Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 25 LISTIR MÚTTA (Helga Bachmann) og pápi (Erlingur Gíslason) í essinu sínu. Á milli þeirra er séra Too- ker (Randver Þorláksson) en Brick fylgist sposkur með frá barnum. bróðir Bricks, kona hans Mae (Hall- dóra Björnsdóttir) og börn þeirra Polly (Eva Rós Gústafsdóttir), Bust- er (Ásgeir Ingi Einarsson/Hlynur Sigurðsson), Sonny (Kristján Ingvi Einarsson/Marinó Sigurðsson) og Daisy (Katrín Gunnarsdóttir/Rakel Gunnarsdóttir), auk þernunnar Lacey (Deborah Dagbjört Blyden), Baughs læknis (Þórhallur Sigurðs- son) og séra Tookers (Randver Þor- láksson). Leikmynd og búningar eru úr smiðju Axels Hallkels, lýsingu ann- ast Björn Bergsteinn Guðmundsson og tónlist er eftir Guðmund Péturs- son sem laðar hana fram úr gítarn- um á sýningum. Birgir Sigurðsson hefur þýtt verkið. Vísar fram veginn Hallmar Sigurðsson, sem leikstýrir þessari fyrstu uppfærslu á sjónleikn- um í íslensku atvinnuleikhúsi, segir athyglisvert að ekkert verka Williams hafí náð viðlíka vinsældum og Köttur á heitu blikkþaki, ekki einu sinni Sporvagninn Girnd og Glerdýrin. Hugsanleg skýring sé sú að ein aðal- persóna verksins vísi fram veginn, nokkuð sem aðrar persónur í leikrit- um hans geri yfírleitt ekki. „Persón- umar í leikritum hans eru jafnan fastar í böndum fortíðarhyggju - þora ekki að horfast í augu við það sem er, hvað þá það sem verður. Þessi lýsing á vissulega við um Brick en annað gildir um Maggí - hún mun komast af, á því leikur enginn vafí. Maggí er eimreiðin sem dregur vagnana í gegnum myrka nóttina og ef til vill sækir verkið fyrir þær sak- ir heiti sitt í hana, öllu heldur gælu- nafn hennar, en ekki Brick, þótt hann sé þungamiðja þess.“ Áð sögn Hallmars markaði Köttur á heitu blikkþaki viss þáttaskil á sínum tíma, þar sem ekki hafði ver- ið fjallað um samkynhneigð ájafnop- inskáan hátt í bandarísku leikhúsi fram að því. „Þetta er hlutur sem er sjálfsagður í dag en þótti háska- legur á sínum tíma. Þegar „Köttur- inn“ var frumsýndur á Broadway var meira að segja skoðað hvort banna ætti börnunum, sem gert er ráð fyrir í verkinu, að taka þátt í jafn „klámfenginni" sýningu. Þegar upp var staðið fengu þau að vera með en voru höfð undir ströngu eftir- liti - fengu ekki að fylgjast með framvindu leiksins þegar þau voru ekki á sviðinu." Nú er öldin önnur og ólíklegt að Köttur á heitu blikkþaki eigi eftir að særa blygðunarkennd áhorfenda í Þjóðleikhúsinu, jafnvel þó sitthvað sé tekið djarfari tökum en í frumupp- færslunni. Upphafning þess liðna TENNESSEE Will- iams er eitt af stóru nöfnunum í leiklist- arsögu Bandaríkj- anna. Fáir höfund- ar, ef nokkrir, hafa náð viðlíka vinsæld- um og haft önnur eins áhrif. Verk Williams, sem gjarn- an eru staðsett í Suðurrílqunum, vitna oftar en ekki um samúð hans með vegvilltum einstakl- ingum, höldnum bældum ástríðum, sem upphefja hið liðna og ráfa ráðvilltir á mörk- um draums og veruleika, fortíð- ar og nútíðar. Tennessee Williams, réttu nafni Thomas Lanier Williams, fæddist í bænum Columbus í Mississippi í Bandarikjunum árið 1911. Fyrstu hugðarefni hans á ritvellinum voru smásög- ur og (jóð, sem hann samdi und- ir áhrifum frá Tsjekhov og D.H. Lawrence, en áhugi hans á leik- ritun kviknaði í háskóla. Á kreppuárunum settu áhugaleik- hópar fyrstu verk hans á svið og varð það hinu unga skáldi hvatn- ing til að nema list- ina við Iowa- háskóla, þaðan sem hann lauk BA-prófi árið 1938. Williams vakti fljótt á sér athygli sem leikritaskáld, meðal annars með einþáttungunum American Blues, en sló ekki í gegn fyrr en með Glerdýrun- um í New York árið 1944. Upp fráþví var hann í farar- broddi bandarískra leikskálda og vann á næstu misserum hvern sigurinn á fætur öðrum. Nægir þar að nefna Sporvagn- inn Girnd (1947), Sumri hallar (1948), Kött á heitu blikkþaki (1955), Suddenly Last Summer (1958), SweetBird of Youth (1959) og The Night ofthe Igu- ana (1962). Margir sjónleikja Williams hafa verið kvik- myndaðir, sumir oftar en einu sinni, en kunnastar eru að lík- indum Hollywood-útgáfurnar af Sporvagninum Girnd, þar sem Marlon Brando og Vivien Leigh voru í aðalhlutverkum, og Ketti á heitu blikkþaki, með Paul Newman og Elizabeth Ta- ylor í broddi fylkingar. Á sjöunda áratugnum fór hins vegar að halla undan fæti. Verk Williams féllu hvert um annað þvert og hann ánetjaðist svefnlyfjum og áfengi. Andlegri og líkamlegri heilsu hans hrak- aði ört og um tíma var hann vistaður á geðsjúkrahúsi. Ten- nessee Williams fannst látinn á hótelherbergi í New York árið 1983, 71 árs að aldri. Banamein lians var köfnun, plastlok af lyfjaglasi hafði staðið í hálsi hans. „Tennessee Williams var hör- undsár og berskjaldaður maður, viðkvæmur fyrir öllu og öllum,“ hefur verið haft eftir leik- sljóranum Elia Kazan, sem var náinn samstarfsmaður skálds- ins um langt árabil og setti mörg verka þess á svið. „Hann var ákaflega hreinskilinn — skáld með ósnortna sál — en þjakaður af djúpum geðflækj- um. Það lá alltaf fyrir að þetta viðkvæma ljúfmenni myndi grafa sína eigin gröf.“ Tennessee Williams þá eigum við bókahiliurnar B:60 L:115 D:29 kr. 8.140,- B:60 L:203 D:29 kr. 13.120,- B:80 L:115 D:29 kr. 9.680,- B:80 L:203 D:29 kr. 15.950,- Verið velkomin HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöföi 20-112 Rvík - S:587 1199 LISTAKOKKAR ^ .Tll ^ ígT' OC5 DÁSAMLEGUR MATURI ÍTILEFN115 ÁRA AFMÆLIS OKKAR: Kvöld og helgar- tilboð ♦ ♦♦ allan marsmánuð Heffurdu boðið fjölskyldunni út að borða nýlega? ^AAatseSilí í forrétt: Koníaksbætt humarsúpa Veljiö: Okkar landsfraega LAMBASTEIK BERNAISE með bakaðri kartöflu GRÍSALUND með sráðostasósu. NAUTAPIPARSTEIK með villisveppum. FFloUmti í&btwum t bæiutm ei* 'uuúfalum í ueróuw otf suo auóuituð (flœ&ilegi salutburimu AÐEINS KR, 1.390,- Viö erum á besta stað í bænum. PÖTTURINN OG PflNI 6RRUTRRHOLTI 22 SlMI 551-1690 Góð aöstaða í barna- horninu. RYMINGARSALA ALDARINNAR Verslunin hættir - allt á að seljast - meiri afsláttur allt að Mikið úrval af úlpum, skíðagöllum, skíðabuxum, hanskar, útivistar- fatnaður, íþróttagallar, íþróttaskór o.fl. o.fi. fyrir fullorðna og börn. Opnunartími: Mánud.-föstud. kl. 10-18, laugard kl. 10-16 Nóatúni 17, sími 511 3555 »hummel © SPORTBÚÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.