Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGUNARAFREK VIÐ ÞJÓRSÁRÓS „ Morgunblaðið/RAX SÉÐ yfir Vikartind síðdegis í gær í átt til lands þar sem brimið brotnar á grynningunum við sandinn. Akkerisfestarnar eru strekktar á myndinni, en nokkru síðar gáfu þær sig og skipið rak hratt undan 8-9 stiga vindi upp í fjöruna austan við Þjórsárós. Veðurofsi, haglél og sandrok gerðu bj örgnnars veitarmönnum erfitt fyrir Sáu ekkí áhöfnina hífða „MEÐAN á björgunarstarfinu stóð gekk á með mjög kröppum suðvestanhryðjum og hvössu hagléli og það rifnuðu upp bæði sand- og ísgarð- ar og veðrið var svo slæmt að við sáum ekki þegar þyrlan hífði mennina upp þótt skipið væri mjög nærri landi, eða 100-150 metra," segir Jón Hermannsson, svæðisstjóri björgunarsveita á strandstað, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á tólfta tímanum í gærkvöldi. „Það er hæpið að björgunarsveitir hefðu leyst þann vanda að koma mönnunum í land án þyrl- unnar, fyrr en skipið rak að landi. Þyrlan sann- aði sig með glæsibrag." Jón segir að skipbrotsmennirnir hafi virst vel á sig komnir, en veðrið hafi þó verið svo vont að erfitt hafí verið að ræða við þá eða sjá hvern- ig komið var fyrir þeim. „Skipið snýr þvert á brimið og er byrjað að láta undan sjóganginum, þótt stórt sé og voldugt að sjá. Engir gámar hafa hins vegar losnað ennþá,“ segir hann. Jón kvaðst gera ráð fyrir að um 20 björgunar- sveitarmenn myndu ganga fjörur í nótt og þeg- ar birtir í dag í leit að skipveijanum á varðskip- inu Ægi sem féll útbyrðis þegar brot kom á það. Um 40-50 björgunarmenn voru á sandinum skömmu fyrir klukkan 23, en væntanlegur var liðsauki frá Ámessýslu og Rangávallarsýslu og kvaðst Jón gera ráð fyrir að alls hafi um 100 björgunarsveitarmenn komið að björguninni. Sjór ýfðist skyndilega Björgunarmenn voru kallaðir út skömmu eftir hádegi vegna vandræða Vikartinds við suður- ströndina. „Þegar varðskipið kom upp til að svara beiðni Vikartinds um að fá dráttartaug var eins og bensíni væri skvett á eld; sjór ýfðist allur og varðskipið varð fyrir áföllum, ankeris- festar Vikartinds slitnuðu og það rak í land á nokkrum mínútum,“ segir Jón. Forstöðumaður skiparekstrardeildar Eimskips Alfaríð ákvörðun skip- stjórans HAUKUR M. Stefánsson, forstöðu- maður skiparekstrardeildar Eim- skips, segir að það hafi alfarið verið ákvörðun skipstjórans á Vikartindi að þiggja ekki aðstoð Landhelgis- gæslunnar þegar skipið varð vélar- vana, en skipstjóri hafi úrslitavald undir kringumstæðum sem þessum og hann sé ábyrgur fyrir skipinu. „Við höfum legið í manninum og Landhelgisgæslan hefur gert það líka, en þetta er hans ákvörðun alfar- ið,“ sagði Haukur í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. „Þetta er alltaf ákvörðun skip- stjóra. Aftur á móti höfðum við að eigin frumkvæði samband við Gæsl- una á undan og Ægir sigldi á móti skipinu áður en neyðarkallið kom. Við mátum aðstæður þannig að við töldum að þetta væri hættulegt ástand og höfðum þess vegna sam- band við Landhelgisgæsluna. Þeir dæmdu það líka þannig að þeir sneru Ægi sem var við Eldey og hann fór að sigla um hádegisbilið í átt að skipinu. Síðan kemur neyðarkallið frá skipstjóra tíu mínútum fyrir eitt og þá var hann [Ægirj kominn lang- leiðina að honum,“ sagði Haukur. Með 2.700 tonna farm Vikartindur var með 2.700 tonn af innflutningsvöru af ýmsu tagi, en í gærkvöldi lá ekki fyrir hvert verð- mæti farmsins væri. Eimskip tók skipið á leigu í júlí í fyrra og var það þá nýtt af stokkunum en það var smíðað í Póllandi. Burðargeta þess er 9.200 rúmmetrar, lengd 133 metrar og breidd 22,9 metrar. Eig- andi skipsins er þýska fyrirtækið Peter Döhle, sem að sögn Hauks á eða rekur um 160 skip og eru flest þeirra gámaskip. Skipsljórinn á Víkartindi dró í lengstu lög að þiggja aðstoð frá varðskipinu Ægi .v. . '-jrh v. ■ -.. ■ ........................... ■■ '■■■■-'v^ÍÉÉjP '■^•**'*'*•' ||| *■ ’ ' ->v.-. . ' '■ ■■ . . . . • .. , • : ÍT -t ^ ~ ‘V i-i / '"V * “* 1 ' : •;•: . ,, W* ' •&&&*&* 0 V-; f “ V ^ ^ ~W-'- 3U ■' •’,'5P**v.*- Jí U> _ *• -'fi VARÐSKIPIÐ Ægir hélt sjó í gærdag skammt frá Vikartindi. Morgunblaðið/RAX „Vekur furðu vegna allra aðstæðna“ SKIPSTJÓRI Vikartinds hafnaði ítrekað ábendingum Landhelgis- gæslunnar um aðstoð varðskipsins Ægis í gær og taldi ástandið viðráð- anlegt, að sögn Helga Hallvarðs- sonar yfirmanns gæslufram- kvæmda hjá stofnuninni. „Þetta vekur furðu, vegna allra aðstæðna, en skipstjórinn verður að svara því hvað lá að baki og gerir það að sjálfsögðu í sjópróf- um,“ segir Helgi. Beiðni kom eftir myrkur „Eftir að ankerisspilið bilaði fannst mönnum skrýtið að taka afturspilið í sundur til að fá vara- hluti, sem taka átti hálftíma eða meira, í stað þess að leita aðstoðar, auk þess sem ég veit ekki til þess að ankerisspilið hafi nokkuð komist í gang að nýju. Þegar aðalvélin bilaði aftur eftir fyrstu viðgerð var sagt að um tvo tíma tæki að gangsetja hana að nýju. Þá bentum við skipstjóra á að veðurspá væri mjög slæm og myrkur færi í hönd. Því miður kom samt engin beiðni um aðstoð til okkar, fyrr en myrkrið var skollið á, og þá var skipið komið upp í grunnbrotið," segir Helgi. Taugin sem Ægir reyndi að koma á milli skipanna slitnaði í fyrri tilraun og við seinni tilraun fékk Ægir brot yfir sig, með þeim afleiðingum að maður féll fyrir borð og skemmdir urðu á varðskip- inu. Ægir hélt sjó í fyrstu var talið að eignatjón væri mikið, en við nánari athugun kom í Ijós að aðeins lausamunir höfðu orðið fyrir skemmdum, en stjórntæki og annar búnaður virtist hafa sloppið óskemmdur. Ekki liggja enn sem komið er fyrir skýr- ingar á því að maðurinn féll fyrir borð, að sögn Helga. Ægir hélt sjó í gærkvöldi og í nótt skammt frá landi, meðan beðið var þess að veðu- rofsanum linnti og hægt væri að sigla skipinu til hafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.