Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 59 | ----------------- í Mennt er máttur BRÉF TIL BLAÐSIIMS A Hvalfjörður og ógæfa Islands Frá Jóni Pétrí Zimsen: KENNARASTARFIÐ er eitt van- metnasta starf þjóðfélags okkar. Þegar það kemur upp í huga fóiks sér það oft fyrir sér stétt manna sem vinnur frá 8-14 og hefur það síðan . náðugt það sem eftir er dags og sinnir tómstundum sínum, svo ekki sé minnst á hið ianga sumar„frí“ (vinnuskylda kennara er 46 stundir 1 á viku en hinn almenni borgari vinn- ur 40 stundir þess vegna er sum- arfrí kennara lengra en annan-a auk þess að margir kennarar sækja ýmis endurmenntunarnámskeið á sumrin). Mikil undirbúningsvinna Þetta er stóri misskilningurinn - sem skapar svo neikvæða afstöðu til 1 kennara. Það myndi engum koma til hugar að borga fréttamönnum sjón- i varpsins laun eftir þeim tíma sem ' þeir birtast á skjánum eða leikaran- um þann tíma sem leiksýning tekur, ég er hræddur um að launaleg upp- skera þessara hópa yrði heldur rýr. Almenningur virðist vera tilbúinn að skilja að að baki fréttatíma og leik- sýninga liggi mikil undirbúnings- vinna sem menn eiga auðvitað að fá borgað fyrir. Sama er með kennara, i hann þarf að undirbúa hveija kennslustund fyrir sig, semja verk- i efni, fara yfir próf, skipuleggja ýms- ' ar uppákomur, vera í góðu sambandi við foreldra og svona væri hægt að telja lengi upp ýmsa þætti sem ætl- ast er til að kennari sinni bæði innan og utan vinnutíma. Kennarinn þarf að kenna 20-25 börnum sem eru mismunandi eins og þau eru mörg, allt frá mjög greindum bömum til bama með námsörðug- ( leika, misþroska börnum og bömum i sem koma með mikla erfiðleika frá ’ heimilum sínum inn í skólana o.s.frv. ( Þetta er ekki alltaf auðvelt því að oft er brotalöm á því að aðstæður séu sem bestar til þess að sinna bömum með sérþarfir. Ekki er kennurum heldur auðveldað þegar að námsgögn- unum kemur, oft eru gögn gömul og úrelt t.d. er námsefni í stærðfræði um 20 ára gamalt og þarfnast nauð- synlega andlitslyftingar. Úrelt kennsluefni - vanbúnir skólar ( Útkoman úr TIMSS-könnuninni frægu þar sem íslensk börn voru heldur aftarlega á merinni í raun- greinum kallar á úrbætur í skólakerf- inu. Eðlis- og efnafræðikennslustofur margra skóla eru mjög vanbúnar og lítið um spennandi hluti sem fangað gætu huga bama og gert þessar „grýlur" námsgreinanna áhugaverð- ( ar. Einnig þyrfti að koma fleiri stúlk- um inn í þennan námsgeira. Þar hefur þjóðarsálin gefið frá sér dulin | skilaboð um að drengir séu betur ti! þess fallnir að stunda þessar náms- greinar. Margar rannsóknir hafa ver- ið gerðar þar sem kemur í ljós að að meðaltali standa drengir sig örlít- ið betur en stúlkur í raungreinum en þessi litli munur skýrir ekki þann fjöldamun á kynjunum í raungreina- deildum framhaldsskólanna. A þessu verður að ráða bót. Fyrir mig sem verðandi kennara er ekki fýsilegt til þess að hugsa að þegar ég útskrifast og þarf að fara að lifa af launum mínum sem eru ekki allskostar há, grunnlaun grann- skólakennara eru 74.972 kr á mán- uði. Og á næstu tveimur áram hækka þau um tvo launaflokka og eitt þrep og þá eru þau komin upp í 83.000 kr. Þessi laun fyrir háskólamenntun eru til háborinnar skammar fyrir þjóð sem þykist vera bókaþjóð og krefst þess að menntunarstig okkar sé það sama og ríkja sem við viljum bera okkur saman við. Auk þess að þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólan- um og einsetningu komið á verður erfitt fyrir kennara að fá fullar stöð- ur, nú þegar fá margir þeirra ekki nema V2—3/4 stöðugildi og þá sér hver heilvita maður að launin era orðin að engu. Þær raddir verða alltaf háværar sem segja að kennaralaunin séu al- veg nógu há, þessir menn skyldu hugsa um það að stór hluti hæfustu kennaranna sér sig knúinn til þess að velja sér annað starf eða að vinna aukavinnu sem kemur þá kanski nið- ur á kennslunni. Kennarar verða að geta lifað sómasamlegu lífi af laun- um sínum. Þróun kostar peninga Þróunin er það hröð í þjóðfélagi okkar að við verðum að fylgjast grannt með til þess að verða ekki undir í samkeppni við aðrar þjóðir. Þetta kostar allt peninga en við eram að leggja inn fyrir framtíðina, því að menntun barna okkar er undir- staða þess þjóðféiags sem við kjósum að Iifa í. Ef undirstöðurnar era veik- ar þá á endanum hrynur allt það sem hefur verið byggt upp. Nú þýðir ekki lengur fyrir mennta- málaráðherra að beija höfðinu við steininn heldur opna augun og skoða máiið af nákvæmni og alúð og veita meira fé til menntamála. Það mun borga sig þegar til langs tíma er lit- ið, skammtíma sjónarmið eiga ekki rétt á sér í þessum mikilvæga mála- flokkh jóN PÉTUR ZIMSEN, nemi í KHÍ, Espigerði 16. Tsurumi BJARGVÆTTURINN VATNSSUGA/GÓLFDÆLA Þar sem þurrka þarf upp vatn eða hættervið flóðum. Sýgur upp vatn niður í 1-2 mm vatnsborð! Sterk og öflug, hefursannað ágæti sitt víða um land. Frábær fyrirtæki 1. Sérvörur með föndurvörur og leikföng fyrir alla aldursflokka. 2. Falleg gjafavöruverslun á frábærum stað. Einstakt tækifæri. Framtíðarfyrirtæki. 3. Litil heildverslun með smávörur. Mikil viðskiptasambönd út á landi. Gott verð. 4. TrésmkSaverkstæði — fullur salur af vélum. Selst ódýrt. Laust strax. 5. Stór og nýtískuleg prentsmiðja úti á landi. Glæsilegt húsnæöi fylgir með. Næg verkefni. 6. Lakkrísverksmiðja sem getur verið hvar sem er á landinu. 7. Mikið úrval af matsölu- og vínveitingastöðum í öllum verðflokkum. 6. Mikið úrval af söluturnum af öllum stærðum og verðflokkum. Komdu í cappucino og flettu fyrirtækjaskránni. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRT/EKIASALAN SUÐURVERI SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Frá Albert Jensen: EFTIR að Sovétlöndin og leppríkin fyrrverandi opnuðust upp á gátt, blöstu við afleiðingar þess að virða ekki umhverfið. Þar era ummerki náttúruspjalla og mengunar óviðráð- anleg í ófyrirsjáanlegri framtíð. Ólán okkar íslendinga er, að í mörgum valda- og áhrifastöðum eru menn sem greina ekki milli afglapa og góðara verka. Það er staðreynd sem sést m.a. á umhverfis- og auð- lindamálum. Ég tala nú ekki um mál aldraðra og öryrkja þar sem skömm valdhafa er sérlega niðurlægjandi. En hvað sem öllu þessu líður, ber umhverfismál hæst. Vellíðan og hamingja manna byggist á að þar fari ekkert úrskeiðis. Vitað er að mörg lönd eru svo þrælmenguð og umhverfisspillt, að lífi er þar varla vært. Ljóst er að útlendir gróðafíklar hafa spillt sjón og skilningi íslenskra ráðherra þessara mikilvægu mála. En þeim er engin vorkunn. Nær væri ráðherrum að vera ekki svo bláeygir og varast gildrar útlendra. En allra síst eiga þeir að vera með lygar og blekkingar gagnvart þjóð sinni. Undirförall forleikur að því sem koma skyldi var tal valdhafa um Grundartanga sem iðnaðarsvæði. Stóriðja er allt annað mál. Staðreynd er, að Landsvirkjun, í skjóli ótrúlega glámskyggnra ráðherra, er í stríði við land og þjóð. í skilmerkilegri Morgunblaðsgrein segir Birgir Sigurðsson m.a.: Verði Ijallavatnadraumsýn Jakobs Bjöms- sonar og samheija hans að veruleika glatast hundrað ferkílómetra af há- lendisgróðri í dögun nýrrar aldar. Frá hæðum og leitum á miðhálendinu munu manngerð og steingeld miðlun- arlón blasa við augum. Stíflugarðar, línuvegir, háspennumöstur og raflín- ur fullkomna sjónmengunina. Tilv. lýkur. Þeir menn sem hafa lokað augunum fyrir raunverulegum hags- munum lands og þjóðar í umhverfis- og atvinnumálum ættu að kynna sér skýrslu dr. Þóra Ellenar Þórhalls- dóttur sem heitir: Áhrif miðlunarlóns á gróður og jarðveg í Þjórsárverum. Þar má sjá hluta hrikalegra afleið- inga þess sem yrði ef bjartsýniskján- ar koma hugðarefnum sínum í fram- kvæmd á hálendinu. Miðlunarlón hækka og lækka af skiljanlegum ástæðum. Við það deyr allur gróður sem ýmist er hulinn vatni eða ekki. Umhverfis þau myndast því hrað- stækkandi uppblástursskilyrði. Allt líf og gróður mun hefja hratt undan- hald fyrir sandi. Eyðimörk mun taka við og enginn sér fyrir endann á slíku. Við Islendingar verðum að gæta þess að hleypa ekki Landsvirkjun eins og óbeisluðum óvætti inn á há- lendisperlur okkar. Við eigu að gæta hófs í virkjunum og nýta afraksturinn til fullnustu. Ekki selja rafmagn á hálfvirði til útlendinga sem svo flytja afrakstur- inn úr landi. Notum það í eigin þágu í mengunarlausan iðnað. Höldum stóriðju í lágmarki og eingöngu við úthaf eða á annesjum. Virkjanir til rafmagnssölu með sæstreng yfir haf- ið væra glæpur gegn landi og kom- andi kynslóðum. Rök landauðnar- sinna eru svo út úr þjóðhagslegri mynd að engu tali tekur. Við eigum fyrst og fremst að hag- ræða fyrir heildina í sjávarútvegi og m.a. að fullvinna fiskinn í landi. Við eigum að stórauka innlendan og erlendan ferðaiðnað. Við eigum að smíða og gera við okkar skip sjálfir. Við eigum að görbreyta öllu varð- andi sorp og frárennslismál og horfa þar til framtíðar. Það era ótal leiðir í atvinnusköpun án þess að eyðileggja landið og heil- næmi loftsins. ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. MERKING Merktu vió tímann sem þú hefur þjálfað. Þú horfir meö stolti á krossana á dagatalinu og heldur enn frekar áfram. Safnaðu 5 hoílráóum og þú færó 1000 kr. afslátt af þriggja mánaóa kortum í Mætti og Gatorade brúsa og duft frá Sól hf. Heimilistæki hf Umboösmenn um land allt SÆTUNI 8 SlMI 569 1500 þad kemwL e k k e * t annad tiL ntá ADP941 með fjórum þvottakerfum, 44 db. nú »<««*<!# U kr. eða 49.875 kr.stgr. verðáður 63.100 kr. ADP952 með fimm þvottakerfum, 39 db. nú ■ HMFIF kr. eða 65.930 kr.stgr. verðáður 79.900 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.