Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 45 FRÉTTIR MIKILL fjöldi hefur oft tekið þátt í Stóraleik Kringludaganna. Rættum bókmenntir í Háskóla- fyrirlestri FRANSKI rithöfundurinn og há- skólakennarinn Daniéle Sallenave heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku en ágripi á íslensku verður dreift til áheyr- enda sem þess óska. Fyrirlesturinn nefnist „Le don des morts“ eða Gjafir hinna látnu og fjallar um nauðsyn og vanda þess að miðla þekkingu á bók- menntum og ánægju af lestri þeirra til nýrra kynslóða. Daniéle Sailenave er í fremstu röð franskra nútímarithöfunda og er kunn fyrir skáldsögur sínar m.a. „Les portes de Gubbio" (1980), „La vie Fantöme" (1986) og „Les trois minutes du diable“ (1994) og leik- rit t.d. „Conversations conjugales" (1987). Á síðari árum hefur hún einnig lagt drjúgan skerf til menn- ingarumræðu í Frakklandi, einkum í ritgerðum sem birst hafa eftir hana um stöðu lista og bókmennta í vestrænni nútímamenningu. Mánudaginn 17. mars kl. 20 verð- ur lesið upp úr verkum Sallenave í húsakynnum Alliance Frangaise, Austurstræti 3. Þá mun höfundur- inn einnig fjalla um verk sín út frá viðfangsefninu Bókmenntir og ferðalög. Allir eru velkomnir. Rabb um kvennarétt BRYNHILDUR Flóvenz flytur fyr- irlestur fimmtudaginn 13. mars sem hún nefnir: Kvennaréttur, hvað er það? Rabbið er á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum við Háskóla Islands og fer það fram í stofu 201 í Odda kl. 12-13 og er öllum opið. Kvennaréttur er sérstakt fag inn- an lögfræðinnar sem þó hefur ekki verið kennt innan lagadeildar Há: skóla íslands, enn sem komið er. í erindinu gefur Brynhildur áheyr- endum innsýn í fagið og þau sjónar- mið sem hvað helst hafa tekist á innan þess. Brynhildur Flóvenz lauk kandí- datsprófi í lögfræði frá Háskóla Islands árið 1989. Hún var gesta- stúdent við Kaupmannahafnarhá- skóla þar sem hún lagði stund á vinnurétt, Evrópurétt og lög og sið- ferði. Brynhildur Flóvenz starfar á Skrifstofu jafnréttismála. LEIÐRÉTT Ríingt föðurnafn Rangt farið með föðurnafn eins skipverjanna sem björguðust þegar Dísarfellið fórst. Rétt nafn hans er Steinn Ó. Sveinsson, en í frétt blaðs- ins, sem byggðist á upplýsingunum frá Samskipum, var hann sagður Steinsson. Er hann beðinn velvirð- ingar á þessum mistökum. Röng höfundarmynd Síðastliðinn laugardag birtist hér í blaðinu grein eftir lögfræðingana Ásgeir Thorodds- en og Bjama Þór Óskarsson undir yfírskriftinni: „Eru sjö þúsund ákæmr væntan- legar? - Til um- hugsunar vegna hæstaréttarmáls nr. 344/1966: Ákæruvaldið gegn Jóhanni Bergþórssyni." Með greininni birtist því miður röng höfundarmynd. Blað- ið biður velvirðingar á þessum mis- tökum og birtir hér með rétta höf- undarmynd af Bjarna Þór Óskars- syni lögmanni. KRINGLUKAST hefst í dag í fimmtánda sinn í báðum húsum Kringlunnar. Stendur það í fjóra daga. Verslanir og mörg þjónustu- fyrirtæki í verslunarmiðstöðinni bjóða ótal tilboð á nýjum vörum og veitingastaðir hússins eru einnig með tilboð. Á Kringlukasti eru verslanir og flest þjónustufyrirtæki í Kringlunni með sérstök tilboð og lögð er áhersla á að einungis sé boðið upp á nýjar vörur, þannig að ekki er um útsölu að ræða. Á sérstöku tilboði í hverri verslun eru nokkrar vöruteg- undir eða einn eða tveir vöru- flokkar og gilda þessi tilboð ein- ungis á meðan Kringlukastið stendur yfir. Algengast er að veittur sé 20-40% afsláttur af þeim vörum sem eru á tilboði, en í sumum tilvikum er afslátt- urinn enn meiri. Á þessu Kringlukasti er t.d. hægt að gera mjög góð kaup á tískufatn- Borgarafundur um umferðar- mál í Kópavogi Á FUNDINUM gefst Kópavogsbú- um og öðru áhugafólki tækifæri til þess að fylgjast með starfi umferðarnefndar, skipulagi um- ferðarmannvirkja, þ.á m. lagningu göngu- og hjólreiðastíga og um- ferðaraðstæðum skólabarna. Einnig verður rætt um um- ferðarlöggæslu framtíðarinnar í bænum og loks verða pallborðsum- ræður þar sem fólki gefst gott tækifæri til fyrirspurna en forystu- menn Kópavogsbæjar og umferð- armála verða fyrir svörum. Framsöguerindi flytja: Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, Guðmundur Þorsteinsson, for- maður umferðarnefndar, Þórar- inn Hjaltason, bæjarverkfræðing- ur, Aðalheiður Kristjánsdóttir landslagsarkitekt og Þorleifur Pálsson sýslumaður. Fundarstjóri verður Sigurður Geirdal bæjar- stjóri. Stefnt er að því að fækka um- ferðarslysum á næstu fimm árum um a.m.k. 20% í bænum þannig að Kópavogsbúar verði í fremstu röð hvað umferðaröryggi snertir, segir í fréttatilkynningu. Þriggja kvölda hafnagöngur í MIÐVIKUD AGSKV ÖLD- GÖNGU Hafnagönguhópsins 12. mars verður farið frá Hafnarhús- inu kl. 20 og gengið um Miðbakka og Austurbakka út á Ingólfsgarð. Kringlu- kast í stærri Kringlu aði, sportfatnaði, skóm, barna- fatnaði, snyrtivörum, gjafavör- um, töskum, búsáhöldum, heim- ilistækjum, skartgripum, geisla- diskum, matvörum, kaffi, hrein- lætisvörum og svona mætti lengi áfram telja. Veitingastaðirnir í Kringl- unni eru með sértilboð í tilefni Kringlukastsins. Fjórir valdir í Stóra afslætti Þeir sem koma á Kringlukast Síðan verður farin strandlengj- an með Faxagötu og Sæbraut inn að Sólfari og Vitastíg upp á Skóla- vörðuholt. Þaðan niður í Kvosina og upp á Landakotshæð og Ægis- götu, Öldugötu og Ánanaust út á Grandagarð. Til baka með Vestur- höfninni og Suðurbugt niður á Miðbakka. Göngunni lýkur við Hafnarhúsið. Þá stendur Hafnagönguhópur- inn fyrir gönguferð á fimmtudags- kvöldið og föstudagskvöldið um önnur hafnasvæði. Á fimmtudagskvöldið verður farið frá Sundakaffi, Klettagörð- um 1 í Sundahöfn kl. 20 og geng- ið umhverfis hafnarsvæði Sunda- hafnar. Á föstudagskvöldið verður farið frá Skeljanesi, Birgðastöð Skelj- ungs, einnig kl. 20, og gengið umhverfis Flughöfnina. Vitni óskast RANNSÓKNARDEILD lög- reglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaró- happi sem gerðist á móts við hús númer fjögur við Lágm- úla þriðjudaginn 4. mars, um klukkan 17.10. Við óhappið rákust tvær bifreiðar saman, önnur með skráningarnúmerið MG-305 og hin með skráningarnúmer- ið JR-173. Þeir sem geta gef- ið upplýsingar um óhappið eru beðnir að hafa samband við lögreglu. geta tekið þátt í leiknum Stóra afslætti, sem er vinsæll leikur og áberandi hluti hvers Kringlukasts. í leik þessum bjóða fjórar verslanir í Kringl- unni jafnmarga hluti með mikl- um afslætti. Hlutir þessir eru allir í dýrum verðflokki og veittur er 50-60% afsláttur, þannig að afslátturinn nemur tugum þúsunda króna. Á hverjum degi meðan Kringiu- kastið stendur eru dregnir út fjórir heppnir kaupendur sem fá að kaupa viðkomandi hlut á þessum mikla afslætti. Tíma- setningar og leikreglurnar eru nánar kynntar í viðkomandi verslunum. Að þessu sinni eru það Gallerí Fold, Byggt og búið, Japis og Heimskringlan sem taka þátt í leiknum og í boði eru listaverk, ísskápur, sjónvarp og hljómtækjasam- stæða. Á þriðju hæð í norðurhúsi Kringlunnar er barnagæsla. FÉLAG leikskólafulltrúa sveitarfé- laga var stofnað 31. janúar sl. í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Háaleitisbraut. Stofnfélagar voru allir leikskóla- fulltrúar landsins og deildarstjórar leikskóladeilda. Hafa þessir aðilar átt með sér óformlegt samstarf um árabil. Félagi í nýja félaginu getur hver sá orðið sem hefur yfirumsjón með leikskólamálum í sveitarfélagi og uppfyllir ákvæði í lögum um leikskólakennaramenntun. Tilgangur félagsins er að vera samstarfsvettvangur leikskólafull- trúa á íslandi. Félaginu er einnig ætlað að standa fyrir ýmiss konar fræðslu uin leikskólamál. Starf leikskólafulltrúa felst í yfirumsjón og eftirliti með faglegu Fjáröflun Lions- klúbbsins Eir Kolya sýnd í þágu vímuvarna SÉRSTÖK forsýning verður á tékknesku kvikmyndinni Kolya í Háskólabíói í kvöld, miðvikudag, klukkan 20.30. Lionsklúbburinn Eir stendur fyrir sýningunni og rennur allur ágóði vegna hennar til vímuvarna. Þetta er í tólfta skipti sem Lionsklúbburinn aflar fjár með þessum hætti og yfirleitt hefur ágóðinn runnið til vímuvarna. Má þar nefna tækjakaup fyrir fíkniefna- deild lögreglu, útgáfustarf og fleira. Kvikmyndin Kolya hefur verið tilnefnd til Óskarsverð- launa sem besta erlenda kvik- myndin. Hún fjallar um mið- aldra, virtan piparsvein, sem leikur á selló með Fíl- harmoníusveitinni í Prag. Frama hans lýkur þegar hann verður uppvís að því að halda við eiginkonu yfirmanns síns. Draumur hans um að eignast Trabant fyrir sig og sellóið leiðir til ýmissa óvæntra at- burða, en áður en varir situr piparsveinninn tékkneski uppi með fímm ára gamlan rússneskan dreng. ■ HÁDEGISVERÐARFUND- UR á vegum Félags stjórnmála- fræðinga verður á Lækjarbrekku fimmtudaginn 13. mars. Þar mun Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags Tímans, fjalla um þróun í fjölmiðlum og tengsl stjórnmála og fjölmiðla. Fundurinn hefst kl. 12 og stendur til rúmlega 13. Fundarmönnum gefst kostur á að kaupa sér léttan hádegisverð. starfi og rekstri leikskóla. Ráðgjöf við leikskólastjóra og annað starfs- fólk leikskóla er viðamikill þáttur í starfinu svo og innritun barna í leikskóla. Þá er leikskólafulltrúi rekstraraðilum til ráðuneytis um nýframkvæmdir við leikskóla. Stjórn Félags leikskólafulltrúa skipa: Sesselja Hauksdóttir for- maður, leikskólafulltrúi Kópavogs, og meðstjórnendur eru Sólveig As- geirsdóttir, leikskólafulltrúi Mos- fellsbæjar, og Guðríður Helgadótt- ir, leikskólafulltrúi Reykjanesbæj- ar. Fyrsta verkefni hins nýja félags er að standa fyrir námstefnu fyrir leikskólastjóra um mat á leikskóla- starfi. Námstefnan verður þann 11. apríl nk. Bjarni Þór Óskarsson STJÓRN Félags leikskólafulltrúa f.v.: Guðríður Helgadóttir, Reykjanesbæ, Sesselja Hauksdóttir, Kópavogi, og Sólveig Ás- geirsdóttir, Mosfellsbæ. Félag leikskólafull- trúa stofnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.