Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Upplestrarkeppni í fyrsta sinn í Hafnarfirði
BALDUR Sigurðsson, lektor við Kenn-
araháskóla Islands, átti frumkvæðið að
því að þessi keppni yrði haldin og hófst
undirbúningur hennar í byrjun október
á síðasta ári. Markmið hennar var að
velya athygli og áhuga í skólum á vönd-
uðum upplestri og framburði og þess
var einnig vænst að kennarar nýttu
þetta tækifæri til að leggja markvissa
rækt við þennan þátt móðurmálsins.
Fimm skólar skráðu sig til leiks í lok
október á síðasta ári og í framhaldi af
því voru haldnir tveir fræðslufundir
fyrir kennara skólanna. Þar var fjallað
um helstu einkenni góðs upplestrar og
hvernig megi þjálfa hann. Til dæmis var
fjallað um það hvemig lesandi nær sam-
bandi við áheyrendur, góða líkamsstöðu,
rétta öndun, skýran framburð sérhljóða
og samhljóða og gefinn gaumur að
hugblæ textans, áhersluorðum og hrynj-
anda.
Lásu sögur eftir Jónas Hallgrímsson
Keppnin var haldin í tvennu lagi og
fór fyrri hluti hennar fram í skólunum
sjálfum í byrjun þessa árs. Þá var lögð
sérstök rækt við vandaðan upplestur og
framburð í hveijum bekk í tengslum við
skrif nemenda og þær bókmenntir sem
verið var að fjalla um. I lok febrúar
voru svo þrír nemendur valdir af kenn-
umm og fulltrúum keppninnar til
áframhaldandi þátttöku í keppninni fyr-
ir hönd hvers skóla.
Síðari hluti keppninnar fór síðan fram
á þriðjudagskvöld þar sem fimmtán
böm frá Hvaleyrarskóla, Öldutúnsskóla,
Engidalsskóla, Álftanesskóla og Lækjar-
skóla voru mætt til leiks. Hver keppandi
las tvisvar, annars vegar laust mál, hins
vegar bundið. Fyrir hlé skiptust bömin
á að lesa tvær sögur eftir Jónas Hall-
grímsson. Annars vegar Leggur og skel
og hins vegar Hunangsflugan. Eftir hlé
las hver keppandi tvö ljóð, eitt ljóð val-
ið af undirbúningsnefnd og annað að
eigin vali.
Dómnefndin valdi svo þijá bestu upp-
Áhersla lögð
á vandaðan upplestur
og framburð
Upplestrarkeppni meðal bama í 7. bekk í grunnskólum
Hafnarfjarðar auk Álftanesskóla var í fyrsta sinn hald-
in nú í vetur, en lokaáfangi keppninnar fór fram síðast-
liðið þriðjudagskvöld. Aðstandendur keppninnar segja
að hún hafi tekist vel og stefna að því að halda
landskeppni með svipuðu sniði á næsta skólaári.
Morgunblaðið/Ásdís
BESTU upplesarar Hafnarfjarðar með verðlaunin. Frá vinstri: Sigríður Ása,
Tryggvi Steinn og Margrét.
lesara bæjarins og var m.a. farið eftir
því hve þau lásu skýrt og áheyrilega.
Sigurvegarar voru Tryggvi Steinn
Helgason, nemandi í Lækjarskóla, sem
varð í fyrsta sæti, Sigríður Ása Júlíus-
dóttir, nemandi í Álftanesskóla, sem
varð í öðm sæti og Margrét Arnardótt-
ir, nemandi i Engidalsskóla, sem varð i
því þriðja.
Að sögn Þórðar Helgasonar, lektors
við Kennaraháskóla íslands og fulltrúa
í undirbúningsnefnd upplestrarkeppn-
innar, tókst keppnin mjög vel og er nú
stefnt að því að fylgja henni eftir og
gera hana að landskeppni á næsta skóla-
ári. „Og ég er bjartsýnn á að það tak-
ist,“ segir hann.
í sjöunda himni
Eftir að dómnefnd hafði valið bestu
upplesara bæjarins sagðist Tryggvi
Steinn í samtali við Morgunblaðið vera
í sjöunda himni. Hann hefði æft sig
mikið um síðustu helgi, m.a. með því
að lesa upp fyrir foreldra sína. „Mamma
hefur verið í upplestrarklúbbi þannig
að hún gat sagt mér til,“ sagði hann.
Ljóðið sem Tryggvj valdi að lesa heitir
Hænsn og er eftir Örn Arnarson. „En
mér finnst það bæði fyndið og gríp-
andi,“ sagði hann.
Sigríður Ása, sem varð í öðru sæti,
sagðist alls ekki hafa búist við því að
vinna. „Ég hef þó æft mig mjög mikið
bæði með því að lesa upp fyrir framan
mömmu og pabba og líka fyrir framan
spegil," sagði hún. Sigríður var mjög
ánægð með að hafa tekið þátt í keppn-
inni og fannst gaman að lesa upp, þótt
hún hefði verið pínulítið stressuð að lesa
fyrir framan alla þá sem fylgdust með
keppninni.
Margrét, sem varð í þriðja sæti, æfði
sig líka mikið fyrir keppnina. „Ég bjó
til dæmis til púlt heima og las í því
upphátt fyrir fjölskylduna," sagði hún.
„Ég átti samt alls ekki von á því að vinna,
hélt ég yrði í mesta lagi í tíunda sæti,“
sagði hún ánægð á svip.
VR birtir lista yfir fyrirtæki þar sem starfsmannaskipti eru örust og laun lægst
Verslanir neðarlega
á launalistanum
VERZLUNARMANNAFÉLAG
Reykjavíkur hefur birt lista yfir þau
50 fyrirtæki, þar sem starfsmanna-
skipti eru örust og laun eru lægst.
Á listanum eru stór verslunarfyrir-
tæki, eins og Hagkaup, Nóatún,
Bónus og Miklatorg hf., sem rekur
Ikea. Gunnar Páll Pálsson, for-
stöðumaður hagdeildar VR, sagði
að það ætti ekki að koma neinum
á óvart að verslanir röðuðust neðar-
lega á lista yfír greidd laun, því
laun félagsmanna í VR í skrifstofu-
störfum hefðu ávallt verið hærri en
við afgreiðslustörf. Hann sagði að
ákveðið hefði verið að setja saman
þennan lista, til að auðvelda stéttar-
félaginu að átta sig á hvar nauðsyn-
legast væri að bæta úr í samning-
um. Óskar Magnússon, forstjóri
Hagkaups, tók undir að oft staldr-
aði starfsfólk í matvöruverslunum
ekki lengi við. Þá gerði sífellt lengri
afgreiðslutími að verkum, að um
1.200 starfsmenn þyrfti til að fylla
7-800 stöðugildi og Hagkaup veitti
fjölmörgu ungu fólki hlutastarf eða
tímabundið starf. Hann kvaðst
mjög ósáttur við að VR, sem hefði
samið um kaup og kjör verslunar-
fólks, skyldi ráðast að fyrirtækjum
með þessum hætti.
Gunnnar Páli sagði að reiknuð
væri út kjaravísitala, samsett úr
tveimur þáttum. Annars vegar væri
litið á starfsmannaskipti. „Þessi
endurnýjunarhraði starfsmanna er
reiknaður þannig að í félagaskrá
VR er fundinn heildarfjöldi starfs-
manna hjá hveiju fyrirtæki á árinu
og deilt í með fjölda einstaklinga í
starfí í október. Október varð fyrir
valinu af því að þá eru hvorki sum-
arfrí né jólafrí til að skekkja mynd-
ina. Með þessu móti er fundin tala
og henni deilt í tólf. Þar með er
fundin meðalstarfslengd í viðkom-
andi fyrirtæki. Þeirri tölu er síðan
deilt upp í meðalendumýjunarhlut-
fall allra í félaginu."
Samkvæmt þessu er meðalstarfs-
tími í Hagkaup, Ikea og Nóatúni
um 7 mánuðir og rúmir 5 mánuðir
í Bónus.
Gunnar Páll sagði að hinn hluti
kjaravísitölunnar væri fundinn með
því að taka meðallaun í hveiju fyrir-
tæki og deila í þau með meðallaun-
um í félaginu. „Þegar þetta er
reiknað saman fæst kjaravísitalan
og fyrirtækjum er raðað eftir því.
Við miðuðum þó við fyrirtæki með
fleiri en 12 starfsmenn, því í fá-
mennari fyrirtækjum verða miklar
sveiflur við litlar breytingar."
Fjöldi ungs fólks í hlutastarfi
Hagkaup er í 147. sæti af þeim
170 fyrirtækjum sem könnunin
náði til. Óskar Magnússon sagði að
hann hefði ekki skoðað þessar nið-
urstöður sérstaklega og hefði raun-
ar efasemdir um að þær væru rétt-
ar. „Hjá Hagkaupi eru mál með
þeim hætti að um 1.200 starfsmenn
manna 7-800 stöður og það er nauð-
synlegt vegna langs afgreiðslutíma.
Hér starfar margt fólk, sem er
kannski bara fáa tíma á dag, eða
jafnvel fáa tíma í mánuði. Þetta er
oft skólafólk og Hagkaup hefur
verið fúst til að veita fólki undir
18 ára aldri vinnu. Það byggist á
því, að við höfum þróað upp nám-
skeið og getum þannig þjálfað þetta
unga fólk upp. Að þessu sögðu er
því eðlilegt að hér sé greitt taxta-
kaup, eða rétt rúmlega það og þetta
dregur okkur niður í meðaltali. Þá
bendi ég á, að í þessum hópi eru
ekki margar fyrirvinnur fjöl-
skyldna, heldur ungt fólk sem ýmist
þarf á peningunum að halda, eða
gerir þær kröfur að hafa meira úr
að spila en það fær að öðrum kosti.“
Óskar sagði að það væri ekki
sérstök stefna Hagkaups að ráða
ungt fólk til að greiða lægri laun.
„Auðvitað vita allir að það er skyn-
samlegra að halda fólki lengur og
greiða því hærri laun. En það verð-
ur ekki á allt kosið.“
Gefur vísbendingu fyrir
samninga
Gunnar Páll sagði að þessi könn-
un hefði verið gerð til að sjá skýrt
hvar VR þyrfti að einbeita sér í
kjarasamningum og hugsanlegum
fyrirtækjasamningum í kjölfarið.
„Ég tek skýrt fram, að þessi listi
er enginn svartur listi eða válisti.
Það á ekki að koma neinum á óvart
að kjör hjá fyrirtækjum, þar sem
flestir eru við afgreiðslustörf, eru
lakari en t.d. starfsfólks trygginga-
félaga, bílasala og á skrifstofum.
Laun í matvöruverslunum hafa mið-
ast við taxta, svo það er óþarfí fyr-
ir talsmenn þeirra fyrirtækja að
reiðast þó fyrirtækin lendi neðar-
lega. Þessi fyrirtæki skapa mörgu
ungu fólki hlutaströf og tímabundin
störf, sem er nákvæmlega það sem
þessi vísitala sýnir.“
Óalandi og óferjandi fyrir að
efna samninga
„Ég velti því fyrir mér hvað það
eigi að þýða að búa til einhvers
konar svartan lista og birta hann
opinberlega, yfir þá sem samið hafa
við verslunarfólk og staðið við þá
samninga. VR undirritaði þessa
samninga og handsalaði þá, en nú
eru menn allt í einu óalandi og ófeij-
andi fyrir að efna þá. Hvernig á
þá að semja við þessa menn? Er
ekki heimilt að fara að samningum,
eða ber okkur að bæta í þá eða
gera eitthvað allt annað, til að forð-
ast það að níddur sé niður af okkur
skórinn opinberlega?" spurði Óskar
Magnússon.
Gunnar Páll sagði að það væru
helstu baráttumál verkalýðsfélaga
víða í heiminum að hækka lág-
markslaun og þau teldu til mann-
réttinda að fá fullt, varanlegt starf.
„f Evrópu er eitt höfuðverkefna
verkalýðshreyfingarinnar að setja
fótinn fyrir fyrirtæki sem stuðla að
hlutastörfum og tímabundnum
störfum og í sumum löndum er fyr-
irtækjum bannað að ráða hátt hlut-
fall starfsmanna í slík störf.“
VR og stórkaupmenn
með yfirlýsingu um
veikindarétt
Veikinda-
réttur
óbreyttur
FULLTRÚAR Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur og Félags íslenskra
stórkaupmanna undirrituðu í gær
yfírlýsingu þar sem segir að aðilar
séu sammála um að ákvæði nýs kja-
rasamnings skerði á engan hátt for-
falla- eða veikindarétt starfsmanna.
í veikindarréttarákvæðinu segir
að forföll sem Ieiði af atvikum sem
starfsmaður á sjálfur sök á teljist
ekki veikindaforföll. Þetta ákvæði
samningsins hefur verið gagnrýnt
töluvert að undanförnu og hefur lög-
fræðingur ASÍ m.a. haldið því fram
að þetta skerði veikindarétt starfs-
manna. Guðmundur B. Ólafsson, lög-
fræðingur VR, mótmælir þessu og
segir að ekki sé verið að skerða hann,
en tilgangurinn með ákvæðinu hafí
verið að skýra vafaatriði sem útkljá
hafi þurft fyrir dómstólum.
í yfírlýsingunni segir að vegna
greinar 7.2.1. í kjarasamningi VR
við stórkaupmenn um greiðslu launa
í veikinda- og slysaforföllum, „er
rétt að taka fram að aðilar eru sam-
mála um að þetta ákvæði skerði á
engan hátt forfalla og/eða veikinda-
rétt starfsmanna né takmarkar
greiðsluskyldu vinnuveitenda sam-
kvæmt gildandi kjarasamningi. Þetta
ákvæði er hugsað til þess að fækka
vafa- og ágreiningsatriðum, sem ver-
ið hafa í veikinda- og slysaforföllum,
sem þurft hefur að útkljá fyrir dóm-
stójum".
í nýjum kjarasamningi VR við ís-
lenska útvarpsfélagið er þessi viðbót
við veikindaréttarákvæðið ekki að
fínna.