Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ i LANDIÐ tj!ð: •Afl'Taoiið.. eggjar-auðtit. *w ym* kfy&t, KÆUVAftA * v &íM iK airv* mv, * ^905 75'f20 tö 15 ■ L”?Vb»* S;<á,jíK Námskeið Garðyrkju- skólans vel sótt Hveragerði - Garðyrkjuskóli rík- isins að Reykjum í Ólfusi stendur reglulega fyrir ýmsum námskeið- um er tengjast garðyrlgu og nýst geta bæði fagfólki í greininni sem ogöðrum. Um síðastliðna helgi var fjöl- breytt námskeiðahald á vegum skólans en þá var meðal annars haldið tveggja daga námskeið fyr- ir fagfólk í blómaverslunum. Þar var kennd körfugerð sem og nýj- ustu línurnar í blómaskreytingum. Kennarar á námskeiðinu voru Uffe Balslev blómaskreytinga- maður og Margrét Guðnadóttir körfugerðarkona. Er þetta í fyrsta skipti sem skólinn gengst fyrir námskeiði þar sem körfugerð og blómaskreytingum er blandað saman. Var ekki annað að heyra á þátttakendum en að þetta ný- mæli mæltist vel fyrir og greini- legt að þarna komu fram margar góðar hugmyndir sem örugglega eiga eftir að sjást í blómaverslun- um landans á komandi misseri. Aðspurður sagði Uffe að blóma- skreytingar fylgdu ákveðinni tísku rétt eins og annað. Núna eru skreytingar úr náttúrulegum efn- um mjög vinsælar. Alls konar efni sem er rétt við höndina í islenskri náttúru sem og í görðum fólks er mest notað. Það sama gildir um körfugerðina, greinar af íslensk- um trjám og runnum verða að gerðarlegum körfum eða vegg- myndum. Á verkum þátttakenda mátti sjá að mjög skemmtilegar skreytingar geta orðið til þegar körfugerð og blómaskreytingum er blandað saman. Næstkomandi laugardag verður Uffe Balslev með blómaskreyt- inganámskeið fyrir almenning en laugardaginn þar á eftir verður gerð páskaskreytinga kennd. -kjarni málsins! Séreignaríbúðir í Grundarfirði Grundarfirði - Á þessu ári hef- ur verið reist veglegt hús í Grundarfirði sem er ætlað öldr- uðum og öryrkjum. Húsið er steinsteypt og er 655 fm að grunnfleti en kjallarinn sem er undir tæplega hálfu húsinu er m.a. ætlaður fyrir bílageymslur. í húsinu eru átta íbúðir sem seljast skv. almennu og félags- legu kaupleigukerfi Húsnæðis- málastofnunarinnar. Húsið er tengt dvalarheimili aldraðra í Grundarfirði með tengigangi. Húsið er nú fullfrágengið og hefur ein íbúð þegar verið seld. Kaupendurnir eru Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður og Ingibjörg Kristjánsdóttir kona hans, sem hafa nú þegar flutt inn í íbúð sína og eru harðánægð með aðstöðuna. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon GUÐMUNDUR Runólfsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir eru hæstánægð með íbúð sína. „ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir NAMSKEIÐ í körfugerð og blómaskreytingum hefur verið n\jög vinsælt. nmetís stígur Iram Sósan er frábær með öllu grænmeti. Hún er kjörin í samlokur og ómissandi í salatið. Prófaðu þessa! Hún er pottþétt. VOGABÆR 190 Vogar Sími: 424 6525 ttettni íf 4Öi, 410,4 f4l1) wwtfá'BiMírfOffa, Js 420 ml v> Raf- magns- leysi á Tálkna- firði Tálknafirði - Miklar raf- magnstruflanir hafa verið á Suðurfjörðum Vestfjarða und- anfarna daga. Aðfaranótt þriðjudags bilaði línan frá Mjólká á Dynjandisheiði þann- ig að rafmagnslaust varð á Tálknafirði og Patreksfirði. í fyrstu var talið að aðalspennir veitustöðvarinnar á Keldeyri á Táknafirði hefði bilað en við athugun kom í ljós að það var sjálf línan sem var biluð. Núna er rafmagni veitt á svæðið eftir sæstreng sem liggur yfir Arnarfjörð. Sæstrengurinn er kominn til ára sinna og er ein- göngu notaður þegar Tálkna- fjarðarlínan bilar. Beðið er eft- ir skaplegra veðri svo unnt verði að gera við bilunina. Rafmagnið fór af um kl. 4 aðfaranótt þriðjudags og búið var tengja inn rafmagn frá Bíldudal um kl. 16 sama dag. Skömmu síðar var keyrð upp varaaflsstöð á Patreksfirði sem veitir rafmagni einnig til Tálknafjarðar en vegna bilun- arinnar var það ekki hægt svo skammta varð rafmagn á Tálknafirði. Heimili fengu um klukkustundar rafmagn á fjögurra tíma fresti. Skólahald féll niður í rafmagnsleysinu en ekki varð mjög kalt í húsun þar sem ekki var frost. Fram kom í samtali við Ingi- mund Andrésson, svæðisstjóra Orkubúsins, að varaaflsstöðin á Tálknafirði annar ekki raf- magnsþörf þegar þetta ástand skapast en hún skilar einum fimmta af því rafmagni sem þörf er á við slíkar aðstæður, hún er aðeins 420kw. Stöðin er staðsett í Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar og var þar vinna allan þriðjudaginn. I Þórsbergi var unnið í nokkra tíma um morguninn og síðar gefið frí vegna ástandsins. í I í i I ; I i I I I I í I i I < I t I t t C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.