Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C «ip»MWH§> STOFNAÐ 1913 54. TBL. 85. ARG. FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, vann björgunarafrek þegar þýska flutningaskipið Vikartindur strandaði í gærkvöldi skammt austan Þjórsáróss Morgunblaðið/RAX HÉR má sjá yfir flutningaskipið Vikartind síðdegis í gær í átt til lands þar sem brimið brotnar á grynningunum við sandinn. Akkerisfestarnar eru strekktar á myndinni, en nokkru síðar gáfu þær sig og skipið rak hratt undan 8-9 stiga vindi upp í fjöruna austan við Þjórsárós þar sem björgunarsveitarmenn biðu tilbúnir. 19 bjargað en varð- skipsmanns saknað NÍTJÁN skipbrotsmenn af þýska flutningaskipinu Vikartindi björg- uðust giftusamlega um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, eftir að skipið strandaði skammt frá Þjórsárósi um klukkan 20.30 í gær- kvöldi. Rak á land á örfáum mínútum Skömmu áður hafði varðskipið Ægir gert tvær árangurslausar til- raunir til að koma dráttartaug í skip- ið þar sem það lá vélarvana fyrir akkerum um tvo kílómetra frá landi. Varðskipið varð fyrir broti í seinni tilrauninni, með þeim afleiðingum að skipverji á Ægi féll fyrir borð. Hans er nú saknað. Skemmdir á Ægi reyndust minni en talið var í fyrstu og hélt skipið sjó í gærkvöldi og nótt, meðan beðið var þess að veður lægði. Aðstæður voru afar erfiðar á strandstað og gekk á með vindhvið- um og hvössu hagléli, þegar TF-LÍF kom á strandstað, skömmu eftir að akkerisfestar Vikartinds slitnuðu með þeim afleiðingum að skipið rak upp í land á örfáum mínútum, að sögn sjónarvotta. Svo slæmt var veðrið að björgun- armenn í landi sáu ekki þegar skip- verjarnir voru hífðir um borð, þótt skipið væri aðeins 100-150 metrum frá landi. Þyrlur varnarliðsins voru kallaðar til aðstoðar en komust ekki á loft vegna ofsaveðurs. Tæplega hálftíma tók að hífa alla áhöfnina um borð í þyrluna. Voru skipbrotsmennirnir 19 fluttir í land í einni ferð. Benóný Ásgrímsson flugstjóri á TF-LÍF segir að hagstæð vindátt hafí verið til hjálpar við björgunina Helgi Hallvarðsson yfirmaður gæsluframkvæmda hjá Landhelgis- gæslunni segir um björgunarafrek að ræða, enda hafi aðstæður verið afar slæmar. „Það er hæpið að björgunarsveitir í landi hefðu komið mönnunum í land án þyrlunnar, fyrr en skipið rak að landi. Þyrlan sannaði sig með glæsibrag," segir Jón Hermannsson svæðisstjóri björgunaraðgerða á sandinum. Skipstjórinn hafnaði aðstoð Aðalvél Vikartinds bilaði fyrir hádegi í gær og barst tilkynning til Landhelgisgæslunnar skömmu síð- ar. Ægir var í um tveggja stunda siglingu frá skipinu og hélt strax á vettvang. Skipstjóri Vikartinds hafn- aði hins vegar margsinnis ábending- um Landhelgisgæslunnar um að tímabært væri að óska aðstoðar varðskipsins og segir Helgi það sæta furðu. Haukur M. Stefánsson forstöðu- maður skiparekstrardeildar Eim- skips, sem hefur haft skipið á leigu um sjö mánaða skeið, segir það al- farið hafa verið ákvörðun skipstjór- ans að þiggja ekki aðstoð fyrr en á áttunda tímanum í gærkvöldi og hafi hann hvorki sinnt tilmælum Eimskips né Landhelgisgæslunnar í þá veru. Mikið brim og veðurofsi var á strandstað í gær og er skipið tekið að láta undan sjógangi, að sögn Jóns Hermannssonar. Gámar virtust hins vegar ekki hafa losnað. Skipið er 9.200 tonn að stærð og lestað 2.700 tonnum af innflutningsvörum. Freista að bjarga skipi og farmi Yfirmaður flutningasviðs Eim- skips sagði í gærkvöldi að útgerð skipsins, þýska fyrirtækið Peter Döhle, hefði sett sig í samband við björgunarfyrirtæki og hygðist freista þess að bjarga bæði skipi og farmi hið fyrsta. Yfírmenn Vikartinds eru þýskir fyrir utan lestarstjóra sem er ís- lenskur og fulltrúi Eimskips um borð, en aðrir í áhöfn eru Filippsey- ingar og Pólverjar. Skipið kom hing- að frá Þýskalandi og Norðurlöndum, með viðkomu í Færeyjum. ¦ Björgunarafrek/4/6/60 Leit ekki bor- ið árangur BJÖRGUNARMENN gengu fjörur í gærkvöldi og nótt í leit að manninum sem féll út- byrðis af Ægi. Hann heitir Elías Örn Krist- jánsson, þrítugur að aldri, og starfaði sem bátsmaður. Leitin hafði ekki borið árangur um klukkan tvö í nótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.