Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 39 Sagt hefur verið að sum andlát valdi manni mikilli sorg, en önnur djúpum trega. Þegar Bjössi hringdi í mig mánudagskvöldið 24. febrúar sl. og sagði mér látið henn- ar Erlu fann ég fyrir trega, en um leið gleði yfir því að þrautagöngu hennar var lokið. Hún hafði dvalið á sjúkrahúsi síðan í byijun janúar, af völdum blóðtappa við heila. Hin síðari ár hefur heilsa hennar verið léleg, hún hafði þó náð sér ótrú- lega vel eftir áfall sem hún fékk fyrir tæpum fjórum árum. Mínar fyrstu bernskuminningar eru tengdar Erlu föðursystur minni. Þá bjuggum við öll í gamla húsinu, sem svo var kallað, ég ásamt foreldrum mínum, afa, ömmu og Erlu. Þetta var yndisleg- ur tími og mér hefur sjálfsagt fundist að svona ætti það alltaf að vera, naut þess að vera eina barnið fyrst um sinn, sem allir léku við. Þess vegna var ég ekk- ert yfír mig hrifin þegar Erla kom með mannsefnið sitt, hann Bjössa, og kynnti fyrir mér. Hann hefur oft minnst þess að ég hafí sagt við hann með áherslu í röddinni, að ég ætti Erlu ein. Erla ólst upp á Auðunarstöð- um á mannmörgu heimili, systk- inin voru sjö og auk þess var þar á heimilinu vinnufólk eins og þá tíðkaðist. Kímnigáfa og gaman- semi hefur löngum einkennt fólk af Auðunarstaðaætt og óhætt er að segja að Erla og systkini henn- ar hafi ekki farip varhluta af þeim eiginleika. Ógleymanlegar eru sögurnar, sem við systkinin fengum að heyra frá æskudögum þeirra. Alltaf gátum við hlegið jafnmikið að þeim, þótt við vær- um löngu farin að kunna þær utan að. Erla og Bjössi hófu búskap á Auðunarstöðum vorið 1945, en foreldrar okkar bjuggu á hinum helmingi jarðarinnar. Mikill sam- gangur var á milli heimilanna, einnig eftir að fjölskyldumar voru komnar í sitt hvort húsið. Oft skruppum við systkinin út í hús til Erlu og Bjössa og vorum þá kannski ekki alltaf fljót í ferðum. Einnig er okkur eldri systrunum minnisstætt þegar við fórum upp á loft í gamla húsinu og fengum að skoða í kommóðuna hennar. Þar voru nú margir dýrgripirnir, sem gaman var að sjá. Fleira rifj- ast upp frá því við vorum litlar, m.a. þegar Bjössi var að heiman næturlangt, þá fékk Erla okkur til að sofa hjá sér. Það var ekki svo lítið ábyrgðarstarf, því auðvit- að vorum við að passa hana! Mikil glaðværð ríkti ætíð í kringum Erlu, hún var afar hlátur- mild og því ekki skrítið að fólk sæktist eftir návist hennar. Átti það jafnt við unga sem aldna. Með glettnissvip og hlýlegu viðmóti tókst henni að vinna allra hylli, hvort sem var heima eða heiman. Mikill gestagangur var á heimili þeirra, bæði af frændfólki og vin- um, og var öllum tekið þar af miklum rausnarskap. Að leiðarlokum eru færðar inni- legar þakkir fyrir samfylgdina og umburðarlyndið við okkur krakk- ana í syðra húsinu, því eins og Lóa systir okkar orðar það, þá var aldrei öðru að mæta hjá Erlu frænku en þolinmæði, skilningi og hlýju meðan við vorum yngri og á seinni árum góðvild og ræktar- semi, sem börn systkina minna fengu jafnframt að kynnast. Við kveðjum hana með orðum skáldsins: Hver minning dýrmæt peria að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærieikur í verid var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Bjössi minn, ykkur Stínu og fjöl- skyldu hennar sendum við, ásamt móður okkar, innilegar sambúðar- kveðjur. Blessuð sé minning góðr- ar konu. Fyrir hönd okkar systkinanna. Stella. ODDNÝ GZJÐRÚN SIG URÐARDÓTTIR + Oddný Guðrún Sigurðardóttir fæddist í Helli, V estmannabraut 13B í Vestmanna- eyjum, 28. ágúst 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 26. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Gíslason, f. 8.6. 1885, d. 8.6. 1951, og Oktavía Guðný Guðmunds- dóttir, f. 5.10. 1893, d. 22.10. 1980. Systkini Oddnýjar eru Elsa Dórothea, f. 4.11. 1922, Guð- mundur Vignir, f. 20.12. 1933, d. 5.11. 1978. Oddný Guðrún varð ekkja 31.1.1951 eftir Ágúst Eiríksson Hannesson, f. 2.8. 1927, frá Hvoli, Vestmannaeyjum. For- eldrar hans voru Hannes Hans- son og Magnúsína Friðriksdótt- ir. Ágúst fórst í flugslysi með Glitfaxa. Guðrún og Agúst áttu þijár dætur þá og von á bami. 1) Guðrún Helga, f. 18.9. 1944, gift Stefáni Þ. Sigurðssyni, f. 12.2. 1942, og eiga þau þijú börn, Aldísi, Asgeir Orvar og Oddnýju Guðrúnu. En Helga átti dóttur áður, Hafdísi, hún er látin. 2) Magnúsína, f. 20.3. 1946, gift Kristjáni Gunnari Ólafssyni, f. 22.8. 1945, og eiga þau þijár dætur, Ágústu, Ástu og Helgu. 3) Oktavía, f. 13.6. 1947, gift Karli Kristensen, f. 12.1. 1947, og eiga þau einn son, Guðmund Vigni. Oktavía _ á einn son áður, Ág- úst. 4) Óskírð, f. 13.5. 1951, d. 20.6. 1951. Guðrún eign- aðist dóttur, Önnu Maríu. Anna María er f. 2.9. 1960, faðir Valtýr Guðmunds- son, gift Jóni B. Hermannssyni, f. 15.10. 1957, og eiga þau tvær dætur, Erlu og Hafdísi. Hinn 13.5.1967 giftist Oddný Gunnari Gísla Halldórssyni, f. 13.8. 1924, frá Hafnarfirði. Foreldrar Gunn- ars voru Halldór Guðmundsson og Amalía Gísladóttir. Dóttir Oddnýjar og Gunnars er Haf- steina Gunnarsdóttir, f. 19.8. 1967, sambýlismaður Helgi Bentsson, f. 2.1. 1962, þau eiga einn son, Gunnar Bent, og von á öðru bami í júlí. Oddný og Gunnar bjuggu all- an sinn búskap á Álfaskeiði 88 í Hafnarfirði. Oddný vann í Hraðfrystistöðinni í Vest- mannaeyjum og á sumrum á Hótel Garði í Reykjavík. Eftir að hún fluttist suður vann hún mörg ár á Hótel Loftleiðum. Afkomendur Oddnýjar eru 36. Útför Oddnýjar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú þegar ég kveð þig, elsku mamma, styrkja góðar minningar mig í sorginni. Við eigum margar góðar frá síðasta ári. Þegar þú varst orðin nokkuð veik löbbuðum við göngubrúna yfir Kringlumýrar- braut, sú stund er mér ómetanleg. Þú minntist ekki á veikindi held- ur hélst alltf þinni reisn og því var baráttan léttari fyrir okkur öll. Því- líkt jafnaðargeð. Við minnumst þín sem einstakrar glæsihetju. Mér er ofarlega í huga tíminn sem við Jón og Erla bjuggum hjá ykkur Gunn- ari. Við sátum svo oft á kvöldin og ræddum lífið og tilveruna á léttum nótum. Það var ekki þinn stíll að tala um erfíðleika og þess háttar, þú talaðir frekar um kóngafólk, forseta, leikara og þá helst Elisabet Taylor; við munum ávallt kalla hana vinkonu þína. Það hefur ávallt fylgt Hellisættinni að minnast ekki á ald- ur og þá alls ekki eftir 67 ára, mér fannst oft eins og þú kviðir fyrir að verða lögleg eins og þú sagðir. En örlögin höguðu því svo að á 67 ára afmælisdeginum varstu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Og ný- kommnar fréttir af sjúkdóminum ógurlega. Fyrstu hugsanir mínar þá voru, veik, getur ekki verið al- varlegt. Hún sem er kletturinn sem veitir okkur skjól. Á þessum tíma- mótum hætti hún að vinna á Hótel Loftleiðum en þar naut hún sín svo vel, góður andi og skemmtilegt fólk. Þú hefur kennt mér svo margt, elsku mamma, t.d. að njóta augna- bliksins, fara mjúkum höndum um hamingjuna því hún er að láni. Elsku Gunnar, guð gefi þér styrk. Tilgangslaust er að ætla sér að skilgreina ástæður fyrir sálark- völ. Ekki verður aftur snúið. Engir töfrar fá breytt því sem gerst hef- ur, ekki heldur ásakanir af neinu tagi. Hvenær sem áhyggjur þjaka þig skaltu einbeita huganum að því sem getur veitt þér ánægju á líðandi stund, þó í litlu sé. Gefðu þér tíma til að læknast. Haltu ró þinni. Eins og ég hef margoft sagt við þig, elsku mamma, hvað ég er heppin að þú skildir eiga mig. Hafðu þökk fyrir allt. Þín Anna María. Nú er elskuleg móðir mín látin, en hún gaf mér svo mikið í lífinu. Vakna þá endurminningar sem eru mér svo kærar. Ég man hvað mér þótti vænt um að hún skyldi geta verið með okkur síðastliðið vor þegar við eignuðumst drenginn okkar. Við vorum þá svo lánsöm að geta búið í íbúðinni við hliðina á foreldrum mínum og kom þá glöggt í ljós dugnaður hennar í erfiðum veikindum. Oft sátum við saman í eldhúsinu hennar og hún sagði mér sögur frá Vestmannaeyjum frá því hún var ung. Hún var skemmtileg og glæsi- leg kona og hugsaði ávallt mjög vel um útlit sitt. Eins var heimili hennar alltaf hreint og fágað. Elsku mamma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, Helga og Gunnar Bent. Hvíl þú í friði og góður Guð geymi þig. Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Kveðja frá dóttur, Hafsteina Gunnarsdóttir. í sjúkdómsstríði móður minnar kynntist ég nýrri hlið á henni mömmu. Svo ótrúlega sterk og yfír- veguð barðist hún við sjúkdóm sinn. Það sest að manni hálfgerð sekt- arkennd að standa við sjúkrabeð og óska þess í huganum einlæglega að dauðinn komi og bindi enda á kvalafullt stríð. Þá er það huggun harmi gegn að leita til þess sem einlægasta átti trúna og svo marga hefur huggað með sínum sálmum og taka undir með Hallgrími Péturs- syni og segja: Dauðinn þvi orkar enn til sanns útslokna hlýtur lífið manns holdið leggst í sinn hvíldarstað hans makt nær ekki meira en það sálin af öllu fári fri flutt verður himnasælu í. Fagra minningu um góða móður mun ég geyma í hjarta mínu. Guð blessi inngöngu þína í ríki sitt. Oktavía. Hinn 26. febrúar síðastliðinn barst mér sú fregn að tengdamóð- ir mín, Oddný Sigurðardóttir, hefði látist þá um nóttina. Þar sem ég hafði haft fregnir af og til af heilsufari hennar, kom þetta ekki svo mjög á óvart, en á hinn bóginn vonast maður alltaf eftir krafta- verkum, einkum og sér í lagi þeg- ar einhver manni nákominn á í hlut. Kæra tengdamóðir, nú er þinni erfiðu baráttu við vábeiðu þá er flestir falla fyrir, lokið, og illu heilli hafði óvætturin betur. Það er eitthvað svo ótrúlegt að hugsa til þess að þú sem alltaf varst svo heilsuhraust, ungleg og glæsileg, skulir vera farin frá okkur. Mér fannst þú alltaf vera 20 árum yngri en afmælisdagarnir töldu, og svo fannst fleirum. Þú fórst einu sinni á knattspymuleik svo vitað sé og valdist ég til að fara með þér. Á leiknum hittum við mann úr minni heimabyggð sem ég hafði ekki séð í allmörg ár og hafði sá ekki hitt þig eða konu mína. Hafði hann orð á því að heppinn væri ég að geta dregið konuna með á völlinn. Ég mun sennilega aldrei gleyma undrunar- svipnum á manninum er ég sagði honum að þama væri nú tengda- móðir mín á ferðinni en ekki eigin- konan. En þér fannst held ég meira varið í þessi misgrip manns- ins en sjálfan leikinn. Þér féll eink- ar vel að vera í margmenni og vildir hafa líf og fjör í kringum þig, lyfta glasi og taka lagið ef svo bar undir. En þú varst lika mjög vel meðvituð um það, að það er hveijum manni mikilvægt, er nálgast eigin dyr, að vita af því að innan dyra bíður einhver sem hlustar eftir fótataki hans. Það var öllum auðsætt, er til þekktu, hve mikla umhyggju þú barst fyrir eig- inmanni þínum og hve heimili ykk- ar var alltaf hlýlegt og notalegt. Það var alltaf jafngott að koma í kaffi á Álfaskeiðið, að ég tali nú ekki um kaffiboðið á aðfangadags- kveld sem var orðið að hefð og mikilvægur þáttur í jólahaldi þeirra fjölskyldna, sem þú spann- aðir. Þú snupraðir mig stundum, sem kannski var ekki vanþörf á en aldrei hljóp sú snurða á þráð- inn, að við gætum ekki undið ofan honum jafnharðan og við vorum svo góðir vinir að það eiginlega ómerkir alla tengdamömmubrand- ara. Jæja, þegar minningarnar fara á kreik er erfitt og jafnvel ómögu- legt að veijast tárunum og létta- drengurinn eða „gallyboy" eins og þeir heita hér um slóðir, sem er að sópa héma í kringum mig, botn- ar ekkert í því af hveiju skipstjór- inn er farinn að gráta. Það er gremjulegt á þessari tækniöld að það skuli vera til svo afskekktur útnári að maður komist hvorki lönd né strönd, nema að það taki hálfan mánuð eða svo. Ég hefði þó virkilega viljað ganga með þér síðasta spölinn. En með þessum fátæklegu línum vildi ég að þú tækir viljann fyrir verkið. Eiginmanni þínum, dætrum og aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð blessunar. Stefán Sigurðsson. Það er undarlegt að hugsa sér að hún tengdamóðir mín, þessi hressa og lífsglaða kona, sé öll. Það er svo örstutt, já, ekki nema tveir mánuðir, síðan hún bað mig að dansa við sig macarena-dansinn þótt máttfarin væri af baráttunni við sjúkdóminn ægilega, sem hún hafði þá barist við í tvÖ ár. Við dönsuðum og hún sagði að það væri sko eitthvert vit í þessum dansi. Þegar fjölskyldan kom sam- an voru auðvitað sungin Eyjalög og fleiri góðir söngvar og svo var tekið: „Viltu með mér vaka er blómin sofa.“ Þetta lag gengur undir nafninu uppkveikjulagið í fjölskyldunni, því það var víst raul- að af móður hússins í Vestmanna- eyjum þegar kveikt var upp í fým- um á morgnana. Og það einkenni- lega var að þegar kom þar að í textanum að segir „það er hægt '•«'* að kljúfa lífsins ár“ tengdi ég það alltaf við lífshlaup minnar ágætu tengdamóður sem 23 ára gömul varð ekkja með þijár dætur og ófrísk að þeirri fjórðu þegar maður hennar fórst í hinu hörmulega flugslysi er Glitfaxi fórst árið 1951. Síðan missti hún litlu stúlk- una skömmu eftir að hún fæddist og föður sinn í júní sama ár. „Það er hægt að kljúfa lífsins ár“, það er þessi atburðarás sem hefur gert þessa setningu úr söng- lagi svo táknræna. Hún tengda- C móðir mín hélt nú samt áfram að róa á lífsins ólgusjó, þótt hún legði upp með klofna ár. Hún fann sér traustan og góðan lífsfórunaut sem reri með henni á hitt borðið og hélt sínu striki. í huganum dáist ég að þessari konu sem bogn- aði en aldrei brást. Við hefðum átt að æfa okkur löngu fyrr í dans- inum skemmtilega. í huganum mun ég alltaf dást að æðruleysinu, kjarknum og lífs- gleðinni sem einkenndi þig, tengdamamma. Guð blessi minn- ingu þína. Karl. Elsku amma. Æ, hvað það er sárt að vera búin að missa þig. Ég á svo margar minningar um þig sem ég geymi í huga mér. Efst í huga mér núna er þegar við fórum saman í bæinn að kaupa jólagjafirnar. Þá varst þú orðin svo veik en vildir alltaf hlífa okkur hvað sem bjátaði á. En lífið er ekki alltaf sanngjamt og þú þurft- ir að ganga í gegnum mikla erfið- leika og þjáningar. Mér finnst erf^ itt að hugsa til þess að þú getir ekki verið með okkur í ferming- unni minni í vor, en elsku amma mín, þú verður alltaf með okkur í huganum. Á þrettándanum, þeg- ar við borðuðum saman hjá þér, sagði Hafdís: „Nú er amma mikið veik, en hún getur ekki dáið því hún á eftir að verða gömul." Við erum svo sammála því. Ég vona að þér líði betur þar sem þú er núna. Vertu guð faðir, faðir minn i frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Góði guð, viltu styrkja afa á þessum erfiðum tímum. Guð geymi þig, elsku Oddný amma. Erla og Hafdís. Vinkona mín, Oddný Sigurðar- dóttir, er látin. Rúmlega tveggja ára sjúkdómsstríði er lokið. Það er ætíð erfitt fyrir fólk að sætta sig við þannig kringumstæður. Sumu fólki er gefið mikið þrek til að standast mikið álag, og hún virtist vera ein af þeim. Ótrúleg harka við miklar þjáningar síð- ustu mánuðina. Hún var kona sem þráði lengra líf. Misjafnt hvernig fólk lifir. Hún lifði lífinu lifandtf^ Hún var oft hugsi yfir þessum sterka lífskrafti, fannst hún alltaf yngri en árin sögðu til um. Hún var aldrei að sýnast annað en hún var. Hún var engin hversdags- manneskja. Fín föt skiptu hana miklu máli. Heimilið glæsilegt og snyrtimennska einkenndi það. Hún átti góðan mann, glæsilegar dætur, barnabörn og barnabarna- börn, sem hún þráði að vera leng- ur samvistum við. Líf hennar var langt frá því að vera áfallalaust, hún varð fyrir meiri reynslu eHPK margur annar, en gat samt nýtt sér lífið á þann jákvæða hátt sem ég áður greindi frá. Hún var öllum góð, og fór ekki í manngreinará- lit. Hún reyndist okkur hjónunum vel, og við þökkum henni öll liðnu árin. Blessuð sé minning hennar. Oddhildur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.