Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 57< 1 I ) ) I I > I I I I J I J I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ■-I MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Leðurblökumað- urinn í nýjum ævintýrum Þegar er hafínn undirbúningur að „Batman 5“ þó að „Batman 4“ verði ekki frumsýnd vestanhafs fyrr en 20. júní nk. Framhaldsmyndir og aðrar formúlur eru alltaf vinsælar í Hollywood. Þar sem fyrstu þijár kvikmyndimar um Leðurblöku- manninn seldust vel er haldið áfram að mjólka markaðinn. Fyrstu drög að handriti „Bat- man 5“ eru til en farið er með þau eins og ríkisleyndar- mál. Hjartaknúsarinn úr Bráðavaktinni George Clooney verður að öllum lík- indum áfram í aðalhlutverkinu í „Batman 5“ en óvíst er hvort Chris O’Donnell og Alicia Silverstone haldi áfram sem Robin og Batgirl. Mesta spennan er í kringum hvaða karakter verður aðalóvinur Leðurblökumanns- ins og hver fari með hlutverkið. Allt er óvíst, en ýmsir hafa verið nefndir í þessu sambandi. Má þar nefna Robin Williams, Mel Gibson, Jeremy Irons og Gene Hackman. Einnig hefur útvarpsmaðurinn ill- ræmdi Howard Stern verið nefndur sem líklegur til að hreppa hlutverk vonda mannsins. Möguleikar hans byggjast mikið á því hvernig frum- raun hans á hvíta tjaldinu „Private Parts“ gengur, en hún var frumsýnd í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hugmyndir að fleiri framhald- myndum eru til umræðu í Holly- wood. Má þar nefna: Independence Day 2, Blade Runner 2, Beetlejuice 2, The Bodyguard 2, Cliffhanger 2, Dirty Dancing 2, Terminator 3, Und- er Siege III, Mad Max 4, Lethal Weapon 4, Jaws 5, og Halloween 7. MYNDBÖND Bragðgóður hlunkur Klikkaði prófessorinn (The Nutty Professor)_____ Gamanmynd ★ ★ ★ Framleiðandi: Image Entertain- ment. Leikstjóri: Tom Shadyac. Handritshöfundar: David Sheffield, Barry W. Blaustein, Tom Shadyac, Steve Oedekerk. Kvikmyndataka: Julio Macat. Tónlist: David New- man. Aðalhlutverk: Eddie Murphy. 91 mín. Bandarikin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 11. Mars. Myndin öllum leyfð. Jeckyll and Mr. Hyde“. Myndin gengur út á einn brandara, sem felst í rúmmálslegum eig- inleikum Klumps og er það Eddie Murphy að þakka að henni tekst að halda þessum brandara út. Murphy hefur rifið sig uppúr þeirri lægð, sem hann hefur verið í undanfarin ár og sannar það að neðri vör hans er margfalt fyndn- ari en allar fettur og brettur Jim Carrey samanlagðar. Murphy er einn af fjölhæfustu gamanleikur- um nútímans og bregður sér í allra kvikynda líki í myndinni. Það er hægt að finna helling af göllum á „Klikkaða prófessorn- um“, en myndin er gerð til þess eins að skemmta áhorfendum og tekst það fullkom- lega. OttóGeirBorg EINS og flestum er kunnugt er fátt eins niðurdrepandi og léleg- ar gamanmyndir, en sem betur fer er „Klikkaði prófessorinn“ ekki slík mynd. Þetta er neðanbeltisgaman- mynd og segir frá hinum hold- uga og hlé- dræga Sherman Klump, sem verður vegna kraftaverks vís- indanna að hormónadrifn- um glaumgosa. Þessi ágætis af- þreying er „svört“ endurgerð á einni af frægustu myndum Jerry Lewis og er hann einn af framleið- endunm, en sú mynd var ekkert annað en gamanútfærsla á „Dr. Murphy er einn af fjölhæfustu gamanleikurum nútímans og bregður sér í allra kvikinda líki í myndinni. MYNDBÖIMD SÍÐUSTU VIKU Dauði og djöfull (Diabolique) k Barnsgrátur (The Crying Child) k Riddarinn á þakinu (Horseman on the Roof) kkk Nær og nær (Closer and Closer) ★ ★’/2 Til síðasta manns (Last Man Standing) ★ ★'/2 Geimtrukkarnir (Space Truckers) ★ ★ Börnin á akrinum (Children of the Corn) k Powder (Powder) ★ ★'/2 Innrásin (The Arrival) ★ ★ Umsátrið á Rubyhryggnum (The Siege at RubyRidge) ★ ★ Draumur sérhverrar konu (Every Woman’s Dream) ★ ★‘/2 Ríkharður þriðji (Richard III) ★ ★ ★‘/2 Bleika húsið (La Casa Rosa) ★ ★ Sunset liðið (SunsetPark) kV2 í móðurleit (Flirting with Disaster) 'k'k-k Banvænar hetjur (Deadly Heroes) Dauður (Dead Man) k Frú Winterbourne (Mrs. Winterbourne) k kV2 Frankie stjörnuglit (Frankie Starlight) k kVi Dagbók morðingja (Killer: A Journal of Murder) V2 Kraftar og kona Eyðandinn (Eraser)____________________ Spcnnumynd ★ ★ '/1 Framleiðandi: Wamer Bros. Leik- stjóri: Charles Russell. Handrits- höfundar: Tony Puryear og Walon Green. Kvikmyndataka: Adam Greenberg. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalhlutverk: Amold Schwarzen- egger, James Caan, Vanessa Will- iams og James Coburn. 108 mín. Bandaríkin. Warner Bros. Home Video/Warner myndir 1997. Útgáfudagur: 6. mars. I ÞESSARI nýjustu hasarmynd sinni leikur Arnold Schwarzenegger John nokkurn Kruger sem hefur það starf að halda hlífiskildi yfir mikilvægum vitnum leyni- þjónustunnar. Þarf oft að eyða skjalalegri tilvist vitnisins til að vernda það frá glæpamönnun- um. Nú á hann að vernda fagra konu sem ein hefur upplýsingar um hvernig á að búa til hættulegasta gjöreyðingar- vopn jarðar. En skyndilega virðist hann sjálfur svikari í málinu og þarf að sanna sakleysi sitt áður en illa fer. Flestir myndbandagláparar og bíófarar hafa séð þónokkrar liasarmyndir í þessum stfl. Krafta- karl sem býr yfír Q'ölsviða þekk- >ngu, á að komast að því hvar hund- urinn liggur grafínn. Hann lendir oft í honum kröppum, en fínnur ávallt lausn á vandanum á snjallan og óvæntan hátt, kemst úr ógöngunum naumlega og skapar það mikla spennu. Oftast verður fögur kona á vegi hans, og þarf hann að druslast með hana í eftir- dragi í hættuförunum. Þegar til kemur er hún oftast ansi klár og bjargar jafnvel lífí hans í eitt skipti eða svo. (Þær eru nú ekki svo vit- lausar eftir allt, þessar elskur!) Aukapersóna, sem jafnan er félagi kraftakarlsins, sér um fyndnina og er hálfhlægileg, en það eru krafta- karlinn og fallega konan aldrei. Húmorinn þeirra felst í því að smella út ótrúlega svalri setningu á rosalegri hættustundu. Þessar myndir eru fullkomnar tæknilega (enda kosta þær ekkert smá!). Það sem breytir svo einni mynd frá annarri er frumleiki varðandi plott- ið, áhættuatriðin, og fyndnu per- sónuna. Þessi mynd er svona, og þessi mynd er ansi skemmtileg. Schwarzenegger er náttúrlega að- alkraftakarlatöffari í heimi og svík- ur ekki aðdáendur (og laumuaðdá- endur) sína hér frekar en endra nær. Það er óneitanleg ánægjulegra að heyra þýska hreiminn hans held- ur en ryminn í Stallone. Vanessa Williams er fín sem fallega konan, en persóna hennar hefði mátt vera litríkari, (þær eru nú sjaldan mjög stekir karakterar). Fyndna persón- an í þetta sinn er ítali nokkur, en hann er mjög skemmtileg týpa og lyftir myndinni upp, ásamt öllu því ítalska fitubolluliði sem honum fylg- ir. Áhættu- og spennuatriðin eru mörg mjög skemmtileg eins og krókódílaatriðið, en það verður að segjast að flugvélaatriðið, sem greinilega var mikið lagt í, minnti um of á upphafsatriði seinustu James Bond myndarinnar, og fær því myndin ekki marga punkta fyr- ir það, sem annars hefði geta orðið. Já, já, þetta er ansi fín mynd í sín- um flokki, en því miður gerir ófrum- legt plott það að verkum að hún nær ekki þremur stjömum, og er það miður. En hvernig er það ann- ars, eigum við ekki sterkasta mann í heimi og fallegasta kvenfólk í heimi? Ég skora því hér með á ís- lenska kvikmyndagerðarmenn að búa til eina svona með Magnúsi Ver og Lindu Pé. Hildur Loftsdóttir. skráðu þig í tart-klúbbinn . mars! Þú getur unnið: • ferð fyrir tvo á leik með Chicago Bulls í NBA-deildinni, • frímiða á úrslitaleik í DHL-deildinni • og rétt til að reyna að skora 100 þúsund krónakörfu í hálfleik, • flotta Jordan körfuboltaskó, körfubolta, Nike íþróttagalla, vandaðan bakpoka og fleira. 10 nöfn verða dregin út á FIVI957 þann 13. mars. Allir START-félagar eru sjálfkrafa með í leiknum og nýir félagar fá að auki bakpoka, veski og bol að gjöf. Hringdu í næsta sparisjóö og fáðu upplýsingar um START. n SPARISJÓÐIRNIR -fyrirþig ogþína www.spar.is UNGLINGAKLÚBBUR SPARISJÓÐANNA, FYRIR 12-15 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.