Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ S VEINBJÖRN BENEDIKTSSON + Sveinbjörn Benediktsson var fæddur í Kaupmanna- höfn 1. janúar 1933. Hann lést á Landspítalanum 2. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 11. febrúar. Sveinbjörn frændi minn lést 2. febrúar síðastliðinn á Landspít- alanum, 64 ára gamall, eftir lang- vinn veikindi. Sveinbjöm var fjöl- hæfur og næmur maður sem vand- aði sig í allri framgöngu við annað fólk. Fjölskylda hans og ástvinir hafa misst mikils við fráfall hans. Sveinbjörn er í huga mínum kærleiksríki frændi minn sem al- veg frá því ég man eftir mér vildi allt fyrir mig gera. Hjálpsamur og áhugasamur um allt sem ég tók mér fyrir hendur. Spurði mig spjörunum úr af nákvæmni og kom fram við mig sem barn og ungling af mikilli virðingu svo maður fann til sín eftir að hafa spjallað við Sveinbjöm frænda. Mér finnst eins og hann hafi alltaf vandað sig við allt sem hann gerði og sagði. Hvort sem það var að tala við barn eða smíða kerru eða járna hest eða skoða fugl. Sveinbjöm var mér mjög innan- handar þegar ég sem unglingur byijaði að fikta við hesta, því að sjálfur kunni hann mikið fyrir sér í þeim efnum þó hann léti lítið yfir því. Hann leiðbeindi mér með handtökin við járningar eitt vor- kvöld fyrir löngu og gaf mér góð ráð varðandi allt það sem hestum tengdist. Sveinbjörn hafði stundað hesta- mennsku á árum sínum í Gunnars- holti og þar hafði hann eignast hest einn sem við ræddum mikið um. Það var Tvistur, rauðblesóttur foli sem hann tamdi og sýndi á innansveitarmótum og var loks valinn í gæðingakeppnina á lands- mótinu á Þingvöllum. Ekki varð af því að þeir Sveinbjörn kepptu þvi Tvistur steig haltur út úr kerr- unni eftir flutninginn til Þingvalla. Samt sló engum skugga á minn- inguna um Tvist og af frásögn Sveinbjöms skynjaði ég hversu djúpt og innilegt sambandi þeirra var. í mínum huga getur samband manns og hests varla verið nánara og varð þetta mér mikil fyrirmynd í þessum efnum. Sveinbjöm stundaði guðfræði- nám en hætti áður en kom að embættisprófi og var mér sagt að áður hafi hann tekið próf í hebr- esku og grísku og fengið hæstu einkunn sem þá hafí verið gefín við guðfræðideildina. Hann var mikill áhugamaður um fuglaskoðun og stundaði hana af miklum krafti þegar færi gafst. Einnig var hann áhugamaður um sauðfjárrækt og landgræðslu og hugsaði mikið um þau mál. Hann dreymdi um að fá að stunda sauðfjárrækt í smáum stíl í ná- grenni Reykjavíkur og gerði ýmis- legt til að láta þann draum ræt- ast. Meðal annars smíðaði hann sér forláta fjárkerra og flutti í henni fé fyrir vini sína og lánaði mér og fjölskyldunni hvenær sem á þurfti að halda. Sveinbjörn var mjög íjölhæfur og umhyggjusamur maður og öll- um reyndist hann vel. Missir okkar er þekktum hann og nutum hans við er því mikill en þó mestur þeim er honum stóðu allra næst. Lífs- förunauti hans Auði og Hlín einka- dóttur hans votta ég innilegustu samhryggð mína og bömum Hlín- RADAUGl YSINGAR UN6T fÓLK í £VB5tU Styrkir til ungmennaskipta „Ungt fólk í Evrópu“ Landsskrifstofa verkefnisins „Ungt fólk í Evrópu" heldur opinn kynningarfund um verkefnið í Hinu húsinu, Aðalstræti 2 (við Ingólfstorg) þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20.00-22.00. Fundurinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 15-25 ára, leiðbeinendum, sem starfa með ungu fólki í æskulýðsstarfi, þeim, sem vinna að rannsóknum varðandi ungt fólk og öðru áhugafólki. Kynntir verða helstu möguleikar sem verkefnið hefur upp á að bjóða. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Verkefnið „Ungt fólk í Evrópu" er verkefni á vegum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (ESB/EES). Því er ætlað að efla ungmennaskipti milli Evrópulanda. Verkefnið skiptist í 5 meginflokka, A, B, C, D og E, sem sumir skiptast í undirflokka: Styrkir til Evrópusam- starfs íheilsueflingu Evrópusambandið er með áætlun til fimm ára í heilsueflingarmálum, frá 1996 til 2000. Veittir eru styrkir til samstarfsverkefna milli a.m.k. tveggja ESB/EES-landa. Umsóknar- frestur til styrkja á þessu ári er til 15. mars, en 15. september fyrir styrki á árinu 1998. Nánari upplýsingar: Anna Björg Aradóttir, verkefnisstjóri Heilsueflingar, Laugavegi 116. Sími 562 7555, bréfsími 562 3716, netfang annabara@landlaeknir.is Kópavogsbúar - menntamál Sjálfstæðisfélag Kópavogs heldur opinn fund um menntamál fimmtu- daginn 20. febrúar nk. kl. 20.30, Hamraborg 1, 3. hæð. Dagskrá: 1. Framsöguræða Björns Bjarna- sonar, menntamálaráðherra. 2. Fyrirspurnir. Fundarstjóri Gunnsteinn Sigurðsson formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs. Allir bæjarbúar velkomnir. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Kringlan Til leigu 63 fm húsnæði á mjög góðum stað í Kringlunni 8-12. Vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer til afgreiðslu Mbl. í lokuðu umslagi merktu: „T - 3591 “ fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 21. febrúar 1997. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði, föstudaginn 21. febrúar 1997 kl. 14.00 á eftirfarandi eign: Skógar II, Vopnafirði, þingl. eig. Einar Sigurbjörnsson og Kristín Jóns- dóttir, gerðarbeiöandi Sýslumaðurinn á Seyðisfirði. 17. febrúar 1997. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Flokkur A: Samskipti ungs fólks í Evrópu. Flokkur B: Leiðbeinendur íæskulýðsstarfi. Flokkur C: Samvinna milli stofnana aðild- arríkjanna. Flokkur D: Ungmennaskipti við lönd utan Evrópusambandsins. Flokkur E: Upplýsingar fyrir ungt fólk og kannanir á sviði æskulýðsmála. Algengustu ungmennaskipti eru milli tveggja Evrópulanda. Skipulagðir hópar ungmenna (10-15 manns) geta sótt um styrki til ung- mennaskipta. Einstaklingar eru ekki styrktir. Tveir svipað stórir hópar ungmenna koma sér saman um verkefni/þema sem þeir vinna með og verkefnið varir í 1-3 vikur. Mögulegt er að fá styrk, sem nemur allt að 50% af kostnaði við verkefnið, hvort sem um er að ræða ferð eða móttöku. Ekki eru veittir styrkir til námsferða eða sam- starfsverkefna skóla, til leiklistarhátíða, íþróttamóta, ráðstefna né skemmtiferða. Stjórn UFE-verkefnisins á íslandi úrskurðar um hæfni umsókna og ákveður styrkupp- hæðir. Landsskrifstofa UFE minnir á að næsti umsóknarfrestur vegna ungmennaskipta er 1. maí fyrir verkefni, sem framkvæma skal á tímabilinu 1. júii-30. nóvember 1997. Nánari upplýsingar: Landsskrifstofa „ Ungt fólk í Evrópu", Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, sími 552 2220, bréfsími 562 4341, netfang u/e@centrum.is Hveragerðisbær Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í fast- eignina Austurmörk 24 (Tívolíhúsið), Hvera- gerði. Húsið er 3.100 fm að stærð og byggt árið 1987. Frestur til að skila inn tilboðum er til 17. mars nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir undirritaður, skrif- stofustjóri eða bæjartæknifræðingur í síma 483 4000. Bæjarstjórinn í Hveragerði. □ Edda 5997021819 III 1 Frl. □ HAMAR 599702181911 Frl IOOF Ob. 1 = 1782188:30 = I.O.O.F. Rb. 4= 1462188 - 8'/z I. □ Fjölnir 5997021819 I 1 Frl. Miðilsfundur Opinn miðilsfund- ur með Þórhalli Guðmundssyni í íþróttahúsinu, Strandgötu.Hafn- arfirði í kvöld kl. 20.30. Húsið opn- að kl. 19.00. Aðgangseyrir kr. 1.000. Forsala í síma 565 4087 eftir kl. 17.00. □ Hlín 5997021819 VI - 2 AD KFUK Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Biblíulestur í umsjón Önnu Páls- dóttur guðfraeöings. Allar konur velkomnar. Pýramídinn - andleg miðstöð Bibí Ólafsdóttir, læknamiðill, er væntanleg til starfa næstu daga. Tímapantanir í símum 588 1415 og 588 2526. Pýramídinn, Dugguvogi 2. blaðið -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.