Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 41
INGÓLFUR
MÖLLER
+ Ingólfur Möller
fæddist í
Reykjavík 13. febr-
úar 1913. Hann lést
í Reykjavík 1. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Neskirkju 11. mars.
í dag er jarðsunginn
föðurbróðir minn, Ing-
ólfur Möller, skipstjóri.
Mig langar að minnast
hans fáeinum orðum,
hlýju handtakanna,
ferðanna á löngu liðn-
um dögum fyrir Gróttu og suður í
Hafnarfjörð og gamlárskvöldanna
á Ægissíðu 90 þar sem var sungið
inn nýja árið þótt við kæmum ekki
suðreftir fyrr en undir eitt. Þá voru
fimm systkini í söngnum, en nú eru
tvö eftir, Helga og Baldur faðir
minn. Þórður lést 1975 og Gunnar
1988. Kynnin urðu auðvitað með
tímanum strjálli en vert hefði verið,
en oft var þó hægt að finna skot í
afmæli eða jólaboði til að spjalla
um pólitík. Ingólfur var með póli-
tískari mönnum og blár í gegn.
Hann var enda hertur í heitari log-
um en nú brenna, þegar hann varði
föður sinn aðsúgi í Gúttóslagnum
forðum. Aldrei lá hann á skoðunum
sínum, ekki heldur þegar okkur
greindi á, en kveðjan var alltaf jafn
hlý, „vertu sæll, frændi minn,“ og
handtakið þétt.
Ingólfur hélt til sjós fimmtán ára
gamall og var á varðskipum og
seinna stýrimaður hjá Eimskipafé-
lagi íslands, en setti annan fótinn
á þurrt og var hafnsögumaður í
Reykjavík 1940-1947. Líklega var
það á þeim tíma sem sögur af hon-
um bárust inn á heimili móður
minnar, talsvert áður en fjölskyldu-
bönd voru bundin. Faðir hennar
stýrði þá verki, líklega inni í Sund-
um, og gekk tregt, en gekk samt,
og hann sagði víst eftir á að það
hefði munað um strákinn hans Jak-
obs Möller. Þegar aðrir voru búnir
að gefast upp taldi strákurinn í þá
kjark og sagði að víst myndi ganga
og það varð. Verkgleði, dugnaður
og atorka voru aðalsmerki Ingólfs
og það sópaði stundum að honum
svo einhveijum þótti nóg um. En
hjartað var stórt og gott. Frá skip-
stjómarárum hans 1947-1966 á
Foldinni og síðar Jöklunum er sögð
sú saga að messadrengurinn stóð í
eldhúsinu á aðfangadagskvöld al-
einn og fjarri heimahögum og átti
að vaska upp eftir alla skipshöfn-
ina. Þá var lögð hönd á öxlina á
honum og spurt: „Hvort viltu þvo
eða þurrka?" Þannig var Ingólfur.
Hans verður sárt saknað af börnum
og barnabörnum, en þau vita af
honum í góðri vist með ástvinum.
Vertu sæll, frændi minn.
Markús Möller.
Með Ingólfi er fallinn frá kær
vinur minn og velgjörðarmaður til
margra ára. Á þessari stundu er
margs að minnast, en efst er mér
í huga þakklæti fyrir að hafa átt
með honum samfylgd á löngum sjó-
mannsferli og fengið að njóta leið-
sagnar hans í lífi og starfi. Þegar
ég hafði stundað togarasjómennsku
í tæpan áratug og lokið farmanna-
prófi frá Stýrimannaskólanum,
höguðu atvikin því þannig að kunn-
ingi minn á flutningaskipinu
Drangajökli, sem var í eigu Jökla
hf., lét mig vita um laust háseta-
pláss á skipinu. í það pláss var ég
ráðinn. Þar hófst margra ára sam-
vinna okkar Ingólfs sem þá var
skipstjóri á Drangajökli. Hann var
yngstur skipstjóra í kaupskipaflot-
anum. Hann hafði einnig verið
hafnsögumaður við Reykjavíkur-
höfn á styrjaldarárunum.
Fljótlega réð Ingólfur mig stýri-
mann á skipi sínu. Og þegar fram
liðu stundir kom að því að ég leysti
hann af sem skipstjóri
þegar hann fór í leyfi.
En Jöklar létu síðar
smíða önnur frystiskip.
Þá skildi leiðir okkar
og ég tók við skipstjórn
á einu þeirra skipa.
Ingólfur var framúr-
skarandi duglegur og
fór orð af áræði hans.
Hann þekkti gjörla all-
ar siglingaleiðir kring-
um landið og hafði
mikla reynslu í milli-
landasiglingum. Tel ég
að hann hafi átt fáa
sína líka. Hann var ein-
arður í viðskiptum og hafði fastmót-
aðar skoðanir á mönnum og málefn-
um. Ófús var hann að víkja frá því
sem hann taldi satt og rétt. Það
var mikill og góður skóli að komast
í læri hjá slíkum afburðamanni.
Eitt atvik frá árum okkar Ingólfs
á Drangajökli er mér öðrum hug-
stæðara. Þetta var í janúarmánuði
1953. Við höfðum lokið við að lesta
freðfisk á ströndinni á vegum Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna.
Skipið lá við landfestar í Friðarhöfn
í Vestmannaeyjum, sem var síðasta
lestunarhöfnin. Ferðinni var heitið
til New York með fullfermi af freð-
fiski.
Drangajökull var lítið skip, 630
brúttósmálestir, en gott sjóskip.
Sextán menn voru í áhöfn. Áustan
stormur var og mikill súgur í höfn-
inni. Harkalega rykkti í landfestar.
Ingólfur vildi hraða brottför og
skipveijar kepptust við að sjóbúa
skipið. Tók það nokkurn tíma því
að í Ameríkusiglingum voru bómus-
tög og blakkir í möstrum tekin nið-
ur til þess að forðast ísingu. Látið
var úr höfn um miðnætti.
Ferðin sóttist vel í fyrstu, en
brátt skall á aftakaveður af norð-
vestri með hörkufrosti. Undir kvöld
á þriðja degi sást borgarísjaki rétt
framan við skipið. Skyggni var
slæmt. Naumlega tókst að komast
hjá árekstri með því móti að beita
vélarafli til hins ýtrasta og miklu
álagi á stýri. Skipið var nú statt
90 sjómílur austur af Hvarfi á
Grænlandi. Reynt var að halda sjó
í norðvestan fárviðrinu með öllu til-
tæku vélarafli. Undir miðnætti að-
faranótt 25. janúar rifnaði lok á
glussadælu stýrisvélar. Þó mátti
stýra skipinu enn um sinn með því
að hella olíu stöðugt á glussakerfí
stýrisvélarinnar. En skyndilega
brotnuðu festingar stýrisrammans
og við það slóst stýrið stjórnlaust.
Skipið var nú stjómlaust og lagðist
djúpt á stjómborðshliðina. Olduhæð
var allt að 15 metrum. Mikil ísing
hlóðst á yfirbyggingu og möstur
en skipsskrokkurinn var nær alltaf
í kafi. Ingólfur hafði staðið á stjórn-
palli við opinn gluggann frá því að
veðrið skall á. Andlitið var salt-
storkið og hrímað. Hann gaf fyrir-
mæii um að dæla olíu í sjóinn til
þess að koma í veg fyrir að brotsjór-
inn lenti af fullum krafti á skipinu.
Neyðarkall hafði verið sent út og
samband var haft við bandarískt
veðurathugunarskip. Það var í tals-
verðri fjarlægð og hefði þurft að
sigla til okkar á móti óveðrinu.
Aðstoðar var því ekki að vænta
þaðan. Bandarísk björgunarflugvél
kom frá flugvelli á Grænlandi. Hún
flaug fyrir ofan óveðrið, en flug-
mennirnir sendu okkur hvatningar-
orð. Næst var brotist aftur í klefa
stýrisvélarinnar og tókst að binda
stýrisrammann hart í bakborða.
Ingólfur tók ákvörðun um að ná
skipinu fyrir vind. Það tókst með
því að knýja vélina til hins ýtrasta
og lagðist skipið yfír á bakborðs-
hliðina. Auðveldaði það vinnuað-
stöðu við viðgerðarborð og renni-
bekk í vélarúmi auk þess sem olíu-
verk aðalvélar starfaði betur.
Mánudaginn 26. janúar hafði veðr-
inu slotað nokkuð og vélstjórar hófu
bráðabirgðaviðgerð sem tókst giftu-
samlega. í birtingu þriðjudagsins
27. janúar var skipinu snúið undan
veðrinu og haldið áleiðis til Reykja-
víkur á hægri ferð.
Þrír sólarhringar voru liðnir frá
því að fárviðrið skall á og hafði
Ingólfur staðið allan þann tíma á
stjórnpalli. Ekki verður efast um
það að ömggar og hárréttar skipan-
ir hans leiddu til þess að við náðum
heilir til hafnar í Reykjavík úr þess-
um hildarleik hinn 31. janúar.
Af því sem hér er sagt má sjá
hve einstakt karlmenni Ingólfur
var, mikilhæfur skipstjórnarmaður
og ósérhlífínn þegar á reyndi. Þótt
ytra borð hans væri á stundum
hrjúft, sló í brjósti hans hlýtt og
viðkvæmt hjarta sem ekkert aumt
mátti sjá. Hann lét sér annt um
skipveija sína og fylgdist grannt
með högum þeirra.
Ingólfur var einlægur trúmaður,
treysti því að allt væri í hendi Guðs
og að hann réði og stýrði gerðum
mannanna.
Enn era mér í minni löngu liðnar
stundir þegar við voram á siglingu
og vel heyrðist í útvarpi hér heima
eða á dönsku sundunum. Þá hljóm-
aði sunnudagsmessan í RUV eða
Danmarks Radio frá útvarpstæki
Ingólfs í káetu hans, sem var beint
niður af stjórnpalli. Og skipstjórinn
tók undir sálmasönginn með sinni
hljómfögru og sterku rödd, því Ing-
ólfur var söngmaður góður. Hann
var Iengi einn af kórfélögum Fóst-
bræðra.
Svo undarlega hagaði forsjónin
því eftir að við Ingólfur höfðum
báðir kvatt farmennsku og vorum
komnir í land að leiðir okkar lágu
saman enn á ný árið 1969. Þá hjá
Eimskipafélaginu. Þar unnum við
báðir allt þar til Ingólfur lét af störf-
um sökum aldurs árið 1983. Hann
hafði verið yfirmaður vöruaf-
greiðslu félagsins um árabil. Veit
ég að margir starfsmenn Eimskipa-
félagsins, sem þekktu Ingólf, minn-
ast hans nú og senda kveðjur og
þakkir fyrir ánægjulega samfylgd.
Allar eru mér þessar minningar
kærar og mér hlýnar um hjartaræt-
ur þegar ég rifja þær upp. En varla
verður Ingólfs svo minnst að ekki
sé getið konu hans, Brynhildar
Skúladóttur, sem var traustur þátt-
ur í lífí hans. Hún lést 10. desem-
ber 1995. Fráfall hennar var Ing-
ólfi afar þungbært og söknuður
sár. Hún hafði búið þeim fagurt
heimili og verið honum einstök stoð
og stytta alla tíð. Og hún stýrði
heimili þeirra af miklum myndar-
skap og gætti bús og barna meðan
Ingólfur var fjarvistum vegna far-
mennskunnar. Eftir að heilsu Ing-
ólfs hnignaði hin síðari árin studdi
Brynhildur hann og hlúði að honum
af ástúð og umhyggju.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um flyt ég Ingólfí bestu þakkir
mínar fyrir einlæga vináttu hans
og það traust sem hann sýndi mér
alla tíð.
Við Lilla vottum börnum hans,
tengdabörnum og öðram ástvinum
okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Eyjólfur Guðjónsson.
Ingólfur var sumardrengur á
Húsafelli í nokkur ár milli 1925 og
1929. Hann var fólkinu minnisstæð-
ur vegna þess hve vandaður og eld-
fjörugur hann var. Þar á ofan var
hann hið mesta tryggðatröll, kom
í heimsókn á hveiju sumri löngu
eftir að hann hætti sem léttastrák-
ur. Ég minnist sérstaklega eins at-
viks sem gerðist árið 1931. Gestir
komu á bíl og keyptu sér kaffí.
Síðan fóru þeir sína leið í átt til
Kaldadals. Rétt í því að þeir fóru
af stað kom stúlka þjótandi út á
hlað og segir að myndavél sín sé
horfin. Gestirnir munu hafa tekið
hana í misgripum. Ingólfur stóð á
hlaði úti, hann þeyttist á bak hesti
sem var þar beislaður og hleypti á
eftir bílnum og náði honum eftir
svo sem 800 metra og kom til baka
með myndavélina. Vegurinn var
ekki mjög greiðfær fyrir bíla en
snarræði þurfti til að gera þetta og
allir dáðust að Ingólfi.
Kunningsskapurinn við hann
hélst eftir að hann var orðinn skip-
stjóri. Einn af okkur réðst á skipið
hjá honum í ferð til meginlandsins
skömmu eftir stríðið. Þá höfðu skip-
veijar með sér smérlíki og seldu í
Hamborg og keyptu sér eitthvert
lítilræði fyrir. Þegar Húsfellingur
JÓNA
JÓHANNESDÓTTIR
+ Jóna Jóhannesdóttir fædd-
ist á Ytra-Laugalandi í
Eyjafjarðarsveit 5. október
1905. Hún lést á Kristnesspítala
18. janúar síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Munka-
þverárkirkju 25. janúar.
Heita eining huga og máls,
hjarta gulls og vilji stáls,
ljósið trúar, ljósið vona
lífs þíns minning yfír brenni.
Þú, sem unnir ei til hálfs
auðnu landsins dætra og sona,
blómsveig kærleiks bjart um enni
berðu hátt. Nú ertu fijáls.
Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni.
Dána! Þú varst íslensk kona.
(E. Ben.)
Ekki efast ég um að það hafi
verið tekið á móti Jónu á Lauga-
landi með viðhöfn þegar hún hinn
18. janúar sl. gekk fyrir Drottin
sinn og Herra. Ég efast heldur
ekki um að hún hafi þá sem endra
nær svarað fyrir sig með einhveij-
um gullkornum sem ekki urðu
misskilin. Hún bjó nefnilega yfir
þvílíkri orðsnilld að þeir sem hana
þekktu munu seint gleyma.
Jóna fæddist og ólst upp á Ytra-
Laugalandi. Þegar hún var fimmt-
án ára gömul missti hún móður
sína og hefur það eflaust markað
djúp spor í líf hennar og lagt henni
á herðar mikla ábyrgð og þungar
skyldur. Fljótlega tók hún við bús-
forráðum hjá föður sínum og vann
bæði utan bæjar og innan. Ég álít
að hún hafi, af heimilisástæðum,
ekki átt kost á skólagöngu utan
hefðbundinnar barnafræðslu þess
tíma. Hefði hún þó eflaust skilað
góðum árangri á því sviði. Hún las
mikið og kunni kynstrin öll af sög-
um og ljóðum, og gat sagt frá
löngu liðnum atburðum af mikilli
nákvæmni, enda minnug svo af
bar. Hún hafði góða söngrödd og
það var ómæld ánægja að heyra
hana syngja hástöfum við vinnu
sína, gjarnan lög við ljóð Davíðs
Stefánssonar sem hún dáði mjög.
Kynni mín af Jónu og hennar
fólki hófust þegar við hjónin flutt-
um í litla íbúð á efri hæðinni á
Ytra-Laugalandi árið 1954, þar
sem við bjuggum í sjö ár. Heimilis-
hald var allt með miklum myndar-
brag og átti Jóna sinn þátt í því.
Hún vandaði öll sín verk hvort sem
um var að ræða bakstur, matar-
gerð eða önnur heimilisstörf og
mátti margt af henni læra.
Hún var sannur vinur, alltaf til-
búin að rétta hjálparhönd þótt hún
hefði ærið starf á eigin heimili.
Hún átti stóran vinahóp, ekki síst
meðal barna sem hændust mjög
að henni enda var hún ólöt að taka
þátt í allskyns uppátækum sem
verða mættu þeim til gleði. Hún
var snillingur að segja sögur, og
oft urðu sögur hennar til jafnóðum
og þær voru sagðar. Börnin mín
fóru ekki varhluta af góðvild og
gjafmildi hennar þótt þau væru
henni óskyld. Þau kölluðu hana
gjarnan Jónu frænku, rétt eins og
börnin þeirra Adda og Hjörleifs.
Öllum barnafjöldanum í Lauga-
landstorfunni gaf hún afmælis- og
jólagjafir. Það var hennar gleði að
gleðja aðra, ekki síst smáfólkið.
Þeim sem ólust upp á heimilinu,
spurði Ingólf hvort hann mætti
ekki hafa með sér magarín sagði
Ingólfur af sinni vanalegu hrein-
skilni og heiðarleika: „Þú getur
gert það ef þú vilt bijóta lög og
láta taka þig fastan.“ Þessi ferð
varð ógleymanleg sveitamanni.
Seinna þurfti annar Húsfellingur
að komast til útlanda og var Ingólf-
ur þá á Drangajökli á leið til Bo-
logne sur Mer í Frakklandi með fisk.
Ingólfur tók hann sem gest sinn í
íbúð skipstjóra. Þessi ferð varð líka
ógleymanleg. Vel gekk til Frakk-
lands. Að vísu urðu hafnsögumanni
á glöp; hann var rétt búinn að stýra
skipinu í myrkri á brimbrjótinn við
hliðina á hafnarmynninu, þegar
Ingólfur tók af honum stjórnina og
bjargaði skipinu inn um hafnar-
mynnið.
Síðan var haldið til Hamborgar.
Á leiðinni upp Elbu var komin nótt.
Ingólfur sagði gesti sínum að leggj-
ast nú í rúm skipstjóra til svefns
því að hann yrði að vera við stjóm
upp til hafnar. Eldsnemma reis
Húsfellingur úr rekkju og fann þá
að fallið hafði á niðaþoka. Hafn-
sögumaður hafði látið varpa akker-
um. I sóffanum þar sem gesturinn
hafði verið látinn sofa lá nú hafn-
sögumaður og svaf en Ingólfur var
að reyna að ná sér í blund í stól.
Margt bar á góma á leiðinni.
Einkenndi það allan málflutning
Ingólfs að hann gat alls ekki talað
móti sinni bestu vitund. Varla mun
vera til gegnheilli og vandaðri mað-
ur en hann var.
Dætur Ingólfs tvær voru mörg
sumur á Húsafelli og var alltaf jafn
gott að vera samferða þessari íjöl-
skyldu.
Árið 1991 voru hundrað ár frá
fæðingu móður okkar. Við héldum
þá samkomu og fengum Ingólf til
að lesa upp pistil sem var saminn
af tilefninu. Þó að heilsan væri
þverrandi var hann bæði skörulegur
og myndarlegur og las ágæta vel
og öllum leið vel að vera í návist
þessa góða manns.
Á þessa leið voru öll kynni okkar
af Ingólfí Möller og hans fólki og
nú þökkum við af heilum hug fyrir
samfylgdina.
Húsfellingar.
Guðnýju, Hjörleifi og Adda, sýndi
hún mikinn kærleik og væntum-
þykju sem fjölskyldur þeirra urðu
síðar einnig aðnjótandi. Þetta var
fólkið hennar sem hún bar um-
hyggju fyrir. Hún uppskar líka eins
og hún sáði, allt þetta fólk sýndi
henni mikla ræktarsemi þegar ald-
urinn færðist yfir og hún varð
hjálpar þurfí.
Jóna gerði ekki víðreist um dag-
ana frekar en margar aðrar sveita-
konur. Þeirra starf var þannig að
þær áttu þess ekki kost. Aldrei
efaðist Jóna um að Eyjafjörðurinn,
og þó sérstaklega Ytra-Laugaland,
væri heimsins besti staður. Þar var
hennar starfsvettvangur allt þang-
að til hún, heilsunnar vegna, fór á
Kristnesspítala þar sem hún dvaldi
síðustu árin.
Hann lyftir sér hátt yfir hrannir og él
sá hupr, sem góðvildin mótar.
Þú geymdir í hjartanu gullið svo vel
að grúfu þar fáir til rótar.
(Heiðrekur Guðmundsson.)
Ég og mínir þökkum Jónu sam-
fylgdina. Ljós og friður fylgi henni.
Ingibjörg Runólfsdóttir.
Sérfræðingar
í blómaskrevtin*iuni
við öll tækit'æri
I Tlfö blómaverkstæði §
IBlNNA I
Skólavnrðustíg 12.
á horni Bergstaðastrætis.
sínii 551 9090