Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 19 t ERLENT Arafat tekur Rabin fram yfir Netanyahu Washington, Kaíró, Amman. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, sagði í sjónvarpsviðtali, sem sýnt var í gær, að hann óskaði þess fremur að hann stæði í samninga- viðræðum við Yitzhak Rabin, for- sætisráðherra ísraels, sem myrtur var fyrir tæpu hálfu öðru ári, en eftirmann hans í embætti, Benj- amin Netanyahu. Arafat er í opin- berri heimsókn í Bandaríkjunum og í gær ávarpaði hann öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna í New York áður en það þingaði um áætlanir ísrela um byggingu 6.500 íbúða fyrir gyðinga í Aust- ur-Jerúsalem. Sama dag kom Netanyahu í eins dags heimsókn til Egyptalands, þar sem hann fékk heldur kuldalegar móttökur fjölmiðla. í viðtali við NBC-sjónvarpsstöð- ina sakaði Arafat Netanyahu um að vera of undanlátssamur við „öfgasinnaða" gyðinga og sagði að friðarferlið í Mið-Austurlöndum væri í mikilli hættu vegna þessa. „Rabin forsætisráðherra, sem við misstum, greiddi fyrir friðinn með lífi sínu,“ sagði Arafat. Var hann þá spurður hvort hann vildi fremur eiga í samningum við Rabin en Netanyahu og svaraði hann „ör- ugglega". Netanyahu ekki velkominn Sú ákvörðun Netanyahus að láta loka fjórum skrifstofum pa- lestínskra yfirvalda í Austur- Jerúsalem hefur vakið hörð við- brögð víða um heim, ekki síst í Egyptalandi. Þangað kom Net- anyahu til fundar við Hosni Mu- barak Egyptalandsforseta í gær. Fyrir fundinn kvaðst Mubarak fyrst og fremst ætla að ræða áætlanir ísraela um byggingu Leidtogi ísraels fær kuldalegar móttökur í Egyptalandi húsnæðis fyrir gyðinga í Austur- Jerúsalem. Netanyahu var hins vegar efst í huga mál manns að nafni Azam Azam, sem ákærður hefur verið fyrir njósnir í þágu ísraela. Segir Netanyahu mann- inn ekki á mála hjá ísraelsku leyniþjónustunni en Mubarak kvaðst í gær ekkert geta gert í málinu, það væri í höndum dóms- yfirvalda sem ætluðu að rétta í því í apríl. Af viðbrögðum helstu fjölmiðla í Egyptalandi að dæma var Net- anyahu ekki velkominn til lands- ins, birtar voru m.a. skopmyndir af flugvallarstarfsmönnum að sótthreinsa flugvöllinn við Kaíró eftir að hann hafði farið þar um. Þá var hann sakaður um að vera ekki alvara með því segjast vilja frið í Mið-Austurlöndum. Byggingaráform stjórnar Net- anyahus í Austur-Jerúsalem sæta æ meiri gagnrýni því í gær hvatti Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskaland, ísraela til að endur- skoða ákvörðun sína. Reuter BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, ræða málin á fundi í Kaíró í gær. Banamenn Peters Fechters dæmdir Fengu skilorðs- bundna dóma Berlín. Reuter. DÓMSTÓLL í Berlín fann í gær tvo fyrrverandi landamæraverði í Aust- ur-Þýskalandi seka um manndráp en þeir skutu til bana Peter Fec- hter árið 1962 þegar hann reyndi að flýja yfir til Vestur-Þýskalands. Dómarnir voru skilorðsbundnir en Rolf Friedrich, 61 árs að aldri, var dæmdur í 21 mánaðar fangelsi en Erich Schreiber, 55 ára gamall, í 20 mánaða fangelsi. Við réttar- höldin kváðust þeir harma dauða Fechters en hann varð kunnastur þeirra manna, sem létu lífið við Berlínarmúrinn. Fechter, sem var 17 ára þegar hann lést, reyndi að flýja yfir Ber- línarmúrinn ásamt félaga sínum, sem tókst að komast yfir, en sjálf- ur varð hann fyrir skotum frá landamæravörðunum tveimur. Lá hann síðan hljóðandi í blóði sínu í tæpan klukkutíma án þess að a- þýsku landamæraverðimir reyndu að hjálpa honum. Á meðan söfnuð- ust saman hundmð manna vestan við múrinn og hrópaði fólkið „morð- Erich Schreiber ingjar, morðingjar" að landamæra- vörðunum austan megin. Þegar Fechter hafði gefið upp öndina komu a-þýsku verðirnir á vettvang og báru líkið burt. Náðust af því myndir, sem vöktu athygli um heim allan og fordæmingu á austur-þýsku stjóminni. Mannskæð átök í Indónesíu 1.200 manns saknað Jakarta. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 1.200 manns er saknað eftir átök þjóðflokka í Vestur-Kalímantan-héraði í Indó- nesíu frá því í desember, að sögn Hidayats, formanns samtaka mú- slimskra námsmanna í landinu. Hidayat sagði þessa tölu byggða á rannsókn þriggja manna nefndar, sem samtökin sendu á átakasvæðið 7.-14. febrúar. Hann kvað samtökin ekki geta fullyrt að fólkið, sem saknað er, hafi beð- ið bana í átökunum. Átökin blossuðu upp í Vestur- Kalímantan á Borneo-eyju milli dajaka, þjóðflokks sem byggir inn- héruð Borneo, og innflytjenda frá Madura-eyju. Flestir dajakanna era kristnir en þorri innflytjend- anna múslimar eins og meirihluti íbúa Indónesíu. Tölvuhrun gæti orðið mörgum fyr- irtækjum að falli Kostar 42.000 milljarða króna að leysa vandann í öllum heiminum. London. Reuter. BRESKIR tæknisérfræðingar vömðu við því í gær að „tölvu- hmnið“ um aldamótin gæti haft alvarlegar afleiðingar fýrir efnahaginn og orðið mörgum breskum fyrirtækjum að falli ef þau gerðu ekki ráðstafanir til að leysa vandann. Sérfræðingarnir sögðu að afleiðingar tölvuhmnsins væm stórlega vanmetnar og stjóm- endur fyrirtækja virtust ekki gera sér grein fyrir vandanum. „Þetta er mikið áhyggjuefni," skrifaði einn þeirra, Robin Gu- enier, í dablaðið The Financial Times í gær. „Fyrirtækin eru háð tölvukerfunum. Þau kerfi sem ekki verða löguð munu hrynja. Mörg fyrirtæki myndu ekki lifa tölvuhranið af.“ Miðuð við 20. öldina Guenier er formaður nefnd- ar, sem breska stjórnin hefur skipað til að koma í veg fyrir tölvuhmnið eftir 31. desember 1999. Flest tölvukerfi era mið- uð við 20. öldina og ártalið er táknað með tveimur síðustu tölunum, t.d. 97, og árið 2000 tæki aftur við aldamótaárið 1900 verði kerfunum ekki breytt. Að sögn sérfræðing- anna gæti þetta haft mjög al- varleg áhrif á tölvukerfin og starfsemi margra fyrirtækja. Dýrar breytingar Fmmvarp um að skylda fyrirtæki og stofnanir til að meta og skýra frá því hvernig þau hygðust breyta tölvukerf- um sínum var svæft á breska þinginu í vikunni sem leið og fulltrúi bresku stjórnarinnar lagðist þá gegn því á þeirri forsendu að það legði byrðar á fyrirtækin að óþörfu. Sérfræðingarnir sögðu að stjómin hefði þar með misst af tækifæri til að tryggja að Bretar væm betur búnir undir aldamótin og vöruðu við því það gæti reynst dýrkeypt fyrir bresk fyrirtæki og skaðað efna- hag landsins. Sérfræðingar áætla að það geti kostað jafnvirði 42.000 milljarða króna að leysa þenn- an vanda í öllum heiminum. Eerminq' í Elash Stuttir kjólar Blúnduskyrtur frá 4.990 frá 2.490 Síðir kjólar - 4 litir kr. 7.990 Svartir ullarjakkar kr. 9.990 PVC jakkar - svartir og hvítir kr. 9.990 Laugavegi 54, sími 552 5201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.