Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kórbók með ver-
aldlegum lögnm
SÖNGMÁLASTJÓRI þjóðkirkj-
unnar hefur sent frá sér Kórbók
með veraldlegum lögum, en í fyrra
kom út kórbókin
Helgist þín
harpa og einnig
Forspil og eftir-
spil fyrir orgel -
harmóníum.
Nýja kórbók-
in kallast Sól og
vor ég syng um
eftir kvæði
Steingríms
Thorsteinssonar
um smaladreng-
inn, en kápumynd er eftir mál-
verki Jóhannesar S. Kjarvals sem
hann nefndi Foran Paradiset og
Björn Th. Bjömsson kallar Við
flugstig Paradísar. Bjöm segir að
málverkið fjalli „um leit mannsins
til ljóss og sigurs, og um hrap
hans til dauða“.
í formála segist Haukur Guð-
laugsson söngmálastjóri vænta
þess „að lögin í þessari bók tengi
saman líf og trú, því hvomgt má
án hins vera“. Söngmálastjóri seg-
ir enn fremur í formálanum:
„Kirkjukórar landsins, og þá
ekíri síst þeir sem em úti á lands-
byggðinni, hafa ætíð gegnt fjöl-
breyttu hlutverki. Fyrir utan það
að leiða safnaðarsöng og halda
uppi kórstarfí í kirkjum Iandsins,
hafa þeir einnig sinnt ýmsum öðr-
um menningarlegum þáttum, svo
sem að syngja á þjóðhátíðardegi
okkar 17. júní, og öðram samkom-
um, svo sem á árshátíðum, kvöld-
vökum, skólaslitum og afmælishá-
tíðum.“
Fyrsta heftið með veraldlegri
tónlist
í Helgist þín harpa vom lögin
einkum ætluð til söngs við helgiat-
hafnir kirkjunnar, en Sól og vor
ég syng um er fyrsta heftið þar
sem veraldlegri tónlist em gerð
skil. Haukur Guðlaugsson orðar
þetta svo að komið sé til móts við
„þarfír kirkjukóranna á öðmm
sviðum en innan kirkjunnar, síðast
en ekki síst til að skapa meiri fjöl-
breytni í starfseminni".
Honum er umhugað um að hver
kórfélagi eignist sitt hefti. í útgáf-
unni hefur að hans sögn verið
keppt að því að „bæði lag og ljóð
hafí sem mest listrænt gildi“.
Mörgum sé að þakka fyrir að leyfa
afnot af lögum. Sérstakar þakkir
fær Þórður Kristleifsson fyrir af-
not af tveimur lögum við texta
eftir Halldór Laxness og Tómas
Guðmundsson sem birtust í bókun-
um Ljóð og lög á sínum tíma.
Haukur segir að vandaðir textar
laganna hafí höfðað sérstaklega
til _sín.
í kórbókinni em lög eftir m. a.
Mikis Theodorakis, Sigfús Hall-
dórsson, Skúla Halldórsson, Jón
Jónsson frá Hvanná, Björgu
Björnsdóttur, Oddgeir Kristjáns-
son, Áma Thorsteinson og Þórarin
Guðmundsson auk þjóðlaga frá
ýmsum löndum.
HAUKUR
Guðlaugs-
son.
KÁPU nýju kórbókarinnar prýðir málverkið Við flugstig Para-
dísar eftir Jóhannes S. Kjarval.
GIANTAS Abarius
Jazz
í Norræna
húsinu
GIANTAS Abarius heldur tónleika
í Norræna húsinu í hádeginu
fimmtudaginn 6. mars.
í kynningu segir að Giantas
Abarius sé einn þekktasti jazzisti
Austur-Evrópu og hafí í um tutt-
ugu ár verið einn fremsti tónlist-
armður Litháen. Píanóið er hans
sérgrein auk þess sem hann hefur
samið fjölda tónverka, svo sem
fyrir leikhús, kvikmyndir, kamm-
ersveitir og svo mætti lengi telja.
Hafa lög Gintasar verið á vin-
sældalistanum í flestum löndum
fyrrum Sovétríkjanna um árabil.
Gintas Abarius hefur haldið tón-
leika í flestum löndum Evrópu og
fyrrum Sovétríkjanna auk fjöl-
margra tónleika í Bandaríkjunum
og víðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GERÐUR Gunnarsdóttir, Hávarður Tryggvason og Bernharður Wilkinson í léttri sveiflu á æfingu.
„Peð“ tekur völdin
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í
Háskólabíói í kvöld mun hver tónlistarmað-
urínn af öðrum þreyta frumraun sína; Bern-
harður Wilkinson mun stjóma hljómsveit-
inni í fyrsta sinn á áskríftartónleikum og
Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikarí og Há-
varður Tryggvason kontrabassaleikari
hljóta eldskírn sína sem einleikarar með
henni. Orri Páll Ormarsson tók þau tali.
ÞAÐ ER ekki á hverjum degi
sem einleiksverk fyrir fiðlu,
kontrabassa og hljómsveit
hljómar á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Háskóla-
bíói. Ekki nema von þar sem
slík verk eru vísast teljandi á
fingrum annarrar handar. í
kvöld mun þetta þó gerast, þeg-
ar Hávarður Tryggvason
kontrabassaleikari og Gerður
Gunnarsdóttir fiðluleikari
munu flytja Grand duo eftir
Giovanni Bottesini, sjálfan
„Paganini kontrabassans", með
hljómsveitinni. Tónsprotinn
verður í höndum Bernharðar
Wilkinson en þríeykið hlýtur
eldskirn sína í þessum hlutverk-
um á tónleikunum.
Bernharður Wilkinson er
enginn nýgræðingur í starfi Sin-
fóníuhy ómsveitar íslands en
hann hefur verið flautuleikari
þar á bæ í 22 ár. Hin síðari
misseri hefur honum margoft
verið falið að stjórna hljómsveit-
inni á aukatónleikum, skólatón-
leikum, tónleikaferðum um
landsbyggðina, við upptökur og
á foræfingum en í kvöld stígur
hann í fyrsta sinn á pali á
áskriftartónleikum.
„Þetta verður stór stund,“
segir Bernharður, þegar tón-
leikarnir berast í tal. „Auðvitað
lcggur maður sig alltaf fram
þegar manni er treyst til að
stjórna hljómsveitinni en þetta
verða óneitanlega sérstakir tón-
leikar. Þá verður gaman að hafa
hæfileikafólk á borð við Hávarð
og Gerði með sér á sviðinu.“
Bernharður segir að það sé
jafnan skrýtið þegar „eitt peðið
á taflborðinu11 taki völdin í sínar
hendur. Verkefnið sé því vanda-
samt. „Ef til vill væri auðveld-
ara fyrir mig að stjórna ein-
hverri allt annarri sinfóníu-
hljómsveit en þeirri sem ég leik
með sjálfur. Sinfóníuhljómsveit
íslands er hins vegar skipuð
fagfólki sem hefur sýnt mér
mikla tillitsemi."
Auk starfa sinna í
hljómsveitinni hefur Bernharður
komið víða við í íslensku
tónlistarlífi. Hann kennir við
Tónlistarskólann í Reykjavík,
var leiðbeinandi
Sinfóníuhljómsveitar æskunnar
og er félagi í Blásarakvintett
Reykjavíkur, auk þess sem hann
stjórnar Hljómeyki og
Söngsveitinni Fílharmóníu.
Tónlistarmanninum fellur því
aldrei verk úr hendi - og þannig
vill hann hafa það. „Tónlistin er
mínar ær og kýr og sem sakir
stendur get ég ekki hugsað mér
að gefa neitt af þessu upp á
bátinn. Ef ég þarf á hvíld að
halda fer ég bara upp í
Heiðmörk að hlaupa og sný
endurnærður til baka.“
Einleikararnir, Hávarður
Tryggvason og Gerður
Gunnarsdóttir, eru ekki heldur
ókunnugí herbúðum
Sinfóníuhljómsveitar íslands;
Gerður lék með sveitinni
veturinn 1994-95 og Hávarður
réðsttil hennar haustið 1995.
Eru þau á einu máli um að þeim
sé sýndur mikill heiður með
tónleikunum í kvöld, ekki síst
þar sem stjórn Sinfóníunnar hafi
haft frumkvæði að því að fá þau
til liðs við sig en oftar en ekki
verða íslenskir tónlistarmenn að
sækja um að fá að leika einleik
með hljómsveitinni.
„Þetta er einstakt tækifæri
og á án efa eftir að verða mikil
upplifun," segir Hávarður og
bætir við að verkefnið sé í senn
ögrandi og örvandi. „Það er
nauðsynlegt að uppfylla sínar
listrænu kröfur annars staðar
en í hljómsveit," segir Gerður,
sem tekur upp þráðinn, en hún
hefur undanfarin ár verið félagi
í Sinfóníu- og Óperuhljómsveit
Kölnarborgar. „Þetta er líka
mjög mikilvægur liður í því að
halda sér í formi og kemur_því
öllum til góða á endanum. Á því
hefur Sinfóníuhljómsveitin
skilning og hefur því stutt vel
við bakið á okkur á
æfingatímanum og Bernharður
Wilkinson hefur reynst okkur
ákaflega vel.“
Gerður segir að tónleikarnir
séu jafnframt mikilvægir fyrir
sig í öðrum skilningi - hún leggi
mikla áherslu á að viðhalda
tengslunum við ísland og vilji,
þrátt fyrir að vera búsett
erlendis, vera virk í íslensku
tónlistarlífi. í kvöld muni hún
þó sýna á sér nýja hlið, því hér
um slóðir sé hún kannski
þekktari fyrir flutning
nútímatónlistar, einkum með
Caput-hópnum.
Heima er best!
Hávarður hefur fullan
skilning á þessu viðhorfi en hann
bjó um tólf ára skeið í
Frakklandi og Belgíu, þar sem
hann starfaði meðal annars með
Hljómsveit tónlistarskólans í
París og Hljómsveit Flæmsku
óperunnar í Antwerpen.
„Hugurinn leitar alltaf heim,“
segir hann, „og eftir þessa löngu
dvöl erlendis þykir mér ákaflega
gott að búa á Islandi að nýju.“
Svo sem fyrr segir nefnist
verkið sem Gerður og Hávarður
munu flytja saman í kvöld Grand
duo og er eftir ítalska tónskáldið
Giovanni Bottesini sem hóf
kontrabassann til vegs og
virðingar sem einleikshljóðfæri.
Eru einleikararnir sammála um
að hér sé á ferð „virtúósískt11
verk af bestu gerð.
Einleiksverk sitt sækir
Hávarður jafnframt í smiðju
Bottesinis, Elegía mun það heita
- „lagrænt verk sem sumir
sellistar hafa rennt hýru auga
og vijjað láta umskrifa fyrir sitt
hljóðfæri."
Einleiksverkið sem Gerður
mun flytja er eftir Ernest
Chausson og nefnist Poeme.
Segir hún tónskáldið hafa samið
það skömmu fyrir andlát sitt.
„Chausson var mikill
Wagner-aðdáandi og áhrifa frá
honum gætir í þessu verki sem
er í senn Ijóðrænt og dramatískt
í uppbyggingu."
A undan og eftir þessum
tónverkum mun
Sinfóníuhyómsveit íslands flytja
Sjóræningjann eftir Hector
Berlioz og Sinfóníska dansa eftir
Sergei Rachmaninoff á
tónleikunum sem hefjast
klukkan 20.