Morgunblaðið - 12.03.1997, Page 36
£6 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SVAVAR
HALLDÓRSSON
+ Svavar Hall-
dórsson var
fæddur á Seyðis-
firði 27. október
1918. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans 26.
. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Þorbjörg Ald-
ís Björnsdóttir, f.
7.10. 1893 í Litlu-
Sandvík í Hraun-
gerðishreppi, d.
J 24.11. 1957 í
Reykjavík og Hall-
dór Þórðarson, f.
10.6. 1882 á Kjaransstöðum í
Biskupstungum, d. 21.3. 1959 í
Reykjavík. Þau slitu samvist-
um. Albræður Svavars voru
Guðbjörn Sigfús, f. 26.12. 1916,
og Egill, f. 26.1. 1928, báðir
látnir. Hálfsystir sammæðra er
Guðrún sem býr í Reykjavík.
Hálfsystkin samfeðra voru
Bjarni, Guðrún Magdalena og
Halldóra sem eru látin en eftir-
lifandi er Snorri Daníel sem
dvelur á DAS í Reykjavík.
- > Hinn 29.1.1948 kvæntist Sva-
var Björgu Jónsdóttur, f. 17.8.
1922. Þau eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1) Kristín Ingi-
björg, f. 4. 12. 1946, í sambúð
með Birgi Jóhann-
essyni. Dóttir Krist-
ínar er Bettína
Björg Hougaard, f.
10.8. 1980. 2) Sva-
var, f. 25.8. 1948,
kvæntur Jónínu
Guðrúnu Garðars-
dóttur, f. 1.10.1949.
Börn þeirra eru
Helga Jensína, f.
31.10. 1973, unnusti
hennar er Hall-
grímur Sveinn
Sveinsson, f. 12.5.
1972; Svavar Guð-
björn, f. 10.3. 1978;
og Garðar Agúst, f. 16.7.1983
og dóttir Svavars er Þórunn
Hilma, f. 18.12. 1974. 3) Jón
Pétur, f. 6.6. 1952, kvæntur
Jóhönnu Erlu Eiríksdóttur, f.
20.7.1957. Börn þeirra eru Silja
Gayani, f. 28.6. 1986, og Elías
Örn, f. 1.9. 1996. 4) Halldór
Trausti, f. 6.6. 1952, í sambúð
með Steinu Kristínu Kristjóns-
dóttur, f. 30.1. 1955. Dóttir
Halldórs er Marta, f. 3.12.1975,
og dóttir hennar er Rakel Yr,
f. 17.6. 1996. Steina á tvær
dætur, Láru Kristjönu og Guð-
björgu.
Útför Svavars hefur farið
fram.
Elsku afi, ég var ekki nema
nokkurra mánaða gömui þegar ég
kom heim til þín og ömmu á
Dyngjuveginn í fyrsta sinn.
Mamma hafði kynnst syni þínum
(pabba mínum í dag) og kom hann
með okkur mömmu heim til
að kynna okkur. Við vorum báðar
hluti af fjölskyldunni frá fyrsta
degi og mamma hefur sagt mér
að alltaf þegar hún kom til ykkar
ömmu hafi ég horfið úr höndum
hennar og hún ekki vitað af mér
fyrr en við vorum að fara. Þú tókst
mig að þér og lékst við mig allar
stundir sem ég var hjá ykkur og
ég hef séð myndir þar sem við ligg-
um tvö á stofugólfinu á Dyngju-
veginum. Þannig er mér sagt að
þú hafir legið með mér klukku-
stundunum saman. Þegar ég eltist
vildi ég svo helst alltaf vera hjá
ykkur ömmu og það voru ófá
skiptin sem þurfti að draga mig
• tiskrandi út þegar átti að fara
heim. Stundum var frekjan látin
eftir mér og ég fékk að gista. Með
tímanum breyttust leikirnir á gólf-
inu, ég fór að hjálpa þér að vinna
úti í garði og þú kenndir mér að
spila. Ég gleymi aldrei stundunum
sem þú sast og spilaðir við okkur
Mörtu og við Marta héldum svo
gjarnan áfram eftir að komið var
upp í rúm og spiluðum langt fram
j á nótt spilin sem þú kenndir okk-
I ur. Þetta voru skemmtilegir tímar.
Þegar ég hóf nám í MS og
| stundaði sund í Laugardalnum
j kom ég oft til ykkar ömmu og var
það mitt annað heimili. Þú varst
tilitaf tiibúinn að keyra mig hvert
sem var, hvenær sem var. Ekkert
var skemmtilegra en bíltúr með
þér þar sem maður fékk nákvæm-
ar útskýringar á öllu sem fram fór.
Þær voru færri samverustund-
imar hin seinni ár en það var allt-
af sterkur þráður á milli okkar,
það fann ég. Það var alltaf stutt
í húmorinn og þær eru ófáar gleði-
stundirnar sem við barnabörnin
höfum átt með þér. Það er sárt
til þess að hugsa að Elías Örn og
Rakel Ýr fái ekki að njóta sam-
"^veru við þig á sama hátt og við,
en við munum deila með þeim öll-
, um góðu minningunum um þig.
Það er erfitt að hugsa til þess að
I fara inn á Dyngjó til ömmu og
afa en þar er enginn afi. Missir
ömmu er mikill, þið vorið svo góð
saman og það er einsdæmi hvað
jþið voruð samrýnd. Það verður því
erfitt fyrir ömmu að vera allt í
einu ein. En ég trúi því að þú
verðir alltaf hjá henni, minningin
um þig og allt það góða sem þið
hafíð átt saman lifir með henni
og veitir henni styrk til að takast
á við lífið framundan.
Góði Guð, vertu með ömmu og
veittu henni styrk. Elsku pabbi,
Kristín, Halldór og Jón, Guð veri
með ykkur á þessum erfíðu tímum.
Við skulum lifa fyrir góðar minn-
ingar og vitneskjuna um að á end-
anum hittumst við öll hjá Guði.
Margs er að rainnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku afí, ég veit þér iíður vel
núna. Þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt sam-
an.
Þín
Helga.
Margir frægir menn hafa verið
ritaðir í sögubækur í gegnum árin.
Þar má til dæmis nefna Newton,
da Vinci og Reagan. Afi minn fer
sjálfsagt aldrei í sögubækurnar,
þó svo að hann eigi engu að síður
heima þar. Ef menn yrðu einhvern
tímann settir í sögubækur fyrir
góðmennsku myndi móðir Teresa
örugglega fara fremst í flokki eða
einhver milljóneri sem gaf mikið
af peningum. En mér finnst að
afi eigi miklu frekar heima þar.
Maður sem allt sitt líf var góður
við börn og gamalmenni, var alltaf
tilbúinn að hjálpa og var alitaf til
staðar fyrir fjölskylduna. Maður
kemur í manns stað á ekki við um
afa, enginn getur nokkurn tímann
fyllt skarð hans.
Ég virti afa minn mikils og hafði
aldrei ástæðu til annars en að líta
upp til hans. Frá því að ég fæddist
var hann alltaf til staðar. Fyrst
kenndi hann mér að spila og lék
við mig. Síðar kenndi hann mér
að virða alla menn, fátæka og ríka,
hann kenndi mér með sögum af
liðinni tíð þegar tímar voru erfiðir
fyrir hann. Hann kenndi mér líka
að ef þú vilt eitthvað þá verður þú
að vinna fyrir því.
Hann keyrði bíl í rúm fimmtíu
ár og það ég veit lenti hann aldrei
í árekstri. Hann var án efa ofvirk-
asti „gamli maðurinn með hatt“ í
öllu landinu. Hann var alltaf fyrst-
ur af stað á ljósum og alltaf sein-
astur yfír á gulrauðu. Ég fór oft
með honum í bíl. Hann var alltaf
til staðar til að keyra mig út og
suður, bauðst meira að segja til
að keyra vini mína heim þó að það
væri talsverður krókur. Ég gleymi
aldrei svipnum á vini mínum þegar
hann hentist frá hægri til vinstri
í aftursætinu og þegar hann kom
I skólann daginn eftir: „Afi þinn
er bijálaður bílstjóri.“ Ég svaraði
stoltur: „Ég veit.“ Það eiga ekki
allir 78 ára gamlan afa sem keyr-
ir um á blárri Lödu og er þekktur
fyrir að vera einsog átján ára ungl-
ingur í umferðinni, en þannig var
afi minn. Hann var aldrei eldri en
tuttugu ára í anda, vinnandi í
garðinum eða þeytandi vélina á
rauðu ljósi. Það er synd að fólk
geti dáið svona ungt.
Svo er náttúrulega spurning
hvort svona fólk deyr yfirleitt. Er
til himnaríki eða deyr fólk bara?
Um himnaríki get ég ekki vitað
annað en að ef það er til þá er
afi þar, með Jesús sveiflandi til
og frá í aftursætinu, örugglega
segjandi sömu setningu og venju-
lega: „Aumingja gamli maðurinn
með hattinn, alveg búinn að gefa
upp öndina.“
Ef það er ekkert himnaríki þá
mun afi samt aldrei deyja, hann
mun lifa með okkur í gegnum
minningar og þegar við deyjum
mun minnig hans lifa með þeim
sem minnast okkar. Þannig mun-
um við aldrei deyja. Það er líka
ástæða þess að ég skrifa þessa
minningargrein, til að deila með
ykkur þeirri mynd sem ég hafði
af afa, sem þeim unga, styrka og
lifandi manni sem hann var.
Það er gott að trúa á guð. Afa
finnst örugglega gott að lifa í
himnaríki, þar er sjálfsagt lítið af
rauðum ljósum. Það er líka gott
að minnast þeirra sem deyja sem
þeir væru lifandi, því þá skráum
við þeirra nöfn og þeirra minning-
ar á spjöld sögunnar, og þau spjöld
eru miklu stærri en blaðsíður ein-
hverra sögubóka.
Bless, afí, og farðu varlega í
umferðinni.
Svavar Guðbjörn.
Elsku afí. Nú þegar þú ert horf-
inn úr lífí okkar mun það aldrei
verða eins og áður. Þú varst mér
svo kær og okkur öllum svo hjálp-
samur_ og vildir allt fyrir okkur
gera. í hjarta mínu munt þú ætíð
vera og ég mun minnast þeirra
góðu stunda sem við áttum saman
og bera þær með mér um ókomna
tíð.
Þín
Bettína Björg.
Kæri Svavar. Það er erfitt að
kveðja þig því að ég leit á þig eins
og þú værir afi minn. Þú varst
alltaf svo hress og kátur og gerðir
allt til þess að öðrum liði vel. Það
var alltaf nóg að gera hjá þér úti
í garði hvort sem það var að slá,
raka eða saga tré. Það var mjög
gaman að koma með Skottu í heim-
sókn til þín vegna þess að þú varst
í mestu uppáhaldi hjá henni og
öllum öðrum dýrum sem við krakk-
amir áttum. Það var alltaf nóg að
gera þegar maður kom í heimsókn
því alltaf varst þú til staðar, hvort
sem það var að spila við okkur
krakkana eða bara tala um daginn
og veginn. Við krakkarnir gátum
alltaf hringt í þig og látið sækja
okkur hvort sem var úr skólanum,
æfingum eða hveiju sem er, alltaf
varst þú mættur innan tíu mínútna
á Lödunni. Það er margs að sakna.
Takk fyrir allt, Guð varðveiti þig,
elsku Svavar minn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Lára Kristjana.
RAGNAR
INGÓLFSSON
+ Ragnar Ingólfs-
son skrifstofu-
stjóri var fæddur á
Ólafsfirði 26. maí
1925. Hann lést á
Landspítalanum
hinn 27. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 10. mars.
Ragnar Ingólfsson,
einn helsti máttar-
stólpi Karlakórs
Reykjavíkur um ára-
bil, er látinn. Karla-
kórsfélaga setti hljóða á æfingu
hjá kórnum þann 27. febrúar sl.
þegar lát hans var tilkynnt. Síðan
risu kórfélagar úr sætum og sungu
í minningu Ragnars, „ísland, Is-
land, ég vil syngja“, einkennislag
kórsins, eftir Sigurð Þórðarson,
stofnanda og fyrsta söngstjóra
kórsins.
Ragnar gekk til liðs við Karla-
kór Reykjavíkur árið 1951 og
starfaði með kórnum samfellt í
41 ár eða til ársins 1992, er hann
hætti af heilsufarsástæðum. Hann
var mjög músíkalskur, hafði
kraftmikla og bjarta tenórrödd og
söng 1. tenór. Hann gerði miklar
kröfur til sjálfs sín sem og til fé-
laga sinna í kórnum. Vei þeim 1.
tenór sem söng undir tóni. Þótti
sumum á stundum nóg um kapp-
semi hans, en hagur kórsins var
honum ætíð efst í huga.
Ragnar var höfðinglegur í fasi.
Það duldist engum að þar fór
heimsmaður. Það sópaði að honum
hvar sem hann fór. Hann var
óvenju stórhuga maður sem lét
ekki sitja við orðin tóm heldur kom
hugmyndum sínum í framkvæmd.
Þess naut Karlakór Reykjavíkur.
Ragnar varð fljótlega aðaldrif-
fjöðrin í starfí kórsins og formaður
hans í 12 ár, 1963-1976. Á þeim
árum hrinti Ragnar, ásamt félög-
um sínum í stjórn kórsins, mörgum
stórvirkjum í framkvæmd. Sem
dæmi má nefna kaup á félags-
heimili fyrir kórinn á Freyjugötu
14, og leigu á rússnesku skemmti-
ferðaskipi, „Baltiku" sem sigldi
með kórfélaga og rúmlega 400
farþega í tónleikaferð til Miðjarð-
arhafslanda árið 1966. Sú ferð
vakti mikla athygli á sínum tíma.
Undir forystu Ragnars fór kórinn
í margar tónleikaferðir á erlenda
grund. M.a. á heimssýningu í
Montreal 1967, um Mið-Evrópu
1973 og til Bandaríkjanna og
Kanada 1975.
Á 40 ára afmæli kórsins árið
1966 tók Ragnar saman veglegt
rit um sögu kórsins og á hans
herðum hvíldi einnig undirbúning-
ur og skipulagning á 50 ára af-
mælishátíð kórsins árið 1976, sem
var sérstaklega glæsileg. Á hátíð-
ina komu þrír erlendi karlakórar
til landsins í boði Karlakórs
Reykjavíkur.
Árið 1965 fékk Ragnar ungan
austurrískan tónlistarmann, Pál
Pamichler Pálsson, til að taka við
stjórn kórsins. Það var gifturík
ákvörðun, því Páll stjórnaði kórn-
um við góðan orðstír í aldarfjórð-
ung.
Upp úr 1970 stóð Ragnar fyrir
því að kórinn gæfi út sex hljóm-
plötur með lögum íslenskra tón-
skálda. Af þessari upptalingu má
sjá að Ragnar vann gífurlegt starf
í þágu Karlakórsins og bar hag
kórsins ætíð mjög fyrir brjósti.
Þegar ég hóf að syngja með
Karlakórnum árið 1981 var Ragn-
ar hættur stjórnarstörfum, en það
leyndi sér ekki að þar fór maður
sem hafði mikil áhrif á allt starf
kórsins. Ég kynntist Ragnari fyrst
að ráði í söngferð kórsins til
Bandaríkjanna og Kanada árið
1981. Seinna áttum við eftir að
ferðast víða með
Karlakórnum. Mér er
enn minnisstætt á
hvern hátt heimsmað-
urinn Ragnar kynnti
fyrir okkur nýliðunum
í kórnum leyndar-
dóma Parísarborgar
eftir söngferðalag um
Frakkland árið 1986.
Þann tíma sem ég var
formaður kórsins
reyndist hann mér
hollráður og er ég
þakklátur fyrir það.
Að leiðarlokum
þakka ég Ragnari
samfylgdina. Við félagarnir í
Karlakór Reykjavíkur munum
sakna þess að heyra Ragnar ekki
lengur syngja á gleðistundum „Þér
kæra sendi kveðju" eftir Þórarin
Guðmundsson eins og honum ein-
um var lagið. Það er næsta víst
að það verður mikill búhnykkur
fyrir himneskar söngsveitir að lið-
styrk Ragnars Ingólfssonar. Minn-
inguna um góðan félaga og leið-
toga geymum við hjörtum okkar.
Björgu Ingólfsdóttur og öðrum
aðstandendum votta ég mína
dýpstu samúð.
Bjarni Reynarsson.
Þér kæra sendir kveðju, með kvöldstjömunni blá,
það hjarta sem þú átt, en sem er svo langt þér frá.
Þar mætast okkar augu þótt ei oftar sjáumst hér.
Ó, Guð minn ávallt gæti þin, ég gleymi aldrei þér.
(Gestur.)
Yfir fjörutíu ár var líf Ragnars
Ingólfssonar samfléttað starfi
Karlakórs Reykjavíkur. Hann
gekk í raðir kórsins árið 1951 og
söng óslitið fram á mitt ár 1992.
En þó sjúkdómur hamlaði þá
Ragnari að hefja upp sína fallegu
tenórrödd, var hugur hans sístarf-
andi í þágu félagsins sem átti svo
sterk ítök í honum. Hann gegndi
margvíslegum trúnaðarstörfum
fyrir kórinn, og var meðal annars
formaður hans í 12 ár. Ragnar var
einkar fijór í hugsun, fylginn sér
og ötull við að kynna kórinn jafnt
heima sem erlendis. Óhræddur að
takast á við verkefni sem flestum
öðrum hefðu fundist óyfirstígan-
leg. Hjá Ragnari voru hagsmunir
Karlakórs Reykjavíkur ævinlega í
öndvegi.
Ragnar söng annan tenór á sín-
um fyrstu árum í kórnum en gekk
síðan í raðir fyrstu tenóra. Hann
var raddviss og margir nýliðar
fengu hjá honum góða skólun
bæði hvað varðaði söng og ekki
síður félagsmál. Hann fór þrettán
söngferðir til útlanda með kórnum,
m.a. fimm Ameríkuferðir, fjórar
ferðir um Evrópu og ferð til Kína.
Flestar af þessum ferðum voru
skipulagðar af Ragnari. Trúlega
er ferð kórsins með skemmtiferða-
skipinu „Baltica" sú ferð sem
Ragnari var hvað hugleiknust,
enda var sú ferð brúðkaupsferð
hans og Sigurborgar Siguijóns-
dóttur. Hjónin, Sigurborg og
Ragnar voru sérlega glæsileg og
félagslynd. Sigurborg studdi
Ragnar dyggilega í starfi hans
sem formanns og var ein af stofn-
endum Kvenfélags Karlakórs
Reykjavíkur. Hún lést árið 1986.
Kona Ragnars hin síðari ár var
Björg Ingólfsdóttir og reyndist
honum traustur vinur, ekki síst í
erfiðum veikindum.
Fyrir margháttuð störf í þágu
kórsins var Ragnar gerður að heið-
ursfélaga árið 1975. Að Ragnari
gengnum sér Karlakór Reykjavík-
ur á bak einum sínum traustasta
félaga. Kórinn þakkar hin marg-
víslegu störf Ragnars Ingólfssonar
á liðnum áratugum. Félagarnir
blessa minningu hans og senda
ástvinum, ættingjum og vinum
dýpstu samúðarkveðjur.
Karlakór Reykjavíkur.