Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
MINIUINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTMUND UR
HALLDÓRSSON
+ Kristmundur
Halldórsson
fæddist í Ólafsvík
13. ágúst 1928.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Akraness 11.
febrúar síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Halldórs
Jónssonar út-
gerðarmanns og
Matthildar Kristj-
ánsdóttur. Systkini
hans voru níu og
komust átta af þeim
upp.
Hinn 26. desem-
ber 1952, giftist Kristmundur
eftirlifandi eiginkonu sinni
Laufeyju Eyvindsdóttur,
fæddri á Staðastað í Staðar-
sveit 23. september 1928. For-
eldrar hennar voru Laufey
Óskarsdóttir og Eyvindur Júl-
íusson, en fósturforeldrar voru
Ágúst Ingimarsson og Kristín
Jóhannesdóttir.
Börn Kristmundar og Lauf-
eyjar eru 1) Brynjar, f. 4. októ-
ber 1952, kvæntur Margréti S.
Jónasdóttur. 2) Sumarliði, f. 9.
desember 1954,
kvæntur Kristinu
G. Jóhannsdóttur.
3) Ægir, f. 1. júlí
1956, kvæntur
Arnýju Báru Frið-
riksdóttur. 4) Þór,
f. 16. júlí 1958,
kvæntur Jóhönnu
Á. Njarðardóttur.
5) Óðinn, f. 15. mars
1960, sambýlisk.
Sólrún Bára Guð-
mundsdóttir. 6)
Matthildur S., f. 9.
júlí 1962, gift Árna
Guðjóni Aðalsteins-
syni. 7) Laufey, f. 30. september
1963, sambýlism. Ólafur Helgi
Ólafsson. 8) Kristín, f. 9. janúar
1967, gift Klaus Grunhagen, 9)
Halldór, f. 21. ágúst 1968. Son-
ur Laufeyjar, Steinþór Ómar
Guðmundsson, f. 9. júní 1950,
kvæntur Jóhönnu Jónsdóttur.
Barnaböm Kristmundar og
Laufeyjar era tuttugu og fimm
og barnabarnaböra eru þrjú.
Útför Kristmundar fer fram
frá Ólafsvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Við sátum tvær vinkonurnar á
/yegamótum og biðum eftir fari til
Ólafsvíkur, þar sem við höfðum
ráðið okkur sem kokka á bát. Við
vorum á puttanum og höfðum setið
dágóða stund þegar Citroén-bíll
rennur að og út stekkur maður,
grannur og kvikur eins og ungling-
ur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég
sá Kristmund Halldórsson sem síðar
varð tengdafaðir minn. Það eru
rösk tuttugu ár síðan þetta var.
Hann stríddi Brynjari stundum á
því að hann hefði náð í konu fyrir
hann, hirt hana þarna upp og kom-
ið með hana heim. Kristmundur var
sjómaður af lífi og sál og var að-
eins 13 ára gamall er hann fór fýrst
til sjós. Hann byrjaði útgerð ungur
maður er hann keypti bátinn
Mumma í félagi við Hraðfrystihús
Ólafsvíkur og þá hófst skipstjómar-
ferill hans. Nokkrum árum síðar
seldi Kristmundur Hraðfrystihúsinu
sinn hlut í Mumma og tók hann þá
við skipstjórn á bátnum Glað sem
var í eigu föður hans. Um tíma var
hann skipstjóri á Steinunni og síðar
á Matthildi. Kristmundur tók þátt
í síldarævintýrinu á sinum tíma.
Þá var farið frá konu og bömum
snemma vors og siglt norður fyrir
land. Síldinni landað á „Dalvík og
Dagverðareyri" og ekki komið heim
fyrr en langt var liðið á haust. Sjó-
mennskan var ekki tekin út með
sældinni í þá daga frekar en nú.
Kristmundur var alla tíð happasæll
og fiskinn skipstjóri. Það var eftir-
sóknarvert að komast í pláss hjá
honum. Hin síðari ár reri Kristmund-
ur á trillunni sinni Glað, fyrst einn
og svo með Halldóri yngsta syni sín-
um. Árlega heldur Sjóstangaveiðifé-
lag Snæfellsness stangaveiðimót hér
í Ólafsvík og hefur Kristmundur
róið á sínum bát með keppendur og
haft gaman af því hann var keppnis-
maður að eðlisfari.
Það var alltaf spenna þegar
keppendur voru dregnir á bátana
og allir vonuðu að þeir yrðu með
Kidda Dóra á Glað. Það var ávísun
á góðan afla og líkleg verðlaun.
Sjómennskan var hans hjartans
áhugamál og varla leið sá dagur
að hann færi ekki niður á bryggju
að taka á móti bátunum og fylgj-
ast með aflabrögðum eða skreppa
í beitingaskúrana og spjalla þar
við fólkið sem var að beita. Krist-
mundur var stórbrotinn maður sem
setti svip sinn á þennan bæ. Hann
flíkaði ekki tilfinningum sínum
svona hvunndags, en hann hafði
stórt hjarta og vildi allt fyrir fjöl-
skyldu sína gera. Hann var stoltur
af barnahópnum sínum og taldi sig
lánsaman mann að eiga svona
stóra fjölskyldu. Ég vil ekki vera
væmin þegar ég minnist þín, kæri
tengdapabbi, það var ekki þinn
stíll. Ég kveð þig með þessu ljóði
Tómasar Guðmundssonar og geri
hans orð að mínum.
í dimmum skugga af löngu liðnum vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið,
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Margrét Jónasdóttir.
Hann afi Kiddi er dáinn og ég á
eftir að sakna hans mikið. Ég mun
aldrei gleyma þeirri nótt er Summi
frændi og Stína kona hans komu til
að segja pabba og mömmu að afí
væri dáinn, það var ein versta nótt
lífs míns. Mér fínnst skrítið að koma
til ömmu Öddu í Sandholtið og vita
að afi verður aldrei aftur þar. Mig
langaði alltaf að fara á sjóinn með
afa á trillunni Glað, því hann var
klár, með reynslu og hefði getað
kennt mér ýmislegt. Eg man alltaf
eftir því þegar hann kom með risa-
stóra lúðu í land sem var meira að
segja miklu stærri en hann, yfír
hundrað kíló að þyngd og ábyggilega
tveir metrar á lengd. Eg skil ekki
hvemig hann afí komst með hana í
land, einn á lítilli trillu. Það sýnir
TTTTITIXXXI
■ L i PXJnnlrlri. H Erfidrykkjur
■ 1 hilidrykkji ir H M •fc
H ■ td (/
H CJgitj U, HÓTEL
H H PERLAN 4 N REYKJAYÍK
H Umi l)9nn í4 Sigtúni 38
-I IIIIIIIlll L Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550
HELGA
JÓNSDÓTTIR
hvað hann var klár sjómaður og
duglegur þótt hann væri byijaður
að eldast svolítið. Ég man eftir að
ég og afí fórum út á sjó með pabba
og bræðmm hans á Steinunni, þeir
vom búnir að físka lítið undanfama
daga en í þessum túr fengu þeir um
tíu tonn og töldum við afí okkur
auðvitað vera happagripi. Þegar
mamma var í skólanum í Reykjavík
borðuðum við pabbi alltaf hjá ömmu
og afa. Hann var sítalandi um hve
matvandur ég væri því amma dekr-
aði við mig og gerði oft sérstakan
mat fyrir mig en það var orðin hefð
hjá okkur afa að nöldra hvor í öðr-
um, hvor okkar væri matvandari.
Ég vona að honum afa líði vel núna,
því hann var orðinn svo veikur.
Elsku afí, þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig.
Guð þig blessi og beri að friðar laugum.
Þín bjarta stjama prýði himinhvel.
Brosið sem að lifnar innst í aupm
ævinlega flytur kærleiksþel.
(Brynja Bjamadóttir.)
Oddur Orri Brynjarsson.
í dag er lagður til hinstu hvílu
Kristmundur Halldórsson skipstjóri.
Ég vil með örfáum orðum kveðja
Kristmund, sem var einn af þeim
dugnaðarmönnum sem settu svip
sinn á þá áratugi þegar mest upp-
bygging átti sér stað í hans
heimabæ, Ólafsvík, og átti stóran
þátt í með sinni alúð og hugsjón,
að byggja þar upp sjávarútveg.
Kristmundur var farsæll í sinni
skipstjómartíð, duglegur, athugull,
úrræðagóður, léttur, laginn og
óskaplega fengsæll, enda eftirsótt
að vera í skiprúmi hjá honum.
Ég átti því láni að fagna að vera
með honum á Steinunni SH 207 í
nokkur ár. Kristmundur hafði sér-
stakt lag á ungum óreyndum áhafn-
armeðlimum og hafði einstaklega
gott lag á því að ná fram hjá þeim
vilja.
Mér er minnisstætt þegar ég
fímmtán ára gamall fór til Krist-
mundar og spurði hann hvort ég
fengi hjá honum skiprúm. Hann
sagðist skyldi athuga það og láta
mig vita eftir nokkra daga.
Þrem dögum seinna kom hann
við heima og tjáði mér að ég gæti
fengið pláss og að róa ætti kl. fímm
um morguninn, þá var hann nýbyrj-
aður á netavertíð, síðan bætti hann
við, ef þú stendur þig ekki þá set
ég þig strax í land. Það er mjög
líklegt að þessi síðustu orð hans
hafi gert það að verkum að menn
hafí lagt sig fram, því ég ílengdist
hjá honum.
Ég er sannfærður um að þeir
ungu menn sem ólust upp undir
hans skipstjórn, sem vóru æði
margir, vegna þess að hann gerði
sér far um að manna sitt skip ung-
um mönnum, hafa fengið gott vega-
nesti til framtíðar.
Enn er horfinn einn athafnamað-
ur sem sett hefur svip sinn á ís-
lenskan sjávarútveg.
Hvíl þú í friði.
Öllum aðstandendum votta ég
samúð mína.
Garðar Eyland Bárðarson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hinsta kveðja,
Jóhanna, Ómar og Atli Freyr.
+ Helga Jónsdótt-
ir var fædd í
Tungufelli í Hruna-
mannahreppi 1.
nóvember 1901.
Hún andaðist í
Hjúkrunarheimil-
inu Skjóli 12. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar _ hennar
vora Jón Árnason,
bóndi í Tungufelli,
og Sigríður Áraa-
dóttir, kona hans,
bæði ættuð úr
Rangárvallasýslu.
Helga var 7. í röð-
inni af 11 systkinum, sem nú
eru öll látin. Tíu þeirra náðu
fullorðinsaldri en eitt dó í fram-
bernsku. Þau voru, í aldursröð:
Árni, Marel, Guðni, Filippus,
Ólafur Helgi (dó í frum-
bernsku), Ólafur, Helga, Guð-
björg, Helgi, Sigrún og Jónína.
Helga ólst upp í Tungufelli
fram á fullorðinsár en fluttist
þá til Reylgavíkur og bjó þar
alla tíð síðan. Hún lærði karl-
mannafatasaum hjá Guðsteini
í dag verður kvödd hinstu kveðju
Helga Jónsdóttir frá Tungufelli, en
hún lést á Hjúkrunarheimilinu
Skjóli hinn 12. þessa mánaðar, 95
ára að aldri. Helga, tengdamóðir
mín, var óvenju traust og mikil
mannkostakona og er mér ljúft að
minnast hennar með nokkrum orð-
um og rijja upp góð kynni.
Helga ólst upp í Tungufelli í
Hrunamannahreppi, sem er sá bær
á íslandi sem liggur einna lengst
frá sjó. Á hlaðinu stendur lítil timb-
urkirkja með kirkjuklukkum frá 12.
öld, sem eru einhveijar elstu kirkju-
klukkur landsins. Fyrir innan bæinn
er einstaklega fagur heiðardalur,
Tungufellsdalur. í fjarska blasir við
Langjökull og Jarlhettur. Náttúru-
perlumar Gullfoss og Brúarhlöð eru
í seilingarfjarlægð. Tungufells-
systkinin mótuðust af þessu um-
hverfí og urðu mannkostafólk. Inni
á Tungufellsdal átti Helga mörg
sporin, þegar hún í æsku sat þar
yfir kvíaám, en fráfærur voru al-
gengar á þeim tíma. Þaðan átti hún
margar góðar bernskuminningar og
þegar hún síðar á ævinni heimsótti
frændfólk sitt í Tungufelli tilheyrði
jafnan að fara inn á Dal. Fegurðin
þar er margrómuð, enda orti þjóð-
skáldið Þorsteinn Erlingsson:
En mætir þér stund sem er myrk eða köld
þá manstu að bíður þín höll,
og Tungufellsmorgnar og Tungufellskvöld
og Tungufellsblómin þín öil.
Miðsvæðis í dalnum, rétt við
Dalsána, er Selkletturinn, sem
Helga og systkini hennar héldu til
á í hjásetunni og enn í dag má lesa
ártölin, sem bræður hennar klöpp-
uðu í klettinn.
Störfin í Tungufelli voru hefð-
bundin skepnuhirðing, heyvinna og
heimilisstörf og tók Helga drjúgan
þátt í þeim í uppvextinum, einkum
í veikindum Sigríðar, móður
sinnar, enda var Helga elst systr-
anna. Fljótt kom í ljós að hún var
mjög verklagin, m.a. við sauma-
skap, og sem ung stúlka var hún
oft „lánuð“ eins og það var kallað
á bæi víðsvegar um sveitina „til
að sauma". Hugur Helgu stefndi
til náms, en hún hafði ekki tök né
tækifæri á því. Eftir að Helga flutti
til Reykjavíkur stundaði hún
saumaskap í mörg ár.
Árið 1940 giftist hún Pétri Ág-
ústi Ámasyni. Þau hófu búskap á
Urðarstíg 16A en lengst af bjuggu
þau á Silfurteigi 3 i farsælu hjóna-
bandi. Gestkvæmt var hjá þeim, því
systkini Helgu og skyldmenni komu
þar oft og gistu, þegar farið var í
kaupstaðarferð til Reykjavíkur.
Ég kynntist þeim hjónum, þegar
ég byijaði á að gera hosur mínar
grænar fyrir Svandísi dóttur þeirra.
Mér varð fljótlega ljóst að Helga
var mikilhæf kona. Ég minnist þess
^ Eyjólfssyni og vann
í mörg ár við
Bk saumaskap. Eigin-
Bk maður ^Helgu var
■ Pétur Ágúst Árna-
& son, sjómaður og
- W verkamaður, fædd-
>9r ur 17. ágúst 1901,
W dáinn 7. maí 1988.
> Y Foreldrar hans
JÆmf ' voru Árni Hannes-
mf son, skipstjóri í
Ip Reykjavík, og Sig-
ríður Pétursdóttir
frá Álftanesi. Dæt-
_______;_ ur Helgu og Péturs
eru: 1) Svandís, sér-
kennari á Akranesi. Maki
Magnús Oddsson, veitustjóri.
Sonur þeirra er Pétur háskóla-
nemi, í sambúð með Ingibjörgu
Ingimarsdóttur háskólanema.
Þau eiga einn son, Ágúst Loga,
2) Sigríður Jóna, talmeinafræð-
ingur, búsett í Kaupmanna-
höfn. Maki Steen Lindholm,
organisti og kórstjóri.
Utför Helgu verður gerð frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
hve hún hló dátt þegar ég sýndi
listir mínar við pönnukökubakstur
í eldhúsinu á Silfurteignum, en eft-
ir það fór jafnan vel á með okkur.
Það var oft gaman að ræða við
Helgu um gamla tímann því hún
sagði greinilega og vel frá. Ég man
þegar ég sýndi henni hlóðaeldhús á
byggðasafninu á Akranesi. Ég taldi
víst að hún hefði gaman af að sjá
eldhús eins og notuð voru á hennar
uppvaxtarárum og lýsti því fjálg-
lega, en hik var á Helgu og hún
tók ekki undir aðdáun mína. Loks
sagði hún: „Þetta var skelfilegt"
og þegar hún sá að ég varð hissa
bætti hún við: „Hér á byggðasafn-
inu vantar reykjarsvæluna og svið-
ann í augun.“
Lengst af var Helga heilsu-
hraust. Vorið 1985 varð samt að
taka af henni annan fótinn neðan
við hné og notaði hún gervifót upp
frá því. Aðdáunarvert var hve hún
náði góðum tökum á að nota gervi-
fótinn. Hin síðustu ár var minnið
tekið að bila. Samt var hún ávallt
glöð, þegar ég heimsótti hana á
Hjúkrunarheimilið Skjól í Reykja-
vík. Hún hafði gaman af að rifja
upp gamlan tíma, enda mundi hún
tímana tvenna, örustu breytingar í
lifnaðarháttum þjóðarinnar. Breyt-
ingamar frá gamla hlóðaeldhúsinu
yfir í rafvætt nútímaeldhús. Hún
var af þeirri kynslóð sem mat ráð-
deild og nægjusemi. Öryggi og
hagsmuni heimilisins setti hún ofar
öðru. F.h. ættingja Helgu flyt ég
starfsfólki á Skjóli kveðjur og þakk-
ir fyrir góða umönnun.
Við sem þekktum Helgu erum
þakklát fyrir hve lengi við fengum
að njóta návistar hennar og læra
af lífsskoðun hennar og reynslu.
Blessuð sé minning Helgu Jóns-
dóttur.
Magnús Oddsson.
Elskuleg amma mín. Nú hefur
þú yfirgefið þennan heim. Langri
lífsgöngu þinni er lokið og svefninn
eilífi tekinn við.
Á þessari kveðjustund er mér
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast bjartsýni og góð-
mennsku þinni. Þessir eiginleikar
þínir era einstakir og hafa oft verið
mér hvatning þegar á móti blæs
og allt virðist upp í mót. Ég veit
að nú ertu komin á góðan stað þar
sem þér líður vel. Eg veit líka að
þú munt taka brosandi á móti mér,
þegar minni lífsgöngu lýkur síðar
meir og vonandi fæ ég þá tækifæri
til að kynnast þér enn betur.
Elsku amma. Ég vil þakka þér
fyrir allar stundirnar sem við áttum
saman. Þær lifa í minningunni.
Guð blessi þig.
Pétur Magnússon.