Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Stjórn ÚN vill 30 þúsund tonna kvóta í Smugunni Kvótanum deilt á skip eftir veiðireynslu Göturnar i /1 / • / GÖTUR á Akureyri eru farnar að láta verulega á sjá eftir veturinn og nota starfsmenn bæjarins hvert tækifæri sem gefst til gera við skemmdir. Víða er malbikslagið orðið mjög þunnt en að sögn Hilmars Gísla- sonar, bæjarverksljóra er ástandið nú þó ekkert verra en undanfarin ár. „Það hafa verið miklir um- hleypingar en þetta er enginn vetur. Snjómokstur hefur verið með allra minnsta móti og veturinn verið dásamlegur að því leyti,“ segir Hilmar, sem sjálfur er farinn að munda golf- kylfurnar fyrir komandi vertíð. Á myndinni eru starfsmenn bæjarins og gera við holur á Hjalteyrargötunni í gær. STJÓRN Útvegsmannafélags Norðurlands samþykkti ályktun á fundi sínum í vikunni, þar sem því er beint til stjórnvalda að nú þegar verði settur kvóti á veiðar íslenskra skipa í Smugunni. ÚN leggur til að úthlutaður heildarkvóti verði 30 þúsund tonn og honum verði deilt niður á skip eftir veiðireynslu. Stjórn ÚN vill að beitt verði sömu aðferð við úthlutun og á Flæmingja- grunni og Reykjaneshrygg og heim- ilað verði framsal á úthlutuðum aflaheimildum. Á síðustu þremur árum hefur árleg meðalveiði ís- lenskra skipa í Smugunni verið rúmlega 31 þúsund tonn og er afla- verðmætið tæplega 10 milljarðar króna. Þar af er hlutfall Norðlend- inga um 42-43%. Hindrar ekki viðræður við Norðmenn Stjórn ÚN styður viðleitni ís- lenskra stjórnvalda til að ná samn- ingum við Norðmenn um veiðar á þessu hafsvæði og telur þessa kvótaúthlutun ekki hindra áfram- hald viðræðna um slíka samninga. íslensk fiskveiðistjómun hefur getið sér gott orð á alþjóðlegum vett- vangi. Er skemmst að minnast niður- stöðu vinnuhóps OECD um fiskveiði- stjómun þar sem fram kemur að íslenska kvótakerfið er talið hið besta í heiminum út frá sjónarmiðum hagkvæmni og fískverndar. Ákvörð- un íslenskra stjómvalda um að setja heildarkvóta á veiðar í Smugunni væri ótvírætt skref í átt til ábyrgrar veiðistýringar á þessu hafsvæði. Athafnasvæði Arn- arfells við Óseyri Vörubíls- pallur of- an á mann VÖRUBÍLSPALLUR féll ofan á starfsmann Arnarfells þar sem hann var við vinnu sína á athafnasvæði félagsins við Óseyri í gærdag. Búið var að lyfta pallinum og voru menn að vinna við bílinn þegar pallurinn gaf sig óvænt. Maðurinn komst sjálfur undan bílnum, en var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Hann kvartaði undan eymslum í baki, hálsi og herð- um. Morgunblaðið/Kristján Leigjendasamtök Norðurlands stofnuð Ahersla lögð á húsaleigubætur STOFNFUNDUR Leigjendasam- taka Norðurlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri annað kvöld, miðvikudagskvöldið 12. mars kl. 20. Leigjendasamtökin munu veita þjónustu í báðum Norðurlandskjör- dæmunum, en hugmyndin er að þau verði hagsmunasamtök leigjenda sem veita upplýsingar og aðstoða leigjendur í hveiju því er tengist leigumálum. Þau munu og hvetja til þátttöku í umræðum um leigu og leigumál. Eitt af fyrstu áherslumál- um samtakanna ásamt kynningar- starfi er að hvetja þau bæjarfélög sem ekki greiða húsaleigubætur að taka þær upp, enda þykir forsvars- mönnum samtakanna það ekki veij- andi að leigjendur í sumum sveit- arfélögum þurfi að þola misrétti á meðan ríki og sveitarfélög eru að koma sér saman um hvernig fjár- magna skuli húsaleigubótakerfið. Um sé að ræða brýnt hagsmunamál fyrir leigjendur. Undirbúningur staðið frá því í haust Hugmyndina að stofnun leigj- endasamtakanna má rekja til síðasta hausts og hefur undirbúningur stað- ið síðan, en kynningarfundur þar sem málið hlaut góðar undirtektir var haldinn í febrúar síðastliðnum. Forsvarsmenn samtakanna, þeir Siguijón og Guðlaugur Pálmasynir og Ragnar Sverrisson, segja stefnt að því að reka skrifstofu í tengslum við samtökin og er nú unnið að því að fjármagna starfsemina. Þegar hefur verið rætt við m.a. skólafélög, verkalýðsfélög, húsnæðissamvinnu- félög og stofnanir á vegum ríkis og bæjar og hafa margir gefið fyrirheit um samstarf og stuðning. Gengi hlutabréfa í Skinnaiðnaði hækkar 400% hækknn á 15 mánuðum Amaro hættir verslunarrekstri á Akureyri Morgunblaðið/Kristján AMARO hættir verslunarrekstri í miðbæ Akureyrar innan tíðar en í staðinn verða settar upp sjö aðskildar sérverslanir á 1. hæð. GENGI hlutabréfa í Skinnaiðnaði hefur hækkað um 400% frá því fé- lagið var skráð á Verðbréfaþing íslands fyrir rúmum 15 mánuðum. Það var í upphafi síðasta árs 3,0 en hefur verið 12,0 síðustu daga. Á síðasta ári seldust hlutabréf í Skinnaiðnaði fyrir 13,8 milljónir króna að nafnverði en það samsvar- ar því að tæplega 20% af hlutafénu hafi skipt um eigendur á liðnu ári. Þetta kom fram í máli Gunnars Birgissonar formanns stjómar Skinnaiðnaðar á aðalfundi félagsins í gær. Sagði hann ávöxtun upp á 400% á svo skömmum tíma stór- kostlega og ástæðu til að óska þeim sem að fyrirtækinu koma til ham- ingju. Almanaksári félagsins breytt Á fundinum var samþykkt að breyta almanaksári félagsins yfir í það sem tíðkast í sjávarútvegi, þ.e. frá 1. september til 31. ágúst. Sam- kvæmt uppgjöri hljóðar efnahagur fyrirtækisins upp á 867 milljónir en viðskiptakröfur og birgðir upp á 620 milljónir eða yfir 70% af stærð efnahags. Með því að gera félagið upp í lok ágúst fæst raunsærri mynd af rekstri félagsins, þar sem minna er þá bundið í birgðum. Aðalfundur Skinnaiðnaðar veitti stjórn heimild til að kaupa allt að 10% af nafnvirði hlutafjár félags- ins, þannig að félagið eigi rúmar 7 milljónir króna. Heimildin gildir næstu 18 mánuði. Einnig var sam- þykkt á fundinum að greiða 10% arð af hlutafé. Heildarvelta félagsins var 1.047 milljónir á liðnum ári og nam hagn- aður 104,5 milljónum króna, en 77,5 milljónum eftir skattgreiðslur. Starfsmenn voru 147 á síðasta ári, sem er nokkur fjölgun frá fyrra ári. Starfsfólkið stóð sig vel Fram kom í máli Gunnars að starfsfólki hefði tekist vel upp við að ná sem mestum verðmætum úr hráefninu, en á liðnu ári tókst að vinna rúmlega 93% af söluverð- mæti í mokkaskinn, sem er lang- verðmætasta afurðin. „Félagið byggir að mestu á innlendu hráefni en með fjármagni og verkkunnáttu er hráefninu breytt í fullunnar af- urðir, sem gáfu af sér í fyrra virðis- auka upp á heilar 420 milljónir, þessi virðisauki svarar til 2.847 milljóná á ársverk,“ sagði Gunnar. Húsnæð- ið leigt undir sér- verslanir VERSLUNIN Amaro á Akureyri hættir rekstri innan tíðar og er fyrirhugað að breyta húsnæði fyr- irtækisins að Hafnarstræti 99- 101 og reka þar sjö aðskildar sér- verslanir á 1. hæð. Þegar hefur verið samið við þijá aðila um leigu í Amaro-húsinu, samningaviðræð- ur standa yfir við þijá aðila til vibótar en einu plássi á 1. hæð hússins er óráðstafað. Rekið verslun frá 1940 Sigurður Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Amaro, segir að gert sé ráð fyrir að þessa nýja verslunareining opni formlega í byijun maí. Verslunarplássin eru misjafnlega stór, eða frá 60 fer- metrum upp í rúmlega 100 fer- metra. Amaro á tvær hæðir í Hafnarstrætinu og að sögn Sig- urðar er stefnt að því að leigja einnig út rými á 2. hæð og þá jafnvel í stærri einingum. „Versl- anir af Reykjavíkursvæðinu hafa sýnt mikinn áhuga á því að kom- ast inn í þetta húsnæði okkar.“ Amaro hefur rekið vefnaðar- vöru-, búsáhalda,- gjafavöru-, fata- og snyrtivörudeild í hús- næðinu og hafa vörur þeirra deilda verið settar á einn markað. „Við verðum að selja þær vörur ein- hveija næstu daga eða vikur. Það er gert ráð fyrir að Amaro hætti eiginlegri verslunarstarfsemi en heildverslunin heldur áfram með svipuðu sniði.“ Að sögn Sigurðar hefur Amaro rekið verslun í miðbænum frá því um 1940. Um 16-20 manns störf- uðu í kringum smásöludeildir fyr- irtækisins og hafa þeir flestir látið af störfum. Sigurður segir að í tveimur tilvikum hafi starfsmenn keypt deildir Amaro og séu að setja nýjar verslanir af stað og eitthvað af fólkinu sé komið í aðra vinnu. „Nokkrir hafa farið á at- vinnuleysisbætur á meðan þeir eru að leita sér að annarri vinnu en ástandið er ekki eins alvarlegt og útlit var fyrir,“ sagði Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.