Morgunblaðið - 12.03.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samið var um nýtt kerfi kauptaxta í nýgerðum kjarasamningum á vinnumarkaði
Dagrinnulaun
styrkt en vægi
yfirgreiðslu
minnkar
TAXTAKAUP FÆRT NÆR GREIDDU KAUPI
Dæmi: Taxtakaup að viðbættri fastri krónutölu Dæmi: Taxtakaup með mism. mætingarbónus
Laun skv. þriggja ára taxta skrifstofumanns, kr. 59.223 ásamt föstum bónus, kr. 10.000 Kr. Breyting Laun skv. þriggja ára taxta afgreiðslufólks, kr. 59.223, breytilegur mætíngarbónus Kr. Breyting
Laun skv. kauptaxta kjarasamnings 59.223 Laun skv. kauptaxta kjarasamnings 59.223
Föst yfirborgun 10.000 Breytilegur mætingarbónus, 5% 2.961
Samtals fyrir hækkun 62.184
Samtals fyrir hækkun 69.223
Almenn launahækkun 4,7% 3.253 Almenn launahækkun 4,7% 2.923
Laun eftir hækkun 72.476 4,70% Laun eftir hækkun 65.107 4,70%
Þar af nýr kauptaxti 65.887 6.664 Mismunur er ný yfirborgun, kr. 5.589 -3.411 Nýr kauptaxti 65.887 6.664 Mætingarbónus fellur niður 0 -2961
Dæmi: Taxtakaup að viðbættri fastri krónutölu Laun skv. efsta taxta í fata- og skinnaiðnaði, kr. 60.118, með námskeiðsálagi og fastlauna- uppbót, ásamt föstum bónus, kr. 20.000 Kr. Breyting Dæmi: Taxtakaup að viðbættri óunninni yfirvinnu Laun skv. efsta taxta, kr. 60.118, með nám- skeiðsálagi og fastlaunauppbót, yfirborgun er 20 óunnir yfirvinnutímar. Kr. Breyting
Laun skv. kauptaxta kjarasamnings 60.118 Laun skv. kauptaxta kjarasamnings 60.118
Föst yfirborgun 20.000 Yfirborgun 20 yv.tímar á kr. 624,30 12.487
Samtals fyrir hækkun 80.118 Samtals fyrir hækkun 72.605
Almenn hækkun 4,2% 3.695 Almenn launahækkun 4,2% 3.049
Laun eftir hækkun 83.483 4,20% Laun eftir hækkun 75.654 4,20%
Þar af nýr kauptaxti 68.386 8.268 Mismunur er ný yfirborgun, kr. 15.097 -4.903 Þar af nýr kauptaxti 68.386 8.268 Mismunur er ný yfirborgun, 10,3 yv.tímar á kr. 710.20 7.268 -5.219
EIN stærsta breytingin sem gerð
var í nýundirrituðum kjarasamn-
ingum tveggja landssambanda og
Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur við vinnuveitendur felst í sam-
komulagi um nýtt kerfi kauptaxta.
Þar er hlutur dagvinnukauptaxta
hækkaður en á móti lækka kjara-
samnings- og/eða ráðningarsamn-
ingsbundnar álags- og auka-
greiðslur af hvaða tagi sem er, séu
þær tengdar taxtakaupi.
Þessar breytingar eiga þó undir
engum kringumstæðum að leiða
til minni launahækkana en sem
nemur þeim almennu launahækk-
unum sem samningsaðilar sömdu
um.
Meginatriði breytingarinnar
felst í að launataxtar eru færðir
nær raunverulega greiddu kaupi
án hækkunar á þeim launum sem
eru hærri en nýju taxtarnir. í
samningunum er einnig kveðið á
um að starfsmenn sem njóta álags-
greiðslna í dag og vilja ekki að
aukagreiðslurnar lækki á móti
hækkun kauptaxtanna geta haldið
sótt um að halda þeim óbreyttum,
en þá tekur viðkomandi áfram
laun samkvæmt óbreyttum kaup-
töium að viðbættum óbreyttum
álags- og aukagreiðslum. Þannig
samsett hækka laun hans um þær
almennu prósentubreytingar sem
samið var um.
í bókun sem fylgir samingunum
er ítarlega kveðið á um þá aðferð
sem viðhöfð verður við að færa
launataxta nær greiddu kaupi með
dæmum um hinar ýmsu tegundir
álags- eða aukagreiðslna. Tilgang-
urinn er m.a. sá að varna því að
launaskrið gangi upp allan launa-
skalann.
Kauptaxtar hækka umtaisvert
í krónum talið
Ef heildargreiðslur eru hærri
en nýi taxtinn hækka þær um
4,7%. Hækkun taxtans kemur þá
fram í dagvinnulaunum en á móti
lækka aukagreiðslur að sama
skapi. Ef tekið er dæmi af versl-
unarmanni sem er með í dag
59.223 kr. taxtalaun og auk þess
fastan 10 þúsund kr. bónus eða
yfirborgun, þá hækka laun hans
um 4,7% frá undirritun samninga
og nema samtals 72.476 kr. eftir
hækkun. Þar af hefur nýi kaup-
taxtinn hækkað í 65.887 og mis-
munurinn á þeirri tölu og sam-
anlagðri upphæð taxtakaups og
yfirgreiðslu eftir launabreyting-
ina er 6.582 kr., sem verður eftir-
leiðis fastur bónus starfsmanns-
ins í stað 10.000 kr. Skýringin
er sú að hluti yfirborgunarinnar
hefur verið færður inn í hið nýja
taxtakerfi.
Ekki skiptir máli þó um sé að
ræða breytilegan framleiðni- eða
frammistöðutengdan bónus. Þær
greiðslur reiknast einnig sem hver
önnur laun. Sé dæmi tekið af
manni sem þyggur 59.223 kr.
taxtalaun skv. þriggja ára taxta
afgreiðslufólks og 5% breytilegan
mætingarbónus eða 2.961, þá
hækka laun hans í 65.107 kr.
skv. hinni almennu 4,7% launa-
hækkun sem samið var um.
Hækkunin er 6.664 kr., en þar
sem þriggja ára taxti fyrir af-
greiðslufólk, sem samningsaðilar
urðu ásáttir um að taka upp, er
nokkru hærri eða 65.887 kr. fell-
ur mætingarbónusinn niður.
Form yfirborgana skiptir í raun
engu máli við mat á því hvort
nýju taxtarnir leiða til hækkunar
á greiddu kaupi. Ef yfirborganir
tíðkast í formi óunninnar yfir-
vinnu, þá reiknast þær greiðslur
eins og hver önnur laun. Vægi
yfirgreiðslunnar minnkar sam-
fara því að taxtinn færist nær
greiddu kaupi og stærri hluti
myndar stofn fyrir yfirvinnu.
Ef tekið er dæmi af iðnverka-
manni sem þyggur laun skv. efsta
taxta í dag eða 60.118 kr. og er
með 20 óunna yfirvinnutíma eða
samtals 12.487 kr. á mánuði
hækka heildarlaun hans úr 72.605
kr. í 75.654 kr. vegna þeirrar 4,2%
almennu launahækkunar við
undirskrift samninga, sem sam-
komulag náðist um. Nýr kaup-
taxti þessa manns hækkar um
8.268 kr. og verður eftir hækkun
68.386 kr. Mismunurinn á taxta-
kaupi og launum eftir hækkun er
7.268, sem er yfirborgun starfs-
mannsins eftir launabryeitngarnar
en hún jafngildír 10,23 óunnum
yfirvinnutímum í stað 20 áður.
Formaður Sambands ísl. sveitarfélaga um
skattatillögur stjórnvalda
Málið ekki frágengið
við sveitarfélögin
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formað-
ur Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir að ekki hafi verið gengið frá sam-
komulagi við sveitarfélögin um 0,4%
lækkun útsvarstekna 1. janúar 1998.
Þau hafi hins vegar fallist á að taka upp
viðræður við ríkisstjórnina um þessa
tillögu. Hún verði rædd í samhengi við
önnur fjármálaleg samskipti ríkisins og
sveitarfélaga að undanfarin misseri.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar
ræddu við forystumenn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga á fundi sl. mánu-
dag um áform sín í skattamálum, en
þau gera m.a. ráð fyrir að lækkun út-
svartekna sveitarfélaganna um 0,4%.
„Ég lýsti því yfir á fundinum að ég
teldi nauðsynlegt, varðandi aðkomu
sveitarfélaganna að þessu máli, að til-
lagan yrði skoðuð í samhengi við fjár-
málaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga
á undanförnum misserum. Það er hægt
að nefna fjölmörg dæmi um tekjutap
og útgjaldaauka sveitarfélaganna vegna
ýmissa aðgerða og lagabreytinga sem
ríkisvaldið hefur staðið að á undanförn-
um misserum. Ég minni sérstaklega á
skattfrelsi lífeyrissjóðsiðgjalda, en það
þýðir að sveitarfélögin verða árlega af
720 milljónum og hækkun tryggingar-
gjalds sem þýðir 125 milljónir króna
útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin.“
Vilhjálmur sagði að niðurstaða
fundarins hefði verið að taka upp form-
legar viðræður milli sveitarfélaganna
og ríkisstjórnarinnar um þessar óskir
sljórnarinnar um aðkomu sveitarfélag-
anna að skattalækkunum, en sveitarfé-
lögin hefðu ekki fallist á óskir stjórn-
valda. Hann sagði að í komandi viðræð-
um myndu menn skoða hvaða áhrif þess-
ar tillögur hefðu á afkomu ríkissjóðs
og sveitarfélaga. Forystumenn ríkis-
stjórnarinnar hefðu talað um að þær
myndu lækka tekjur sveitarfélaganna
um 500 milljónir, en talan 700 milljónir
hefði einnig verið nefnd. Það lægi held-
ur ekki fyrir hvaða áhrif breytingar á
barnabótum, vaxtabótum og hátekju-
skatti hefðu á tekjur ríkissjóðs. Vil-
hjálmur sagðist hafa skilið orð forsætis-
ráðherra á þann veg að beitt yrði fullri
sanngirni í þeim viðræðum sem fram-
undan væru.
„Ég tel að ríkisstjórnin muni tryggja
það með einhverjum hætti að staðið
verði við þær yfirlýsingar sem forsætis-
ráðherra gaf í gær, en á hvern hátt það
verður gert og á hvern hátt sveitarfé-
lögin koma að því er óleyst mál. Það
er ekki búið að ganga frá neinu sam-
komulagi við sveitarfélögin um að
þeirra aðkoma að þessu verði með þess-
um hætti. Þetta er bara tillaga ríkis-
stjórnarinnar. Ef þessi tillaga gengur
ekki eftir lít ég svo á að ríkisstjórnin
muni ábyrgjast þessa hugmynd sína
gagnvart aðilum vinnumarkaðarins.“
Þórður Friðjónsson, forstöðumaður
Þjóðhagsstofnunar
Einkaneysla eykst og
viðskiptahalli einnig
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstöðumaður
Þjóðhagsstofnunar, segir að einka-
neysla muni aukast í kjölfar kjarasamn-
inga og þeirra skattalækkana, sem
boðaðar hafa verið og þar með sé
hætt við að viðskiptahalli aukist. Hann
telur líklegt að verðbólga verði 2,5-3%.
„Þessir samningar og skattalækkan-
ir í kjölfar þeirra fela trúlega í sér
einhvers konar jafnvægi óánægjunnar
ef svo má að orði komast. Það hefur
enginn sitt á þurru, en allir virðast
hafa náð nokkru fram. Vandinn sem
stjórnvöld standa frammi fyrir í kjölfar
samninganna snýr að tveimur þáttum.
Það er teflt á tæpasta vað gagnvart
ríkissjóði og viðskiptajöfnuði. Samn-
ingarnir og skattabreytingarnar hvelja
til aukinnar einkaneyslu og það ýtir
undir viðskiptahalla, sem var töluverð-
ur fyrir. Það er hins vegar hægt að
færa fyrir því allgóð rök að menn eigi
að geta við þetta ráðið, en það fer
dálítið eftir því hvernig menn vinna
úr þessu í framhaldinu,“ sagði Þórður.
Samkvæmt síðustu þjóðhagsáætlun
var gert ráð fyrir að viðskiptahallinn
í ár yrði 4-4,5% af landsframleiðslu.
Að hluta til skýrist hann af fjárfesting-
um í stóriðju. „Þessi tala verður nokkru
hærri í kjölfar þessara kjarasamninga
og jafnframt skilur þetta eftir vanda
til næstu ára.“
í fyrri þjóðhagsáætlun gerði Þjóð-
hagsstofnun ráð fyrir liðlega 2% verð-
bólgu á þessu ári, sem er sama verð-
bólga og í helstu viðskiptalöndum okk-
ar. Þórður sagði æskilegt að verðbólga
hefði ekki farið upp fyrir 2,5%, en
búast mætti við að hún yrði heldur
meiri, 2,5-3%. „Þetta er ekki óviðun-
andi staða, en ég gef mér líka að það
myndist ekki þensla í kjölfar samning-
anna og þessara ráðstafana í ríkisfjár-
málum. Ég geng út frá því að það verði
fylgt aðhaldi í ríkisfjármálum og pen-
ingamálum og þannig verði komið í veg
fyrir þenslu. Það er lykilatriði.“
Þórður sagðist vera þeirrar skoðun-
ar að í kjölfar kjarasamninga sköpuð-
ust forsendur fyrir vaxtalækkun. Menn
yrðu þó að hafa í huga að það væri
ekki búið að gera kjarasamninga við
alla. „Miðað við að þetta gangi eftir
eins og menn telja líklegast núna sýn-
ist mér að það hljóti að verða tilhneig-
ing til vaxtalækkana í kjölfar samning-
anna. Vaxtamunur milli íslands og ann-
arra landa er gríðarlega mikill núna.
Að hluta til stafar hann af óvissu um
gerð kjarasamninga. Þegar þessari
óvissu hefur verið eytt ætti að vera
forsenda fyrir því að vextir þokist nið-
ur á við.“ Þórður sagðist reikna með
að ný þjóðhagsáætlun yrði gefin út á
næstu dögum.