Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 35 AÐSEIMDAR GREINAR Hvert stefnir háskólastigið? UMRÆÐA um rammalöggjöf um há- skólastigið og endur- skoðun laga um Há- skóla íslands er nú á næsta leiti og hún gef- ur tilefni til þess að velta fyrir sér ýmsu sem snertir þróun há- skólanáms. Háskóla- stigið er margbreyti- legt og um margt ósamstætt skólastig. Heita má að námi á þvi sé það eitt sameig- inlegt að lágmarks inntökuskilyrði er Jón Torfi stúdentspróf. Það er í Jónasson mjög hröðum vexti og á fyrstu áratugum næstu aldar verður það margfalt umfangsmeira en við höfum átt að venjast og það er nánast óhugsandi að það eigi allt heima innan einnar stofnunar, eins og var fyrir þremur áratugum. Nú telst meira en tugur skóla bjóða upp á nám á þessu skólastigi og skólunum mun ugglaust íjölga, enda munu kröfur um menntun halda áfram að aukast. Hlutverk þessara skóla er mjög mismunandi og starfsrammi þeirra margbreyti- legur. Fjölbreytnin og þar af leið- andi verkaskipting skólanna á enn eftir að aukast að mínu mati. Jafn- framt því sem þjóðfélagið krefst fjölþættari grunnmenntunar á há- skólastiginu mun það sækjast eftir sérhæfðari starfsmenntun og mar- gefldu rannsóknarstarfi. Háskóli Islands, sem lengi vel sá einn um alla menntun á háskólastigi hér á landi, hefur þegar gert upp við sig að hann ætlar sérstaklega að svara þeim kröfum sem gerðar eru um rannsóknir og þjálfun til rannsókn- arstarfa. Þessi þáttur mun því vega þungt í stefnumótun hans á næst- unni. En til þess að móta skynsam- lega og heildstæða stefnu fyrir háskólastigið allt verða þeir sem taka þátt í því að þekkja megin- drættina í þróun þess og skilja hve umfangsmikið og margbrotið það er og átta sig á því hvað það er sem ræður ferðinni. Vöxtur háskóla- kerfisins á íslandi Nemendum á háskólastigi hefur fjölgað reglubundið alla þessa öld eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Til þess að átta sig betur á því hve stór hluti ungs fólks leggur stund á háskólanám er fjöldi nemenda sýndur sem hlutfall af stærð eins árgangs (á myndinni styðst ég við meðaltal nokkurra árganga). Þetta hlutfall hefur verið að vaxa sam- kvæmt einföldu veldisfalli um tæp 5% á ári að meðaltali á tímabilinu 1911 til 1993 og flest bendir til þess að sá vöxtur haldi áfram um skeið. Að vísu getur kerfið ekki endalaust þanist út. Hver verður þá þróunin? Mest af náminu sem nemendur hafa verið skráðir í hingað til er til fyrstu prófgráðu og gerum ráð fyrir að verið sé að athuga íjölgun nemenda á því stigi. Setjum svo að slíkt nám muni að jafnaði taka um þijú ár þegar frá líður eins og nú á við um BA og BS nám. Gerum einnig ráð fyrir að há- marksfjöldi á hverju ári geti mest- ur orðið sem nemur heilum ár- gangi (eins og nú er á grunnskóla- stiginu) og í þriggja ára námi geti íjoldinn þá numið þremur heilum árgöngum, þegar jafnvægi kemst á. S-laga línan á myndinni sýnir líklegan vöxt nemendafjöldans miðað við að hámarkið verði þre- faldur árgangur. Samkvæmt Hlutverk Háskólans er margbreytilegt og verð- ur svo áfram. Jón Torfi Jónasson telur að hann verði þó að setja fram ákveðnari og kraftmeiri stefnu en hingað til. myndinni fer mettunar ekki að gæta í vextinum fyrr en í fyrsta lagi á öðrum áratug næstu aldar. Ég tel reyndar að linan sýni neðstu mörk vaxtar í grunnnámi á há- skólastiginu og í raun muni ekki sjást merki mettunar fyrr en þegar nær dregur miðri næstu öld. Fram- haldsnám (svo sem MA og MSc nám) er varla merkjanlegt þarna, en það á eftir að bætast við. Um 1970 nam fjöldi fólks í háskóla- námi hér á landi hálfum meðalstór- um árgangi en um 1990 var þetta hlutfall nær einum og hálfum ár- gangi og innan fárra ára verður fjöldinn nálægt tvöföldum árgangi. Og vöxturinn heldur áfram. Ræður kerfið sjálft ferðinni? Þegar skólakerfi eða hluti þess hefur náð ákveðinni stærð er stundum eins og það öðlist sjálf- stætt líf og fari að ráða ferð sinni sjálft án nokkurrar sérstakrar Vantar þig VIN að tala við? Til að deila með sorg og gleði? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20 - 23 'd#' stefnumótunar. Þetta tel ég að eigi nú þegar við um framhaldsskóla- stigið og mér sýnist að það stefni í það sama á háskólastiginu á næstu áratugum. Stærðin kallar á hagræðingu, samhæfingu og stöðl- un. Litlar einingar þykja dýrar og reynt er að samnýta kennslu skyldra námsgreina. Samhæfing er nauðsynleg á milli þeirra svo hægt sé að hafa þær í sama kerf- inu og talsverð stöðlun verður að vera svo hægt sé að átta sig á því hvað verið er að gera og til þess að fólk geti flutt sig um set. Bæði samhæfing og stöðlun kallar á ein- földun kerfisins. Þegar á heildina er litið virðist stefna í það (á næstu áratugum) að allt háskólanám hér muni greinast í stutt, líklega oftast þriggja ára, grunnnám og sérhæft framhaldsnám. Þetta á þegar við um fjölmargar greinar á háskóla- stiginu hér á landi en nám til fyrstu prófgráðu í nokkrum greinum í Háskóla íslands er ennþá lengra en þrjú ár. Viðskiptafræði hefur þegar ákveðið breytingu á þessu og slík breyting hefur eitthvað komið til umræðu um endurskipu- lag í verkfræði, í heilbrigðisgrein- um í læknadeild og í lögfræði. Þessi þróun minnir að mörgu leyti á þróunina í Bandaríkjunum, þótt fátt hafi verið gert hér sérstaklega til þess að líkja eftir því kerfi. Sú kynslóð sem nú er að komast á eftirlaun vandist því að gagn- fræðapróf eða landspróf þætti góð almenn menntun. Þeir sem nú eru á miðjum aldri líta margir stúd- entspróf svipuðum augum og margt bendir til þess að fyrsta gráða frá háskóla fái brátt þennan sess í hugum fólks. Vegna stærðar sinnar hlýtur kerfið svo að stækka enn frekar. Námsbrautir verða fluttar eða sett- ar á háskólastig, ekki síst vegna þess að aðrar brautir eru þar fyr- Mikíá úrval af fallegum rúmfatnaáí ,iði» Skólavöröustlg 21 Sixni551 4050 Reyk|«vik. smáskór Mikið úrval af góðum fyrstu skóm. St. 17-25.6 gerðir með lausum innleggjum. Erum í bláu húsi við Fákafen. ir. Þar við bætist að flestum ungl- ingum finnst líklega nauðsynlegt að taka stúdentspróf til þess að geta nýtt sér alla þá valkosti sem háskólakerfið býður upp á. Fyrir bragðið þykir stúdentsprófið orðið sjálfsögð grunnmenntun sem síðan verður að vera hægt að byggja ofan á. Ef fer sem horfir þá verður stór hluti starfsmenntunar sem nú er á framhaldsskólastigi fluttur á háskólastig innan eins eða tveggja áratuga. Framhaldsskólinn verður þá nánast almennur grunnskóli og háskólastigið fer að glíma við verk- efni sem margir héldu fyrir tíu til tuttugu árum (eða jafnvel enn þann dag í dag) að ætti að leysa í framhaldsskóla. Á þeirri þróun sem hér var rak- in virðist býsna erfitt að hafa fulia stjórn, en forsendur þess að það takist eru annars vegar að þekkja þróunina og skilja hana og hins vegar að einsetja sér að ráða henni í krafti styrkrar stefnumótunar. Einn háskóli eða margir? Sú hugmynd hefur stundum skotið upp kollinum að í litlu landi eins og Islandi eigi aðeins að vera einn háskóli. Fyrir henni má færa ýmis rök, en þau fara auðvitað eftir því hvað við er átt með einum skóla. Ég hef mínar efasemdir ekki síst í ljósi atriða sem nefnd hafa verið hér að framan. Náms- brautir sem taka við að loknu stúd- entsprófi og ganga undir samheit- inu háskólastig verða að fá að þró- ast þannig að fjölbreytni þeirra njóti sín og til þess verður að reyna -- að streitast á móti þeirri þróun kerfisins sem fyrr var rædd og leitast við að steypa allt í sama mótið. Það má að vísu vel vera að skörp skil á milli stofnana minnki með nýjum viðhorfum um samstarf þeirra. Erlend samskipti munu væntanlega aukast mjög á næstu áratugum, meðal annars nemenda- skipti, og fjarkennsla mun verða ríkur hluti náms í sumum greinum. Skólastofnanir eiga þá fyrir bragð- ið auðveldara með að opna dyr sín- ^ ar fyrir nemendum skyldra stofn- ana. Samt grunar mig að allt þetta muni hafa minni áhrif á þróun kerfisins þegar heildarlínurnar eru skoðaðar en virðist við fyrstu at- hugun. Háskóli íslands Það er augljóst að við þessar miklu breytingar á háskólastiginu sem eru þegar sjáanlegar mun hlutverk Háskóla Islands breytast og forysta hans og sérstaða á há- skólastiginu mun ekki síst felast í fræðilegri gmnnmenntun, mennt- un rannsóknarfólks og rannsókn- arhlutverki hans. Hann mun án efa leggja mikla áherslu á að efla þessa *' þætti næstu árin. Vandinn er auð- vitað sá að þrátt fyrir þá áherslu- breytingu sem hér hefur verið lýst er hlutverk Háskólans margbreyti- legt og verður svo áfram og hann verður að gæta þess að rækja öll sín verkefni vel. Grunnnámið er enn vannært og það verður að tryggja góðan aðbúnað þess sam- hliða því að unnið verði að upp- byggingu framhaldsnáms og rann- sókna. Þrátt fyrir gott starf á síð-r ustu árum verður Háskóli íslands ’ því að setja fram ákveðnari og kraftmeiri stefnu en hingað til ætli hann sér að bæta árangur sinn. Hann verður að móta sér stefnu í takt við þróun þjóðfélags- ins alls, atvinnulífsins og skóla- kerfisins og gæta þess að hann hafi metnað og bolmagn til þess að standast þær kröfur sem hann vill að til hans séu gerðar. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands og deildarforseti félagsvísindadeiidar. litantoiadsferiif i fctti! á næstunnð Q) Stóra Evrópuferðin 1. júní. Nitján daqa rútuferð um Þýskaland, Tékkland, Danmörku, Noreg, Færeyjar og ísland. Beint flug til Graz 7. júní. Þriggja borga ferð um Graz, Búaapest og Vínarborg eða flug og bill um Austurríki og Ítalíu. Beint flug til Genfar 28. júni - 16. ágúst. Vikulegt flugtil Genfar í sumar. Flua og bíll til Sviss, Frakklands, Þýskalands eða Ítalíu. Granninn í Vestri. Fjölbreytt úrval Grænlandsferða í sumar, veiðiferðir, skoðunarferðir og fleira. Beint f lug frá Akureyri til Sviss. Vikulegt flug frá Akureyri til Zurich í sumar. FerÓaskrifstofa OUDMUNDAR JÖNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 511 1515 Skíðaferð til Sviss 21. mars. Tíu daga skíðaferð til Crans Montana um páskana. Skíðaferð til Sviss 27. mars. Fimm daga Páskaferð til Crans Montana. Rín og Mósel 1.-6. maí. Sex daga rútuferð um Rínarlönd. Beint flug til Liverpool 18. apríl. Helgarferð til bítla-borgarinnar 18.-20. apríl. Beint flug til Prag 17. maí og 21. ágúst. Vikudvöl í ævintýraborginni Prag eða flug og bíll um Austur-Evrópu. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.