Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 MORGUNBDAÐIÐ FRÉTTIR Nýstofnuð Náttúruvernd ríkisins Jafnvægi náttúruvernd- ar og náttúrunýtingar NÁTTÚRUVERND ríkisins leggur áherslu á öfgalaus viðhorf, fagleg vinnubrögð og jafnvægi milli nátt- úruvemdar og nýtingar náttúmauð- linda. Þetta kom fram í máli Sig- mundar Guðbjamasonar, prófessors og formanns stjórnar Náttúmvernd- ar ríkisins, á blaðamannafundi ný- lega, þar sem starfsemi hennar, stefnumörkun og verkefni vom kynnt. Lögbundið hlutverk nýstofnaðrar Náttúmvemdar ríkisins, sem tók til starfa 1. janúar sl., er að gæta hags- muna náttúmnnar og fjalla um framkvæmdir og meðferð á náttúm íslands. Stofnuninni er ætlað að framfylgja efni náttúmverndarlag- anna í umboði umhverfisráðherra. Náttúruvemdarráð breytir um form og hlutverk. í því sitja nú níu manns í stað sjö áður og er hlutverk þess að stuðla að almennri náttúmvemd og fjalla um hvaðeina er lýtur að náttúmvemd. Ráðið er umhverfis- ráðherra til ráðgjafar um náttúm- verndarmál og veitir Náttúmvemd ríkisins, sem er framkvæmdaaðil- inn, faglega ráðgjöf. Óhlutdrægar umsagnir á vísindalegum grunni Verkefni Náttúmvemdar ríkisins em skýrð ítarlega í lögunum en i megindráttum má segja að hlutverk stofnunarinnar sé að framfýlgja fýrstu grein laganna, þar sem mark- miðum náttúmvemdar er lýst. Þar segir: „Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og náttúm, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Lögin eiga að tryggja eftir föngnm þróun íslenskr- ar náttúm eftir eigin lögmálum, en vemdun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt. Lögin eiga að auðvelda þjóðinni umgengni við náttúm lands- ins og auka kynni af henni.“ Kristján Geirsson, settur forstjóri Náttúruvemdar ríkisins í leyfi Aðal- heiðar Jóhannsdóttur, útskýrði þessi víðtæku markmið nánar og benti á að í raun kæmu flestar stærri fram- kvæmdir og starfsemi í landinu til umsagnar hjá Náttúmvernd ríkis- ins. Til þess væri ætlast að umsagn- ir stofnunarinnar væm óhlutdrægar og byggðar á vísindalegum gmnni og legði hún metnað sinn í að svo yrði. Verkefnum stofnunarinnar má að sögn Kristjáns skipta í tvo megin- flokka; afgreiðslur og langtímaverk- efni. Meðal stærri mála sem koma til afgreiðslu Náttúraverndar ríkisins á næstu vikum og mánuðum eru Aðal- skipulag Reykjavíkur, frummat á umhverfísáhrifum magnesíumverk- smiðju á Reykjanesi og skipulag á hálendi íslands. Langtímaverkefnin ráðast af þörf og íjárveitingum. Umfang þeirra er breytilegt en stjómast m.a. af þeim tíma sem fer í afgreiðslur erinda, umsagnir og eftirlit. Meðal helstu langtímaverkefna má nefna umsjón og rekstur þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða, friðlýsing svæða, verndaráætlanir, skráning náttúru- minja og almenn fræðsla um nátt- úmvemd. Meðal verkefna sem á döfinni eru á þessu fyrsta starfsári Náttúru- verndar ríkisins er átak í fræðslu og kynningu á náttúmvernd. Sigrún Helgadóttir, líffræðingur og kenn- ari, hefur sett upp vefsíður um nátt- úmvemd í samstarfi við Gagna- smiðju KHÍ og er nú að hefjast handa við að semja kennsluleiðbein- ingar um vefsíðurnar fyrir grunn- skóla. í tilefni þess að á hausti komanda verða liðin 30 ár frá stofnun þjóð- garðsins í Skaftafelli er fyrirhuguð ráðstefna um náttúm og sögu Skaftafells og nágrennis í maí nk. og munu umbrotin I Vatnajökli og á Skeiðarársandi skipa þar mikil- vægan sess. VITASTÍGUR Til sölu þessi glæsilega 195,9 fm verslunarhæð með 45,6 fm lagerhúsnæði í kjallara. Frábær staðsetning rétt við Laugaveginn. Nánari upplýsingar hjá fasteignasölunni. Vantar 2ja íbúða hús í Reykjavik fyrir ákveðinn kaupanda. íbúðirnar verða báðar að vera samþykktar. Verðhugmynd samtals 10-17 milljónir. Suðuiiandtbrout 16 10B Reykjavlk Bjartsýnn á bóksölu Mikíll áhugi á skáldverkum á bókamarkaði B ÓKAMARKAÐUR Félags íslenskra bó- kaútgefenda í Perl- unni stendur til 9. mars og er opinn frá kl. 10-19 alla daga. Boðið er upp á bækur af ýmsu tagi, gamlar og nýlegar. Framkvæmda- stjóri er Benedikt Kristjáns- son. Hann hefur starfað við bóksölu frá unga aldri, lengst hjá Eymundsson, Pennanum og Máli og menningu, en er nú sölu- stjóri hjá bókaútgáfunni Skjaldborg. Benedikt gefur einnig út bækur sjálfur og er framkvæmdastjóri og eigandi íslendingasag- naútgáfunnar. Benedikt minnir á að bókamarkaður- inn sé búinn að vera í mörg ár. „Ég lagði áherslu á að Félag íslenskra bókaútgefenda gerði þetta sjálft, en ekki utanað- komandi aðilar upp á prósentur." - Og hvernig hefur tekist? „Markaðurinn í Perlunni í fyrra og í ár skilar félaginu meira pen- ingalega. Allur hagnaður rennur til félagsins í staðinn fyrir prósent- ur áður.“ - Er perlan að festast ísessi sem staður fyrir bókamarkaðinn? „Það hefur farið mikill tími í að fínna húsnæði sem er nógu stórt og snyrtilegt og býður upp á nóg af bílastæðum. Eftir að hafa verið á ýmsum stöðum með markaðinn emm við komnir í framtíðarhús- næði. Þetta er húsnæði sniðið fyrir okkur.“ - Hvemig hefur aðsóknin verið? „Aðsóknin sló öll met í fýrra. Það sem af er þessum markaði hefur orðið vemleg aukning og mitt litla hjarta er farið að slappa af.“ - Markaðurinn fer vel af stað og bækur seljast vel? „Menn eiga að setja allt á mark- að, enda er sífellt verið að bæta við nýjum titlum og úrvalið er meira en áður. Bækur sem vom búnar að liggja á lager og menn töldu vonlitlar seljast nú. Það er eitthvað að gerast. Állt selst vel nema hinar hefðbundnu ástarsögur." - Hvað um bókmenntaverk? „íslenskar skáldsögur og þýddar skáldsögur seljast vel. Góður skáldskapur mokast út af mark- aðnum. Ég get nefnt viðurkennt bókmenntaverk eins og Söngva Satans eftir Rushdie, bæta þarf við eintökum oft á dag, nú em farin að minnsta kosti 400. Ljóðabækur seljast mjög vel. Þrjú borð og hluti af fjórða em með ljóðabókum.“ - Eru þetta ekki að- --------- allega bækur frá stór- um forlögum? „Um 80 prósent. En ég get nefnt dæmi um annað, til dæmis vin- sælt fornbókahom Braga í Bóka- vörðunni, en þar em dýrgripir á meðal.“ Benedikt segir að verð bókanna sé almennt 400-600 kr. Nýrri bók- menntaverk, yngstu frá 1994, séu frá 790 kr. og hámarksverð 980- 1.000 kr. Léttmeti er selt á 250-495 kr. Hann tekur undir að léttmeti hafi áður verið algengast á bókamörkuðum. Titlar séu nú hátt í 20.000. - Hvað segirðu um áhrif bóka- markaða á bóksölu yfirleitt? „Ég held að þeir dragi ekki úr sölu bóka á jólamarkaði nema kannski afþreyingarefnis sem bíð- ur þá eftir mörkuðunum. Menn Benedikt Kristjánsson ►Benedikt Kristjánsson er fæddur 1953 í Reykjavík. Að loknu landsprófi fór hann á veg- um Slysavarnafélags íslands til Danmerkur og lærði þar skyndi- hjálp og ruðningsþjónustu sem m.a. felst í björgun úr húsa- rústum. Hann var afgreiðslu- maður hjá Eymundsson og í fleiri bókaverslunum, verslunar- sljóri í Pennanum og sölustjóri hjá Máli og menningu og gegnir nú sölustjórastarfi hjá Skjald- borg auk þess sem hann er eig- andi og framkvæmdastj óri Is- lendingasagnaútgáfunnar. Kona Benedikts er Rósa Kristjánsdótt- ir hjúkrunarfræðingur og djákni á Landspítalanum. Börn þeirra eru þrjú, Kolbrún, Krist- ján og Kristrún. vilja til dæmis ekki fresta því að lesa nýjar skáldsögur. Bókamark- aðir bókabúðanna em auglýsingar fyrir okkar stóra markað, bara forskot. Menn bjóða upp á góðar bækur áður en okkar markaður hefst til þess að bóksalinn hafí eitt- hvað út úr þessu. Það vantar pláss fyrir bækur og það er vandi litlu búðanna. Mál og menning og Ey- mundsson í Kringlunni bjóða eldri bækur og það er mjög til fyrir- rnyndar." - Þú ert bjartsýnn á bóksölu yfirleitt? „Ef menn halda áfram að vanda sig. Útgefendur upp til hópa vanda nú til þess sem þeir gefa út og verðið er frekar lágt. Eg er bjart- sýnn á framtíðina og er ekki hrædd- ur við tækninýjungar sem frekar auðvelda en girða fyrir að menn nálgist bækur. Ég get líka vel hugs- að mér að menn sitji fyrir framan skjá og lesi Sturlungu og er viss um að það verður ekki til þess að útrýma bókurn." Bókamarkaður Fé- “' lags íslenskra bókaút- gefenda fer að venju til Akureyrar þar sem hann hefst 26. mars. Bene- dikt segir að Akureyrarmarkaður- inn sé hlutfallslega stærri en í Reykjavík. Hann nefnir sérstaklega ungt fólk fyrir norðan á aldrinum 16-20 ára sem sýni mikinn áhuga og lesi ekkert nema bókmenntir. Hinir eldri séu fremur í þjóðlegum fróðleik. „Skólafólkið fyrir norðan kaupir ekki Lukku-Láka heldur ljóð og leikrit og önnur bókmennta- verk,“ segir Benedikt Kristjánsson með velþóknun. „Hér virðast bækur ekki höfða eins til unglinga, en stelpumar lesa meira en strákamir. Fyrir norðan em það bæði kynin sem sækjast eftir bókum.“ Úrval bóka er meira en áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.