Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 46
 46 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hver? Bróðir minn? Já, hann er hér einhvers staðar ... U/MY DO YOU UUAMT TO talktohimtdon't you HAVE ANVTMIN6 BETTERTO DO? Hvers vegna viltu tala við hann? Hefurðu ekkert betra að gera? Það var til þín, en ég fékk hana ofan af því... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is 6 tímar á tölvu - 6 tímar í koju Frá Hrafni Sæmundssyni: ÞAÐ fer ekki framhjá sjónvarps- áhorfendum, að innlend dagskrár- gerð er í verulegri sókn á ríkissjón- varpinu. Sigurði Valgeirssyni virð- ist hafa tekist að nýta peninga vel og þrátt fyrir menningarlegan grunn Sigurðar hefur hann forðast „kúlturstæla“ og unnið í þeim veruleika sem fyrir hendi er og uppgötvað m.a. að gott efni þarf ekki alltaf að vera dýrt. Fyrir þessa þróun ættu menn að þakka en ekki setja alltaf í gang nöldur og jag sem hver étur upp eftir öðrum. Einnig mætti þakka fréttastofum útvarps og sjónvarps fyrir það mikla hugrekki sem þær sýna með því að kvika ekki frá raunhæfu fréttamati og vönduðum fréttaskýr- ingum sem gera það að verkum að almenningur getur enn fengið óbrenglaða heimsmynd og getur treyst faglegum vinnubrögðum. Það þarf að standa vörð um þessa grundvallarþætti í þjónustu við al- menning í stöðugt rótlausara um- hverfi og skipulagslítilli tengingu við nýjan veruleika í heiminum. Raunar eru fleiri og fleiri að sjá þetta og taka málið upp á öðrum vettvangi. Gamla þjóðernishyggjan er á undanhaldi og sagnfræðingar eru að mjakast inn á þá skoðun að sjálfstæði Islendinga hafí raun- ar aldrei stafað hætta af útlending- um. Og allra síst núna. Hinsvegar er það spurningin um hvaða umhverfi við erum að sigla inn í. Það er ekki langt í það að kortafyrirtækin semji við fæð- ingardeildimar um að þær gefi öllum nýfæddum börnum sitt kort í tannfé. Það er ekki langt í það að í skólunum verði að taka upp nýtt námsefni þar sem börnum er kennt að þekkja peningaseðla af mynd af því að um aldamótin eiga þeir að vera endanlega farnir úr um- ferð. Það er ekki langt í það að meginhluti íslendinga verði fluttur yfir á Internetið og hættur að taka þátt í daglegu lífi. Og það er kannski ekki langt í það að verka- lýðshreyfingin þekki sinn vitjunar- tíma og standi fyrir nýrri lagasetn- ingu um ný „vökulög" á tölvunni. 6 tímar á tölvu - 6 tímar í koju! Ekkert af þessu og mörgu öðru hefur neitt með sjálfstæði okkar að gera. Það er hinsvegar spurning um það hvort þessi fámenni þjóðflokk- ur á norðurhvelinu á að varðveita það sem kalla mætti sjálfstæða dómgreind eða verður að múg sem flýtur áfram ósjálfbjarga í korta- hrúgunni og á allt sitt undir forsjá „markaðarins". Þegar upp er staðið er þetta ekki spurning um almenn lífskjör heldur um það hvort framtíðin verður svolítið skemmtileg eða ein- staklingarnir verði í framtíðinni saddir þrælar einhæfrar hugsunar þar sem mötunin verður að lokum óbærileg! HRAFN SÆMUNDSSON, Bræðratungu 10, Kópavogi. Erum við virkilega svona miklir kjánar? Frá Sveini Ólafssyni: NOKKUR verkalýðsfélög hafa þegar samið um 11% launahækk- anir sem óhjákvæmilega kallar á stóraukna verðbólgu og stöðug- leikinn sem hefur áunnist fer fyrir lítið. Ekkert hefur komið sér eins vel fyrir fjárhag alþýðu manna og stöðugleikinn. Hver maður sem hefur lesið ís- landssöguna veit að öll sú saga ein- kennist af mjög miklum sveiflum, hallærum og góðærum, hafísárum og gæftaleysisárum. Og síðast á milli 1860-1900 sultu allir sjómenn heilu hungri, urðu að segja sig til sveitar vegna þess að margir bátar fengu ekki meira en 600 fiska. Á bátunum voru 6-8 menn, svo að sjálfir sjómennirnir og fjölskyldur þeirra sultu heilu hungri. Það góðæri sem nú ríkir mun taka enda eins og öll hin hafa gert og þá er hætt við að við verð- um að sætta okkur við hafragraut- inn eins og rússnesku ellilífeyris- þegarnir, hvað sem okkur finnst, ef við spörum ekki (sú setning fell- ur eflaust í grýttan jarðveg hjá landanum), ef við viljum halda því sem er okkur meira virði en allt annað - sjálfstæðinu. Við megum ekki gleyma að keppinautar okkar á fiskmarkaðinum, Nýsjálending- ar, töpuðu sjálfstæði sínu og eru nú hluti af Kanada. Þá er hætt við að það verði verðhrun á bílamark- aðinum sem og öðrum mörkuðum, en þá munu þeir sem spöruðu blómstra. Og stöðugleikinn mun haldast, þrátt fyrir launahækkanir og framtíð þjóðfélagsins verður tryggð. Margur ellilífeyrisþeginn leggur stolt sitt í að eiga nýja bíla, þótt aksturinn sé oftast sáralítill, oft aðeins einu sinni í viku í Bónus. Kostnaðurinn fyrir 1.300.000 kr. bíl með verðfalli er um 300.000, meðan leigubíll þessa leið, 52 sinn- um, myndi aldrei kosta 52.000 svo tapið er að minnsta kosti 248.000. Það er framkvæmt margt óskynsamlegt í okkar þjóðfélagi. SVEINN ÓLAFSSON, Birkigrund 62, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.