Morgunblaðið - 18.02.1997, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 51
in fyrir honum á heimilinu. Ekki
gleymi ég heldur Dórotheu ömmu
minni sem eyddi sínu ævikvöldi hjá
dóttur sinni og tengdasyni á þessu
mannmarga heimili, fyrst á Borg
og síðan í Reykjavík. Hún hafði
með sinni kyrrlátu og blíðu fram-
komu, góð áhrif á heimilislífíð. Frá
þessu fólki öllu stafaði mikil hlýja
og kærleikur og mikil reglusemi
ríkti á öllum sviðum. „Kontór" hús-
bóndans, sem hafði að geyma hið
mikla bókasafn hans, litum við á
sem helgidóm og þar leyfðist eng-
um að hafa hátt, en spennandi var
að fá að gægjast í eina og eina
bók, eða gamalt, innbundið Morg-
unblað.
Oft var glatt á hjalla á Berg-
staðastrætinu, einkum um jól, og
á afmælum, þegar bömin voru enn-
þá í heimahúsum. Mikið var spilað,
farið var í margskonar leiki og
fleira var sér til gamans gert. Árin
liðu og fjölskyldan stækkaði,
tengdadætur og tengdasynir bætt-
ust í hópinn og síðan hvert barna-
bamið af öðm. Þröng var á þingi
þegar fjölskyldan var öll saman
komin, en einmitt á þeim stundum
nutu húsbændumir sín best.
Ekki verður skilið við minning-
una um þau hjónin, án þess að
minnst sé á sumarbústaðinn þeirra
við Hreðavatn. Þar dvöldu þau
langdvölum öll sumur meðan heils-
an leyfði. Lindarbrekka var þeirra
sælureitur og þar fékk Bjöm útrás
fyrir athafnasemi sína, hvort sem
var við jarðarbætur, girðingavinnu
eða við að róa út á vatnið í bátnum
sínum til að vitja um silunganetið.
Og til þess að geta tekið á móti
sístækkandi hópi barnabarna,
byggði hann við húsið oftar en einu
sinni og bætti það sífellt, svo að
öllum mætti líða þar vel.
Eftir að Charlotta lést árið 1977,
bjó hann áfram á Bergstaðastræt-
inu og stundaði sín fræðistörf.
Ættfræði var honum alla tíð mjög
hugleikin og liggja eftir hann merk
rit á því sviði, sem og á öðmm
sviðum.
Að lokum endurtek ég þakklæti
mitt til hjónanna Charlottu og
Bjöms um leið og ég og fjölskylda
mín sendum afkomendum þeirra
og öðm venslafólki, innilegar
samúðarkveðjur.
Valgeir J. Emilsson.
Vitur maður úr læknastétt komst
nýverið þannig að orði er hann
minntist starfsbróður síns, að til að
vera góður læknir væri nauðsynlegt
að vera góður maður. Þetta á ör-
tigglega einnig við um prestsstarfið
og mér er nær að halda að hið sama
gildi um starf kennarans. Þessi
ummæli komu mér því í hug er ég
spurði andlát dr. Bjöms Magnús-
sonar prófessors.
Á langri starfsævi sinni var Björn
fyrst prestur í sveit og síðan dósent
og prófessor við guðfræðideild Há-
skóla íslands. Vitnisburður þeirra
er kynntust honum er á einn veg:
Hann var drengur góður, hógvær
og heiðarlegur maður, sem gegndi
störfum sínum af einstakri sam-
viskusemi, jafnt sem kirkjunnar
þjónn og innan veggja Háskóla ís-
lands. Dr. Þórir Kr. Þórðarson pró-
fessor, er um langt árabil var sam-
starfsmaður próf. Björns við guð-
fræðideild Háskóla Islands, mælti
fyrir munn margra er hann komst
þannig að orði um Bjöm sjötugan:
„Engan mann hef ég reynt af meira
heillyndi og heiðarleika í starfi en
hann.“
Ég var svo lánsamur að vera
nemandi próf. Bjöms um skeið, var
> síðasta árganginum sem hann
kenndi samtíðarsögu Nýja testa-
mentisins, en nýjatestamentisfræð-
in vom aðalkennslugrein hans, en
auk þess hafði hann lengst af með
höndum kennslu í siðfræði og
kennimannlegri guðfræði. Jafnvel
okkur sem þá voru nýliðar í guð-
fræðinni duldist ekki sú vandvirkni
og virðing fyrir viðfangsefninu sem
einkenndi allt starf Björns Magnús-
sonar, þó að hlýlegt og kærleiksríkt
viðmót hans hafi kannski orðið okk-
ur enn minnisstæðara.
Eftir að próf. Björn lét af störfum
við guðfræðideild hafa kynni mín
af honum mestmegnis verið óbein.
Um skeið var ég starfsmaður sam-
starfsnefndar fjögurra háskóla-
stofnana að gerð tölvuunnins orð-
stöðulykils að Biblíunni, sem út kom
1994. í því sambandi höfðu tveir
okkar, er að því verki unnu, sam-
band við próf. Bjöm til að afla upp-
lýsinga hjá honum, en hann hafði
unnið það mikla afrek að handvinna
Orðalykil að Nýja testamentinu,
sem út var gefínn á prenti 1951,
og gera síðan sams konar lykil að
Gamla testamentinu, sem raunar
er einungis til í vélriti og er það í
vörslu Guðfræðistofnunar. Móttök-
urnar sem við fengum hjá hinum
aldna fræðimanna voru sérlega hlý-
legar, en það var í fullu samræmi
við eðlislæga hógværð hans að hann
gerði lítið úr afrekum sínum á þessu
sviði og taldi sig fátt geta kennt
okkur. Meðan á vinnunni að tölvu-
lyklinum stóð varð mér oft hugsað
til þess hvílíkt þrekvirki hinir hand-
unnu lyklar Björns voru löngu fyrir
tilkomu tölvunnar. Þar hefur í senn
reynt á mikla iðjusemi, þolinmæði
og síðast en ekki síst nákvæmni.
Alla þessa eiginleika hafði Bjöm
Magnússon til að bera í ríkum
mæli. Það var ekki síst fyrir störf
Björns á þessum vettvangi sem
guðfræðideild Háskóla Islands
ákvað að sæma hann heiðursdokt-
orsnafnbót í guðfræði 1977.
Á sviði ættfræðinnar liggja eftir
Björn mikil verk. Skyld þeim verk-
um em guðfræðingatöl hans frá
1947, 1957 og 1976. Er mér kunn-
ugt um að hann hélt áfram að fylgj-
ast náið með gömlum nemendum
sínum og einnig þeim er braut-
skráðust úr guðfræðideild eftir að
hann lét af störfum þar, hélt til
haga og skráði upplýsingar um
náms- og starfsferil þeirra og mun
sú vinna hans væntanlega auðvelda
gerð nýs guðfræðingatals.
Óbein kynni hafði ég aftur af dr.
Bimi er Guðfræðistofnun ákvað að
gefa út í ritröð stofnunarinnar sam-
keppnisritgerð hans frá 1936 um
„Sérkenni kristindómsins." Kom í
minn hlut það ánægjulega verkefni
að sjá um útgáfu á því riti og kom
það út árið 1993 (183 bls.). Þrátt
fyrir mjög lofsamleg ummæli dóm-
nefndar um ritgerðina hlaut Bjöm
ekki stöðu við guðfræðideildina þá.
Hann var hins vegar skipaður dós-
ent við deildina nokkmm ámm síð-
ar eða 1945 og kenndi þar síðan
samfellt í um 30 ár. í samkeppnis-
ritgerðinni komst Björn að þeirri
niðurstöðu að sérkenni kristindóms-
ins væm framar öllu öðm hin ein-
stæða staðreynd: Jesús Kristur.
„Hann er sú mikla forsenda, sem
allar niðurstöður kristindómsins
byggjast á, hvort heldur litið er á
hann sem þekkingaratriði, guðs-
samfélag eða siðgæðishugsjón."
Greinagott yfírlit yfír boðskap
kennimannsins Bjöms Magnússon-
ar er að fínna í prédikanasafni hans
„Frá haustnóttum til hásumars,"
sem verðskuldar, að mínu mati,
tvímælalaust meiri athygli en það
hefur hlotið. Boðskapurinn um hið
bróðurlega tillit gengur eins og
rauður þráður í gegnum ritið. Þar
er það boðað að öll elska til Guðs
hljóti að birtast út á við sem elska
til annarra manna. í þeim anda lifði
og starfaði dr. theol. Bjöm Magnús-
son prófessor. Guð blessi minningu
hans og vandamenn.
Gunnlaugur A. Jónsson.
• Fleiri minningargreinar um
Björn Mngnússon bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
t
Faöir okkar, tengdafaðir og afi,
GlSLI GUNNARSSON,
Fossvogsbletti 18,
Reykjavik,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, laugardag-
inn 15. febrúar.
Guðmundur Gíslason,
Sigríður Gísladóttir,
Magnús Jónsson
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN KARITAS BJARNADÓTTIR,
Akralandi 3,
er látin og Guði falin.
Guðrún Ragnarsdóttir,
Hrafnhildur Bogadóttir,
Edda Björk Bogadóttir,
Jenna Kristin Bogadóttir,
Bjarni Bogason,
Ingi Bogi Bogason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Gústaf Adolf Jakobsson,
Jón Hilmar Alfreðsson,
Gunnar Örn Jónsson,
Þórunn Hulda Sigurðardóttir,
Hallgerður Bjarnhéðinsdóttir,
t
Ástkær eiginkona mín, dóttir, systir,
dótturdóttir og frænka,
SANDRA KRISTJÁNSDÓTTIR,
sjúkaraliði
Lækjarsmára 102,
Kópavogi,
Lést á Landspítalanum þann 17. febr-
úar síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Magnús H. Steingrímsson,
Kristján Mikkaelsson,
Kristján Þ. Ólafsson,
Elías Kristjánsson, Ásrún Kristjánsdóttir,
Þorsteinn M. Kristjánsson, Gunnar S. Kristjánsson,
Sigri'ður Kristjánsdóttir, Kristófer Kristjánsson,
Kristján Þór,
og fjölskyldur þeirra.
t
Hjartkær sonur okkar, faöir, bróðir og
mágur,
ÁRNI PÉTUR JÓHANNSSON,
lést í Landspítalanum 8. febrúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug.
Sérstakar þakkir til séra Braga Skúla-
sonar, lækna og hjúkrunarfólks sem
önnuðust hann í erfiðum veikindum.
Emilía Kristjánsdóttir,
Erla Ingibjörg Árnadóttir,
Kristján Jóhannsson,
Guðbjörn Jóhannsson,
Jóhann Guðbjörnsson,
Haukur Davíð Árnason,
Kristín Andrewsdóttir,
Steinunn Jóhannsdóttir.
t
Elskulegur sonur minn,
ALBERT SÖLVI KARLSSON,
Eiðsvallagötu 28,
Akureyri,
andaðist aðfaranótt 17. febrúar á heimili sínu. Jarðarförin verður
auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda,
Kristfn Albertsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞURÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
að Skúlaskeiði 10,
Hafnarfirði,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, 14. febrúar.
Sigrún Sigurbjartsdóttir, Halldór Hjartarson,
Ragnheiður Sigurbjartsdóttir, Ingólfur H. Ámundason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir
okkar, tengdamóðir, systir og amma,
HELENA SIGURGEIRSDÓTTIR,
Brekkuseli 18,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju miðviku-
daginn 19. febrúar kl. 13.30.
Bæringur Guðvarðsson,
Ólöf Gestsdóttir,
Ólöf Bæringsdóttir,
Áslaug Bæringsdóttir, Jóhann Halldórsson,
Guðný Bæringsdóttir, Jóhanna Sigurgeirsdóttir,
Ingi R. Bæringsson, Garðar Sigurgeirsson
og barnabörn.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
FRÍÐA JÓHANNSDÓTTIR,
Seljahlíð,
áður Hátúni 4,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 11. febrúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram f kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
Seljahlíðar fyrir góða aðhlynningu.
Svala Magnúsdóttir, Jóhann Ágústsson,
Magnús V. Jóhannsson, Bjarnveig Ingvarsdóttir,
Guðmundur Ö. Jóhannsson, íris Gunnarsdóttir,
Sólveig F. Jóhannsdóttir, Ingimar Bjarnason
og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Borgareyrum,
Vestur-Eyjafjöllum,
síðast til heimilis
í Bláhömrum 4,
Reykjavík,
verður kvödd í Langholtskirkju föstu-
daginn 21. febrúar kl. 13.30.
Jarðsett verður frá Stóradalskirkju laug-
ardaginn 22. febrúar kl. 14.00.
Hrefna Markúsdóttir,
Eygló Markúsdóttir,
Erla Markúsdóttir,
Ester Markúsdóttir,
Erna Markúsdóttir,
Grímur Bjarni Markússon,
Þorsteinn Ólafur Markússon,
ömmu- og langömmubörn.
Sveinbjörn Ingimundarson,
Haraldur Hannesson,
Árni Ólafsson,
Trausti Árnason,
Sofffa Einarsdóttir,
Þóra Gissurardóttir,