Morgunblaðið - 12.03.1997, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Washington. Reuter.
Óviðurkvæmileg og
ólögleg fjáröflun
FORSETAHJÓNIN ásamt asískum kaupsýslumönnum í jóla-
veislu árið 1994. Lengst til vinstri er Johnny Chung.
TALSMENN Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta og bandarísku alríkislög-
reglunnar, FBI, greinir á um rétt-
mæti frétta um að starfsmenn FBI
hafí komið í veg fyrir að forsetinn
fengi vitneskju um að Kínveijar
væru að reyna að kaupa sér áhrif
með kosningaframlögum. Fullyrt er
að FBI-mennimir hafí varað embætt-
ismenn í Hvíta húsinu við þessu en
jafnframt beðið um að upplýsingam-
ar yrðu ekki látnar berast lengra og
þær hafi því aldrei borist til eyrna
forsetans. Alríkislögreglumennimir
neita þessu. Clinton hefur hvatt til
þess að menn hrapi ekki að ályktun-
um í tengslum við mál þetta en það
hefur vakið upp ýmsar spumingar í
tengslum við fjárframlög í kosninga-
sjóði beggja stóm flokkanna í Banda-
ríkjunum, demókrata og repúblikana.
Clinton hefur lýst því yfir að séu
fullyrðingar um að Kínveijar hafí
ieitast við að kaupa sér áhrif í banda-
rískum stjómmálum á rökum reistar,
sé það vissulega mjög alvarlegt.
Rannsókn þurfí hins vegar að fara
fram á því áður en gripið verði til
aðgerða.
Það var talsmaður Hvíta hússins,
Mike McCurry, sem sagði frá því á
mánudag að í júní sl. hefði FBI var-
að tvo starfsmenn Þjóðaröryggis-
ráðsins við því að Kínveijar hefðu á
pijónunum vafasamar fyrirætlanir í
tenglsum við fjárframlög í kosninga-
sjóði. Embættismennimir hefðu jafn-
framt verið beðnir um að láta málið
ekki fara lengra.
Clinton fullyrðir að hann hafí ekki
vitað af málinu en það lak engu að
síður til fjölmiðla sem hófu að skrifa
um það í síðasta mánuði. Olli fréttin
um að Kínveijar hygðust seilast eftir
áhrifum í bandarískum stjómmálum
miklu fjaðrafoki og var um tíma ótt-
ast að hún myndi verða til þess að
samskipti ríkjanna versnuðu að nýju
en þau hafa batnað mjög á síðustu
mánuðum.
Kínveijar eru að vonum æfír vegna
þessara ásakana, segja þær tilhæfu-
lausar með öllu og hafa lagt fram
formleg mótmæli við bandarísk
stjómvöld.
FBI neitar
FBI neitar því staðfastlega að
hafa látið nokkur skilyrði fylgja þeim
upplýsingum sem starfsmönnum
Þjóðaröryggisráðsins voru veittar,
þeim hafí ekki verið meinað að segja
hærra settum embættismönnum frá
viðvömnum. Segja talsmenn FBI að
grunsemdir í garð Kínveija hafí einn-
ig verið nefndar á fundum með
starfsmönnum öryggismálanefndar
Bandaríkjaþings og að nefndarmönn-
um hafí verið heimilt að láta þær
berast til þingforseta og annarra
nefndarmanna.
Clinton segist ekki hafa haft veður
af þessum grundsemdum sl. sumar
en til þess var tekið er hann ræddi
málið við blaðamenn á mánudag, hve
yfirvegaður hann virtist, þrátt fyrir
að verið væri að ræða ásakanir um
að farið hefði verið á bak við hann.
Er hann var inntur eftir þessu, sagði
hann það tvennt ólíkt hvað honum
fyndist og hvemig honum virtist líða.
Talsmaður forsetans hefur ennfremur
lýst þvi yfír að Clinton beri fullt traust
til Louis Freeh, forstjóra FBI, þrátt
fyrir það sem á undan er gengið.
Erlendum ríkjum meinað að
greiða í kosningasjóði
Samkvæmt bandarískum lögum
mega erlendar ríkisstjórnir ekki
leggja fram fé í kosningasjóði. Grun-
semdir um slíkt eru þó ekki nýjar
af nálinni en þær hafa fengið byr
undir báða vængi undanfarnar vikur
og mánuði og hafa verið gerðar at-
hugasemdir við ýmis fjárframlög i
kosningasjóð Clintons, sem varða
nokkra asíska kaupsýslumenn en
grunur hefur leikið á að þeir hafi
verið útsendarar ríkisstjórna sinna.
Hafa demókratar skilað kosninga-
framlögum sem nema um þremur
milljónum dala, rúmlega 210 milljón-
um ísl. kr., þar sem þau þykja vafa-
söm. Flest eru þau frá asískum fjár-
fesþum.
í nýjum skoðanakönnunum kemur
í ljós að margir Bandaríkjamenn
hafa áhyggjur af því að fullyrðingar
forsetans og FBI stangist á, en þeir
tengja málið ekki demókrötum ein-
um, meirihlutinn er þess fullviss að
það sama hafí verið upp á teningun-
um hvað repúblikana varði.
Repúblikanar ekki saklausir
Fréttir af því að fjáðir menn hafi
þegið næturgistingu og morgunverð
í Hvíta húsinu gegn hárri greiðslu í
forsetatíð Clintons hafa komið illa
við marga, sem þykir þessi fjáröflun-
arleið óviðeigandi. Þá hafa fréttir um
að A1 Gore varaforseti hafí farið fram
á íjárframlög i símtölum frá skrif-
stofu sinni, og að Maggie Wiliiams,
aðstoðarmaður Hillary Clinton for-
setafrúar, hafi þegið framlög frá
tævönskum kaupsýslumönnum í
Hvíta húsinu, valdið miklu fjaðra-
foki, en samkvæmt lögum er bannað
að tengja fjárframlög skrifstofum
hins opinbera.
Ljóst er þó að repúblikanar eru
ekki saklausir fremur en demó-
kratar, fyrrverandi aðstoðarmaður
nokkurra þingmanna repúblikana
segir þá hafa beðið um fé í símtölum
af skrifstofum þingsins og ABC- og
GBS-sjónvarpsstöðvamar hafa kom-
ist yfir skjöl frá Repúblikanaflokkn-
um í tengslum við fjáröflun þar sem
mönnum er boðið í Hvíta húsið og
þeir hvattir til að inna þegar af hendi
2.500 dala, 175.000 kr. ísl., greiðslu
fyrir vikið.
Fullyrt er að George Bush, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseti, hafi boð-
ið að minnsta kosti átján mönnum
í Hvíta húsið í þakklætisskyni fyrir
rausnarleg fjárframlög í kosninga-
sjóð hans og að Repúblikanaflokkur-
inn hafi í allnokkur skipti „selt að-
gang“ að háttsettum flokksmönn-
um, svo sem Bob Dole og Newt
Gingrich, í veislum. Greiddir hafi
verið allt að 100.000 dalir, um 7
milljónir ísl. kr. fyrir aðgang að
einkaveislum þeirra.
Stækkun NATO tii austurs
Spánverjar styðja
aðild Rúmeníu
Malaga. Morgunblaðið.
Þjarmað að sljórnar-
erindrekum hjá SÞ
Gertað
greiða stöðu-
mælasektir
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
YFIRVÖLD í New York hafa ákveð-
ið að stjórnarerindrekar í höfuðstöðv-
um Sameinuðu þjóðanna verði ekki
undanþegnir því að greiða stöðu-
mælasektir frá og með 1. april þrátt
fyrir andstöðu nokkurra ríkja, sem
telja ákvörðunina ganga í berhögg
við alþjóðlegar reglur.
Bandariska utanríkisráðuneytið
hafði komist að þeirri niðurstöðu að
afnám undanþágunnar væri „í sam-
ræmi við þjóðarétt og skyldur lands-
ins sem gestgjafa Sameinuðu þjóð-
anna“. Borgaryfírvöld tóku ákvörð-
unina í samráði við Bandaríkjastjórn
vegna óánægju meðal borgarbúa
með að stjórnarerindrekunum skyldi
ekki vera refsað fyrir að bijóta lögin.
í bága við þjóðarétt?
Nokkur aðildarrikjanna mótmæltu
ákvörðuninni, þeirra á meðal Rúss-
land, Frakkland, Bretland, og Kína,
og sögðu að undanþágan hefði verið
afnumin án nægjanlegs samráðs.
Þau Iögðu til að skipuð yrði nefnd
til að kanna málið.
Fulltrúi Breta sagði að þótt breska
fastanefndin greiddi allar stöðu-
mælasektir sínar liti hún svo á að
það samræmdist ekki þjóðarétti að
framfylgja nýju reglunum.
Samkvæmt nýju reglunum verður
stjórnarerindrekunum tilkynnt að þeir
geti ekki notað bíla sína hafí þeir
ekki greitt stöðumælasektir innan árs.
FULLTRUAR spænskra stjómvalda
eru teknir að hvetja til þess að Rúm-
enum verði boðin aðild að Atlants-
hafsbandalaginu (NATO) ásamt Pól-
veijum, Ungveijum og Tékkum. Full-
víst er að þremur síðastnefndu ríkj-
unum verður boðið að ganga til liðs
við bandalagið á leitogafundi þess í
Madrid I sumar en enn ríkir óvissa
um hvort fleiri þjóðum verði boðið að
taka þátt í stækkun þess til austurs.
Að sögn spænska dagblaðsins El
Pais er það sjónarmið spænskra
stjórnvalda að æskilegt sé að Rúmen-
um verði boðin aðild til að tryggja
„betra jafnvægi" innan NATO eftir
stækkun þess. Með því að bjóða
Rúmenum einnig aðild færist áhersl-
an frá Mið-Evrópu og til suðurs og
austurs.
Aðgangur að Svartahafi
Þá benda Spánveijar á að Rúmen-
ar tali rómanskt mál og að aðild lands-
ins að NATO myndi tryggja aðgang
að hinu hemaðarlega mikilvæga
Svartahafí. I kosningum sem fram
fóru í Rúmeníu á liðnu ári var endi
bundinn á valdaskeið þeirra lítt endur-
hæfðu kommúnista sem farið höfðu
með valdið í landinu frá því einræðis-
herranum Nicolae Ceausescu var
steypt af stóli árið 1989. Ný ríkis-
stjóm landsins hefur boðað róttækar
umbreytingar á efnahagslífínu og lagt
ríka áherslu á að ná sáttum við ná-
grannaþjóðir, einkum Ungveija, sem
eru fjölmennur minnihlutahópur í
Rúmeníu. Á þessi umskipti leggja
Sánveijar einnig áherslu.
Um 23 milljónir manna búa í Rúm-
eníu, fleiri en samtals í Ungveijalandi
og Tékkneska lýðveldinu. Rúmenía
er aukinheldur stórt land og auðugt,
rúmir 237.000 ferkílómetrar, nokkra
minna en Pólland en stærra en Ung-
veijaland og Tékkland saman lögð.
ítalir og Frakkar á sama máli
ítalir og Frakkar hafa einnig lýst
yfír stuðningi við að Rúmeníu verði
boðin aðild að NATO. Ekki liggur
fyrir hvort Miðjarðarhafsþjóðirnar
þijár hyggjast í sameiningu þrýsta
á um aðild Rúmeníu en ljóst má vera
að staða Rúmena gagnvart NATO
hefur gjörbreyst á aðeins nokkram
mánuðum og ráða stjómarskiptin
langþráðu í landinu þar mestu.
Auk Rúmeníu hefur athyglin að
undanförnu beinst að Slóveníu, fyrr-
um lýðveldi Júgóslavíu. Landið er
lítið, rúmir 20.000 ferkílómetrar og
þjóðin smá, einungis um tvær millj-
ónir manna. Rökin fyrir því að bjóða
beri Slóvenum aðild að NATO eru
m.a. þau að þannig yrði unnt að
koma í veg fyrir „landfræðilega ein-
angrun" Ungveijalands innan banda-
lagsins en Slóvenía er á milli ítallu
og Ungveijalands. Þá hafa vestrænir
stjórnarhættir verið innleiddir í Slóv-
eníu og efnahagur landsins verður
að teljast ágætur. Þjóðartekjur á
mann voru t.a.m. sex sinnum hærri
þar en I Rúmeníu árið 1994 og tvö-
faldar á við þær sem Tékkar nutu
það árið.
Fleiri riki í Mið-og Austur-Evrópu
þykja ekki koma til greina sem aðild-
arríki NATO að þessu sinni. Algjör
óvissa ríkir um stjómmálaþróunina í
Búlgaríu og stjómarhættir ráðmanna
í Slóvakíu þykja ekki til þess fallnir
að greiða fyrir aðild landsins. Þá þyk-
ir flestum innan NATO sýnt að boð
til Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eist-
lands, Lettlands og Litháen, um aðild
myndi vekja þvílík viðbrögð í Rúss-
landi að aðild þessara ríkja megi telj-
ast nánast óhugsandi þótt norrænu
NATO-ríkin, þ.á m. ísland, hafí talað
máli þessara smáríkja á fundum
NATO að undanfórnu.
Þótt ákvörðun um stækkun NATO
til austurs liggi fyrir er sýnt að fjöl-
margir endar eru enn lausir auk þess
sem Rússar hafa enn ekki látið af
andstöðu sinni við stækkun. Ljóst er
flóknar samningaviðræður munu fara
fram áður en niðurstaða um fyölda
aðildarríkjanna nýju liggur fyrir og
leiðtogar NATO-ríkjanna koma sam-
an I Madrid til að staðfesta þennan
sögulega gjöming 8.-9. júlí.
Goran Persson
Vinsældir
Perssons
minnka
GORAN Persson er óvinsælasti
forsætisráðherrann í sögu Sví-
þjóðar ef marka má skoðana-
kannanir IMU/Testologen. í
könnun,
sem gerð
var í tilefni
þess að ár
er liðið frá
því Persson
tók við emb-
ættinu, fékk
hann aðeins
2,4 stig af
fímm mögu-
legum. Aðr-
ar skoðanakannanir benda til
þess að stuðningurinn við Jafn-
aðarmannaflokkinn hafí minnk-
að veralega frá því hann komst
til valda í kosningunum haustið
1994. Samkvæmt könnun, sem
birt var í vikunni sem leið, hef-
ur fylgi flokksins ekki verið jafn
lítið frá því í apríl 1991. 26,5%
aðspurðra sögðust styðja flokk-
inn, en hann fékk 45% fylgi í
þingkosningunum 1994.
Sprenging- í
kjarnorkustöð
SPRENGING varð I kjamorku-
endurvinnslustöð norðan við
Tókýó í gær, nokkrum klukku-
stundum eftir að eldur hafði
blossað upp. Níu rúður brotn-
uðu í sprengingunni og hvítur
reykur reis frá þaki stöðvarinn-
ar. Geislavirknin var þó sögð
eðlileg og ekki var ráðgert að
flytja starfsmennina í burtu.
Mótmæli í
Búdapest
UNGVERSKIR bændur hófu í
gær mótmæli á götum Búda-
pest og trafluðu umferðina með
því að aka 130 dráttarvélum inn
í miðborgina. Bændurnir hafa
efnt til mótmæla víðs vegar um
Ungveijaland undanfarnar vik-
ur vegna breytinga á skatta-
löggjöfínni og félagslegum
bótagreiðslum.
Mynd um
vinnukonu
bönnuð
FIDEL Ramos, forseti Filipps-
eyja, hefur bannað sýningar á
kvikmynd um fílippeyska
vinnukonu sem komst hjá af-
töku I Sameinuðu arabísku fur-
stadæmunum eftir að hafa ver-
ið dæmd til dauða fyrir morð.
Forsetinn sagði að sýningamar
gætu skaðað samskipti ríkjanna
og torveldað tilraunir stjórnar-
innar til að bjarga lífi annarrar
filippeyskrar stúlku sem er í
fangelsi i arabalandinu fyrir
morð á Indveija.
Giftingin
löggilt
DÓMSTÓLL í Pakistan úrskurð-
aði í fyrradag, að hjónaband
konu nokkurrar, Saima Waheed,
sem giftist manni sem hún kaus
sjálf að eiga, væri gott og gilt.
Gekk dómurinn gegn kröfu föð-
ur hennar um að hjónabandið
yrði lýst ógilt þar sem hann
hefði ekki samþykkt það. „Úr-
skurðurinn er sögulegur fyrir
allar konur í Pakistan," sagði
Asma Jahangir, lögmaður Sa-
ima Waheed og formaður mann-
réttindanefndar landsins.