Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 AÐSENDAR GREINAR FYRIR jól kom út í Danmörku bók eftir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkis: ráðherra landsins. í henni lýsir hann störf- um sínum í því embætti og er honum meðal ann- ars tíðrætt um stuðning Dana við sjálfstæðis- baráttu Eystrasaltsríkj- anna, Eistlands, Lett- lands og Litháens, árin 1990 og 91. Hann minnist einnig á afstöðu íslenskra stjórnvalda og gætir nokkurs misskiln- ings í þeirri frásögn. í bók sinni segir Elle- mann-Jensen að íslensk stjórnvöld hafi að ýmsu leyti átt hægara um vik að verða við óskum sjálfstæðis- sinna við Eystrasalt um stuðning en þau dönsku. Þannig hefði starfsbróð- ur hans, Jóni Baldvin Hannibalssyni, verið kleift að halda í frægðarför til Eystrasaltslandanna í janúar 1991, eftir árás sovéskra sérsveita á sjón- varpsturninn í Vilníus þar sem fjórt- án óbreyttir borgarar féllu. Orðrétt skrifar Ellemann-Jensen um þetta: „Hann var í þeirri sérstöku aðstöðu að geta farið vegna þess að ísland hafði verið hluti Danmerkur þegar við viðurkenndum sjálfstæði Eystra- saltslandanna árið 1921. Það þýddi að íslensk stjórnvöld höfðu aldrei tekið beina afstöðu til innlimunar landanna þriggja og að þau höfðu ekki gamla viðurkenningu að verja.“ Þetta er ekki rétt. ísland var fijálst og fullvalda ríki árin milli stríða. Að vísu fóru Danir með utanríkismál íslendinga en aðeins í umboði þeirra og íslensk stjómvöld áttu frumkvæði að því að ræðismenn Danmerkur í Eystrasaltslöndunum fluttu ráða- mönnum þar sérstaka sjálfstæðisvið- urkenningu íslands árið 1922. Þetta hefði Ellemann-Jensen átt að vita, einkum vegna þess að það voru emb- ættismenn danska utanríkisráðu- neytisins sem grófu upp þessa vitn- eskju vorið 1990, þegar sjálfstæðis- barátta Eystrasaltsríkjanna færðist í aukana. Það var líka íslenskra yfirvalda að taka afstöðu til innlimunar land- anna þriggja í Sovétríkin sumarið 1940, því íslendingar höfðu tekið utanríkismál sín í eigin hendur í maí sama ár, þegar Þjóðveijar hemámu Danmörku. Ráðamenn á íslandi voru ekki jafnósjálfbjarga á þessum árum og Ellemann-Jensen segir að hafí síðan kom- ið eftirmönnum þeirra til góða. Hefði líka getað farið austur Danski utanríkisráð- herrann skrifar að hann hefði alls ekki getað heimsótt Eystrasalts- löndin áður en sjálf- stæðisbaráttan var far- sællega til lykta leidd. Hann hefði orðið að biðja um áritun þangað hjá sovéskum yfirvöld- um og það hefði falið í sér viðurkenningu á innlimun landanna í Sovétríkin. En þetta var nákvæmlega það sem Jón Baldvin gerði; hann horfði alveg framhjá þeirri þversögn að álíta Eystrasaltslöndin sjálfstæð ríki en Rétt skal vera rétt, segir Guðni Th. Jó- hannesson í umfjöllun sinni um bók fv. utan- ríkisráðherra Dana. sækja um leyfi til farar þangað hjá Sovétmönnum. Heimsóknin hafði ekki þær afleiðingar sem Ellemann- Jensen fullyrti að raun yrði í hans eigin tilfelli og ráðamenn í Eystra- saltslöndunum létu sig engu varða að Jón Baldvin var með sovéskan stimpil í vegabréfínu. Þeim fannst ávinningurinn af heimsókninni skipta miklu meira máli. Eins mætti benda á að alls héldu sex danskir ráðherrar til Eystrasalts- landanna þessi misseri, auk forsætis- nefndar danska þingsins. Allir þurftu þeir sovéskar vegabréfsáritanir þannig að Ellemann-Jensen hefði átt að geta farið líka hefði hann viljað. Utanríkisráðherrar íslands og Dan- merkur voru á sama báti. „Danmörk var fyrst“ Ellemann-Jensen heldur því fram að Danir hafi fyrstir þjóða komið á stjórnmálasambandi við Eystrasalts- ríkin, strax eftir að valdaránstilraun í Moskvu fór út um þúfur í ágúst 1991. „Danmörk varð þar með fyrsta ríkið sem í raun viðurkenndi fullt sjálfstæði landanna þriggja," skrifar hann. Laugardaginn 24. ágúst voru símbréf send frá Kaupmannahöfn til höfuðborga Eystrasaltslandanna og í þeim sagði að Danir hefðu tekið upp stjórnmálasamband við löndin þijú. „Daginn eftir gaf ísland út formlega viðurkenningu sem utan- ríkisráðherrar Eystrasaltslandanna undirijtuðu í Reykjavík," bætir Elle- mann-Jensen við. Þannig að það voru Danir sem báru sigur úr býtum í „Eystrasaltsrallinu", lítt dulinni keppni norrænna ráðamanna og fleiri um að verða Eistum, Lettum og Lit- háum að sem mestu gagni. Ekki myndu allir taka undir vígreif- ar yfirlýsingar Ellemanns-Jensens. „Við vorum fyrstir þótt Uffe viður- kenni það aldrei,“ hefur Jón Baldvin Hannibalsson sagt. Því til stuðnings mætti benda á að 11. febrúar 1991 hafði Alþingi áréttað að hin gamla viðurkenning íslands á sjálfstæði Lit- háens væri í fullu gildi og 22. ágúst, tveimur dögum fyrir símbréfasend- ingar Ellemanns-Jensens, hafði Jón Baldvin lýst yfir vilja íslenskra stjóm- valda til að stofna án tafar til stjóm- málasambands við Eystrasaltsríkin. Utanríkisráðherrar þeirra skrifuðu svo fyrst undir formlega samninga þess efnis í Reykjavík 26. ágúst 1991. Þaðan héldu þeir til Kaupmannahafn- ar til hins sama. Karp um þetta virðist jafnvel hjá- kátlegt og um keisarans skegg frekar en eitthvað sem máli skiptir. En rétt skal þó vera rétt. Vytautas Lands- bergis, sem var leiðtogi sjálfstæðis- sinna í Litháen, hefur sagt að honum hafí alltaf þótt Danir feta í fótspor íslendinga, ekki öfugt. Og í miðborg Vilníus er lítil og snotur gata sem var nefnd Islandsgata til heiðurs íslensku þjóðinni. Þar er engin Danagata. Að mati Litháa gerðu íslenskir ráðamenn meira en aðrir. Þótt íbúar í hinum Eystrasaltslönd- unum tveimur beri mikinn hlýhug til íslendinga vegna aðgerða í sjálfstæð- isbaráttunni hefur farið minna fyrir því en í Litháen, sérstaklega í Lett- landi, en þar voru valdhafar einna varkárastir og töldu hina geðríkari granna sína í suðri allt of fífldjarfa. I Lettlandi hafa Danir vinninginn og þar naut Ellemann-Jensen þvílíkrar hylli þegar sjálfstæði vannst að óvenjumörg meyböm vom skírð lett- neska konunafninu Uffe. Frásögn Ellemanns-Jensens af þætti hans og danskra stjómvalda í sj álfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkj - anna er fróðleg og skemmtileg. Hún er líka gagnleg þrátt fyrir þá ann- marka sem hér hefur verið bent á. Kannski misskilningur hans um stöðu íslands sýni líka fyrst og fremst að hann var ekki að hafa fyrir því að kynna sér til hlítar af- stöðu og aðgerðir íslenskra ráða- manna. Honum hefur kannski ekki þótt taka því vegna þess að þeir væru of áhrifalitlir og máttvana. Höfundur erstundakennari í sögu við Háskóla íslands. Misskilningur Ellemanns- Jensens Guðni Th. Jóhannesson Discovory Diesel ▼ ÞÚ KEMST VEL ÁFRAM - á Discovery Diesel Glæsilegur og rúmgóður farkostur, með slaglanga og mjúka gormafjöðrun sem er ein sú besta sem í boði er. Komið og skoðið vel útbúinn _ □iscovery Diesel í sýningar- sal okkar Suðurlandsbraut 14. SUBURLANDSBRAUT 14 . SÍMI 553 8B3B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.