Morgunblaðið - 12.03.1997, Side 45

Morgunblaðið - 12.03.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 45 FRÉTTIR MIKILL fjöldi hefur oft tekið þátt í Stóraleik Kringludaganna. Rættum bókmenntir í Háskóla- fyrirlestri FRANSKI rithöfundurinn og há- skólakennarinn Daniéle Sallenave heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku en ágripi á íslensku verður dreift til áheyr- enda sem þess óska. Fyrirlesturinn nefnist „Le don des morts“ eða Gjafir hinna látnu og fjallar um nauðsyn og vanda þess að miðla þekkingu á bók- menntum og ánægju af lestri þeirra til nýrra kynslóða. Daniéle Sailenave er í fremstu röð franskra nútímarithöfunda og er kunn fyrir skáldsögur sínar m.a. „Les portes de Gubbio" (1980), „La vie Fantöme" (1986) og „Les trois minutes du diable“ (1994) og leik- rit t.d. „Conversations conjugales" (1987). Á síðari árum hefur hún einnig lagt drjúgan skerf til menn- ingarumræðu í Frakklandi, einkum í ritgerðum sem birst hafa eftir hana um stöðu lista og bókmennta í vestrænni nútímamenningu. Mánudaginn 17. mars kl. 20 verð- ur lesið upp úr verkum Sallenave í húsakynnum Alliance Frangaise, Austurstræti 3. Þá mun höfundur- inn einnig fjalla um verk sín út frá viðfangsefninu Bókmenntir og ferðalög. Allir eru velkomnir. Rabb um kvennarétt BRYNHILDUR Flóvenz flytur fyr- irlestur fimmtudaginn 13. mars sem hún nefnir: Kvennaréttur, hvað er það? Rabbið er á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum við Háskóla Islands og fer það fram í stofu 201 í Odda kl. 12-13 og er öllum opið. Kvennaréttur er sérstakt fag inn- an lögfræðinnar sem þó hefur ekki verið kennt innan lagadeildar Há: skóla íslands, enn sem komið er. í erindinu gefur Brynhildur áheyr- endum innsýn í fagið og þau sjónar- mið sem hvað helst hafa tekist á innan þess. Brynhildur Flóvenz lauk kandí- datsprófi í lögfræði frá Háskóla Islands árið 1989. Hún var gesta- stúdent við Kaupmannahafnarhá- skóla þar sem hún lagði stund á vinnurétt, Evrópurétt og lög og sið- ferði. Brynhildur Flóvenz starfar á Skrifstofu jafnréttismála. LEIÐRÉTT Ríingt föðurnafn Rangt farið með föðurnafn eins skipverjanna sem björguðust þegar Dísarfellið fórst. Rétt nafn hans er Steinn Ó. Sveinsson, en í frétt blaðs- ins, sem byggðist á upplýsingunum frá Samskipum, var hann sagður Steinsson. Er hann beðinn velvirð- ingar á þessum mistökum. Röng höfundarmynd Síðastliðinn laugardag birtist hér í blaðinu grein eftir lögfræðingana Ásgeir Thorodds- en og Bjama Þór Óskarsson undir yfírskriftinni: „Eru sjö þúsund ákæmr væntan- legar? - Til um- hugsunar vegna hæstaréttarmáls nr. 344/1966: Ákæruvaldið gegn Jóhanni Bergþórssyni." Með greininni birtist því miður röng höfundarmynd. Blað- ið biður velvirðingar á þessum mis- tökum og birtir hér með rétta höf- undarmynd af Bjarna Þór Óskars- syni lögmanni. KRINGLUKAST hefst í dag í fimmtánda sinn í báðum húsum Kringlunnar. Stendur það í fjóra daga. Verslanir og mörg þjónustu- fyrirtæki í verslunarmiðstöðinni bjóða ótal tilboð á nýjum vörum og veitingastaðir hússins eru einnig með tilboð. Á Kringlukasti eru verslanir og flest þjónustufyrirtæki í Kringlunni með sérstök tilboð og lögð er áhersla á að einungis sé boðið upp á nýjar vörur, þannig að ekki er um útsölu að ræða. Á sérstöku tilboði í hverri verslun eru nokkrar vöruteg- undir eða einn eða tveir vöru- flokkar og gilda þessi tilboð ein- ungis á meðan Kringlukastið stendur yfir. Algengast er að veittur sé 20-40% afsláttur af þeim vörum sem eru á tilboði, en í sumum tilvikum er afslátt- urinn enn meiri. Á þessu Kringlukasti er t.d. hægt að gera mjög góð kaup á tískufatn- Borgarafundur um umferðar- mál í Kópavogi Á FUNDINUM gefst Kópavogsbú- um og öðru áhugafólki tækifæri til þess að fylgjast með starfi umferðarnefndar, skipulagi um- ferðarmannvirkja, þ.á m. lagningu göngu- og hjólreiðastíga og um- ferðaraðstæðum skólabarna. Einnig verður rætt um um- ferðarlöggæslu framtíðarinnar í bænum og loks verða pallborðsum- ræður þar sem fólki gefst gott tækifæri til fyrirspurna en forystu- menn Kópavogsbæjar og umferð- armála verða fyrir svörum. Framsöguerindi flytja: Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, Guðmundur Þorsteinsson, for- maður umferðarnefndar, Þórar- inn Hjaltason, bæjarverkfræðing- ur, Aðalheiður Kristjánsdóttir landslagsarkitekt og Þorleifur Pálsson sýslumaður. Fundarstjóri verður Sigurður Geirdal bæjar- stjóri. Stefnt er að því að fækka um- ferðarslysum á næstu fimm árum um a.m.k. 20% í bænum þannig að Kópavogsbúar verði í fremstu röð hvað umferðaröryggi snertir, segir í fréttatilkynningu. Þriggja kvölda hafnagöngur í MIÐVIKUD AGSKV ÖLD- GÖNGU Hafnagönguhópsins 12. mars verður farið frá Hafnarhús- inu kl. 20 og gengið um Miðbakka og Austurbakka út á Ingólfsgarð. Kringlu- kast í stærri Kringlu aði, sportfatnaði, skóm, barna- fatnaði, snyrtivörum, gjafavör- um, töskum, búsáhöldum, heim- ilistækjum, skartgripum, geisla- diskum, matvörum, kaffi, hrein- lætisvörum og svona mætti lengi áfram telja. Veitingastaðirnir í Kringl- unni eru með sértilboð í tilefni Kringlukastsins. Fjórir valdir í Stóra afslætti Þeir sem koma á Kringlukast Síðan verður farin strandlengj- an með Faxagötu og Sæbraut inn að Sólfari og Vitastíg upp á Skóla- vörðuholt. Þaðan niður í Kvosina og upp á Landakotshæð og Ægis- götu, Öldugötu og Ánanaust út á Grandagarð. Til baka með Vestur- höfninni og Suðurbugt niður á Miðbakka. Göngunni lýkur við Hafnarhúsið. Þá stendur Hafnagönguhópur- inn fyrir gönguferð á fimmtudags- kvöldið og föstudagskvöldið um önnur hafnasvæði. Á fimmtudagskvöldið verður farið frá Sundakaffi, Klettagörð- um 1 í Sundahöfn kl. 20 og geng- ið umhverfis hafnarsvæði Sunda- hafnar. Á föstudagskvöldið verður farið frá Skeljanesi, Birgðastöð Skelj- ungs, einnig kl. 20, og gengið umhverfis Flughöfnina. Vitni óskast RANNSÓKNARDEILD lög- reglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaró- happi sem gerðist á móts við hús númer fjögur við Lágm- úla þriðjudaginn 4. mars, um klukkan 17.10. Við óhappið rákust tvær bifreiðar saman, önnur með skráningarnúmerið MG-305 og hin með skráningarnúmer- ið JR-173. Þeir sem geta gef- ið upplýsingar um óhappið eru beðnir að hafa samband við lögreglu. geta tekið þátt í leiknum Stóra afslætti, sem er vinsæll leikur og áberandi hluti hvers Kringlukasts. í leik þessum bjóða fjórar verslanir í Kringl- unni jafnmarga hluti með mikl- um afslætti. Hlutir þessir eru allir í dýrum verðflokki og veittur er 50-60% afsláttur, þannig að afslátturinn nemur tugum þúsunda króna. Á hverjum degi meðan Kringiu- kastið stendur eru dregnir út fjórir heppnir kaupendur sem fá að kaupa viðkomandi hlut á þessum mikla afslætti. Tíma- setningar og leikreglurnar eru nánar kynntar í viðkomandi verslunum. Að þessu sinni eru það Gallerí Fold, Byggt og búið, Japis og Heimskringlan sem taka þátt í leiknum og í boði eru listaverk, ísskápur, sjónvarp og hljómtækjasam- stæða. Á þriðju hæð í norðurhúsi Kringlunnar er barnagæsla. FÉLAG leikskólafulltrúa sveitarfé- laga var stofnað 31. janúar sl. í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Háaleitisbraut. Stofnfélagar voru allir leikskóla- fulltrúar landsins og deildarstjórar leikskóladeilda. Hafa þessir aðilar átt með sér óformlegt samstarf um árabil. Félagi í nýja félaginu getur hver sá orðið sem hefur yfirumsjón með leikskólamálum í sveitarfélagi og uppfyllir ákvæði í lögum um leikskólakennaramenntun. Tilgangur félagsins er að vera samstarfsvettvangur leikskólafull- trúa á íslandi. Félaginu er einnig ætlað að standa fyrir ýmiss konar fræðslu uin leikskólamál. Starf leikskólafulltrúa felst í yfirumsjón og eftirliti með faglegu Fjáröflun Lions- klúbbsins Eir Kolya sýnd í þágu vímuvarna SÉRSTÖK forsýning verður á tékknesku kvikmyndinni Kolya í Háskólabíói í kvöld, miðvikudag, klukkan 20.30. Lionsklúbburinn Eir stendur fyrir sýningunni og rennur allur ágóði vegna hennar til vímuvarna. Þetta er í tólfta skipti sem Lionsklúbburinn aflar fjár með þessum hætti og yfirleitt hefur ágóðinn runnið til vímuvarna. Má þar nefna tækjakaup fyrir fíkniefna- deild lögreglu, útgáfustarf og fleira. Kvikmyndin Kolya hefur verið tilnefnd til Óskarsverð- launa sem besta erlenda kvik- myndin. Hún fjallar um mið- aldra, virtan piparsvein, sem leikur á selló með Fíl- harmoníusveitinni í Prag. Frama hans lýkur þegar hann verður uppvís að því að halda við eiginkonu yfirmanns síns. Draumur hans um að eignast Trabant fyrir sig og sellóið leiðir til ýmissa óvæntra at- burða, en áður en varir situr piparsveinninn tékkneski uppi með fímm ára gamlan rússneskan dreng. ■ HÁDEGISVERÐARFUND- UR á vegum Félags stjórnmála- fræðinga verður á Lækjarbrekku fimmtudaginn 13. mars. Þar mun Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags Tímans, fjalla um þróun í fjölmiðlum og tengsl stjórnmála og fjölmiðla. Fundurinn hefst kl. 12 og stendur til rúmlega 13. Fundarmönnum gefst kostur á að kaupa sér léttan hádegisverð. starfi og rekstri leikskóla. Ráðgjöf við leikskólastjóra og annað starfs- fólk leikskóla er viðamikill þáttur í starfinu svo og innritun barna í leikskóla. Þá er leikskólafulltrúi rekstraraðilum til ráðuneytis um nýframkvæmdir við leikskóla. Stjórn Félags leikskólafulltrúa skipa: Sesselja Hauksdóttir for- maður, leikskólafulltrúi Kópavogs, og meðstjórnendur eru Sólveig As- geirsdóttir, leikskólafulltrúi Mos- fellsbæjar, og Guðríður Helgadótt- ir, leikskólafulltrúi Reykjanesbæj- ar. Fyrsta verkefni hins nýja félags er að standa fyrir námstefnu fyrir leikskólastjóra um mat á leikskóla- starfi. Námstefnan verður þann 11. apríl nk. Bjarni Þór Óskarsson STJÓRN Félags leikskólafulltrúa f.v.: Guðríður Helgadóttir, Reykjanesbæ, Sesselja Hauksdóttir, Kópavogi, og Sólveig Ás- geirsdóttir, Mosfellsbæ. Félag leikskólafull- trúa stofnað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.