Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 41
MINNINGAR
INA
JENSEN
+ína Jensen
fæddist í Selja-
nesi í Árneshreppi
2. október 1911.
Hún lést á Land-
spítalanum 17.
febrúar síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 25.
febrúar.
Ina Jensen var mik-
ilhæf kona og lét alls
staðar gott af sér
leiða. Mér fannst ætíð
ótrúlegt hvað ína gat
hjálpað öðrum, enda þótt hún væri
samtímis með stórt heimili.
Þegar ég kynntist henni fyrst í
Djúpuvík, árið 1942, þá voru þau
hjón með símstöðina og fjölmenni
mikið í Djúpuvík yfir sumarmánuð-
ina. Þá var síldin í Húnaflóa og
mikilli síld landað í Djúpuvík, en
síldarverksmiðjan þar var þá full-
komnasta og jafnframt stærsta
síldarverksmiðja landsins.
í júníbyijun 1947 brenndist ég
mikið og var rúmliggjandi næstu
sjö mánuði, fyrst heima á Gjögri.
Læknarnir ungu, sem höfðu aðset-
ur í Djúpuvík, komu daglega og
vildu svo að ég yrði flutt inn í
Djúpuvík. Þar lá ég í tæpan hálfan
mánuð. Þann tíma kom Ina heitin
oft á dag til mín. Ég man það allt-
af hversu góðir andar komu með
ínu, og mér leið betur þegar hún
með sínum lánshöndum hjálpaði
Bjarnveigu í Naustvík að skipta á
mér. Pabbi minn vildi strax að ég
yrði flutt á Landspítalann, en ungu
læknarnir vildu það ekki og þótt-
ust geta hjálpað mér. Loksins var
ég flutt á Landspítalann, því ína
og Bjarnveig sögðu að það væri
A
Veitiitgaltú/ið
GAPi-mn
Sími 555-4477
Erfidrykkjur
HÓTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38
Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550
jniiinnix
H
H
Erfidrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
lIIHÍlTIlf
ekki leyfilegt að lækn-
arnir ungu hefðu
svona mikil völd, þar
sem þeir vissu ekki
hvað þeir væru að
gera. Mér er í fersku
minni hvað læknamir
á Landspítalanum
sögðu þegar ég kom
þangað. Þeir hristu
höfuðið og sögðu að
læknarnir í Djúpuvík
vissu ekki hvað bruni
væri.
Það var stórt heim-
ili hjá þeim heiðurs-
hjónum Sigurði Pét-
urssyni og ínu. Og börnin þeirra
níu að tölu, öll svo efnileg og lærðu
fljótt að vinna. Enda veit ég ekki
annað en þau hafi öll reynst ábyrgt
og elskulegt fólk.
Athyglisvert er hversu ína
komst vel áfram í þessu jarðneska
lífi. Sigurður hafði útgerð og börn-
in fylgdust vel með athafnalífinu.
Ég tel nauðsynlegt að börn alist
upp í sveit og læri að vinna við
atvinnulífið. Það á ekki að henda
börnunum á barnaheimilin eins og
nú er í tísku.
Guð blessi minningu ínu Jensen.
Ég óska börnum, afkomendum
og tengdabörnum ínu Jensen að
þau líkist henni og Sigurði Péturs-
syni, hvað manngæsku varðar, og
láti alls staðar gott af sér leiða
eins og þau heiðurshjón gerðu.
Guðs blessun fylgi ykkur öllum í
nútíð og framtíð. Lifið öll heil og
lengi.
Þess óskar,
Regína Thorarensen,
Hulduhlíð, Eskifirði.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það
eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Crfisdrykkjur
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA SÓLBJARTSDÓTTIR
(Lóa)
sem lést á heimili s'ínu 26. febrúar, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn
7. mars kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún M. Sigurbjörnsdóttir,
Jón Guðmundsson, Hulda Sigurbjörnsdóttir,
Orweli Utley, Margrét Sveinbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartanleg móöursystir, mágkona, frænka og
vinur,
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
sjúkraliði,
Njálsgötu 79,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 7. mars kl. 13.30.
Aðstandendur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður minnar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR ÞORMAR VIGFÚSDÓTTUR,
Torfufelli 25,
Reykjavík.
Vigfús Þormar Guðmundsson, Guðlaug Pálsdóttir,
Stefán Þormar Guðmundsson, Jóna Gunnarsdóttir,
Rafn Guðmundsson Jóhanna Pétursdóttir,
Skúli Guðmundsson, Þórdís Rúnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti
1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
(5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.-
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SVEINS GUÐMUNDSSON
frá Árbakka,
Hnífsdal,
andaðist á Sjúkrahúsi ísafjarðar 2. mars.
Útförin fer fram frá ísafjarðarkirkju laugardaginn
8.mars kl. 14.00.
Aðalheiður Tryggvadóttir
Guðmundur Tr. Sigurðsson, Kristín R. Einarsdóttir,
Gerður Kristinsdóttir,
Sóley Sigurðardóttir, Jón Halldórsson,
Heiðar Sigurðsson, Einhildur Jónsdóttir,
Magnús R. Sigurðsson, Hafdís Brandsdóttir,
Ólafur G. Sigurðsson, Ósk Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
BERGUR BJARNASON,
dvalarheimilinu Fellaskjóli,
Grundarfirði,
áður til heimilis
Hjarðarholti, Grindavík,
lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms þriðjudaginn 4. mars.
Kveðjuathöfn fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 8. mars
kl. 14.00.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd ættingja og vina hins látna,
Bjarni Bergsson,
Guðbergur Bergsson,
Vilhjálmur Bergsson,
Hinrik Bergsson,
Hanna Sigurðardóttir,
Marita Bergsson,
Guðný Guðbjartsdóttir.
+
Ástkær eiginkona min, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og dóttir,
GUÐNÝ STEFÁNSDÓTTIR
kennari,
andaðist á heimili sínu, Flraunflöt við Álftanes-
veg, að kvöldi þriðjudagsins 4. mars.
Magnús Hjörleifsson,
Erla Magnúsdóttir, Sigurður Óli Sigurðsson,
Ari Magnússon,
Silja Magnúsdóttir,
Magnús Óli Sigurðsson,
Erla Guðmundsdóttir, Stefán V. Þorsteinsson.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN RAGNHEIÐUR JÖRGENSEN,
lést á heimili sínu, Bugðulæk 9, Reykjavík,
þriðjudaginn 4. mars 1997.
Kristín R. Úlfljótsdóttir, Sigurgísli Skúlason,
Björn Úlfljótsson
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar,
KRISTJANA JAKOBSDÓTTIR,
Aðalgötu 5,
Keflavfk,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja þriðjudaginn 4. mars.
Böm hinnar látnu.
+
Utför móður okkar og tengdamóður,
SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Fagradal,
verður gerð frá Víkurkirkju laugardaginn
8. mars. Athöfnin hefst kl. 14:00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á
dvalarheimilið Hjallatún í Vík.
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni Í Reykja-
vík kl. 9:30 með viðkomu í Fossnesi á Selfossi.
Böm, tengdabörn og fjölskyldur.