Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 9 FRÉTTIR „Orðið einræktun gefur vísbendingu um innihaldið“ ORÐIN einræktun og klónun hafa um nokkurt skeið verið notuð í erfða- fræði plantna til að lýsa því þegar nákvæm eftirmynd er gerð af frumu eða lífveru, að sögn Hálfdans Ómars Hálfdanarsonar líffræðings, en eftir umfjöllun fjölmiðla um einræktuðu eða klónuðu kindina Dolly síðustu vikur hafa margir velt vöngum yfir uppruna og merkingu þessara orða. I íslensku alfræðiorðabókinni frá árinu 1990 má fínna bæði þessi orð og hafa þau þar nákvæmlega sömu merkingu. Þar er sagt að klónun eða einræktun þýði kynlausa fjölgun líf- vera þar sem öll afkvæmi hljóti ná- kvæmlega eins arfgerð. Sem dæmi er nefnt rótarskot jarðarbeija- plantna. Þar er ennfremur sagt frá því að unnt sé að rækta heilar plönt- ur upp af stökum frumum í vefja- rækt en að klónun dýra hafí reynst erfiðari, en þó hafi tekist að ná fram klón ýmissa frumstæðra dýra, til dæmis froska. Að sögn Hálfdans er aðferðin við að klóna eða einrækta kölluð klónun eða einræktun og út fæst einræktin, klónið eða klónninn, en hann hefur bæði heyrt talað um klón í karlkyni og hvorugkyni; eitt klón eða einn klónn. „Ef maður ætlar til dæmis að klóna ösp sker maður hana niður Dolly. í eitt hundrað búta og þá fær maður eitt hundrað klón,“ segir hann. Ari Páll Kristinsson málfræðingur segir að orðið klón sé aðlagað töku- orð og tekið beint frá enska orðinu „clone“. „Það stenst hins vegar allar orðmyndunarkröfur og því ekki ástæða til þess að hafa neitt á móti því,“ segir hann. A hinn bóginn hefur orðið klónun ekki þann eiginleika margra ís- lenskra nýyrða að hafa í sér fólgnar ýmsar vísbendingar um innihaldið, að sögn Ara. „Orðið einræktun hefur þennan kost, því það vita allir hvað „ræktun“ þýðir og „ein“ bendir til þess að það sé verið að búa til eitt- hvað eins,“ segir hann. ftalskar vordragtir og stakir jakkar á frábæru verði Hverfisgötu 78 Sími 552 8980. sencling Kjólar • Blússur • Pils Sundbolir • Inniskór Hverfisgötu 50, sími 551 5222 Þingsályktunartillaga um Alþjóðahvalveiðiráðið Islendingar fari inn aftur ÞRÍR þingmenn Þingflokks jafnað- armanna hafa lagt fram þingsálykt- unartiilögu um að íslendingar gangi aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið. Flutn- ingsmenn telja að möguleikar á að heija hvalveiðar að nýju séu meiri ef íslendingar eru innan ráðsins en utan. Þeir vísa í því sambandi til reynslu Norðmanna og Japana, sem eru innan ráðsins en stunda samt hvalveiðar. Þá benda þeir á að aðildarlöndum ráðsins sé bannað að kaupa hvalaaf- urðir af ríkjum utan þess. Því væri útilokað að selja Japönum afraksturinn af veiðunum við núverandi aðstæður. Þingmennirnir segja rökin fyrir því að standa utan ráðsins léttvæg orðin því að íslendingar verði hvort eða er að taka sínar ákvarðanir með tilliti til þeirrar stefnumótunar sem þar fer fram. „Við erum bundin af ákvörðunum ráðsins hvort sem við erum utan þess eða innan. Möguleik- ar okkar til að hafa áhrif á þá stefnu- mótun eru mestir ef við eigum þar sæti,“ segir í greinargerð með þings- ályktunartillögunni. ATT ÞU NÆSTA LEIK M EÐ SPARISKIRTEININ ÞIN? jÖRIN Með endurskipulagningu allra flokka spariskírteina og breytingu þeirra í markflokka, hefur lokagjalddaga spariskírteinanna í töflunni verið flýtt. Kannaðu hvort þú eigir þessi skírteini og hafðu þá samband við Lánasýslu ríkisins sem fyrst og fáðu alla aðstoð við að tryggja þér ný spariskírteini í markflokkum með sérstökum skiptikjörum. Vertu áfram í örygginu! 12. MA R c r RAUÐIR FLDKKAR S PARIS Kl RTEI N A Uppsagnartlokkar til endurfjármögnunar i markflokka Flokkur Nafnvextir Lokagjalddagi SP1984 II 8.00% 10. 03. 1997 SP1985 IIA 7,00% 10.03. 1997 SP1984 III 8,00% 12. 05. 1997 SP1986 H4A 7,50% 01. 07. 1997 SP1985 IA 7,00% 10. 07. 1997 SP1985 IB 6,71% 10. 07. 1997 SP1986 I3A 7,00% 10. 07. 1997 SP1987 I2A 6,50% 10. 07. 1997 SP1987 I4A 6,50% 10. 07. 1997 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 Utboð ríkisverðbréfa • Sala • InnlauSN • Askrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.