Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 ' MORGUN BLAÐIÐ ERLENT Paul McCartney sleginn til riddara í Buckingham-höll Reuter SIR Paul McCartney með orðuna, sem fylgdi riddaranafnbótínni Stjórnin aflýsir samningafundi Gíslamálið í Perú komið í harðan hnút Lima. Reuter. Bítillinn Sir Paul London. Reuter. PAUL McCartney, Bítíllinn, sem spaugaði með það fyrir 30 árum að hafa reykt maríjiiana inni á salernum Buckingham- hallar, gekk aftur á fund Elísa- betar drottningar í gær. Var hann þá sæmdur riddaranafn- bót fyrir framlag sitt tíl dægur- tónlistar. McCartney er nú Sir Paul og fór athöfnin fram samkvæmt aldagamalli veiyu en útí fyrir höfðu safnast saman hundruð manna, ferðalanga og aðdáenda Bítlanna, í von um að fá að líta riddarann nýslegna. Var honum líka fagnað mikið þegar hann ók úr hlaði en hann skrúfaði niður bUrúðuna og brosti til fólksins. Hvorki Linda, kona hans, sem glímir nú við brjósta- krabbamein, né börnin hans fjögur voru viðstödd athöfnina. Fyrir Liverpool McCartney og hinir Bítlarnir þrir voru sæmdir Heimsveldis- orðunni 1965 og þá hneykslaði hann margan manninn með því að grínast með, að þeir félag- arnir hefðu reykt maryúana inni á salerni áður en þeir hittu drottningu. Að þessu sinni lét hann ekkert þess háttar sér um munn fara en lýstí yfir, að hann hefði með nokkrum hættí tekið við nafnbótinni fyrir hönd hinna Bítlanna, George Harrisons, Ringo Starrs og John Lennons, sem myrtur var í New York 1980, og fyrir ættborgina Liver- pool. Drottningin drap sverðinu á hvora öxl McCartneys þegar hún gaf honum títilinn en sam- starfsmenn McCartneys segja, að hann muniekkinota hann sjálfur. TU þess sé hann allt of hógvær. Þess má geta, að Lenn- on skilaði Heimsveldisorðunni sinni 1969 til að mótmæla Víet- namstríðinu. Tímabær upphefð Jafnvel á mælikvarða bresk- rar íhaldssemi þóttí meira en tími tíl kominn, að McCartney fengi riddaranafnbót en þessi upphefð hefur lengi verið dálít- ið einskorðuð við dómara, vís- indamenn og stjórnmálamenn. Cliff Richard tók við henni 1995 og George Martin, sem gaf út næstum öll vinsælustu lög Bítl- anna, fékk hana í fyrra. McCartney lifir nú rólegu lífi á sinum lífræna búgarði í Suð- ur-Englandi ásamt Lindu, konu sinni, sem leggur sér fátt annað til munns en grænmeti, en þau hafa verið í hjónabandi í 27 ár. ÓVISSA ríkti um samningaviðræð- urnar um gíslamálið í Perú í gær eftir að stjórnin aflýsti næsta fundi og sagði ekkert um hvenær þær gætu hafist að nýju. Samningamað- ur stjórnarinnar, Domingo Palermo, sakaði marxíska skæruliða, sem hafa haldið 72 gíslum í bústað jap- anska sendiherrans í Lima í 84 daga, um að hafa reynt að svíkja loforð sem þeir hefðu gefið. Ekki var vitað nákvæmlega hvers vegna stjórnin aflýsti viðræðunum, en yfirlýsing frá Palermo benti til þess að þær væru komnar í harðan hnút. Skæruliðarnir slitu viðræðunum í vikunni sem leið og sökuðu stjórnina um að hafa grafið göng að bústað sendiherrans til að undirbúa áhlaup á bygginguna. Viðræðunum var þó haldið áfram í nokkrar klukkustund- ir um helgina og virtust aftur vera komnar á skrið þegar stjórnin af- lýsti næsta fundi. Ryutaro Hashimoto, forsætisráð- herra Japans, kvaðst hafa áhyggjur af gangi mála en sagði ákvörðun stjórnarinnar í Perú ekki koma sér á óvart. Áhlaup talið ólíklegt Nú þegar gíslarnir hafa verið í bústaðnum í tæpa þrjá mánuði hafa menn vaxandi áhyggjur af líkam- legri og andlegri heilsu þeirra. Sjón- varpsstöð í Lima skýrði frá því í fyrrakvöld að einn gíslanna, Jorge Gumucio, sendiherra Bólivíu, hefði fengið „móðursýkiskast“ nýlega og ekki stillt sig fyrr en einn skærulið- anna hefði hrópað á hann. Þrír lækn- ar hafa vitjað gíslanna síðustu daga og fregnir herma að a.m.k. 21 þeirra eigi við alvarleg veikindi að stríða. Þótt viðræðurnar hafi ekki borið árangur bendir ný viðhorfskönnun í Lima til þess að 57% borgarbúanna séu andvíg því að stjórnin reyni að frelsa gíslana með áhlaupi. Háttsett- ur embættismaður, Hector Jhon Caro, fyrrverandi yfirmaður þeirrar deildar lögreglunnar sem berst gegn hermdarverkum, kvaðst telja að stjórnin gæti vart fyrirskipað árás á bygginguna úr þessu en útilokaði ekki þann möguleika sem lokaúr- ræði. Á meðal gíslanna eru bróðir Al- bertos Fujimoris, forseta Perú, sendiherra Japans og margir jap- anskir stjórnarerindrekar og kaup- sýslumenn. Skæruliðarnir sögðu á mánudag að málið yrði ekki leitt til lykta á næstunni þar sem stjórnin vildi ekki verða við þeirri kröfu að um 400 félagar þeirra yrðu látnir lausir úr fangelsi. ♦ ♦ ♦----- Finnland Stuðningur við tvö ríkismál MEIRIHLUTI finnskumælandi Finna er þeirrar hyggju að áfram eigi að vera tvö opinber mál í Finn- landi og dijúgur meirihluti telur að sænska sé snar þáttur í finnsku sam- félagi, samkvæmt nýrri skoðana- könnun. Þar kemur einnig fram að flestum þætti til vansa ef sænska og sænsk menning hyrfí í Finnlandi. Samkvæmt könnuninni lætur fjórðungur finnskumælandi Finna sænskumæiandi landa sína fara í taugarnar á sér og lítur á þá sem framandi málhóp. Afstaðan til sæn- skumælandi Finna er í beinu sam- hengi við aldur og menntun. Eftir því sem menn eru yngri og hafa meiri menntun eru þeir jákvæðari í garð sænskumælandi Finna. Reuter * Ottast einræktun FULLTRÚAR flokka um- hverfisverndarmanna, Græna hópsins, á Evrópuþinginu í Strasbourg létu ótta sinn við einræktun í ljós er þeir mættu til þingfundar í gær með eins grímur fyrir andliti, en þar fóru fram umræður um einræktun dýra og manna. Edith Cresson, sem fer með rannsóknamál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, lýsti í gær yfir vilja sínum til að einræktun manna verði bönnuð. Evrópuþingið gagnrýnir Schengen-samninginn harðlega Gagnrýna leynd o g skort á lýðræðislegn eftirliti EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti á fundi í Strassborg í Frakklandi í gær þing- sályktun, þar sem Schengen-samn- ingurinn er gagnrýndur harðlega, meðal annars fyrir ógagnsæi og skort á lýðræðislegu eftirliti. Þingið er samþykkt markmiðum samnings- ins um frjálsa för fólks yfir innri landamæri aðildarríkja Evrópusam- bandsins og vill að Schengen-samn- ingurinn verði hluti af stofnsáttmála ESB. Það telur hins vegar ekki nægja að vegabréfasamstarfið verði hluti af millríkjasamstarfinu um dóms- og innanríkismál í svokallaðri þriðju stoð ESB, heldur vilja þing- menn að Schengen-samstarfið flytj- ist í framtíðinni í hina yfirþjóðlegu fyrstu stoð og verði þannig undir eftirliti framkvæmdastjórnar ESB og Evrópuþingsins. Ályktunin var samþykkt með 229 atkvæðum gegn 132. Þingmenn næststærsta flokkahópsins á þing- inu, kristilegra demókrata og íhalds- manna, greiddu atkvæði gegn henni, þar sem þeim þótti of langt gengið tillögum um breytingar á stefnu Schengen-ríkjanna varðandi veit- ingu vegabréfsáritana og pólitísks hælis. Þingnefnd um innanríkismál og frelsi borgaranna lagði þingsálykt- unina fram. í henni er að finna harða gagnrýni á Schengen-samkomulagið í núverandi formi. Þingið gagnrýnir „skort á gagnsæi og lýðræðislegu eftirliti með Schengen-samningn- um“ og bendi á að „eftirliti með Evrópuþingið gagnrýnir Schengen-samninginn harðlega í ályktun, sem samþykkt var í gær. Olafur Þ. Stephensen skrifar frá Strassborg. framkvæmd hans og lagalegri vernd almennings" sé ábótavant. Þingið fer meðal annars fram á að framkvæmdanefnd Schengen skili „öllum gagnlegum skjölum" til Evrópuþingsins og þjóðþinga aðild- arríkjanna. Þingið lætur sömuleiðis í ljós áhyggjur af þróun upplýsinga- kerfís Schengen (SIS), þar sem því virðist einkum ætlað að útiloka „óæskilega útlendinga". Evrópuþingið fagnar því að Norð- urlöndin hafí nú fengið aðild að Schengen og þannig hafi tekizt að varðveita norræna vegabréfasam- bandið. Þingið bendir reyndar á að norræna vegabréfasambandið hafi tryggt fijálsa för yfir landamæri í 40 ár án þess að byggja upp „heilt vopnabúr af lögum og reglum". Aukaaðild íslands og Noregs „hindrun"? Þingið telur hins vegar að aukaað- ild íslands og Noregs að Schengen- samningnum geti orðið „hindrun" í vegi þess að Schengen-samstarfið verði í framtíðinni fært undir lögsögu stofnana Evrópusambandsins, það er framkvæmdastjómarinnar og þings- ins. Þingið fer þess vegna fram á að settar verði skýrar reglur um þátt- töku íslands og Noregs í ákvarðana- töku til að forðast stofnanalegar flækjur í framtíðinni. „Þingið er þeirr- ar skoðunar að aðild Noregs og Is- lands megi ekki verða fordæmi fyrir útvíkkun Schengen til fleiri landa, sem eiga ekki aðild að Evrópusam- bandinu," segir í þingsályktuninni. Setning um að setja hefði átt skýr- ari ákvæði í samstarfssamningana við ísland og Noreg um hugsanleg slit samstarfsins var felld út úr álykt- uninni við atkvæðagreiðslu í gær. Evrópuþingið hvetur þjóðþing Norðurlandanna til þess að tryggja það, um leið og þau staðfesta aðild að Schengen-samningnum, að séð verði fyrir rétti þeirra til að krefjast upplýsinga og hafa eftirlit með fram- kvæmd samningsins. Þingið leggur til að sett verði á fót samráðsnefnd þjóðþinga aðildar- ríkja Schengen til að bæta þingræð- islegt eftirlit með framkvæmd samn- ingsins. I > I i > i i i l t í I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.