Morgunblaðið - 06.03.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 25
LISTIR
MÚTTA (Helga Bachmann) og pápi (Erlingur Gíslason) í essinu sínu. Á milli þeirra er séra Too-
ker (Randver Þorláksson) en Brick fylgist sposkur með frá barnum.
bróðir Bricks, kona hans Mae (Hall-
dóra Björnsdóttir) og börn þeirra
Polly (Eva Rós Gústafsdóttir), Bust-
er (Ásgeir Ingi Einarsson/Hlynur
Sigurðsson), Sonny (Kristján Ingvi
Einarsson/Marinó Sigurðsson) og
Daisy (Katrín Gunnarsdóttir/Rakel
Gunnarsdóttir), auk þernunnar
Lacey (Deborah Dagbjört Blyden),
Baughs læknis (Þórhallur Sigurðs-
son) og séra Tookers (Randver Þor-
láksson).
Leikmynd og búningar eru úr
smiðju Axels Hallkels, lýsingu ann-
ast Björn Bergsteinn Guðmundsson
og tónlist er eftir Guðmund Péturs-
son sem laðar hana fram úr gítarn-
um á sýningum. Birgir Sigurðsson
hefur þýtt verkið.
Vísar fram veginn
Hallmar Sigurðsson, sem leikstýrir
þessari fyrstu uppfærslu á sjónleikn-
um í íslensku atvinnuleikhúsi, segir
athyglisvert að ekkert verka Williams
hafí náð viðlíka vinsældum og Köttur
á heitu blikkþaki, ekki einu sinni
Sporvagninn Girnd og Glerdýrin.
Hugsanleg skýring sé sú að ein aðal-
persóna verksins vísi fram veginn,
nokkuð sem aðrar persónur í leikrit-
um hans geri yfírleitt ekki. „Persón-
umar í leikritum hans eru jafnan
fastar í böndum fortíðarhyggju -
þora ekki að horfast í augu við það
sem er, hvað þá það sem verður.
Þessi lýsing á vissulega við um Brick
en annað gildir um Maggí - hún
mun komast af, á því leikur enginn
vafí. Maggí er eimreiðin sem dregur
vagnana í gegnum myrka nóttina og
ef til vill sækir verkið fyrir þær sak-
ir heiti sitt í hana, öllu heldur gælu-
nafn hennar, en ekki Brick, þótt hann
sé þungamiðja þess.“
Áð sögn Hallmars markaði Köttur
á heitu blikkþaki viss þáttaskil á
sínum tíma, þar sem ekki hafði ver-
ið fjallað um samkynhneigð ájafnop-
inskáan hátt í bandarísku leikhúsi
fram að því. „Þetta er hlutur sem
er sjálfsagður í dag en þótti háska-
legur á sínum tíma. Þegar „Köttur-
inn“ var frumsýndur á Broadway
var meira að segja skoðað hvort
banna ætti börnunum, sem gert er
ráð fyrir í verkinu, að taka þátt í
jafn „klámfenginni" sýningu. Þegar
upp var staðið fengu þau að vera
með en voru höfð undir ströngu eftir-
liti - fengu ekki að fylgjast með
framvindu leiksins þegar þau voru
ekki á sviðinu."
Nú er öldin önnur og ólíklegt að
Köttur á heitu blikkþaki eigi eftir
að særa blygðunarkennd áhorfenda
í Þjóðleikhúsinu, jafnvel þó sitthvað
sé tekið djarfari tökum en í frumupp-
færslunni.
Upphafning þess liðna
TENNESSEE Will-
iams er eitt af stóru
nöfnunum í leiklist-
arsögu Bandaríkj-
anna. Fáir höfund-
ar, ef nokkrir, hafa
náð viðlíka vinsæld-
um og haft önnur
eins áhrif. Verk
Williams, sem gjarn-
an eru staðsett í
Suðurrílqunum,
vitna oftar en ekki
um samúð hans með
vegvilltum einstakl-
ingum, höldnum
bældum ástríðum,
sem upphefja hið
liðna og ráfa ráðvilltir á mörk-
um draums og veruleika, fortíð-
ar og nútíðar.
Tennessee Williams, réttu
nafni Thomas Lanier Williams,
fæddist í bænum Columbus í
Mississippi í Bandarikjunum
árið 1911. Fyrstu hugðarefni
hans á ritvellinum voru smásög-
ur og (jóð, sem hann samdi und-
ir áhrifum frá Tsjekhov og D.H.
Lawrence, en áhugi hans á leik-
ritun kviknaði í háskóla. Á
kreppuárunum settu áhugaleik-
hópar fyrstu verk hans á svið
og varð það hinu
unga skáldi hvatn-
ing til að nema list-
ina við Iowa-
háskóla, þaðan sem
hann lauk BA-prófi
árið 1938.
Williams vakti
fljótt á sér athygli
sem leikritaskáld,
meðal annars með
einþáttungunum
American Blues, en
sló ekki í gegn fyrr
en með Glerdýrun-
um í New York árið
1944. Upp fráþví
var hann í farar-
broddi bandarískra leikskálda
og vann á næstu misserum
hvern sigurinn á fætur öðrum.
Nægir þar að nefna Sporvagn-
inn Girnd (1947), Sumri hallar
(1948), Kött á heitu blikkþaki
(1955), Suddenly Last Summer
(1958), SweetBird of Youth
(1959) og The Night ofthe Igu-
ana (1962). Margir sjónleikja
Williams hafa verið kvik-
myndaðir, sumir oftar en einu
sinni, en kunnastar eru að lík-
indum Hollywood-útgáfurnar
af Sporvagninum Girnd, þar
sem Marlon Brando og Vivien
Leigh voru í aðalhlutverkum,
og Ketti á heitu blikkþaki, með
Paul Newman og Elizabeth Ta-
ylor í broddi fylkingar.
Á sjöunda áratugnum fór
hins vegar að halla undan fæti.
Verk Williams féllu hvert um
annað þvert og hann ánetjaðist
svefnlyfjum og áfengi. Andlegri
og líkamlegri heilsu hans hrak-
aði ört og um tíma var hann
vistaður á geðsjúkrahúsi. Ten-
nessee Williams fannst látinn á
hótelherbergi í New York árið
1983, 71 árs að aldri. Banamein
lians var köfnun, plastlok af
lyfjaglasi hafði staðið í hálsi
hans.
„Tennessee Williams var hör-
undsár og berskjaldaður maður,
viðkvæmur fyrir öllu og öllum,“
hefur verið haft eftir leik-
sljóranum Elia Kazan, sem var
náinn samstarfsmaður skálds-
ins um langt árabil og setti
mörg verka þess á svið. „Hann
var ákaflega hreinskilinn —
skáld með ósnortna sál — en
þjakaður af djúpum geðflækj-
um. Það lá alltaf fyrir að þetta
viðkvæma ljúfmenni myndi
grafa sína eigin gröf.“
Tennessee
Williams
þá eigum við bókahiliurnar
B:60 L:115 D:29 kr. 8.140,-
B:60 L:203 D:29 kr. 13.120,-
B:80 L:115 D:29 kr. 9.680,-
B:80 L:203 D:29 kr. 15.950,-
Verið velkomin
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bíldshöföi 20-112 Rvík - S:587 1199
LISTAKOKKAR ^ .Tll
^ ígT' OC5 DÁSAMLEGUR MATURI
ÍTILEFN115 ÁRA AFMÆLIS OKKAR:
Kvöld og helgar-
tilboð
♦ ♦♦ allan marsmánuð
Heffurdu boðið
fjölskyldunni út að borða nýlega?
^AAatseSilí
í forrétt: Koníaksbætt humarsúpa
Veljiö:
Okkar landsfraega
LAMBASTEIK BERNAISE
með bakaðri kartöflu
GRÍSALUND
með sráðostasósu.
NAUTAPIPARSTEIK
með villisveppum.
FFloUmti í&btwum t bæiutm ei* 'uuúfalum í ueróuw
otf suo auóuituð (flœ&ilegi salutburimu
AÐEINS KR, 1.390,-
Viö erum á besta
stað í bænum.
PÖTTURINN
OG
PflNI
6RRUTRRHOLTI 22
SlMI 551-1690
Góð aöstaða í barna-
horninu.
RYMINGARSALA ALDARINNAR
Verslunin hættir - allt á að seljast - meiri afsláttur allt að
Mikið úrval af úlpum, skíðagöllum, skíðabuxum, hanskar, útivistar-
fatnaður, íþróttagallar, íþróttaskór o.fl. o.fi. fyrir fullorðna og börn.
Opnunartími:
Mánud.-föstud. kl. 10-18,
laugard kl. 10-16
Nóatúni 17, sími 511 3555
»hummel ©
SPORTBÚÐIN