Morgunblaðið - 18.02.1997, Qupperneq 72
Strokið um strengi
Sinfóníunnar
Sölumiðstöðin eykur umsvif sín í Rússlandi
Unnið að samningi um
útgerð og afurðasölu
GRÆNLENSK skólaböra í
Nuuk þyrptust upp á svið Menn-
ingarhússins þar í bæ eftir
skólatónleika Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í gær og fengu
að skoða hijóðfærin stór og
smá, meðal annars sellóið hjá
Ingu Rós Ingólfsdóttur. A tón-
leikunum lék hljómsveitin verk,
sem danski tónlistarprófessor-
inn Jens 0stergaard valdi og
kynnti, en hann er sjónvarps-
áhorfendum kunnur vegna
stjómar sinnar á spuminga-
þáttunum Kontrapunkti, þar
sem fulltrúar Norðurlandanna
spreyta sig á að þekkja ýmis
tóndæmi. Sinfóníuhþ'ómsveitin
leikur einnig fyrir skólaböm í
dag og í kvöld koma eldri áhorf-
endur til að hlýða á Eddu Er-
lendsdóttur leika með hljóm-
sveitinni píanókonsert eftir Gri-
eg. Runólfur Birgir Leifsson,
framkvæmdasljóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, segir dag-
skrána nokkuð stranga, en afar
ánægjulegt fyrir hljómsveitina
að fá að taka þátt í vígsluhátíð
hins glæsilega Menningarhúss.
■ Húsið sem slær/26
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna
er nú að auka verulega umsvif sín
í Rússlandi. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er þar um að ræða
stjórnun útgerðar vinnsluskipa og
frystitogara, vinnslustjórnun og sölu
afurða þeirra. Stjórnendur SH vilja
ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Fram hefur komið að SH hyggst
á næstunni opna sölu- og þjónustu-
skrifstofu í Rússlandi vegna aukinna
viðskipta þar. Bæði er um að ræða
sölu fiskafurða, einkum síldar og
loðnu til Rússlands, en ennfremur
sölu afurða rússneskra útgerða. SH
selur nú þegar afurðir frá mörgum
erlendum frystitogurum og fer þeim
fjölgandi. Þar munar mest um tog-
ara frá Eystrasaltslöndunum og
Rússlandi.
Eftir því sem næst verður komizt
hefur SH verið að vinna að nokkrum
verkefnum 5 Rússlandi, sem snúa
að afurðasölu og stjórnun útgerðar
og vinnslu. Heimildir Morgunblaðs-
ins herma að þar sé meðal annars
um að ræða fyrirtæki, sem gerir
bæði út verksmiðjuskip, frystitogara
og fleiri veiðiskip á Norður-Kyrra-
hafí við austurströnd Rússlands,
Kamtsjatka og Vladivostok og einn-
ig á innhafinu Okhotskhafi. A þess-
um slóðum er mikil veiði á alaska-
ufsa auk fleiri tegunda. Þarna mun
vera um verulegt magn fiskafurða
að ræða.
Morgunblaðið/RAX
Óvissa ríkir um stækkun Járnblendifélagsins á Grundartanga
Ákvörðun um stækkun
frestað um þrjár vikur
LANDSVIRKJUN féllst í gær á
ósk stjórnar íslenska járnblendifé-
lagsins hf. á Grundartanga um að
fá frest til 8. mars til að taka
ákvörðun um stækkun verksmiðj-
unnar. Þetta er í annað sinn sem
Landsvirkjun veitir Járnblendifé-
laginu frest. í fréttatilkynningu
frá Landsvirkjun segir að ekki
verði gefinn lengri frestur.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur Elkem í Noregi, sem
á 30% í Jámblendiverksmiðjunni,
sett það skilyrði fyrir stækkun
verksmiðjunnar að það eignist
meirihluta í henni. Fulltrúar Islands
í stjórn verksmiðjunnar hafa lýst
sig tilbúna til að fallast á að ís-
lenska ríkið minnki hlut sinn, en
mikill ágreiningur er hins vegar
um hvað Elkem eigi að greiða fyr-
ir hlutinn. Þessi ágreiningur er
meginástæðan fyrir því að ekki
hefur tekist samkomulag milli eig-
enda verksmiðjunnar um stækkun
hennar.
Samningamenn íslands könn-
uðu fyrir helgina hvort grundvöll-
ur væri fyrir samkomulagi milli
eigenda um að taka ákvörðun um
stækkun Járnblendiverksmiðjunn-
ar og taka síðar ákvörðun um
breytingar á eignaraðild. Elkem
hafnaði þessari tillögu.
Breytt eignaraðild
skilyrði stækkunar
Að sögn heimildarmanna blaðs-
ins er reiknað með því að samn-
ingamenn íslands muni á næstu
dögum leggja fyrir Elkem tilboð
um breytta eignaraðild. Hafni
Elkem þessu tilboði er talið allt
eins líklegt að áform um stækkun
verksmiðjunnar verði lögð til hliðar.
í dag verða opnuð hjá Lands-
virkjun tilboð í vinnu við gerð
Hágöngumiðlunar og í næstu viku
verða opnuð tilboð í fyrsta áfanga
Sultartangavirkjunar. Verði ekki
búið að taka ákvörðun um stækk-
un Jámblendiverksmiðjunnar fyrir
8. mars kann það að hafa áhrif á
þessar framkvæmdir.
■ Tekist er á um/6
Formaður LÍÚ hlynnt-
ur einhliða kvóta
Vill veiða
30.000 tonn
í Smugunni
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður
Landsambands íslenzkra útvegs-
manna, segist hlynntur því að sett-
ur verði einhliða kvóti á veiðar Is-
lendinga í Smugunni í Barentshafi,
semjist ekki á næstunni. Hann telur
eðlilegt að þessi kvóti yrði um
30.000 tonn.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að náist ekki samn-
ingar í Smugudeilunni á næstu vik-
um eða mánuðum hljóti íslenzk
stjórnvöld að íhuga að setja einhliða
kvóta á veiðarnar.
„Að mínu mati væri mælikvarð-
inn sá að við höfum fiskað þarna
tvisvar sinnum 35 þúsund tonn á
undanförnum þremur árum og einu
sinni 22 þúsund. Kvótinn væri því
rúmlega 30.000 tonn og við mynd-
um með því tryggja að lengra yrði
ekki gengið," segir Kristján Ragn-
arsson.
■ Afléttir ekki skyIdu/37
------» ♦ ♦-----
Formlegar
viðræður
hafnar um
Kolbeinsey
FORMLEGAR samningaviðræður
danskra og íslenzkra stjómvalda um
afmörkun fiskveiðilögsagna ríkj-
anna hófust í Kaupmannahöfn í
gær. Embættismenn frá báðum ríkj-
um funduðu þar um afmörkun lög-
sögumarka milli íslands og Græn-
lands annars vegar og milli íslands
og Færeyja hins vegar.
Að sögn Tómasar H. Heiðar, að-
stoðarþjóðréttarfræðings, sem tók
þátt í viðræðunum fyrir íslands
hönd ásamt Róbert Trausta Árna-
syni, sendiherra í Kaupmannahöfn,
voru viðræðurnar jákvæðar og
gagnlegar.
Til þessa hafa fundir embættis-
manna verið óformlegir og velt hef-
ur verið upp ýmsum hliðum á
ágreiningi ríkjanna um lögsögu-
mörkin. Danir viðurkenna hvorki
Kolbeinsey né Hvalbak sem grunn-
línupunkta íslenzku efnahagslög-
sögunnar.