Morgunblaðið - 06.03.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 06.03.1997, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ i LANDIÐ tj!ð: •Afl'Taoiið.. eggjar-auðtit. *w ym* kfy&t, KÆUVAftA * v &íM iK airv* mv, * ^905 75'f20 tö 15 ■ L”?Vb»* S;<á,jíK Námskeið Garðyrkju- skólans vel sótt Hveragerði - Garðyrkjuskóli rík- isins að Reykjum í Ólfusi stendur reglulega fyrir ýmsum námskeið- um er tengjast garðyrlgu og nýst geta bæði fagfólki í greininni sem ogöðrum. Um síðastliðna helgi var fjöl- breytt námskeiðahald á vegum skólans en þá var meðal annars haldið tveggja daga námskeið fyr- ir fagfólk í blómaverslunum. Þar var kennd körfugerð sem og nýj- ustu línurnar í blómaskreytingum. Kennarar á námskeiðinu voru Uffe Balslev blómaskreytinga- maður og Margrét Guðnadóttir körfugerðarkona. Er þetta í fyrsta skipti sem skólinn gengst fyrir námskeiði þar sem körfugerð og blómaskreytingum er blandað saman. Var ekki annað að heyra á þátttakendum en að þetta ný- mæli mæltist vel fyrir og greini- legt að þarna komu fram margar góðar hugmyndir sem örugglega eiga eftir að sjást í blómaverslun- um landans á komandi misseri. Aðspurður sagði Uffe að blóma- skreytingar fylgdu ákveðinni tísku rétt eins og annað. Núna eru skreytingar úr náttúrulegum efn- um mjög vinsælar. Alls konar efni sem er rétt við höndina í islenskri náttúru sem og í görðum fólks er mest notað. Það sama gildir um körfugerðina, greinar af íslensk- um trjám og runnum verða að gerðarlegum körfum eða vegg- myndum. Á verkum þátttakenda mátti sjá að mjög skemmtilegar skreytingar geta orðið til þegar körfugerð og blómaskreytingum er blandað saman. Næstkomandi laugardag verður Uffe Balslev með blómaskreyt- inganámskeið fyrir almenning en laugardaginn þar á eftir verður gerð páskaskreytinga kennd. -kjarni málsins! Séreignaríbúðir í Grundarfirði Grundarfirði - Á þessu ári hef- ur verið reist veglegt hús í Grundarfirði sem er ætlað öldr- uðum og öryrkjum. Húsið er steinsteypt og er 655 fm að grunnfleti en kjallarinn sem er undir tæplega hálfu húsinu er m.a. ætlaður fyrir bílageymslur. í húsinu eru átta íbúðir sem seljast skv. almennu og félags- legu kaupleigukerfi Húsnæðis- málastofnunarinnar. Húsið er tengt dvalarheimili aldraðra í Grundarfirði með tengigangi. Húsið er nú fullfrágengið og hefur ein íbúð þegar verið seld. Kaupendurnir eru Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður og Ingibjörg Kristjánsdóttir kona hans, sem hafa nú þegar flutt inn í íbúð sína og eru harðánægð með aðstöðuna. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon GUÐMUNDUR Runólfsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir eru hæstánægð með íbúð sína. „ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir NAMSKEIÐ í körfugerð og blómaskreytingum hefur verið n\jög vinsælt. nmetís stígur Iram Sósan er frábær með öllu grænmeti. Hún er kjörin í samlokur og ómissandi í salatið. Prófaðu þessa! Hún er pottþétt. VOGABÆR 190 Vogar Sími: 424 6525 ttettni íf 4Öi, 410,4 f4l1) wwtfá'BiMírfOffa, Js 420 ml v> Raf- magns- leysi á Tálkna- firði Tálknafirði - Miklar raf- magnstruflanir hafa verið á Suðurfjörðum Vestfjarða und- anfarna daga. Aðfaranótt þriðjudags bilaði línan frá Mjólká á Dynjandisheiði þann- ig að rafmagnslaust varð á Tálknafirði og Patreksfirði. í fyrstu var talið að aðalspennir veitustöðvarinnar á Keldeyri á Táknafirði hefði bilað en við athugun kom í ljós að það var sjálf línan sem var biluð. Núna er rafmagni veitt á svæðið eftir sæstreng sem liggur yfir Arnarfjörð. Sæstrengurinn er kominn til ára sinna og er ein- göngu notaður þegar Tálkna- fjarðarlínan bilar. Beðið er eft- ir skaplegra veðri svo unnt verði að gera við bilunina. Rafmagnið fór af um kl. 4 aðfaranótt þriðjudags og búið var tengja inn rafmagn frá Bíldudal um kl. 16 sama dag. Skömmu síðar var keyrð upp varaaflsstöð á Patreksfirði sem veitir rafmagni einnig til Tálknafjarðar en vegna bilun- arinnar var það ekki hægt svo skammta varð rafmagn á Tálknafirði. Heimili fengu um klukkustundar rafmagn á fjögurra tíma fresti. Skólahald féll niður í rafmagnsleysinu en ekki varð mjög kalt í húsun þar sem ekki var frost. Fram kom í samtali við Ingi- mund Andrésson, svæðisstjóra Orkubúsins, að varaaflsstöðin á Tálknafirði annar ekki raf- magnsþörf þegar þetta ástand skapast en hún skilar einum fimmta af því rafmagni sem þörf er á við slíkar aðstæður, hún er aðeins 420kw. Stöðin er staðsett í Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar og var þar vinna allan þriðjudaginn. I Þórsbergi var unnið í nokkra tíma um morguninn og síðar gefið frí vegna ástandsins. í I í i I ; I i I I I I í I i I < I t I t t C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.