Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hugarburð- ur á Mokka ALÞJÓÐLEGA myndlistarsam- steypan AKUSA opnar sýningu á verkum hugarburðarins Werner Kalbfleisch í Mokka föstudag- inn 7. mars. AK- USA er skamm- stöfun fyrir átaksverkefnið Akureyri-Norð- ur-Ameríka und- ir forystu Justin Blausteins og Ásmundar Ás- mundssonar sem búsettur er í New York. Sýning Þjóðveijans Wemer Kalblfleisch á Mokka er eitt fjölmargra listaverka sem tvímenningarnir hafa skapað á undanförnum árum. Af öðru markverðu efni frá samsteypunni má nefna röð póstkorta og bók með tilvitnunum í spakmæli heims- þekktra nýlistarmanna, en þar er til að mynda haft eftir Yoko Ono: „Lennon sagði: Give Peace a Chance. Ég segi: Give My Art a Chance.“ Þessi orð Ono eru bók- staflega töluð úr munni Ásmundar og Blausteins enda fara þeir ekki fram á annað en að list þeirra njóti sannmælis. í kynningu segir: „Sýning Kaib- fleisch markar viss þáttaskil í sögu AKUSA því þessi umdeilanlegi listamaður er nánast óþekktur samanborið við þær stórstjömur sem félgamir hafa hingað til átt í samstarfí við. Satt að segja er hann svo gott sem óskrifað blað. í sjaldgæfu einkaviðtali við Kalb- fleisch í sýningarskrá kemur fram að hann gengur einkum út frá þýskum og amerískum popplögum í málverkum sínum.“ Ásmundur Ásmundsson Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir í SÖLKU Völku er lífi alþýðufólks á kreppuárunum vel lýst. Leikfélag Hveragerðis sýnir Sölku Völku Hveragerði. Morgunblaðið. í ÁR fagnar Leikfélag Hveragerðis þeim tímamót- unglingar í aukahlutverkum. Anna Jórunn Stefáns- um að 50 ár eru síðan félagið var formlega stofn- dóttir formaður Leikfélagsins sagði að ótrúlega vel að. í tilefni af afmælinu mun Leikfélagið frumsýna hefði gengið að fá fólk til liðs við félagið bæði til leikrit byggt á sögum Halldórs K. Laxness um Sölku Völku næstkomandi föstudagskvöld. Bækurn- ar um Sölku Völku eru með fyrstu skáldsögum Halldórs Laxness. Fyrri bókin, Þú vínviður hreini, kom út árið 1931 en seinni bókin, Fuglinn í fjör- unni, árið 1932. í sögunum lýsir skáldið lífi fátæks alþýðufólks í litlu, afskekktu sjávarplássi á kreppu- árunum. í leikgerð þeirra Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar stökkva síðan persónur bókanna ljóslifandi fram á sviðið. Leikfélagið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með uppfærslu þessa verks. Fyrir lítið leikfélag getur það verið þrautin þyngri að manna svo stóra sýningu sem þessa en hlutverkin eru vel á þriðja tuginn. Einnig koma við sögu börn og að leika sem til að aðstoða við sýninguna á annan hátt, en það eru ófá handtökin sem inna þarf af hendi áður en að frumsýningu kemur. Eins og gefur að skilja eru leikarar á ýmsum aldri. Yngsti leikarinn er rétt 5 ára en sá elsti er Stefán Sigurðs- son, 96 ára. Það má til gamans geta þess að Stefán er elsti íbúi Hveragerðisbæjar, og hefur hann tekið virkan þátt í starfi Leikfélagsins undanfarin ár. Það er Inga Bjarnason sem leikstýrir Sölku Völku. En hún hefur leikstýrt hjá atvinnu- sem og áhugaleikfélögum vítt og breitt um landið, setti hún meðal annars Sölku Völku upp á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum. Salka Valka verður frumsýnd næstkomandi föstudagskvöld í Hótel Hveragerði. Viðar leikstýrir Krabbasvölun- um í Færeyjum LEIKENDUR á æfingu. „Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt“ LEIKLISTARKLÚBBUR NFFA á Akranesi frumsýnir laugardag- inn 8. mars nk. leikritið „Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt“ sem Davíð Þór Jónsson samdi ásamt ungliðadeild Leikfélags Hafnar- fjarðar. í kynningu segir, að leik- ritið sé þroskasaga stúlku frá getnaði til stúdentsprófs og bregði skoplegu ljósi á hina venjulegu viðkomustaði mann- KVIKMYNPIR Stjörnubíó GULLBRÁ OG BIRNIRNIR þRÍR „GOLDIELOCKS AND THE THREE BEARS“ ★ Leiksljóri: Brent Loefke. Handrit: Mike Snyder. Aðalhlutverk: Hanna Hall, Dwier Brown, Stacy Greason, Steven Furst og BiU Cobbs. Raddir: Edward Asner, Rita Rudner og David Allan Grier. Santa Monica Pictures. 1996. ÆVINTÝRIÐ um Gullbrá og birnina þijá verður sárasaklaust og eskjunnar á þessari leið. Leikarar eru 30 auk fjögurra manna hljóm- sveitar. Töluvert er af frum- saminni tónlist í sýningunni. I upphafi sýningar verða áhorfendur fyrir gjörningum fjöltæknideildar leikklúbbsins á hraðferð frá fæðingu til stúdents- prófs. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir. GRÍMA, eina atvinnuleihúsið í Færeyjum, sem verður 20 ára á þessu ári, er nú að æfa leikritið Krabbasvalirnar eftir Marianna Goldman. Leikritið var tilnefnt af hálfu Svíþjóðar til leikskáldaverð- launa Norðurlanda á síðasta ári. Leikstjóri sýningarinnar í Færeyj- um er íslenskur, Viðar Eggerts- son, og er þetta önnur sýningin sem hann leikstýrir í Færeyjum í vetur, en sl. haust frumsýndi Klak- svikar sjónleikarfelag undir hans stjóm breskan samkamálagaman- leik og fékk sú sýning afbragðs dóma. Viðar er ekki eini íslending- urinn sem kemur að sýningu Grímu, því leikmynd og búninga við Krabbasvalirnar gerir Snorri Freyr Hilmarsson. Sex leikarar fara með hlutverk í sýningunni, þar af tvær leikkonur sem útskrif- ast hafa frá Leiklistarskóla ís- lands, Birita Mohr og Kristina Hansen. Krabbasval- irnar eru nú einn- ig í æfingu í Þjóðleikhúsinu. Leikritið segir frá þremur kon- um sem beijast við krabbamein og lýsir á nær- færinn og á stundum mis- kunnarlausan hátt samskiptum þeirra, lífi og viðhorfum. Krabbasvalirnar verða frum- sýndar í sjónleikarhúsinu í Þórs- höfn laugardaginn 5. apríl. Og eins og mjög er í tísku einnig eru náttúruvemdarsjónarmið ofar- lega á blaði í ævintýrinu. Bófarnir starfa hjá stórfyrirtæki sem vill iðn- væða fallegt fjallahérað bjamanna en Gullbrá og frændi hennar standa í vegi fyrir þeim sem staðfastir umhverfisvemdarsinnar. Leikur allra er í besta falli við hæfi þijú- bíós af þessari stærðargráðu; við- vaningslegur og tilþrifalaus. Gullbrá er dæmi um það þegar kvikmyndagerðarmenn elta uppi tískustraumana en hafa ekkert til málana að leggja sjálfir. Þeir ættu að gera það fyrir okkur að láta gömlu, góðu ævintýrin í friði. Arnaldur Indriðason Talmyndir dýranna meinlaust í höndum Hollywood- manna. Þegar fjörutíu mínútur voru liðnar af þessari bamamynd, sem byggir lauslega á hinu sígilda ævin- týri, hafði fátt markvert gerst nema Gullbrá hafði farið í útreiðartúr. Eftir það hressist myndin reyndar nokkuð en eftir situr þó ákaflega viðburðasnauð og þunnildisleg þijú- bíómynd í dáðlausri leikstjóm Brent Loefke. Það er mjög í tísku að láta dýr tala á hvíta tjaldinu um þessar mundir. Lassí greyið upplifði þögla skeið dýramyndanna og fékk aldrei að segja neitt en nú samkjafta ekki hundar, birnir, grísir og hestar í hverri myndinni á fætur annarri. Og ekki er það merkilegt sem bless- uð dýrin segja í þessari nýjustu talmynd úr dýraríkinu. Birnimir þrír eru gerðir að dæmigerðri amer- ískri kjarnafjölskyldu neyslusamfé- lagsins þar sem bjamarhúnninn hlustar á ræflarokk en mamma og pabbi blaðra um vindganginn í karl- inum og matargræðgi og svo horfa þau á sjónvarpið! Ed Asner talar fyrír bjarnapabba og hefur farið með merkilegri hlutverk. Viðar Eggertsson Niðurfall í Undir pari SÝNINGIN Niðurfall verður opnuð í dag fimmtudaginn kl. 20 í Undir pari. Um sýninguna segir í kynningu: ,J3ýningin er sú tilgangslausasta, er jafn- framt áhrifamesta sem vitað er til að hafi farið fram. Lista- mennirnir sækja innblástur í tilgangslausar samræður. Tré, niðurföll, naut og rollur ásamt ýmsum áhugaverðum listmun- um munu án efa valda óróa og vekja ugg í heilabúi. Samspil hljóðs og myndar er notað til ertingar. Sýningar- gestir fá að fylgjast með Skiddi-Gunnari sem mun hafa aðsetur í sýningaraðstöðunni um helgina." Sýningin stendur til laugar- dagsins 8. mars og er opin kl. 20-23. Myndlist með djassívafi GUNNILLA Möller sýnir um helgina grafík, teikningar og myndir unnar með blandaðri tækni í Haukshúsum á Álfta- nesi. Sýningin er haldin á veg- um Lista- og menningarfé- lagsins Dægradvalar og er opin á laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 17 báða dag- ana. Carl Möller spilar djass til heiðurs mágkonu sinni við opnun á laugardag. GRÍMUR Marinó við eitt listaverka sinna. Grímur Marinó í nýjan sýningarsal í NÝJUM húsakynnum Áhaldahúss Kópavogs heldur Grímur Marinó Steindórsson sýningu á verkum sínum, en þar er rými til sýningarhalds. Grímur hefur valið myndir sem eru að mestu leyti gerðar við ljóð, sem sum hver hafa birst í ljóðabókum, sem hann hefur myndskreytt. Hér er um að ræða tvær ljóðabækur eftir Hrafn A. Harðarson: Tón- myndaljóð og Hlér og tvær ljóðabækur eftir Kristjönu Emilíu Guðmundsdóttur, Ljóð- blik og Ljóðgeisla. Eitt ljóð er eftir Guðmund Hermannsson, yfirlögregluþjón. Samin hafa verið lög við mörg ljóðanna og eru nótumar með ljóðunum við hveija mynd. Gunnar Reynir Sveins- son tónskáld er höfundur flestra laganna, en Þórður G. Halldórsson er höfundur eins lagsins. Þijú glerverk era á sýningunni. Sýningin er opin frá kl. 13-16.30 virka dag og til kl. 18 laugardaga og sunnudaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.