Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 60
 CB> AS/400 er... ...med PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi wgmililfifrifr <o> NÝHERJJ sk, OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 llpyecö'a^ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBLjaCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Karl Guðmunds- son skipverji á Vikartindi „Bið fyrir þakklæti til allra“ „ÉG vil biðja fyrir þakklæti til allra sem komu að björguninni," sagði Karl Guðmundsson hleðslustjóri, eini íslendingurinn um borð í Vikartindi, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í Þykkvabæ í gærkvöldi. Karl sagði að björgunin hefði gengið vel þegar hún loks hófst og allir björgunarmenn hefðu staðið sig frábærlega. Skipbrotsmennirnir voru fluttir í björgunarsveitabílum frá strandstað i félagsheimilið í Þykkvabæ, þar sem konur á staðnum biðu með ijúkandi súpu, brauð og kaffi. Innan dyra var andrúmsloftið tiltölulega afslappað miðað við aðstæður en óvissuna um framhaldið mátti þó lesa úr andlitum skipbrotsmanna. Skipstjórinn vildi ekkert tjá sig og bannaði skipveijum að tala við blaðamenn. Skipbrotsmennirnir eru allir ómeiddir nema einn sem er lítilshátt- ar klemmdur á hendi, að sögn Þórs Kolbeinssonar læknis. -----» ♦ ♦----- Eldur í kjallara ELDUR kom upp í kjallara í húsi á Árbæjarbletti, gegnt Árbæjarsafni, í gærmorgun. Mikill eldur var í íbúð- inni þegar slökkvilið kom að. Þrír voru í íbúðinni, menn á miðjum aldri, en þeir höfðu komist út úr íbúðinni og voru þeir fluttir til rannsóknar á slysadeild. Ekki er talið að þeir hafi orðið fyrir reykeitrun. Björgunarafrek þegar TF-LÍF bjargaði 19 skipverjum Morgunblaðið/Kristinn ÁHÖFNIN á TF-LÍF eftir komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi. Talið frá vinstri: Friðrik Sigurbergsson læknir, Hilmar Ægir Þórarinsson flugstjórnarmaður, Auðunn F. Kristinsson stýrimaður og sigmaður, Benóný Ásgrímsson flugstjóri og Hermann Sig- urðsson flugmaður. „Tókst vel að koma þeim um borð“ BENÓNÝ Ásgrímsson flug- stjóri á TF-LIF segir að hag- stæð vindátt hafi orðið til hjálp- ar þegar áhöfn þyrlunnar bjargaði skipverjunum 19 af Vikartindi í gærkvöldi. „Það tókst mjög vel að koma þeim um borð,“ sagði Benóný í samtali við Morgunblaðið eftir að þyrlan lenti á Reykjavíkur- flugvelli kl. 23.15 í gærkvöldi, en tæplega hálftíma tók að hífa alla áhöfnina um borð í þyrl- una. Voru skipbrotsmennirnir 19 fluttir í land í einni ferð. Benóný sagði TF-LÍF hafa staðið sig vel og hún hefði sann- að sig við þessa björgun. Þetta er fyrsta stóra björgunarað- gerð þyrlunnar af þessu tagi, en mesta björgunaraðgerð sem hún hefur áður tekið þátt í var þegar snjóflóðið féll á Flateyri haustið 1995. Helgi Hallvarðsson, yfirmað- ur gæsluframkvæmda, segir TF-LÍF og áhöfn hennar hafa staðið sig með afbrigðum vel við björgunina. „Veðrið var svo slæmt og aðstæður allar að þetta var mikið björgunarafrek hjá þyrlumönnum, og hefði getað farið verr,“ segir hann. Ríkissjóður tekur 6,3 milljarða kr. skuldabréfalán á alþjóðamarkaði Vextir bréfanna undir millibankavöxtum Samningafundum frestað á miðnætti YSÍ og VMS ætla að leggja tilboð fram kl. 9 í dag RÍKISSJÓÐUR gaf í síðustu viku út skuldabréf til þriggja ára á al- þjóðlegum markaði að fjárhæð 150 milljónir þýskra marka sem jafn- gildir tæplega 6,3 milljörðum króna. Kjör bréfanna liggja undir millibankavöxtum í Lundúnum og er þetta í fyrsta sinn sem ríkissjóð- ur fær slík kjör á löngu erlendu láni á almennum markaði. Mikilvægt fyrir ríkið Að sögn Ólafs ísleifssonar, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabankans, hefur ríkissjóður ekki áður gefið út bréf á alþjóða- markaði til þriggja ára. Mikilvægt sé fyrir ríkið og e.t.v. fyrir aðra íslenska lántakendur að fá mark- aðsviðmiðun á vaxtakjörum miðað við þennan lánstíma. Bréf ríkissjóðs voru gefin út 27. febrúar og endurgreiðast að þrem- ur árum liðnum. Umsjón með út- gáfunni hafa Credit Suisse First Nálægt kjörum lántakenda í láns- hæfisflokki AA Boston og Salomon Brothers sem bæði eru leiðandi fyrirtæki á mark- aðnum. Bréfin bera vexti sem svara til 121/2 punkti undir milli- bankavöxtum í Lundúnum. Út- gáfugengi bréfanna er 99,847. Þóknun fyrir útgáfuna nemur 0,1% af útgáfufjárhæð. Að teknu tilliti til þessara þátta nemur heildar- kostnaður við útgáfuna tæpum 4 punktum undir millibankavöxtum en þeir eru um 3,25% um þessar mundir. Til samanburðar má geta þess að heildarkostnaður við út- gáfu ríkissjóðs á árinu 1996 á skuldabréfum til fimm ára nam tæpum 4 punktum yfir millibanka- vöxtum. Bréfin eru skráð í Frankfurt og í Lúxemborg. Andvirði lánsins verður varið til að greiða upp eldri lán ríkissjóðs frá 1987 að fjárhæð 125 milljónir marka auk lækkunar á skammtímalánum. Kjörin vekja athygli erlendis Ólafur segir nokkuð hafa verið skrifað um útgáfuna í erlendum fjármálaritum og hafi kjör bréf- anna vakið athygli fyrir það hversu hagstæð þau séu ríkissjóði. Bent hafi verið á að þau fari nálægt kjörum lántakenda í lánshæfis- flokki AA, en ríkissjóður sé metinn A1/A+ af bandarísku matsfyrir- tækjunum Moody’s og Standard & Poor’s. Hér kunni að vera á ferð vísbending um að markaðurinn meti ísland nokkru hærra en mats- fyrirtækin hafa treyst sér til að gera til þessa. Að öðru leyti endur- spegli kjör bréfanna góða eftir- spurn á markaði og harða sam- keppni milli verðbréfafyrirtækja. SAMNINGAFUNDUM hjá ríkis- sáttasemjara var frestað um mið- nætti í gærkvöldi til kl. 9 í dag, að ákvörðun ríkissáttasemjara, en gagntilboð vinnuveitenda að heild- arsamningi hafði þá ekki enn verið afhent gagnaðilunum. Samninga- nefndir landssambanda ASÍ, Dags- brúnar, Framsóknar og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur höfðu þá beðið klukkustundum saman eftir tilboðinu en erfiðleikar í tölvu- vinnslu munu m.a. hafa tafið frá- gang tillagnanna í gærkvöldi og var talið að þeim yrði ekki að fullu lokið fyrr en liðið yrði á nóttina. „Við höfum afhent sáttasemjara tillögur að breytingum á kjara- samningum verslunarmanna, Verkamannasambandsins, Iðju og Landssambands iðnverkafólks en enn eru í vinnslu tillögur að samn- ingum rafiðnaðarmanna og bygg- ingariðnaðarmanna," sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ. Hann sagði að allar til- lögurnar yrðu lagðar fram sameig- inlega á fundinum kl. 9 í dag fyrir alla samningshópa launþegahreyf- ingarinnar. Samkomulag um hvíldartíma og fyrirtækjaþátt Á annað hundrað samningamenn voru saman komnir í húsnæði sátta- semjara í gærdag og voru þar fram eftir kvöldi. Gætti töluverðrar óþreyju meðal ýmissa fulltrúa landssambanda. Forsendur þess að launatilboð atvinnurekenda yrði lagt fram voru að samkomulag lægi fyrir um ýmis sérmál og liggur það nú í fyrir í flestum málum. Náðist m.a. samkomulag í gær um hvíldartímaákvæði og einnig hefur náðst niðurstaða um fyrirtækjaþátt samninga við sum landssambönd og félög innan ASÍ. ■ Trúnaðarmenn/31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.