Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 47 BREF TIL BLAÐSINS Opið bréf til iðnaðarráðherra! Hver vill fá raf- geymasýru yfir sig? Frá Sigurði Magnússyni: BRENNISTEIN er víða að fínna, en í tengslum við álver er hann aðskotaefni í rafskautum úr koli sem notuð eru við rafgreiningu í kerum álverksmiðjunnar og sem slíkur er hann hættulegur manna- og jurtalífi. Miðum við 180 þúsund tonna álver og hugsum okkur að það sé við hliðina á Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga. í svona verksmiðju losnar um 21-28 kg. af brennisteinstvíoxíði fyrir hvert tonn af áli eða 10,4- 13,8 tonn á dag. Þetta magn jafn- gildir 16-20 tonnum af brenni- steinssýru á dag. Nú er vitað að brennisteinstvíoxíð breytist í þríoxíð á mun skemmri tíma en áður var haldið, og er breytingin háð um- hverfinu. Reikna má með að helm- ingur efnisins hafi breyst í þríoxíð á nokkrum klukkustundum en við hvaða aðstæður sem er hefst ferlið strax og brennisteinstvíoxíð kemst í snertingu við andrúmsloftið. Hraðast verður ferlið ef efni eru í nánd, sem hvetja efnahvörfín og þar er járn mjög virkur hvati. Blöndun á kísiljárnryki frá Járn- blendiverksmiðju og brenni- steinstvíoxíði frá álverksmiðju mun sennilega flýta mjög fyrir myndun brennisteinssýru úr útblæstri beggja verksmiðjanna. Strax og tengingin hefur átt sér stað dregur brennisteinsþríoxíð til sín raka úr andrúmsloftinu og myndar brenni- steinssýru. Loftkennda efnið hefur þá breyst í vökva, sem myndar ör- dropa, sem eru 1/1000 mm í þver- mál. Smæð og rafhleðsla dropanna veldur því að þeir fljóta í loftinu og falla ekki til jarðar fyrr en regn eða snjór skola þeim niður. Logn og blíða yfir Grundartanga Gerum nú ráð fyrir að það sé góðviðri á verksmiðjusvæðinu, að eiturgufan frá verksmiðjunum nái vel saman og allt það efnafræði- lega ferli sem að framan er lýst hafi breytt útblæstri verksmiðj- anna í brennisteinssýru. Tökum Sigurður Magnússon sólarhrings- framleiðslu sem dæmi, sem er um 18 tonn af brennisteins- sýru. Þetta magn jafngildir áfyllingu á um 12 þúsund með- alstóra bílaraf- geyma og er þá nefnd raf- geymasýra. Á árs grundvelli er þetta magn um 4,4 milljón lítrar af geymasýru sem kemur til með að dreifast fyrst yfir næsta nágrenni verksmiðjunn- ar, sem er landbúnaðarhérað, og svo þangað sem vindar blása hveiju sinni. Tölvuforrit var matað á þeim aðstæðum, að logn væri yfir verk- smiðjusvæðinu í fimm daga. Þannig reiknar það út, að uppi í veðrahvolf- inu yfir verksmiðjunum hafí mynd- ast billjónir ördropa, sem samanlagt samsvara fyllingu um 60 þúsund meðalstórra bílgeyma. Síðan var forritinu gefin upp hæg norðanátt í hálfan sólarhring, og síðan suð- vestanátt með rigningu. Þetta leiddi það af sér að megnið af þessum fimm daga uppsöfnuðu billjónum af sýruördropum rigndi yfir Faxaflóann, Reykjavík, Akra- nes og Borgarfjarðardali. Það sem vakti mig til umhugsun- ar til að skrifa þessa grein og hvatti Var í fyrsta lagi rit Landgræðslu ríkisins „Landgræðslufréttir" 1. tbl. 6. árg. 1997. Þar segir: „Þann 26. desember 1996 gekk í gildi sérstak- ur alþjóðasáttmáli á sviði land- græðslu"; og svo síðar í greininni: „Sáttmálinn var upphaflega sam- þykktur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þann 17. júní 1994 á hálfrar aldar afmæli íslenska lýð- veldisins". í öðru lagi var það merk grein eftir Guðmund E. Sigvaldason, jarð- fræðing, sem er birt á bls. 30 í Morgunblaðinu 23. febrúar 1997. í þriðja lagi varð mér það um- hugsunarefni að heyra í fréttum fyrir nokkrum vikum að danskir Kirkjustárf Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur í dag kl. 18. Helgistund í Gerðubergi fimmtudag kl. 10.30. DAGBOK Tekið á móti fyrirbæn- um í s. 567 0110. Fund- ur í Æskulýðsfélaginu Sela kl. 20. ára og eldri kl. 20.30. Grafarvogskirkja. KFUK kl. 17.30 fyrir 9-12 ára stúlkur. Mömmumorgunn á morgun kl. 10. Fríkirkjan í Hafnar- firði. Opið hús í safnað- arheimilinu kl. 20-21.30 fyrir 13 ára og eldri. Kletturinn, kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára kl. 17 og 10-11 ára kl. 18 í safn- aðarheimilinu Borgum. Víðistaðakirkja. Fé- lagsstarf aldraðra. Opið hús í dag kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffí. Seljakirkja. Fyrirbæn- ir og íhugpm í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12 og léttur hádegisverður í Strandbergi á eftir. Æskulýðsfélag fyrir 13 Landakirkja Vest- mannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn, kl. 12.10 kyrrðarstund í há- degi. Einfalt, fljótlegt, innihaldsríkt, kl. 16 Fermingartímar, Ham- arsskóli, kl. 20 KFUM & K húsið opið unglingum. Keflavíkurkirkja. Biblíunámskeið í Kirkjulundi kl. 20-22. bændur eru í mjög auknum mæli farnir að stunda lífræna ræktun og heyrðist mér í fréttinni að þeir nytu ríkisstyrkja til þess. Hæstvirtur iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson. Ég hef áhyggjur af gróðureyð- ingu jandsins eins og svo margir aðrir íslendingar. Þess vegna skora ég á yður að hefja til vegs þá stór- iðju sem við íslendingar erum sprottnir af, sem er fiskiðnaður og landbúnaður. Við þessar greinar hafa svo bæst Ijölmargar aðrar nýjar. Ef þér gerðuð aðstöðu allra ís- lenskra fyrirtækja jafn góða og þér bjóðið Columbia Ventures á Grund- artanga, er ljóst að þau myndu springa út eins og blóm á vordegi og verða að íslenskri stóriðju, líf- rænni og hreinni. Munum að allan heiminn vantar hrein og ómenguð matvæli. Vegna þess bið ég yður, hæstvirtur iðnaðarráðherra, að vinna að því að orkuverð til allra landsmanna lækki og hvet yður sérstaklega til að sýna ylræktar- bændum stuðning því þar er mikinn þjóðarauð að finna fái þeir viðun- andi orkuverð. Ég enda þessa grein á upphafsspumingunni. Hver vill fá rafgeymasýra yfir sig? SIGURÐUR MAGNÚSSON, Skólavörðustíg 16a. Þingmaður syngur er- lendu álveri til dýrðar Frá Hrafnhildi Guðmundsdóttur: Á MEÐAN sagt er að hjá Iðntækni- stofnun liggi í haugum hugmyndir íslenzkra karla og kvenna til at- vinnuuppbyggingar, en til þeirra fæst ekki fjármagn syngur þingmað- ur erlendu álveri til dýrðar ásamt bæjarstjóra Skagamanna. Undrar nokkurn þverrandi virð- ingu fyrir því fólki, sem á Alþingi íslendinga situr? Ef framtíðarsýn, fyrir unga glæsi- lega afreksfólkið í íþróttum, sem frá Akranesi hefur komið og þjóðin öll hefur verið svo stolt af, er vinna í mengandi álveri „er bleik brugðið". Skagamenn treysta fuilkomlega Hollustuvernd til að fylgjast með umhvefismengun á vatni og jarð- vegi, þrátt fyrir mannfæð þeirrar stofnunar, sem hefur ekki gert um- hverfísrannsóknir síðastliðin sextán ár kringum Járnblendiverksmiðjuna, eða tekið sýni um árabil kringum sorphauga Skagamanna, sem reknir eru á undanþágn og að auki var til skamms tíma mengunarúrgangi frá Járnblendinu ekið í opnar gryfjur sem úr dreifðist, ef hreyfði vind. Er það virkilega svo að Skaga- menn og nærsveitir biðji um meira af slíku í byggðarlag sitt? Hversu mikið álver treystir at- vinnuvegi á þessu svæði er líka spurning, þar sem 70% atvinnu- lausra þama eru konur? HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Markarflöt 37. Stutterma- bolir ✓ a Kringlukasti Hlýrabolir Stuttermabolir Langermabolir áður^%r áður 990** áður'^5ÖQ< nú 900, nú 495,- nú 495,- Bolir stærðir 44-54 áðuHkQSiL; nú 1.495,- TISKUVERSLUN Kringlunni Sími: 553 3300 WMestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF 20! 72 x 65 x 85 36.614,- HF 271 92 x 65 x 85 40.757,- HF 396 126x65 x85 47.336,- HF506 156x65 x 85 55.256,- Frystiskápar FS205 125 cm 49.674,- FS275 155 cm 59.451,- FS345 185 cm 70.555,- Kæliskápar KS 250 125 cm 46.968,- KS315 155 cm 50.346,- KS385 185 cm 56.844,- Kæii- og frystiskápar KF 285 155 cm 70.819,- kælir 199 ltr frystir 80 ltr 2 pressur KF 283 155 cm 61.776,- kælir 199 ltr frystir 80 ltr 1 pressa KF350 185 cm 82.451,- kælir 200 Itr frystir 156 ltr 2 pressur KF355 185 cm 77.880,- kælir271 ltr frystir 100 ltr ,, rp_ 2 pressur _ 1 (D U 1 Faxafeni 12. Sími 553 8000 < DISÖslOBNCBWMICA mn Vii -ILL Stóliiö(7>a 17 .18 GulUnbní, siml S«7 4*44 ■-----------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur UÓtmnj tískuverslun j V/Nesveg, Seltj.. s. 561 I680 j / % p* 'rnm' / Þreytt(ur) ó gömlu þungu bílskúrshurðinni? Nú er rétti tíminn til ab panta nýja, létta, einangraéa stálhurð frá Raynor Raynor bílskúrshurðaopnarar VERKVER Smiðjuvegi 4b, Kópavogi TBf 567 6620 Ver&dæmi: FolningaburS 229 x 244 cm kr. 63.850 D, Innifalið I ver&i oru brautir og béttilislar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.