Morgunblaðið - 12.03.1997, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.03.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 17 Bifreiðaskoðun hf. Viðræður um sam- runa BIFREIÐASKOÐUN hf. hefur ósk- að eftir viðræðum við Nýju skoðun- arstöðina hf., Skoðun hf., og Skoð- unarstofuna hf. um mögulegan samruna félaganna þannig að hægt verði að nýta betur þá framleiðslu- þætti sem fyrir hendi eru hjá fyrir- tækjunum, s.s. starfsmenn og hús- næði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var ákveðið á stjórnarfundi Bifreiðaskoðunar hf. í síðasta mán- uði að félagið myndi leita eftir fleiri verkefnum á sviði skoðunar- og prófunarstarfsemi. Þau svið sem helst er litið til eru skoðun á að- stöðu, hreinlæti og innra eftirliti vinnsluleyfishafa í sjávarútvegi, rannsóknir innar örveru- og efna- greiningar, skoðun á rafmagnssviði og prófun og löggilding innan lög- mælifræðinnar. ♦ » ■» Nýr forstöðu- maður hjá Is- landsbanka •ÓLAFUR Ásgeirsson hefur verið settur forstöðumaður fjárstýringar íslandsbanka og tekur hann við starfinu um miðjan apríl. Ólafur er 37 ára viðskiptafræð- ingur. Hann út- skrifaðist frá Há- skóla íslands árið 1986, lauk MBA prófi frá DeMontfort University í Englandi árið 1993 og öðlaðist lög- gildingu sem verðbréfamiðlari árið 1994. Ólafur hefur starfað hjá ís- landsbanka og áður Verslunar- banka frá árinu 1988. Kona hans er Hildur Gunnarsdóttir og eiga þau þrjár dætur. ------» ♦ ♦ Airbus og Lockheed nálægt því að semja London. Reuter. EVRÓPSKA flugiðnaðarfyrirtækið Airbus Industrie er nálægt sam- komulagi við Lockheed Martin í Bandaríkjunum og suður-kóreskt fyrirtæki um samstarf við smíði 550 sæta breiðþotu að sögn brezka blaðsins The Observer. Blaðið segir að Airbus vonist til að semja við Lockheed og annað hvort kóreska flugfélagið KAL eða Samsung Co innan eins mánuðar um samvinnu við A3XX-áætlunina, sem talið er að muni kosta 8 millj- arða dollara. Talsmaður Airbus sagði Reuter að fyrirtækið ætti í viðræðum við bandarískt og suður-kóreskt fyrir- tæki, en samstarfsaðili hefði ekki verið valinn. Hann sagði að samkvæmt blaða- fréttum væru Lockhead og North- rop Grumman Corp hugsanlegir samstarfsaðilar í Bandaríkjunum og Samsung væri meðal suður- kóreskra fyrirtækja, sem rætt hefði verið við. Þótt KAL hefði nýlega samþykk að kaupa fleiri Airbus farþegaþotur kvað talsmaðurinn ólíklegt að KAL tæki þátt í A3XX. Pizza Hut fær Gámes vottun PIZZA Hut veitingastaðurinn á Hótel Esju hefur hlotið viður- kenningu frá Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur, fyrir að upp- fylla ákvæði um innra eftirlit, samkvæmt reglugerð um mat- vælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Pizza Hut á Islandi er fyrsti veitingastaður keðjunnar í Evrópu sem fengið hefur vott- un fyrir Gámes kerfið. Á myndinni eru Valgerður Ásta Guðmundsdóttir frá Rann- sóknarþjónustunni Sýn, sem vann að uppsetningu kerfisins og Rögnvaldur Ingólfsson, full- trúi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur^ sem afhenti Steindóri I. Olafssyni, eiganda og framkvæmdastjóra Pizza Hut á íslandi, viðurkenning- una. Hagstofa ESB birti rangar tölur um afkomu af tryggingarekstri á íslandi Afkoman lakari hér en annars staðar í Evrópu AFKOMA af tryggingarekstri á árinu 1995 var ekki hlutfallslega best hérlendis af ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, eins og fullyrt var í frétt Morgunblaðsins á föstu- dag. Þar var stuðst við upplýs- ingar frá hagstofu Evrópusam- bandsins, Eurostat, sem gáfu ein- dregið til kynna að hvergi væri meiri arðsemi af vátrygginga- rekstrinum án fjármagnstekna, en hér á landi. Við nánari athugun hefur komið í ljós að hlutfallstölur úr rekstri íslensku vátryggingafé- laganna í fréttatilkynningu Euro- stat eru ekki sambærilegar við tölur frá öðrum Evrópulöndum. Eurostat tilkynnt um misskilninginn Að sögn Helga Þórssonar hjá Vátryggingaeftirlitinu er hér um misskilning að ræða milli Vá- tryggingaeftirlitsins og Eurostat. íslenska talan í samanburði Euro- stat er hlutfall bókfærðra tjóna og rekstrarkostnaðar af bókfærð- um iðgjöldum, en tölur annarra ríkja eru hlutföll tjóna ársins og rekstrarkostnaðar af bókfærðum iðgjöldum. Hefur þessi villa þegar verið tilkynnt til Eurostat. Sambærilegt hlutfall fyrir ís- land er 100,15% í frumtrygging- um en ekki 84%, eins og haldið var fram í fréttatilkynningu Euro- stat. Meðaltalið fyrir ríki Evrópu- sambandsins var 95% á árinu 1995, en arðbærustu tryggingafé- lögin eru samkvæmt þessum mælikvarða í Lúxemborg þar sem hlutfallið var 88%. Þar á eftir kemur Þýskaland með hlutfallið 90%. Afkoman virðist slök á íslandi Afkoman í tryggingarekstrin- um virðist því vera slök hér á landi í samanburði við Evrópuríkin í stað þess að vera framúrskarandi góð, eins og tölur Eurostat gáfu upphaflega til kynna. Það skal áréttað að þessi afkomumæli- kvarði tekur ekki til fjármagns- tekna sem vega þungt í heildar- komu vátryggingafélaga. Þá nær þessi mælikvarði einungis yfir frumtryggingar í skaðatrygging- um, en ekki líftryggingar. Peysa 100% ull verö áöur 5.790,- verð nú 3.990,- Peysa m/rennilás 100% ull verö áður 6.790,- verð nú 4.490,- Cars gallabuxur verð áður 4.990,- verð nú 3.790,- kökó Kringlunni Slmi 568 9995 Einnig mörg önnur spennandi tilboð t.d. herrajakkar verð áður 6.990,- verð nú 4.990,- Gildir einnig í Kjallaranum, Laugavegi 67 Kpkiíw Peysa 100% ull verð áður 5.790,- verð nú 3.990,- Buxur verð áður 5.990, - verð nú 4.790,- Skór verð áður 6.990, - verð nú 3.990 Peysa 100% ull verð áður 5.790,- verð nú 3.990,- Vesti verð áður 4.490, - verð nú 2.490,- Lee Gooper gallabuxur verð áður 5.490, - verð nú 4.490,- Buxur verð áður 4.990, - verð nú 3.990,- Skyrta m/rennilás verð áður 3.990, - verð nú 2.490,- Skór verð áður 6.990, - verð nú 3.990,- Buxur verð áður 5.990, - verð nú 4.790,- Skyrta verð áður 3.990, - verð nú 2.490,- Skór verð áður 6.990, - verð nú 3.990,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.