Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 1
92 SÍÐUR B/C/D/E/F 59. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vaxandi kurr í arabaríkjum Hætta á að friðarferlið sé í uppnámi Gaza, Moskvu, Amman. Reuter. _Reuter Mótmæla niðursknrði YASSER Arafat, forseti Palestínu- manna, hefur boðað á sinn fund fulltrúa erlendra ríkja, sem af- skipti hafa haft af friðarsamning- um í Miðausturlöndum, til að ræða við þá um kreppuna, sem komin er upp í samskiptum Palestínu- manna og ísraela. Banjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, sagði í Moskvu í gær, að friðurinn væri ekki úti þótt ágreiningurinn væri mikill. PLO boðar til ráðstefnu Nabil Abu Radainah, talsmaður Arafats, sagði, að bandarískum, evrópskum og arabískum fulltrú- um yrði boðið til fundar á laugar- dag til að ræða friðarferlið allt „og kreppuna, sem ísraelar hafa vald- ið“. Bandaríkjamenn tilkynntu þegar í gær, að þeir hygðust þekk- jast boðið. Eftir ísraelskum embættismanni er haft, að Arafat vilji draga Bandaríkjastjóm sem mest inn í deiluna og hann sagði, að sendi- herra Bandaríkjanna í ísraeL Mart- in Indyk, hefði ráðlagt ísraels- stjórn að draga úr spennunni með því að leyfa flugstöð og höfn á Gaza, leyfa Palestínumönnum að fara yfir ísrael á milli Gaza og Vestubakkans og hætta að taka land af Palestínumönnum. Treystir ekki Netanyahu Netanyahu, sem er í opinberri heimsókn í Moskvu, varði í gær ákvörðunina um íbúðabyggingar í Austur-Jerúsalem og sagði, að þótt ísraela og Palestínumenn greindi á væri enginn dómsdagur í nánd. íbúðabyggingarnar í A-Jerúsal- em og afar takmarkaður brott- flutningur ísraelsks herliðs frá Vesturbakkanum hafa vakið reiði í arabaríkjum og Abdul-Karim al- Kabariti, forsætisráðherra Jórdan- íu, sagði í gær, að allt friðarferlið í Miðausturlöndum væri í hættu. Þá skýrðu ísraelsk dagblöð frá því, að Hussein Jórdaníukonungur hefði sent Netanyahu tvö bréf þar sem stefnu ísraelsstjórnar væri mótmælt og þar segðist hann ekki treysta Netanyahu lengur. SJÖ ÞÚSUND starfsmenn Ren- ault-bílaverksmiðjanna mótmæltu fyrirhugaðri lokun samsetningar- verksmiðju fyrirtækisins í Belgíu og áætlaðri starfsmannafækkun í Frakklandi við höfuðstöðvar Ren- ault í París í gær. I mótmælunum tóku þátt starfsmenn fyrirtækisins í Belgiu, Frakklandi og á Spáni. Krafa þeirra er að hætt verði við lokun samsetningarverksmiðjunn- ar í Vilvoorde í Belgíu þar sem 3.100 manns starfa og samið verði um styttingu vinnuvikunnar til þess að komast megi þjá fækkun starfsfólks í Frakklandi. Renault- verksmiðjumar eiga nú við mikla rekstrarörðugleika að stríða. Jeltsín stokkar upp fyrir helgi Ahersla á efna- hags- málin Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, fól í gær Víktor Tsjemo- myrdín forsætisráðherra og Anatolí Tsjúbaís, fyrsta aðstoð- arforsætisráðherra, að stokka upp ríkisstjórnina. Er búist við, að frá því verði gengið fyrir helgi. Ljóst er, að Tsjúbaís mun ráða mestu um skipan nýrrar stjórnar en hann stýrði einka- væðingunni í Rússlandi á árun- um 1991 til 1996. Hann hafði hins vegar verið utan stjórnar í rúmt ár vegna óánægju með stefnu hans í þessum málum. Andstæðingar Jeltsíns hafa brugðist illa við skipan hans en erlendir fjárfestar hafa hins vegar fagnað henni. Hugsanlegt er talið, að skipt verði um alla ráðherra nema þá Tsjernomyrdín og Tsjúbaís og munu breytingarnar fyrst og fremst verða gerðar með efnahagsmálin í huga. Hafði Tass-fréttastofan það eftir Tsjernomyrdín, að líklega myndi Jeltsín tilkynna skipan nýrrar stjórnar fyrir helgi. Berisha skipar sósíalista nýjan forsætisráðherra Tirana. Reuter. Reuter UNGUR drengur hjálpar föður sínum að flytja heim ránsfeng af hóteli í Sarande í Suður-Albaníu, sem bæjarbúar létu greipar sópa um í gær og kveiktu síðan í, þrátt fyrir hótanir leiðtoga uppreisnarmanna um að skemmdarvörgum yrði refsað. SALI Berisha, forseti Albaníu, fól í gær Bashkim Fino, þingmanni stjórnarandstöðuflokks sósíalista, að gegna embætti forsætisráð- herra landsins. Tilkynnt var um þetta eftir að fregnaðist, að vopnuð uppreisn almennings í Suður- Albaníu hefði nú breiðzt út til norðurhluta landsins einnig. Þrjú hundruð manna múgur réðst til inngöngu í herbúðir í Bajram Curri, rúmlega 200 km norðaustur af höfuðborginni Tir- ana, og tók þar hundruð hríð- skotariffla traustataki. Einn úr hópnum kvað hafa sagt: „Þegar ekkert ríkisvald er nærri, verður maður að verja sig sjálfur." Þann- ig virtist fólkið sem í hlut átti hvorki vera fylgjandi né andsnúið Berisha forseta. Bashkim Fino er hagfræðingur og fyrrverandi borgarstjóri borgar- innar Gjirokaster, sem nú er í höndum uppreisnarmanna. Fyrir- rennari hans, Aleksander Meksi, fór frá að beiðni Berisha í síðustu viku. Viðræður stóðu enn yfir í gær um myndun þjóðstjórnar með þátt- töku sósíalista, sem sitja myndi að völdum fram að þingkosningum í júní. í símasamtali við Lamberto Dini, forsætisráðherra Ítalíu, sagði Berisha í gær að ný stjórn yrði komin á laggirnar innan sól- arhrings. Ítalía hefur tekið að sér að vera ábyrgðaraðili fyrir samn- ingum Albaníustjórnar við stjórn- arandstöðuna. Krefjast afsagnar Berishas Uppreisnarmenn í suðri virðast þó láta sér fátt um finnast um við- leitni forsetans til að stofna til samstarfs við stjórnarandstöðuna, sem virðist engu meiri áhrifa njóta meðal uppreisnarmanna en stjóm- völd sjálf. Sjálfskipaðir talsmenn uppreisnarmanna segjast ekki láta nein vopn af hendi fyrr en Berisha hafi sagt af sér. Við grísku landamærin skutu í gær grímuklæddir uppreisnar- menn albanskan vegfaranda til bana, þegar hann neitaði að af- henda þeim peninga. Um 150.000 hríðskotarifflar hafa fallið í hendur uppreisnar- manna á síðastliðnum 10 dögum, ásamt skriðdrekum, loftvarnabyss- um, fallbyssum og jafnvel orrustu- flugvélum. Einn fimmti hluti orr- ustuflugflota albanska hersins, 19 rússneskar MiG-þotur, féll í hendur uppreisnarmanna í gær, er þeir hertóku herflugvöll í Kucove, 100 km sunnan Tirana. Reuter Deilt um niður- greiðslur Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, frestaði í gær samninga- viðræðum við forystumenn verka- lýðsfélaga þýzkra kolanámu- verkamanna, þar sem freista átti þess að finna málamiðlun um lækkun niðurgreiðslna til inn- lendrar kolaframleiðslu. Um þrettán þúsund verkamenn söfnuðust saman í Bonn til að leggja áherzlu á kröfur sínar. Hér hrópar einn þeirra slagorð og sýnir bol, sem á er letrað: „Kanzl- ari, þetta er síðasta skyrtan mín.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.