.þ.b. 5 milljón-
ir í sjóðinn sem mótframlög fyrir-
tækja. Nýlega var samþykkt til-
laga Röskvu um tveggja milljóna
króna aukningu til aðstoðar-
mannasjóðs þannig að nú hefur
aðstoðarmannasjóður 5 milljónir til
umráða.
Við í Röskvu teljum
þátttöku námsmanna í
gerð frumvarps um
LÍN, segir Haraldur
Guðni Eiðsson, vera
forsendu þess að
þjóðarsátt megi ríkja
um sjóðinn.
Atvinnumiðstöð stúdenta
Þó að margt hafi verið gert síð-
ustu ár þá er Röskva ekki á því
að leggja árar í bát. Eitt þeirra
nýju mála seiri Röskva mun leggja
mikla áherslu á er Atvinnumiðstöð
stúdenta. Hugmyndin felur í sér
að Félagsstofnun stúdenta ráði til
sín starfskraft til að sjá um hin
ýmsu mál er snerta atvinnumál
námsmanna. Helstu þættir sem
starfræktir verða í Atvinnumiðstöð
stúdenta eru: Öflug sumarstarfa-
miðlun, hlutastarfamiðlun, fagleg
atvinnuráðgjöf, atvinnumiðlun fyr-
ir nýútskrifaða háskólanema,
Lokaverkefnabanki og kynning á
Nýsköpunarsjóði námsmanna í
þeim tilgangi að ná fram auknum
framlögum fyrirtækja til sjóðsins.
Með því að setja á fót Atvinnumið-
stöð mun árangur í atvinnumálum
stúdenta margfaldast.
Röskva hefur sýnt frumkvæði,
ákveðni, og árangur í þau ár sem
hún hefur haft meirihluta í Stúd-
entaráði. Röskva ætlar að halda
áfram á sömu braut, vera trú sjálfri
sér og stefnumálum sínum. Við
munum halda áfram að vinna í
þeim málum sem við höfum trú á
og þannig gera háskólasamfélagið
að betra samfélagi.
Höfundur situr í Stúdentaráði
fyrir Röskvu ogerað sækjast eftir
endurkjöri.
Haraldur
Guðni Eiðsson
Skýr stefna Vöku!
SÍÐAN 1992 hafa
námsmenn krafist rót-
tækra breytinga á
reglum LÍN og nú,
fimm árum síðar er
þessi barátta að skila
árangri eftir samstillt
lánsjóðsátak allra
námsmannahreyfing-
anna á síðast ári. Sú
samstaða skilaði okk-
ur námsmönnum yfir-
lýsingu ríkisstjórnar
um aukaframlag upp
á 100 milljónir til LIN
á hverju ári svo mögu-
legt sé að breyta lög-
um um lánasjóðnum
til hagsbóta fyrir okk-
ur stúdenta. Vaka fagnar þessum
sigri í lánasjóðsbaráttunni og ítrek-
ar mátt samvinnu en leggur jafn-
framt áherslu að baráttunni sé
ekki lokið.
Forgangsröðun er lykilatriði
Stefna Vöku í málefnum LÍN
er og hefur alltaf verið skýr. Vaka
telur farsælast að námsmenn for-
gangsraði kröfum sínum og setji á
oddinn það sem mestu skilar fyrir
þorra lánþega. Eins og staðan er
í dag er mikilvægast að létta end-
urgreiðslubyrði námslána fyrir
stúdenta. Það er óvið-
unandi að eiga það
yfir höfði sér að þurfa
greiða 7% launa sinna
í námslán um ókomna
tíð. Afborganir af
námslánum eiga að
vera sanngjamar og
mega ekki koma í veg
fyrir að fólki takist að
eignast þak yfir höfuð-
ið að námi loknu. Vaka
telur einnig nauðsyn-
legt að Stúdentaráð
beiti sér fyrir viðræð-
um við félagsmála-
ráðuneytið um að Hús-
næðisstofnun taki tillit
til sérstöðu náms-
manna við mat á láni til húsnæðis-
kaupa.
Vaka lætur ekki þar við sitja í
kröfum sínum og fer fram á sveigj-
anlegri námsframvindukröfur og
að samtímagreiðslur verði teknar
upp að nýju. Þessi tvö baráttumál
eru að nokkru leyti samtvinnuð í
framkvæmd. Námsframvindukröf-
ur LÍN eiga að vera í samræmi
við kröfur sem háskólinn telur full-
nægjandi námsárangur. Þetta þýð-
ir t.d. að 75% námsárangur skili
sér í rétti til 100% láns. Annað
forgangsmál er samtímagreiðsl-
Snúi stúdentar bökum
saman um kröfur sínar
og baráttuaðferðir, seg-
ir Georg Lúðvíksson,
er hálfur sigur unninn.
urnar. Eins okkur námsmönnum
er kunnugt þá eru námslán nú
eftirágreidd sem getur leitt til
ýmissa vandræða fyrir lánþega.
Vaka telur að þar sem námslán
eru framfærslulán sé æskileg
stefna að þau séu greidd út mánað-
arlega þegar námsmaður er búin
að sýna fram á námsárangur, eftir
fyrstu önn í skólanum.
Ábyrgðarmenn burt!
Meginbaráttumál Vöku eru skýr
og leggur Vaka áherslu á að náms-
menn fylgi eftir kröfum sínum og
forgangsraði þeim svo væntanleg-
ar breytingar á sjóðnum skili sér
sem best til stúdenta. Fyrrnefnd
atriði eru meginkröfur Vöku í
málefnum LÍN en einnig er rétt
að hyggja að öðrum málum er
varða Iánasjóðinn. Þau málefni eru
þó af nokkrum öðrum toga spunn-
Georg
Lúðvíksson
Kennslumála-
ráðstefna er tæki
til breytinga
BETRI kennsla var
okkur í Röskvu efst í
huga þegar við settum
fram hugmyndina um
kennslumálaráðstefnu
fyrir allan Háskólann
á síðasta ári. Fyrri
hluti ráðstefnunnar
var 16. nóvember, en
ráðstefnan er haldin I
samvinnu við kennslu-
málanefnd Háskólans.
Á ráðstefnunni voru
settir á laggirnar
starfshópar um sex
mjög mikilvæga þætti
háskólasamfélagsins,
sem taka m.a. á málum
eins og réttindum og
skyldum nemenda og kennara, sí-
og endurmenntun kennara, náms-
mati og prófamálum. Síðari hluti
ráðstefnunnar verður haldinn 8.
mars en þar verða niðurstöður
starfshópanna kynntar.
Of oft...
arra starfsmanna há-
skólasamféalgsins er
mikilvægur liður í því
að ná fram úrbótum í
kennslumálum. Röskva
vill að úr niðurstöðum
þessarar ráðstefnu,
sem lýkur þann 8. mars
nk. verði mótuð heild-
stæð stefna í kennslu-
málum Háskólans.
Sóknarfæri við
rektorskjör
Nú í vor mun há-
skólasamfélagið kjósa
nýjan rektcr. Við í
Röskvu hvetjum stúd-
enta til að nota þetta
tækifæri til þess að efla stefnumót-
unarumræðu og fá fram skýrari
forgangsröðun verkefna innan Há-
skólans. Atkvæði stúdenta vega
þriðjung heildaratkvæða og því -
þykir okkur eðlilegt að frambjóð-
Katrín
Júlíusdóttir
í þessu yfirgripsmikla starfi hef-
ur komið berlega í ljós að úrbóta
er þörf á mjög mörgum sviðum í
Háskólanum. Eitt af þeim snýr að
prófum og reglum um próftöku. Það
gerist of oft að stúdentar þurfi að
bíða of Iengi eftir niðurstöðum prófa
frá kennurum. Það gerist of oft að
stúdentar fá vitlaust próf í hendur
eða blaðsíður vantar. Það gerist of
oft að ónógt eftirlit sé með fram-
kvæmd prófa. Það gerist of oft að
eftirlitsaðilar standa skvaldrandi
yfir prófþreyttum stúdentum. Og
svo mætti lengi telja.
... en aldrei aftur
Fulltrúar Röskvu hafa fengið
tækifæri til að setja fram sínar
áherslur og skoðanir á ráðstefnunni
með öfiugri þátttöku í starfshópum.
Þeir hafa lagt fram raunhæfar til-
lögur til að bæta kennslu í háskól-
anum, sem fela m.a. í sér róttækar
úrbætur í framkvæmd prófa, hertar
reglur um einkunnaskil og prófsýn-
ingar. Samvinna stúdenta og ann-
in en eru ekki síður brýn hags-
munamál fyrir stúdenta. Vaka tel-
ur ákaflega mikilvægt að laga-
rammi sjóðsins og hlutverk stjórn-
ar verði skýrara og betur afmarkað
en nú. í þessu felst að eðlilegt er
að vaxtaprósenta námslána og
endurgreiðsluhlutfall þeirra sé
bundið í lög en ekki háð ákvörðun
stjórnar sjóðsins hveiju sinni. Jafn-
framt er nauðsynlegt að endur-
skoða þá grunnframfærslu sem
miðað er við núna og tryggja að
hún sé í samræmi við raunverulega
framfærsluþörf og fylgi verðlags-
þróun í landinu. Kröfur LÍN um
ábyrgðarmenn á námslánum geta
verið námsmönnum erfiður ljár í
þúfu og eru ekki í samræmi við
markmið sjóðsins um jafnrétti til
náms. Rétt er að endurskoða þessa
kröfur enda má segja að ríkisábyrð
á lánum ætti að veita góða trygg-
ingu.
Snúum bökum saman
Við námsmenn megum ekki láta
deigan síga og barátta okkar fyrir
bættum lánsjóð eru ekki lokið þó
mikilvægur áfangi sé í augsýn eft-
ir samstillt átak stúdenta. Það er
nauðsynlegt að allir námsmenn
standi vörð um hagsmuni sína í
málefnum lánsjóðsins allt til enda.
Baráttunni er hvergi nærri lokið.
Samstaða skilar árangri!
Höfundur er verkfræðinemi og
skipar 2. sæti á lista Vöku til
Stúdentaráðs.
Stúdentar eiga að taka
virkan þátt í allri stefnu-
mótun, segir Katrín
Júlíusdóttir, er varðar
háskólasamfélagið.
endur í rektorskjöri gefi stúdentum
skýra mynd af því hvernig þeir
ætli sér að vinna innan háskólasam-
félagsins, nái þeir kjöri. Hinn nýi
rektor leggi síðan fram heildstæða
verkáætlun í upphafi skipunartíma
síns, sem unnin verður í samráði
við stúdenta.
Skýr stefna
Stúdentar eiga að taka virkan
þátt í allri stefnumótun er varðar
háskólasamfélagið. Röskva leggur
áherslu á að stefna Háskólans í
menntamálum sé skýr og forgangs-
röðun verkefna liggi fyrir. Þannig
eignumst við betri háskóla.
Höfundur er mannfræðinemi og
skipar 1. sæti á lista Röskvu til
Háskólaráðs.
Fallegar og
vandaðar
gjafavörur á
frábæru verði
Listhúsinu (gegnt Hótel Esju), sími 568 3750.
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyf/r WIND0WS
Á annað þúsund
notendur
m KERFISÞRÓUN HF.
“ Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun