Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 35 AÐSENDAR GREINAR Fjármála- ráðherrann reiknar FJÁRMÁLARÁÐHERRA lagði nýlega fram á Alþingi svar við fyrir- spurnum þingmanns í eigin flokki um greiðslur í lífeyrissjóði. Hann kemst þar að þeirri athyglisverðu niðurstöðu að skatta- hagræðing leiði til hagsbóta fyrir þá sem greiða í lífeyrissjóði umfam aðra, sem veija sparifé til kaupa á spariskírteinum og söfnunartryggingum hjá einkatryggingafé- lögum. Hann segir: „Ljóst er að í flestum tilvikum, þ.e. hjá venjulegu launafólki og öðru með sambæri- legar tekjur, er þessi munur á skattlagningu við útborgun ekki nægilegur til þess að vega upp það skatta- lega hagræði sem stafar af því að iðgjöld og framlög til lífeyrissjóða eru undanþegin skatti." Nú hafa fjögur megin- atríði í málflutningi ráð- herrans verið könnuð, segir Árni Reynisson. Þau reynast röng eða í bezta falli vafasöm. Er nokkuð missagt í fræðum þessum? Rétt er hjá ráðherra, að iðgjöld í lífeyrissjóði má draga frá skattskyldum tekjum ársins. En þetta kallar hann að „iðgjöld og framlög séu undanþegin skatti". Svo er ekki. Þvert á móti verður allur sjóður einstaklingsins, bæði höfuðstóll og vextir skattskyldur við útborgun. Þannig er það röng fullyrðing að nokkur króna verði skattfrjáls vegna þessa „hagræð- is“. Hagnast maður þá eitthvað á frádráttarréttinum? Svarið er nei. Maður sem leggur inn 10.000 krón- ur í lífeyrissjóð til 10 ára og fær 7,5% vexti á inni 20.610 krónur í lokin. Þá greiðir hann tekjuskatt og á sjálfur eftirstöðvarnar. Ef tekjuskattshlutfall væri 40% á hann eftir 12.366 krónur. Annar maður sem ver 10.000 krónum til kaupa á söfnunartryggingu greiðir fyrst 40% tekjuskatt af höfuðstólnum, kr. 4.000, og leggur inn kr. 6.000. Eftir jafnlangan tíma á sömu vöxt- um á hann í lokin sömu fjárhæð, kr. 12.366. Hér er ekkert hagræði FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR -- e=t1 i'e j\! tcc 11 k llí m Stórhöfða 17, vlð Gulllnbrú, sími 567 4844 að finna. Ekki krónu í ávinning. Álagning tekjuskatts á sparifé í líf- eyrissjóði og söfnunartryggingu eftir mismunandi reglum leiðir til sömu niðurstöðu. Persónufrádráttur er dreginn inn í mynd- ina. Hleypa frítekjur skattkerfisins þá manni í lífeyrissjóði fram úr tryggingar- taka á einhvern hátt? Skattleysismörk eru nú við 58.500 krónur á mánuði. Tekjulaus ein- staklingur á rétt á mest rúmum 55.000 krónum úr almanna- tryggingum. Þannig á lífeyrisþeginn rétt á liðlega 3.000 krónum skattfijálsum áður en tekjuskerðingar hefj- ast með skatti og rýrn- un almannabóta. Hefur hann þá þessar 3.000 krónur umfram manninn með söfn- unartrygginguna? Nei. Réttur til persónufrádráttar er hinn sami. Sá síðarnefndi á því rétt á sömu fjár- hæð skattfijálsri hafí hann nokkrar aðrar tekjur sem bera skatt. Niðurstaða ráðherra byggist á þeirri staðhæfingu að „venjulegt launafólk og annað með sambæri- legar tekjur“ hafi almennt ekki úr öðru að spila en hinum skattfijálsu tekjum, eftir að ævistarfi lýkur. Það þarf að kanna hvað til er í þessari staðhæfingu. Ef rétt reyndist væri það brýnt innlegg í umræðu um fátækt á íslandi. Ég trúi því að ástandið sé ekki svona slæmt. Margir hafi úr meiru að moða á efri árum en hinum skattfijálsa hluta tekna, ýmist vinnulaun, vexti eða aðrar eigna- tekjur. Nú hafa fjögur meginatriði í málflutningi ráðherrans verið könn- uð. Þau reynast röng eða í besta falli vafasöm. Engin athugasemd við þennan málflutning hefur enn komið fram á Alþingi. Hinsvegar er rétt að vekja athygli almennings á málinu því víðlesin blöð hafa veitt áliti ráð- herra athygli og birt án athuga- semda. Væntanlega í fullu trausti þess að það ráðuneyti sem fer með æðsta vald í fjármálum þjóðarinnar fari helst ævinlega með rétt mál og réttar tölur. Höfundur er löggiltur vátryggingamiðlari. f N BIODROGA snyrtivörur Árni Reynisson Byggingaplatan sem allir hafa beðið eftír byggingaplatan er fyrir veggi, lott og gölf \íí[3sX5 byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi byggingaþlatan er hægt að nota úti sem inni byggingaþlatan er umhverfisvæn byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. ÞÞ &co Leitið frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • S: 553 8640 & 568 6100 Hringdu og kynntu þér málið hjá Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins -fáðu þér góðatölvuí TÆKIFÆRIÐ er ódýr fjármognunarleið á vegum Námsmanna- þjónustu Sparisjóðsins. til tolvukaupa SPARISIOÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS www.spar.is/spron Skólavörðustíg 11 • sími 550 1200 Álfabakka 14 • sími 567 0500 Kringlunni 5 • sími 568 6310 Skeifunni 11 • sími 588 5600 Austurströnd 3 • sími 562 5966 Hátúni 2b • sími 562 2522 Viðhald húsa og endurbætur Ráðstefna á vegum VFÍ og TFÍ Tími: Föstudagur 7. mars 1997, kl. 9:00-17:00, Grand Hótel Reykavík. Þátttökugjald: Kr. 8000,-. Innifalið: Ráðstefnumappa, matur og kaffi. Skráning: Skrifstofa VFÍ og TFÍ á Engjateigi 9, 105 Reykjavík. Sími: 568 8511. Myndriti: 568 9703. Tölvupóstfang: vt@vortex.is DAGSKRÁ: Ráðstefnan sett: Pétur Stefánsson formaður VFÍ Ávarp borgarstjóra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Ástand húsa viðhaldsþörf: Björn Marteinsson/Benedikt Jónsson verkfr., Rb Fjármögnun viðhaldskostnaðar, lánamöguleikar: Tryggvi Pálsson, framkv.stj. íslandsb. Viðhaldskostnaður Búseta (áætlun/reynd): Gunnar Jónatansson, fr.stj. Búseta Kaffihlé. Fjöleignahúsalögin: Stefán Ingólfsson verkfræðingur. Val verktaka, viðgerðardeild Samtaka iðnaðarins: Eyjólfúr Bjamason tæknifr., Si Viðhaldsverk: Kristinn Eiríksson verkfræðingur, Hönnun Raunasaga húseiganda: Þráinn Bertelsson rithöfundur Hádegisverður. Sjónarmið byggingarfulltrúa: Magnús Sædal Svavarsson byggingarf. Reykjav. Sjónarmið arkitekts: Sigurður Einarsson arkitekt, Batteríið Húsafriðun og viðhald: Magnús Skúlason arkitekt, Húsfriðunamefnd ríkisins Þök og þakviðgerðir: Aðalsteinn Pálsson verkfræðingur, Ríkisspítalar Reynsla af steypuviðgerðum: Dr. Ríkharður Kristjánsson verkfr., Línuhönnun Yfírborðsmeðferð steyptra flata: Rögnvaldur S. Gíslason verkfræðingur, Rb Klæðningar: Jónas Frímannsson verkfræðingur, ÍSTAK Gluggar og gluggaviðgerðir: Jóhannes Benediktsson tæknifr., Trésmiðja Reykjav. Kaffihlé. Lagnakerfí: Tæring lagna forvarnir og úrbætur: Einar Þorsteinsson tæknifr., Rb Ástand og skoðun raflagnæ Sigmar Hlynur Sigurðsson framkv.stj., Skoðun ehf. Kerfisbundnar viðhaldsáætlanir. Byggingardeild borgarverkfræðings og Lh-tækni: - Umsjón: Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðum., Byggingard. Ráðstefnu slitið um kl. 17:00: Páll Á. Jónsson formaður TFÍ. Kl. 17:30-18:30: Móttaka í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9- Ráðstefnustj.: Hákon Ólafsson forstjóri Rannsóknarst. byggingariðnaðarins (Rb) Viðar Ólafsson forstjóri Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag íslands L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.