Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYN DBÖND/KVIKMYN Dl R/ÚTVARP-S JÓN VARP
REEF-menn bregða á leik.
Blúsgrunnsrokk
MYNPBÖNP
Sjálfumgleði
leikstjórans
► ÞÓ AÐ innan bresks tónlistar-
heims þrífist ótal stefnur og
straumar i tónlist er til það sem
menn vilja kalla hreinræktað
enskt rokk. Þess háttar léttleik-
andi rokk hvílir á blúsgrunni með
þungri undiröldu og söngvarar
gjarnan með grófa rödd og þó
lagvæna eins og sannast í sveitinni
Reef.
Reef er um margt dæmigerð
fyrir enskt rokk og hefur notið
mikillar hylli þar í landi og víðar
undanfarið fyrir lög af skífu sinni
Glow. Kunnugir heyra strax berg-
mál frá áttunda áratugnum á skíf-
unni, því þar er margt sem minnir
á bernskuár Led Zeppeiin, Savoy
Brown, Groundhogs og fleiri
sveita.
Reef-liðar hafa verið að síðan
snemma árs 1993 og náðu snemma
eyrum Sony-útgáfunnar sem gaf
sveitinni tíma til að mótast frekar
áður en fyrsta breiðskífan kom
út. Reef-Úðar lögðu land undir fót
allt árið 1994, og léku þá á ótelj-
andi krám og knæpum um þverar
Bretlandseyjar. Á þeirri ferð kom-
ust þeir undir verndarvæng Pauls
Wellers og hituðu nokkuð upp
fyrir hann þar til menn töldu að
nóg væri komið af undirbúningi;
kominn væri tími á breiðskífu.
Skífuna hljóðrituðu Reef-menn
síðan á skömmum tima með Clive
Martin sér til halds og trausts og
sú hefur slegið rækilega í gegn í
heimalandinu og meðal annars ná
talsverðri hylli hér á landi.
Dauður
(Dead Man)___________________
D r a m a
★
Framleiðandi: 12 Gauge. Leikstjóri
og handritshöfundur: Jim Jarm-
usch. Kvikmyndataka: Robby Mull-
er. Tónlist: Neil Young. Aðalhlut-
verk: Johnny Depp og Gary Farm-
er. 115 mín. Bandaríkin. Ciby
2000/Háskólabíó 1997. Útgáfudag-
ur: 4. mars. Myndin er bönnuð börn-
um innan 16 ára.
WILLIAM Blake (Johnny
Depp) er ungur maður sem fer á
flakk um framandi svæði Banda-
ríkjanna á síð-
ustu öld, þegar
hann lendir á
flótta eftir að
hafa orðið
manni að bana.
í fylgd með
honum er índí-
áninn Enginn,
sem heldur að
Blake sé sam-
nefnda enska
Ijóðskáldið. Og eins og Jarmusch
orðar það sjálfur: „Augu Blake
opnast fyrir því hve lítið skilur
milli heims hinna liðnu og lifandi
þegar honum er kastað inn í ver-
öld sem er bæði grimm og illskilj-
anleg.“ Það verður að segja að
Jarmusch hefur oft verið betri,
ef ekki alltaf. Myndin er lang-
dregin, og vægast sagt oftast leið-
inleg. Hún er á allan hátt mjög
illskiljanleg, þ.e.a.s. ef hún fjallar
um eitthvað. Það er eins og þegar
menn eru búnir að hljóta vissa
viðurkenningu, að þá leyfist þeim
allt. Hér hefur þessi annars frum-
legi og skemmtilegi leikstjóri fall-
ið um sjálfan sig í þeirri blekk-
ingu. Persónusköpun er vægast
sagt engin, né nálgun við persón-
ur, sem ég myndi álíta frumskil-
yrði þegar um er að ræða mjög
hægar myndir, sem byggjast á
sérstæðri upplifun persónanna af
t.d. „heimum þeirra liðnu og lif-
andi...“. Ýmislegt má þó telja upp
myndinni til hróss, og fær hún
eina stjörnu í verðlaun fyrir það.
Kvikmyndatakan er flott, og er
eiginlega verst að myndin sé ekki
í lit í þessu fallega landslagi.
Margir skemmtilegir leikarar
koma við sögu, s.s. Robert Mitc-
hum, John Hurt og Iggy Popp og
er leikurinn í myndinni almennt
mjög góður, þótt þeirri staðreynd
takist ekki að lyfta myndinni upp
á hærra plan. Búningarnir eru
líka flottir, og það er nú bara
allt...
Hildur Loftsdóttir
Ungir kvikmyndagerðarmenn heija á ný lönd
Svört komedía úr af-
kimum Reykjavíkur
RAGNAR Bragason kvikmyndagerðarmaður.
M Y N D V A K I
^ Gætiö þess að klukkan í
myndbandstækinu sé rétt stillt.
Tækin með Myndvaka-
búnaði eru yfirleitt merkt
ShowView eða VídeoPlus+.
Munið að setja tóma spólu
I tækið og að hafa það í
sambandi.
Kennitölur tlayskrarliða //
verða birtar á dagskrérsiðti
Morgunblaéslns.
Sláðu inn kennitölu dagskrárliðar
sem þú ætlar að taka upp.
Tækið fer sjálfkrafa í gang einni mínútu
fyrir auglýstan upphafstíma og hættir
4 mínútum eftir að dagskrárliðnum á að
Ijúka samkvæmt dagskrá.
Réttar ráslr i myndbandstækinu: Sjónvarpið:
rás 1
Stöð 2:
rás 2
Sýn:
rás 3
Spurningar vegna
Myndvaka
UNGIR íslenskir kvikmyndagerð-
armenn eru óhræddir við að koma
sér á framfæri og sífellt berast
nýjar fregnir um að þeir hafí feng-
ið til liðs við sig erlenda framleið-
endur og fjármagnsmenn til að
aðstoða sig við að koma hugar-
* fóstrum sínum á hvíta tjaldið.
Ragnar Bragason, Þórir Snær
Sigurjónsson, Skúli Malmquist og
Huldar Breiðfjörð eru í þessum
hópi kvikmyndagerðarmanna en
þeir stofnuðu kvikmyndafyrirtæk-
ið Zik Zak í kringum myndina
Feldur sem þeir eru nú að koma
á laggirnar. Þeim til aðstoðar við
fjármögnun myndarinnar verður
James Mackay en hann er best
þekktur fyrir að hafa framleitt
nær allar myndir hins sérstæða
kvikmyndagerðarmanns Dereks
Jarman. Þórir Snær og Skúli eru
nú í London og vinna að fjármögn-
un myndarinnar en Ragnar, sem
-> verður leikstjóri myndarinnar og
handritshöfundur ásamt Huldari
Breiðfjörð, sér um hlið mála hér
heima. Meðframleiðandi að mynd-
inni verður íslenska kvikmynda-
samsteypan.
Öll á ensku
Þeir fengu ábendingu á sínum
tíma um að hafa samband við
kvikmyndafyrirtækið Basilisk
Communications, þar sem það er
frekar lítið, en erfiðlega hefur
gengið að fá stærri fyrirtæki til
samstarfs. „Áður höfðum við
fengið undirbúningsstyrk úr evr-
ópskum sjóði, „European Script-
fund“ og nú höfum við fengið fé
frá skoska kvikmyndasjóðnum til
að endurskrifa hluta handritsins
yfir á skosku en annars verður
myndin öll á ensku,“ sagði Ragn-
A ar Bragason í samtali við Morgun-
blaðið.
Myndin verður væntanlega tek-
in upp í ágúst og september og
fara tökur fram á íslandi og á
Skotlandi. Hún segir frá örvænt-
ingarfullri leit leigubílstjóra að
syni sínum sem hefur verið rænt.
Leitin hefst í Glasgow og endar
á austurlenskum veitingastað á
íslandi þar sem starfsmenn og
vandamenn taka á vandamálum
sínum á mjög róttækan hátt.
Þýðir ekkert að sitja heima
Félagarnir þrír í Zik Zak eru
allir sjálfmenntaðir í kvikmynda-
gerð. Þeir kynntust í gegnum
stuttmyndagerð og hafa brallað
ýmislegt saman. Ragnar hefur þó
farið á námskeið í kvikmyndagerð
til New York í tvo mánuði og
Þórir Snær hefur starfað hjá
Propaganda Films og Lakeshore
Entertainments. „Við erum marg-
sinnis búnir að sækja um í Kvik-
myndasjóði Islands en það hefur
hvorki gengið né rekið. Það þýðir
þó ekkert að sitja heima heldur
herja frekar á önnur lönd.“
LESENDUR Morgunblaðsins hafa nú
í nokkra daga haft aðgang að Mynd-
vakatölum. Vafalaust hafa ýmsar
spumingar vaknað hjá þeim sem hafa
reynt að nýta sér þessa tækni. Enn
sem fyrr er fólki bent á að leita fyrst
í handbókina með myndbandstækinu
eða til þess sem seldi því tækið.
Ef lesendur hafa hins vegar ein-
hveijar frekari spurningar vegna
notkunar Myndvaka geta þeir hringt
í síma 569 1236 á Morgunblaðinu
frá klukkan 11-12 fyrir hádegi út
þessa viku, sent símbréf í sima 569
1222 merkt Myndvaki, eða tölvupóst
á netfang gudni@mbl.is.