Morgunblaðið - 18.02.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 18.02.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 49 í dag er Helga frænka lögð til hinstu hvílu, síðust ellefu systkina frá Tungufelli. Eins og margir af hennar kynslóð ólst hún upp í stórum systkinahópi þar sem efnin voru lítil og daglegt brauðstrit tók upp nær allan tíma foreldranna. Börnin fóru að bjástra um leið og þau urðu liðtæk. Helgu þótti hlutskipti móður sinnar ekki auðvelt og hún hugsaði sér ekki að lenda í svipuðum aðstæðum. í stað þess að stefna að giftingu og hús- móðurstörfum í sveitinni flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún vann fyrir sér með saumum, laus og lið- ug, í mörg ár. Astarguðinn kom henni þó að óvörum þegar hún hitti Pétur Árnason, íþróttamann og sundkappa. Ásetningur hennar um einlífi og bamleysi gleymdist og dæturnar Svandís og Sigríður Jóna voru augasteinar samhentra for- eldra og þær bera góðs uppeldis og þeirrar fyrirmyndar sem þær nutu í uppvextinum fagurt vitni. Það var ófrávíkjanleg regla að heimsækja Helgu frænku þegar við á Jaðri komum til Reykjavíkur, fyrst á Urðarstíginn og síðar á Silf- urteig 3, þar sem þau Pétur bjuggu lengst af. Þar var okkur tekið opn- um örmum, kaffiborð dúkað, hlaðið fínum kökum og setið að þægilegu spjalli lengi kvölds. Gestagangur var verulegur á heimili Helgu og Péturs enda fundu menn að þar voru þeir aufúsugestir. Helga var fáguð kona, greind og vel að sér. Hún hafði framkomu sem í senn var virðuleg, elskuleg og lít- illát. Okkur stelpurnar umgekkst hún með sömu virðingu og þá full- orðnu og ýtti þannig undir sjálfs- virðingu óöruggra unglinga. Hún var full hlýju og glettni, umtalsgóð og umræðuefni hennar og áhuga- mál voru uppbyggjandi og stuðluðu að jákvæðni umhverfis hana. Helga annaðist heimili sitt af kostgæfni. Hún var smekkleg, handlagin og vandvirk hvort sem var við sauma eða aðra iðju. Við frænkur hennar minnumst hennar með væntumþykju og virð- ingu og vottum Svandísi og Siggu og íjölskyldum þeirra samúð á kveðjustundu. Jóa, Gunna, Lilja og Björg. Helga tengdamóðir mín er látin eftir langt og farsælt líf. Hún ólst upp í Tungufelli og byijaði snemma að taka til hendi að þeirra tíma sið. Henni varð oft tíðrætt um þegar hún sat yfir ánum inn á Tungu- fellsdal á sumarin. Enn þann dag í dag sjást ártölin 1907, 1912 o.s.frv. í klettunum, þar sem Tungufellssystkinin ristu þau Sem fullorðin flutti Helga til Reykjavíkur. Þau Pétur giftu sig seint og eignuðust dætumar Svan- dísi og Siggu. Hjónabandið var far- sælt og innilegt, þau voru samrýnd og fjölskyldan var þeim mikilvæg. Helga var dugleg saumakona, vandvirk og iðin. Ég kynntist Helgu fyrst þegar hún var komin á efri ár og þannig minnist ég hennar sem blíðlegrar, vingjarnlegrar konu, sem aldrei sat með hendur í skauti. Hún sat og pijónaði, leit í bók eða var að taka til í kringum sig. Þetta var gert af mestu nákvæmni og vandvirkni sem var svo einkennandi fyrir hana. Ég man svo vel eftir því þegar ég hitti hana fyrst. Hún brosti blíð- lega og dálítið feimin og kynnti sig. Hún hafði svo góð áhrif á mig á sinn feimnislega hátt. Eftir það heilsaði hún mér alltaf með brosi, sem vermdi inn að hjartarótum. Þegar talið barst að Tungufelli ljómuðu augu hennar og hún fór með vísur og kvæði sem hún lærði sem barn. Mér er minnisstæð ferð út í Við- ey sem við fórum með Helgu. Hún átti erfítt með að ganga, en gafst ekki upp þrátt fyrir sársauka í fæti. Þar sýndi hún þrautseigju og seiglu sem einkenndu hana alla tíð. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Helgu. Blessuð sé minning hennar. Steen Lindholm. Systkinin frá Tungufelli, sem klöppuðu fæðingarár sín í Selkettin við hjásetur á Tungufellsdal, eru öll. Helga, sem var ein þeirra, bar í sér mörg þau gildi sem gerðu það mögulegt að komast af í bænda- samfélagi fyrri tíma, svo sem nægjusemi, trúmennsku og iðju- semi. Þegar Helga fæðist á hún fímm bræður og tekur hún því fljótt þátt í öllum inniverkum. Um þrítugt lærir hún klæðskeraiðn og vinnur lengst af við karlmannafatasaum hjá Guðsteini á Laugaveginum. Helga giftist Pétri Árnasyni sjó- manni um 1940. Eftir giftingu býr hún lengst af á Silfurteigi 3 í Reykjavík. Þar kynnumst við systk- inin henni, manni hennar og dætr- um. Frá heimili þeirra eigum við margs að minnast og margt að þakka, sem reyndar verður aldrei fullþakkað. Við minnumst sagna úr sveitinni, af dýrum, búskapar- háttum og breytingum, sagna af erfíðum ferðalögum úr einangrun- inni í Tungufelli til Reykjavíkur. Okkur er minnisstætt erindisbrot úr Þyrnum sem Helga fór oft með og er svona: En mæti þér stund sem er myrk eða köld, þá manstu hvar bíður þín höll. Tungufells morgnar og Tungufells kvöld og Tungufells blómin þín öll. (Þorst. Erl.) Undir lokin var hugur Helgu bundinn gamla tímanum og hreina hjartalagið fylgdi henni allt til enda. Við systkinin þökkum góða vin- áttu og vottum Sigríði og Svandísi og öðrum ástvinum innilegustu samúð. Hannes, Bryndís, Bragi og fjölskyldur. JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR ALONSO + Jóhanna Magnúsdóttir Al- onso fæddist í Lágu-Kotey í Meðallandi 20. nóvember 1940. Hún lést á heimili sínu í Barcelóna á Spáni aðfaranótt 13. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í Barcelóna 16. janúar. Mig langar að minnast hennar Hönnu móðursystur minnar með nokkrum orðum, en hún lést á heimili sínu á Spáni 13. janúar síð- astliðinn. Þegar mamma hringdi í mig og lét mig vita að hún Hanna væri dáin rifjaðist margt upp fyrir mér, m.a. þegar við systurnar vorum litlar, þá fannst okkur svo gaman að fá Hönnu í heimsókn. Við litum mikið upp til ungu systur mömmu. Hanna flutti snemma utan. Hún bjó lengst af í Barcelona. Þegar ég heimsótti hana þangað, þvílíkar móttökur, sama hvort ég lét vita á undan mér eða ekki; alltaf tók hún mér og mínum opnum örmum. Ég held ég hafí hvergi fengið betri mat en þann sem Hanna eldaði. Það var alltaf eins og hún hefði ekkert fyrir því að útbúa veislur. Það var rétt eins og hendi væri veifað og borðið varð margréttað. Elsku ampia, Alonso, Magnús og systkini Hönnu. Ég vona að gódur Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar, því ég veit að missirinn er mikill. Elsku frænka, hvíl í friði. Guðný Clore Laboratory. ÞORBJÖRG HELGA ÓSKARSDÓTTIR + Þorbjörg Helga Óskarsdóttir fæddist í Reyly'avík 18. nóvember 1932. Hún lést á Land- spítalanum 7. febr- úar síðastliðinn. Foreldrarhennar voru Lára Bergs- dóttir og Óskar Jó- hannsson. Eftirlifandi eig- inmaður Þorbjarg- ar er Sveinn Ing- varsson. Börn þeirra eru Lára, Björk og Dröfn. Útför Þorbjargar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæra systir. Nú er komið að kveðjustund. Eftir stendur minningin um hetjulega baráttu og þann lífsvilja sem þú sýndir í veikindum þínum. Þú talaðir um að nú færi að birta og skammdeginu að ljúka. Bráðlega ætlaðir þú að setja í forræktun blómaplöntur og grænmeti. Þú ætl- aðir að ferðast til Bjarkar í vor. Þú varst búin að bjóða vinkonum þínum í Kjósina í sumar. Þú ætlað- ir að gera svo margt. Elsku systir, ég trúði því þegar við töluðum saman um framtíðina að við ættum framundan góða daga í sveitinni næsta sumar. Þú varst svo bjartsýn, læknarnir gáfu þér góðar vonir. Ég er harmi slegin, þú fórst allt of fljótt frá okkur. Hugur minn reikar og minningam- ar um þig streyma fram. Ég man eftir því 5 ára gömul þegar að þú kynntist Svenna sem varð kærastinn þinn og hvað ég bar óskaplega mikla virðingu fyrir þessu sambandi ykkar. Myndina sem þú áttir af honum og hafðir í glugganum lagaði ég oft til og sneri henni út á götu. Rammabakið sneri þá inn í herbergið og ekki augna- yndi af því í allri reglunni og snyrti- mennskunni þinni. Mér fannst að allir ættu að sjá Svenna sem gengu götuna. Það var með ólíkindum hvað þetta uppátæki mitt fór í taug- arnar á þér og ég gat ekki skilið hvað þú hafðir á móti því að sýna kærastann þinn. Síðar kom að því að þú tókst myndina og fórst á húsmæðraskólann norður að Laug- um í Þingeyjarsýslu. Þennan vetur sem þú varst í burtu kom Svenni í heimsókn reglu- lega, en á þessum tíma vann hann ötullega að byggingu hússins ykkar að Grænukinn 16. Teikningarnar voru oft skoðaðar í Meðalholtinu og ég sá þær margoft. Uppi á lofti voru herbergi sem mér var sagt að ættu að vera gestaherbergi. Lotn- ing mín og virðing sem ég bar fyr- ir öllum þessum flottheitum er í barnsminni mínu ógleymanleg. Að loknu námi þínu á Laugum komst þú heim með fullar ferðatöskur af alla vega fatnaði ásamt útsaumuð- um dúkum og fleiru. Ég man best eftir angórapeysunni sem þú gafst mér og ég notaði spari. Ég man ennþá eftir bláa jólakjólnum sem þú saumaðir á mig. Allt þetta var svo flott og vandvirknislega gect. Þú varst spes í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Fyrsta hjúskaparárið ykkar áttuð þið í Meðalholtinu og þá fæddist Lára. Fyrir mig var að fá lítið barn á heimilið toppurinn á tilverunni. Fjölskyldan varð stór - ég átti svo marga að og mátti passa litlu frænku mína í fína vagninum. Ég varð þessarar ánægju aðnjótandi í níu mánuði en þá kom að því að þið fluttuð. Ég man hvað ég saknaði ykkar og fékk kvíðatilfínn- ingu yfir því ef mamma þyrfti að fara aftur á spítala. Það gaf auga leið að ég gat ekki ver- ið hjá þér við slíkar aðstæður vegna skóla- göngu minnar. Við vor- um ekki lengur öll sam- an í Meðalholtinu. Eftir flutninginn ykkar átti ég kannski framan af meiri samleið með Láru og síðar Björk, en ævinlega tókst þú á móti mér fagnandi og knúsandi. Eftir að ég fullorðnaðist og eignaðist Lindu breyttist samband okkar og við fórum að eiga meira sameigin- legt. Þú varst fyrst og fremst hús- móðir og uppalandi og hafðir tæki- færi til að njóta þess. Þegar gesti bar að garði svignaði borðið undan heimabakkelsi eða kræsilegum mat sem þér einni var lagið að gera úr engu. Svo ekki sé minnst á trakter- ingarnar ef boðið var heim með fyrirvara og jólaboðin síðustu 30 árin. Aldrei kom ég til þín öðruvísi en allt væri stífbónað og fágað. Ég sagði nú oft við þig: „Geturðu aldr- ei verið með neina óreiðu - svo sem óstraujaðar nærbuxur?" En svar þitt var: „Þær fara miklu betur í skápnum ef þær eru straujaðar. Ég er bara húsmóðir." Og svo hlógum við saman að pjattrófuhættinum þínum. Á liðinni aðventu naut ég þess að vera með þér og vinkonum þínum frá heimaaðhlynningu. Þú varst í essinu þínu, gestgjafi og veitandi eins og ævinlega þegar þú bauðst heim. Þú geislaðir af ánægju og gleði full tilhlökkunar um að jólin væru í nánd. Búin að skreyta og tendra jólaljós um alla íbúð. Eftir að þær voru farnar sett- umst við niður og röbbuðum sam- an. Þú, eins og oft áður, hafðir orð á því við mig hvað þessar konur væru yndislegar, um leið og þú lýst- ir því yfír að þig skorti lýsingarorð yfír hvað þær allar sem ein væru umhyggjusamar og fómfúsar. Ég tek undir þau orð og þakka þeim öllum velvilja í þinn garð og skemmtilega kvöldstund þann 3. desember sl. Elsku hjartans pabbi minn. Þú hefur þurft að sjá á eftir mörgum ástvininum, eiginkonu og nú dótt- ur. Megi Guð almáttugur vera með þér og gefa þér styrk. Kæri Svenni minn og frænkur, söknuður ykkar er mikill og sár, ég sendi ykkur öllum innilega sam- úðarkveðju. Að endingu, kæra systir, ég þakka þér allar ánægjustundimar og fyrir allt sem þú kenndir mér. Við fráfall þitt er brostinn stór hlekkur í fjölskyldunni. Ég bið al- góðan Guð að lýsa þér leiðina. Megir þú hvíla í friði. Blessuð sé minning þín. Gréta Óskarsdóttir. í dag kveðjum við Helgu frænku, eins og við systurnar kölluðum hana, en hún var gift Svenna frænda okkar. Sem börn vorum við hálfgerðir heimalningar í Grænu- kinninni og voru Svenni og Helga stór hluti í uppvexti okkar. Við fengum strax matarást á Helgu enda sá hún alltaf til þess að við færum ekki svangar úr húsi, hvort sem við komum í heimsókn eða vorum í pössun hjá henni. Okkur Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukcrfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar cru beðnir að hafa skirnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. blokkarbömunum fannst stórkost- legt að hafa garð út af fyrri okkur fullan af tijám og blómum, enda var Helga mikil garðyrkjukona. Okkur fínnst í miningunni eins og það hafí alltaf verið sól í þessum garði og mikið um hlátrasköll. Seinna þegar Helga og Svenni voru að koma sér upp sumarbú- staðnum í Kjósinni komum við oft í heimsókn og fylgdumst með hvemig þau breyttu melnum í kringum bústaðinn, í gróðursælan reit. Við minnumst Helgu sem konu með stórt hjarta og opinn faðm og þegar fram liðu stundir og við syst- urnar eignuðumst okkar eigin börn tók hún þeim með sömu hlýjunni og hún ávallt veitti okkur. f Elsku Sveinn frændi, Óskar, Lára, Björk, Dröfn og fjölskyldur, hugur okkar er hjá ykkur. Samúðarkveðjur, Sigrún, Sjöfn, Hildur og Elín Edda. Okkur langar til að minnast Helgu Óskarsdóttur. Og þakka henni fyrir allar góðu stundimar í gegnum árin með þessu kvæði. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur, mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og þegar húmið hylur allt, sem grætur mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros mér aldrei, aldrei gleymast, þitt allt - þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert ráð, hvert orð, hvert andartak þitt skal gleymast. Þín ástarminning græðir iífs míns sár. Ein friðarstjama á fagurhimni glitrar. Eitt friðarljós í sölum uppheims skín sem veitir fró og hvild, þá tárið titrar á tæm aup harms við náðalín. Þín Ijúfa minning lifir mér í hjarta, hún Ijóma slær á ævi minnar braut. Ég á þig enn, svo fagra, blíða og bjarta. Ég bý sem fyrr við töfra þinna skaut. Við öldur hjóms og óðs frá unnarsölum um óttarstund ég tæmi djúpsins skál. Á meðan söngfugl sefur innst í dölum, mér svalar hafsins þunga tregamál. Úr rúmsins fjarvidd aldnir berast ómar, það allt, sem var, er enn og verður til. Svo lengi skapaeldsins ljóshaf ljómar er lífið allt ein heild, _með þáttaskil. (Ásmundur Jónsson) Elsku Svenni, Lára, Björk, Dröfn og fjölskyldur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum at- góðan guð að styrkja ykkur. Eygló og Eyrún Sigurjónsdætur. mm ad oto ad íja ym AÖÍÍL AOAC kUTflUMIiI • (fiff Upplýsingar í s: 551 1247

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.