Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 40
-40 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR GUÐBJÖRG BENONÍA JÓNSDÓTTIR GUÐFINNUR KARLSSON + Guðbjörg Benonía Jóns- dóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 21. júlí 1928. Hún lést á heimili sínu 8. febrúar síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Landakirkju 15. febrúar. Þegar okkur barst hin óvænta 1».sorgarfrétt þann 9. febrúar sl. að hún frænka okkar og vinur, Guð- björg Benonía Jónsdóttir, hefði dáið kvöldið áður var lítið sagt en meira hugsað. Við áttum erfitt að trúa því að hún Benna væri dáin. Eflaust eru þetta viðbrögð margra þegar svona fréttir berast, en við verðum að vera minnug þess að mennirnir ráðgera en guð ræður. Við vissum að Benna hafði orðið fyrir áfalli um seinustu áramót og þá misst sjón á öðru auga en ekki grunaði okkur þá að svo mik- il alvara væri á ferð. Við hringdum í þau hjónin þegar Benna kom + Gísli Álfgeirsson var fædd- ur á Bjargi á Seltjarnar- nesi 29. maí 1931. Hann lést á Landspítalanum 25. febrúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 4. mars. Fáein kveðjuorð vegna láts Gísla vinar okkar. Ótrúleg seigla var í Gísla gegnum erfið veikindi til margra ára. Hann var á Land- spítalanum meira og minna síðustu árin, en alltaf var hann kominn í gang strax og hann kom út af spítalanum, eins og ekkert amaði heim úr rannsókninni og það var sama glaðlega röddin sem svar- aði: „Þetta verður allt í lagi, ég sé eitthvað smávegis og get svo fengið gleraugu ef með þarf.“ Þetta tilsvar var lýsandi dæmi um skapgerð Bennu, alltaf hress og kát. Á stundum sem þessum verð- ur ekki hjá því komist að hugurinn leiti til baka. Við minnumst allra þeirra góðu stunda þegar Benna og Lalli komu við hjá okkur þegar beðið var eftir Herjólfi. Oftast fannst okkur Herjólfur fara of fljótt og samverustundirnar vera of stuttar. Ein heimsóknin í Þorlákshöfn varð lengri en hinar og hún hófst gosnóttina 23. janúar 1973, þá nótt kom Lalli siglandi á honum Sæfaxa sínum með fjölskylduna og ættingja frá Vestmannaeyjum. Þá vissu þau lítið um það, líkt og aðrir Vestmannaeyingar, hver myndi verða framtíð byggðar í að. Hann sagði stundum að hann ætti rúm á spítalanum, má eigin- lega segja það, svo tíðar voru inn- lagnir hans orðnar. Aldrei heyrðum við hann segja eitt orð um lélega heilsu, heldur virtist hann taka þessu með miklu jafnaðargeði, sem sjálfsagt hefur hjálpað honum mik- ið. Gísli var sérlega umtalsfrómur maður, við minnumst ekki hafa heyrt hann hallmæla nokkrum manni, svo prúður og kurteis var hann. Gaman var að tala við Gísla um Reykjavík fyrri ára, það var ótrú- Eyjum. Vera þeirra hér í Þorláks- höfn varð okkur skemmtileg og eftirminnileg því kynni okkar af þessari góðu konu og hennar sam- heldnu fjölskyldu urðu nánari en verið hafði. I vetrarbyijun sama ár voru Eyjarnar farnar að toga í þau aftur og ákváðu þau þá að halda aftur heim og taka þátt í enduruppbyggingu byggðar í Eyj- um. Hjá okkur hér í Þorlákshöfn varð hálf tómlegt fyrst á eftir en við vissum að Benna var ánægð, hún var komin aftur í húsið sitt á Hólagötu 13. Benna var Vest- mannaeyingur í húð og hár og hér uppi á fastalandinu var hún aðeins gestur, frændfólki og vinum góður gestur. Við kveðjum Bennu með þökk og virðingu og þakklæti í huga því hún var vinur vina sinna og það var hveijum lán að eignast hana að vini. Kæri Lalli og fjölskylda, megi guð gefa ykkur öllum styrk. Minn- ingin um góða konu mun lifa með okkur öllum sem kynntumst henni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sigurður, Ragna, Linda Björg og Guðlaug. legt hve fróður hann var um hús, íbúa þeirra, hvað fólkið starfaði og þess háttar, hann var eins og uppsláttarbók um þessa hluti. Kynni okkar við Gísla og hans indælu konu, Kristínu, hófust í gegnum Styrktarfélag vangefinna, þar sem við bæði áttum þroska- hefta dóttur. Þessi kynni hafa leitt til góðs vinskapar, þau voru dugleg að kikjaj.il okkar, sem við mátum mikils. Ásdís dóttir þeirra hefur misst mikið, en hún býr í sambýlinu í Grundarlandi. Alltaf var pabbi til- búinn að keyra hana og á hveiju sumri fóru þau Kristín með Ásdísi í sumardvöl, oft í orlofshús í Svigna- skarði, en þangað heimsóttum við þau síðastliðið sumar. Hittist þá þannig á að Ásdís átti afmæli, var þetta góður og eftirminnilegur dag- ur með þeim þremur. Hér verður staðar numið, gott er að eiga góðar minningar um einstakan sómamann, samúðar- kveðjur okkar fær Kristín ásamt fjölskyldu sinni. Hallfríður og Magnús. + Guðfinnur Karlsson var fæddur í Reykjavík 22. nóvember 1969. Hann lést á Landspítalanum 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 4. mars. Elsku Guðfinnur. Það er okkur afar erfitt að kveðja þig í hinsta sinn. Þú varst alltaf léttur í skapi og blíður mjög. Þær stundir koma að maður fer að velta fyrir sér réttlæti þessa heims. Að taka svona ungan mann frá okkur. En við fáum víst engu ráðið um það. Þú skilur eftir þig margar góðar minningar, minning- ar sem gætu fyllt heilu bækurnar og þær eru alls staðar. Þú munt aldrei deyja í huga okkar, og í hjarta okkar lifir minn- ing um þig að eilífu. Hinsta kveðja. Linda, Siguijón og Óli Kristinn. Elsku Guffi minn. Nú hefur þú svarað kalli Guðs eftir hetjulega baráttu við sjúkdóm þinn. Þú varst ungur, góður og lífs- glaður. Allt leit út fyrir að framtíð- in yrði björt hjá þér, Lilju og Haf- dísi litlu. Erfitt er að skilja hví þú varst tekinn svo fljótt frá okkur. Mundu að þú lifir enn í hjörtum og hug okkar allra. Þar munt þú aldrei deyja, heldur öðlast eilíft líf. „Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng.“ (Úr Spámanninum.) Nú kveð ég þig, Guðfinnur Karlsson, mágur minn og vinur, í hinsta sinn. Guð geymi þig. Styrkur veitist Lilju, Hafdísi og foreldrum Guð- finns og aðstandendum. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Úr Spámanninum.) Guðný (Sigga). Elsku Guffi, þrátt fyrir allt er erfitt að trúa að þú sért farinn. I þessi ár sem við höfum þekkst hefur þú alltaf verið til staðar, jafnt í sorg og gleði. Ég man þegar við vorum að kynnast og hve fljótt þú vannst hug okkar vinanna og hjarta og ekki leið á löngu uns þú varst dýr- mætur vinur. Seinna þegar þú og Lilja fluttuð í Brekkuselið og Anna Lilja og María Lena fæddust komst ég að því að ekki var hægt að eiga betri vini. Oft komst þú í heimsókn til okkar mæðgnanna bæði með Lilju og án og fékkst að sinna Önnu Lilju, baða hana og hugga og ég dáðist oft að því hve vel þér fór það úr hendi, enda ljómaði sú stutta í hvert sinn er hún sá þig. Það voru ekki bara börnin sem þú varst laginn við. Ef eitthvað kom uppá á heimili mínu og eitt- hvað þurfti að lagfæra varst þú þegar kominn og kipptir öllu í lag og ef mér leið illa kipptir þú mér líka í lag! Þau voru ófá skiptin sem ég leitaði huggunar hjá þér og allt- af tókst þér að stappa í mig stálinu og fá mig til að líta á hlutina í bjartara ljósi. Það lýsir þér best þegar mamma veiktist og dó, hve mikill styrkur kom frá þér sem sjálfur varst í lokaorrustunni við sama sjúkdóm, og hvað ég fann hve vel þú hugsað- ir til mín og hafðir áhyggjur þrátt fyrir þitt eigið stríð. Tveimur dög- um eftir að ég fylgdi mömmu til grafar fórst þú líka. Það er mér huggun að vita af ykkur saman og eins og Anna Lilja segir á Guffi gott núna, hann er ekki bara hjá Guði og Jesú heldur fær hann líka mat hjá Ömmu! Elsku Guffi minn, ég veit þér er batnað og þér líður vel. Ég þakka þér fyrir allt og er þakklát fyrir að hafa kynnst þér og átt þig að. Við sjáumst seinna og þangað til ylja ég mér við góðar minningar um góðan vin. Elsku Lilja, Hafdís, Haddý, Karl og fjölskylda. Guð gefi ykkur styrk og huggun og veri með ykkur um ókomna tíð. Ólöf. Frágangur afmælis- ogminning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvu- pósti (MBL@CENTRUM.IS). Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfund- ar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tðlvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN RAGNHEIÐUR JÖRGENSEN, Bugðulæk 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 13. mars kl. 13.30. Kristín R. Ulfljótsdóttir, Sigurgísli Skúlason, Björn Úlfljótsson og barnabörn. t Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, JÓNASAR PÉTURSSONAR, Lagarfelli 8, Fellabæ. Hreinn Jónasson, Sigríður Halblaub, Ería Jónasdóttir, Ármann Magnússon, Pétur Þór Jónasson, Freyja Magnúsdóttir, barnabörn og barnabamaböm. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar HRÓLFS ÁRNASONAR frá Þverá, Reykjahverfi. Ásdís Káradóttir, Sæmundur Bjarki Kárason, Hrólfdís Helga Gunnarsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, dótturdóttur, systur og frænku, SÖNDRU KRISTJÁNSDÓTTUR sjúkraliða, Lækjasmára 102. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki taugadeildar 32A á Land- spítalanum fyrir einstaka umönnun og hlýju. Magnús H. Steingrímsson, Kristján Mikkaelsson, Kristján Þ. Ólafsson, Elfas Kristjánsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gunnar S. Kristjánsson, Þorsteinn M. Kristjánsson, Sigriður Kristjánsdóttir, Kristófer Kristjánsson, Kristján Þór og fjölskyldur þeirra. GÍSLI ÁLFGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.