Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGUNARAFREK VIÐ ÞJÓRSÁRÓS Nítján skipverjum af Vikartindi bjargað eftir að vélarvana skipið strandaði við Þjórsárósa í 8-9 vindstigum og mikilli ölduhæð Morgunblaðið/RAX FLUTNINGASKIPIÐ Vikartíndur fyrir utan brimskaflana við Þjórársósa siðdegis í gær. Vonskuveð- ur var og vindhraði 8-9 vindstíg. Sveitir björgunarmanna bíða í fjörunni. Fljótlega eftir tilkynningu um vélarbilun voru þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, ogþyrlur Varnarliðsins settar í viðbragðsstöðu Stokkseyri 5. Um svipað leyti slitnuðu ankerisfestar VIKARTINDS og skipið rak upp og strandaði um kl. 20.30, um 2 km austan við ósa Þjórsár. TF-LÍF fór frá Reykjavík um kl. 20, var komin austur um kl. 20.30 og hafði lokið við að bjarga öllum af VIKARTINDI íland um kl. 21.30 Þykkvibær X #; r Um kl. 19.30 óskaði VIKARTINDUR eftir aðstoð. ÆGIR gerði tvær tilraunir til að koma taug í skipið. í seinna skiptið fékk ÆGIR á sig brot og missti mann fyrir borð. Varðskipið Ægir kom á svæðið upp úr kl. tvö, tilbúið til aðstoðar. Nokkru siðar fór aðalvél skipsins í gang og hægt að keyrt hana á hægri ferð. Við hífingu ankera bilaði ankerisspil. Ankeri voru sett út, drógu úr hraða skipsins og náðu að stöðva það um 1,5 sjóm. frá landi 1. Um hádegisbil tilkynnti þýska flutningaskipið VIKARTINDUR vélarbilun og var þá statt um 6 sjóm. út af Þjórsárós í suðvestan hvassviðri og rak með um 2,5 sjóm. hraða á klst. að landi sí SS m 10 km „Ótrúlega vel að verki staðið miðað við aðstæður NÍTJÁN manna áhöfn þýska flutn- ingaskipsins Vikartinds var bjargað af þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, í gærkvöldi, þegar skipið strand- aði í fjörunni fyrir neðan Þykkvabæ laust fyrir klukkan 20.30. Skipið hafði þá verið í nauðum um hálfa aðra sjómílu frá landi síðan í gær- morgun. Varðskipið Ægir fékk á sig brot þegar reynt var að koma dráttartaug á milli skipanna, og skemmdist mik- ið, og er eins skipveija saknað. Fjör- ur voru gengnar í gærkvöldi og í nótt í leit að manninum. Menn voru viðbúnir hinu versta er þeir undirbjuggu aðgerðir og fylgdust með erfíð- leikum skipveija um borð í Vikartindi í gær. Skipið varð vélarvana úti fyrir Suðurlandi um hádegi í gær og um klukkan 20.30 í gærkvöldi strandaði það við Þjórsárósa í vonskuveðri. JEILSUVÖRUR ÚR ÍSLENSKUM F|ALLAGRÖSUM - ÞVÍ AÐ HEILSAN ER F|ÁRS|ÓÐUR Fjallagrasaáburður Sólarhringskrei Fótakrem úr fji Hitakrem með m / ’ .: ISIENSK EJAUACKOS Hf PRÓFAÐU F|ALLAGI\ASAKREM - PAU FRLI HEILSUBÆTANDI Vikartindur lenti í erfiðleikum þegar aðalvél skipsins bilaði skammt fyrir utan Þjórsárósa í gærmorgun. Olduhæð í gærkvöldi þegar skipið rak upp í land var 10-15 metrar. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, fór í loftið frá Reykjavík um klukkan 20 og var komin á vettvang skömmu seinna, eða laust eftir 20.30. Þyrlur varnarliðsins komust hins vegar ekki af stað vegna veðurofsa í Keflavík. Björgun lauk skömmu fyrir klukkan 21.30 og voru skipbrotsmennimir fluttir til Þykkvabæjar þar sem þeim var veitt aðhlynning. „Þarna var vel að verki staðið og ótrúlega vel sloppið, miðað við hvem- ig ástandið var,“ segir Hjalti Sæ- mundsson í stjómstöð Landhelg- isgæslunnar. Skömmu eftir hádegi í gær barst Landhelgisgæslunni tilkynning frá Vikartindi, sem er 9.200 tonn að stærð og hefur verið í leigu hjá Eim- skip frá lokum júlí í fyrra. Þá var skipið um sex sjómílur frá landi útaf Þjórsárósum, í suð-vestan hvassviðri, eða um 8-9 vindstigum, og náði öldu- hæð þá allt að tólf metmm. Skipið rak að landi með tveggja og hálfrar sjómílu hraða þegar tilkynningin barst. Viðbúnir hinu versta „Við biðum í ofvæni frá hádegi og vonuðum það besta en vorum við- búnir því versta og höguðum okkar undirbúningi í samræmi við það,“ segir Einar S. Sigurgeirsson vakt- stjóri þjá stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar. Landhelgisgæslan setti þyrlu sína, TF-LÍF, í viðbragðsstöðu og einnig þyrlur vamarliðsins, auk þess að fyr- irskipa að bæði akkeri skipsins yrðu látin falla til að draga úr rekhraða, og eins mikið af akkeriskeðjunum og hægt væri. Fljótlega eftir að þetta var gert minnkaði rekið og þegar Vikartindur átti um 1,5 sjómílur að landi, eða um tvo og hálfan kíló- metra, náðu akkerin festu. Varðskipið Ægir, sem var statt tæplega tveggja klukkustunda sigl- ingu frá Vikartindi, var þegar sent á vettvang og kom að skipinu um klukkan 14.16, en þá hafði farþega- feijan Herjólfur legið nærri Vikarindi um klukkutíma, reiðubúin að koma til aðstoðar ef þess gerðist þörf. Ferj- an var á leið til Vestmannaeyja, en Vikartindur var skammt frá sigling- arleið hennar. Rifu afturspilið í sundur Varðskipsmenn gerðu dráttar- taugar klárar til að taka skipið í tog, en nokkru eftir að varðskipið kom á staðinn gátu vélstjórar Vikartinds gangsett aðalvél samkvæmt neyð- aráætlun og keyrt vélina á mjög hægri ferð. Hafist var handa við að hífa akkerin, en þá bilaði akkerisspil og þurfti áhöfn skipsins að rífa aftur- spilið í sundur til að ná í varahluti. Um svipað leyti var ákveðið að ekki væri þörf á að hafa þyrlur vam- arliðsins í viðbragðsstöðu, með þeim fyrirvara þó að hægt væri að kalla þær út ef ástandið versnaði. Skipveijar unnu hörðum höndum | við að koma akkerisspilum í lag og » töldu sér hafa tekist það síðdegis í F gær, auk þess að halda viðgerð á | vél áfram. Vélarbilunin var rakin til kælivatnsrörs, sem brást með þeim afleiðingum að skipið missti kælivatn og loft komst inn á kerfíð, og sló vélinni út í kjölfarið. Um klukkan 19 í gær taldi áhöfnin að fullt afl væri komið á vélina og hóf undirbúning að því að draga upp keðjurnar. Skömmu síðar óskaði skipstjóri t Vikartinds eftir aðstoð varðskipsins » Ægis sem beðið hafði átekta og voru gerðar tvær tilraunir í þá vem. Fyrri |j tilraun mistókst og þegar átti að reyna aftur fékk varðskipið brot yfir sig og tók einn skipveija út af Ægi. Ekki mun hafa orðið mikið eignatjón um borð. Sjógangur og vindur var svo mikill að Vikartindur barst hratt að landi.og munu akkerisfestar hafa slitnað, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Skipið rak upp | í flöm um klukkan 20.30 eins og áður sagði. Vikartindur var smíðaður í fyrra | og er í eigu þýskra aðila. Skipið hóf strax eftir að því var hleypt af stokk- unum að sigla fyrir Eimskip, en það er leigt með þeim hætti að fyrirtæk- ið ber ekki rekstrarlega ábyrgð á því og greiðir ekki hugsanlegan kostnað af skemmdum á því vegna vélarbilun- arinnar í gær. Leigusamningur nær fram í ágúst í ár, að sögn Hauks ■ M. Stefánssonar forstöðumanns skiparekstrardeildar Eimskips. Skipið var lestað gámum með vör- h um af ýmsum tagi frá Þýskalandi og Norðurlöndum. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.