Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 15 Morgunblaðið/Egill Egilsson FORSVARSMENN Lionsklúbbsins ásamt sr. Gunnari Björnssyni og Kristni J. Níelssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Flateyri. Tónlistarskólinn á Flateyri vígður Flateyri - Nýtt húsnæði undir starfsemi Tónlistarskólans á Flat- eyri var formlega tekið í notkun laugardaginn 1. mars. Tónlistarskólinn tók til starfa 10. október 1979 og naut löngum góðs sambýlis við Grunnskólann á Flateyri varðandi kennsluað- stöðu. Einnig fékk Tónlistarskól- inn inni í matsal Kambs ef um tónleika var að ræða. Tónlistar- skólinn hefur fram að þessu haft til afnota eina kennslustofu í Grunnskólanum, en með tilkomu nýja húsnæðisins batnar aðstaðan fyrir nemendur til mikilla muna. Um leið eignast Lionsklúbbur Önundarfjarðar prýðilegt athvarf fyrir starfsemi sína. Fjármunum varið til að innrétta húsnæðið Sr. Gunnar Björnsson flutti blessunarorð og rakti sögu húss- ins sem komst í eigu Lionsmanna árið 1995. í kjölfar voðaatburð- anna í október 1995 gaf Lions- hreyfingin á íslandi Önundar- fjarðarklúbbnum álitlega pen- ingaupphæð. Mikið var skrafað og skeggrætt hvernig nota skyldi peningana og loks varð það ofan á, í fullu samráði við fjölumdæm- isstjóra og um leið yfirstjórn Li- onshreyfingarinnar á íslandi, að veija dijúgum hluta fjárins til að innrétta húsnæðið þannig að það mundi henta starfsemi Tónlistar- skólans á Flateyri. Jafnframt styrkti klúbburinn byggingu svala utan á Sólborg, öldrunarstofnun Flateyrar, og Björgunarsveitina Sæbjörgu á Flateyri til þess að kaupa klæðn- ingu utan á hús sveitarinnar, sem nú er verið að reisa um þessar mundir niðri á Eyrinni. Innrétting teiknuð endurgjaldslaust Arkitekt hússins var Elísabet Gunnarsdóttir. Hún var ekki við- stödd en sr. Gunnar Björnsson lét þess getið að hún hefði sýnt ein- dæma góðhug og velvild með því að teikna innréttinguna endur- gjaldslaust. Að lokum var flutt bæn og vígði sr. Gunnar síðan húsið. Kristinn Jóhann Níelsson skólastjóri Tón- listarskólans á Flateyri kynnti fyr: ir viðstöddum starfsemi skólans. í ræðu Kristins kom fram að hann væri mjög bjartsýnn á framtíð tónlistarlífs á Flateyri. Að lokinni ræðu Kristins var boðið uppá kaffi við undirleik nemenda á hin ýmsu hljóðfæri skólans. Aðalfundur Eflingar Stykkishólms NÝKJÖRIN stjórn Eflingar Stykkishólms og framkvæmdasljóri: Jóhanna Guðmundsdóttir, Svanborg Siggeirsdóttir, Magndís Alexandersdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Gunnlaugur Árnason og Bergur Hjaltalín. Stykkishólmi - Efling Stykkis- hólms hélt _ aðalfund sinn 24. febrúar sl. Árið 1996 var fyrsta heila starfsár félagsins. Félagið var stofnað til að efla menning- ar- og atvinnulíf í Stykkishólmi. Á þessum stutta tíma hefur fé- lagið ráðist í mörg verkefni. Aðalverkefni á síðasta ári var að sjá um framkvæmd Danskra daga þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá eina helgi í ágúst. Félagið stóð fyrir tón- leikaröð sl. sumar í Stykkis- hólmskirkju. Báðir þessir menn- ingaratburðir tókust vel og er von félagsmanna að þeir skipi fastan sess í menningarlífi Stykkishólms. Fjöldi tónlist- armanna hafa sýnt áhuga á að halda tónleika hér næsta sumar og hafa umsóknir komið víða að úr heiminum. Félagið hefur unnið að ýmsum málum með verslunarmönnum og staðið fyrir átaki um að efla verslun í heimabyggð. Ferða- þjónustumál hafa tekið drjúgan tíma og er verið að vinna að kynningarbæklingi um Stykkis- hólm sem á að koma út fyrir vorið. Félagið stóð fyrir fundi með Jóni Erlendssyni um nýsköpun í atvinnumálum. Þá hefur félagið reynt að fá Ríkisútvarpið til að hafa hér fréttaritara en Ríkisút- varp „allra landsmanna“ sýnir því lítinn áhuga en hér hefur ekki verið starfandi fréttaritari í mörg ár. Aðaltekjur félagsins eru fé- lagsgjöld og styrkir frá Stykkis- hólmsbæ en bærinn hefur styrkt mörg þau verkefni sem félagið hefur tekið að sér. Að Eflingu Stykkishólms standa 49 einstaklingar, fyrirtæki stór og smá og Stykkishólmsbær. Hjá fé- laginu starfar framkvæmdastjóri í hálfu starfí. Það kom fram á aðal- fundi félagsins að þörf er á slíkum samtökum og hefur félagið nú þeg- ar sannað tilverurétt sinn. Morgunblaðið/Sig. Fannar. MARCO og Andreas frá Þýskalandi búnir að slá upp tjaldi í snjónum á Selfossi. Fyrstu tjaldgestir sumarsins komnir á stjá Tjaldferð um ísland næstu þijárvikur Verðlaun fyrir loð- dýrarækt Hrunamannahreppi - Félagar í Loðdýrafélagi Suðurlands héldu kaffikvöld fyrir félags- menn sína um síðustu helgi að Hótel Hveragerði. Þar voru m.a. afhent verðlaun fyrir góð- an árangur í loðdýrarækt og verkun skinna. Sumir þeirra aðila er fengu verðlaun nú fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur á landssýn- ingu á Hótel Islandi 15. febrúar sl. Loðdýrafélagið var stofnað árið 1983 en 27 loðdýrabændur eru nú í landsfjórðungnum, þar af fjórir í Kjalarnesþingi. Loð- dýrabú á landinu munu vera um 140 og er mun bjartara yfir þessari búgrein en var fyrir nokkrum árum, sem kunnugt er. Loðdýrafélagi Suðurlands voru veitt sérstök verðlaun fyr- ir góðan árangur frá landbún- aðar- og umhverfissamtökum í Mið-Evrópu sem hafa aðsetur i Mílanó. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÞEIR sem lilutu verðlaun hjá Loðdýrasamtökum Suðurlands f.v.: Ragnar Böðvarsson, Þorbjörn Sigurðsson, Sævar Jóelsson, Sturla Þorkelsson, Kristinn Gamalielsson, Veronika Narfadótt- ir, Björgvin Sveinsson, Hrönn Bergþórsdóttir og Bjarni Stefáns- son. RAGNAR Böðvarsson, gjaldkeri og Steinn Logi Guðmundsson, ritari Loðdýrafélagsins með við- urkenningu fyrir góðan árangur félagsins. Á myndina vantar Guðmund Baldursson, formann. Selfossi. - Fyrstu Ijaldgest- irnir eru farnir að láta sjá sig, þrátt fyrir veðurhörkuna sem hefur ráðið ríkjum síðustu daga. Fréttaritari Morgun- blaðsins rakst á þessa fyrstu „farfugla“ sumarsins á tjald- stæðinu á Selfossi. Þar voru þeir nýbúnir að slá upp Ijaldi sínu, í skjóli tijáa sem þeir voru mjög ánægðir með að finna. Ferðalangarnir eru frá Þýskalandi og hyggjast þeir ferðast um landið næstu þrjár vikurnar. Ferðinni er heitið austur að Höfn í Hornafirði og þaðan til Akureyrar. „Við ætl- um að ferðast fótgangandi og með rútum,“ sögðu þeir Marco og Andreas. Aðspurðir hvers vegna þeir hefðu valið þennan tíma til þess að ferðast, svöruðu þeir því til að þeir væru í leit að ævintýrum og öðruvísi upp- lifun, en bættu svo við að þeir hefðu aldrei átt von á því að veðrið væri svona margbreyti- leg dag frá degi. „ísland er fallegt land og við hlökkum til ferðalagsins, von- andi verða veðurguðirnir örlít- ið blíðari en hingað til, við átt- um von á kulda en ekki svona miklum vindi,“ sögðu Þjóðver- jarnir og brostu breitt. Tilbúnir í þriggja vikna tjaldferðalag, vopnaðir kjarki og ævintýra- þrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.