Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Óvenju mikil
ölduhæð und-
anfama viku
Gæslu-
mönnum
færðar
þakkir
SAMTÖK sjómanna, Far-
manna- og fiskimannasam-
band íslands, Sjómannasam-
band íslands og Vélstjóra-
félag íslands, hafa sent þyrlu-
sveit og starfsmönnum Land-
helgisgæslunnar hugheilar
þakkir fyrir frábær störf
þeirra við björgun áhafna í
sjósköðum hér við land að
undanförnu.
í þakkarkveðju til þessara
aðila segir að afrek þeirra
verði lengi í minnum höfð.
Jafnframt senda samtök
sjómanna aðstandendum,
starfsfélögum og vinum
þeirra þriggja sem hafa látist
sínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
ÓVANALEGA mikil ölduhæð hef-
ur mælst við landið undanfarna
viku. Hefur ölduhæð ekki farið
neðar en fimm metra frá 5. mars
síðastliðnum og 6. mars mældist
hún 13,5 metrar sem er það mesta
sem hefur verið mælt í mánuðin-
um, að sögn Gísla Viggósonar,
forstöðumanns rannsóknaþróunar
hjá Siglingastofnun íslands.
Mikil ölduhæð stafar af
djúpum lægðum
Þegar ölduhæð er mæld er mið-
að við svokallaða kenniöldu eða
viðmiðunaröldu og segir Gísli að
hæsta aldan geti verið um 50 til
86% hærri en kennialdan segir til
um.
Að sögn Gísla stafar þessi mikla
ölduhæð af djúpum lægðum sem
hafa stefnt upp að landinu úr suð-
vestanátt sem hefur verið ríkjandi
það sem af er þessum mánuði.
„Lægðirnar hafa verið mjög djúp-
ar, en því dýpri sem lægðirnar
eru, því meiri vindhraði og eftir
því sem vindhraðinn er meiri, þeim
mun hærri eru öldurnar,“ segir
hann.
Gísli segir ennfremur að aldan
sé fyrst og fremst á yfirborðinu
Héraðsdómur Reykjavíkur
Sjópróf vegna Dís-
arfells og Þorsteins
SJÓPRÓF hefjast í Héraðsdómi
Reykjavíkur í dag vegna Dísarfells-
ins. Sjópróf vegna Þorsteins GK
hefjast að líkindum næsta mánu-
dag í Héraðsdómi Reykjaness.
Dómþing haldið
fyrir luktum dyrum?
Áður en sjópróf vegna Dísarfells
hefjast tekur dómari afstöðu til
þess hvort dómþing skuli haldið
fyrir luktum dyrum. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins í gær
var líklegt að svo yrði, með vísan
til b og c liðar 8. greinar laga um
meðferð opinberra mála, þar sem
en ölduhreyfingin fari minnkandi
eftir því sem hún nái lengra niður
í hafið. „En um tíu metra há alda,
sem hefur um 350 metra öldu-
lengd, getur náð um eitt hundrað
og tuttugu til eitt hundrað og átta-
tíu metra niður,“ segir hann.
Oft illviðrasamt
í marsmánuði
Páll Bergþórsson veðurfræðing-
ur segir að marsmánuður sé yfir-
kveðið er á um heimild til slíks til
hlífðar vitnum, brotaþolum eða
öðrum sem málið varðar, eða ef
um er að ræða þinghöld á meðan
á rannsókn máls stendur og sérstök
hætta þykir á sakarspjöllum ef þing
væri háð fyrir opnum dyrum.
Jón Finnbjörnsson, dómarafull-
trúi, verður í forsæti dómsins í
sjóprófum vegna Dísarfells.
Sjópróf vegna Þorsteins GK
hefjast að líkindum næsta mánu-
dag, samkvæmt upplýsingum Hér-
aðsdóms Reykjaness. Skúli Magn-
ússon, dómarafulltrúi, verður í
forsæti dómsins.
leitt sá árstími sem búast megi
við slæmu tíðarfari eins og raunin
hefur orðið að undanförnu, en
venjulega fari veðrið ekki að kyr-
rast fyrr en í apríl.
Að sögn Unnar Ólafsdóttur,
veðurfræðings hjá Veðurstofu Is-
lands, er gert ráð fyrir því að það
dragi úr lægðagangi upp að land-
inu á föstudag og á laugardag en
á sunnudag er búist við nýrri lægð
úr suðvestri.
Morgunblaðið/RAX
VIKARTINDUR í stórsjó undan suðurströndinni miðvikudaginn
í síðustu viku, en um þær mundir mældist ölduhæð 13,5 metrar.
HEGRANES SK 2 er 498 brúttórúmlestir og var smíðað 1977.
Hegranes fékk í skrúfuna í fyrrinótt
Á reki í tíu tíma
Lokaðir bátar
í öllum nýrri
kaupskipum
LOKAÐIR björgunarbátar eru í
Arnarfellinu og Heidi, systurskipi
Arnarfells, sem hefja mun siglingar
fyrir Samskip 8. apríl næstkom-
andi, og að sögn Ólafs Ólafssonar,
forstjóra Samskipa, verður í kjölfar
þess að Dísarfellið sökk metið á
vegum fyrirtækisins hvort hafa eigi
slíka báta í öllum skipum félagsins
þó ekki sé krafa um það.
í samtali sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær við Gunnar Braga
Kjartansson háseta á Dísarfelli sag-
ist hann telja miklar líkur á því að
allir 12 í áhöfn skipsins væru á lífi
í dag ef á því hefði verið lokaður
björgunarbátur.
„Við munum fara yfír það hvort
þessir bátar eigi að vera á öllum
skipum félagsins, en við höfum
hagað björgunarbúnaði og öðrum
búnaði í skipunum eins og við teljum
best vera,“ sagði Ólafur.
Notagildi fer
eftir kringumstæðum
Að sögn Einars Hermannssonar,
starfsmanns Félags íslenskra kaup-
skipaútgerða, fer það eftir aldri
skipa hvort þau eru með lokaða
björgunarbáta, svokallaða frífalls-
báta, og sagði hann að flest skipa
Eimskips væru með slíka báta
vegna þess hve floti félagsins væri
nýlegur. Frífallsbátar eru hafðir
aftan á skipum í rennu og sagði
Einar að á eldri skipum þyrfti oft
að nánast að endurbyggja yfirbygg-
ingu skipsins ef koma ætti slíkum
búnaði fyrir.
Hann sagði að allur öryggisbún-
aður kaupskipa væri samkvæmt
alþjóðlegum reglum, sem settar eru
af Alþjóðasiglingamálastofnuninni.
Þessar reglur væru í sífelldri mótun
og endurskoðun og stöðugt væru
að taka gildi breytingar sem gerðar
hafa verið á þeim. Hins vegar væri
misjafnt hvort slíkar breytingar
væru afturvirkar eða ekki og það
væru þær ekki hvað varðar lokaða
björgunarbáta aftan á skipum.
„Eins og gefur að skilja er ávinn-
ingur af öllum þessum búnaði, en
hversu framkvæmanlegt þetta er,
það er kannski annar handleggur.
Svo er það líka alveg ljóst að það
fer afskaplega mikið eftir kringum-
stæðum hvort ákveðinn búnaður
kemur að notum eða ekki,“ sagði
HEGRANES SK fékk veiðifæri sín
í skrúfuna tæpar 100 mflur suðaust-
ur af Stokksnesi um klukkan 2.30 í
fyrrinótt og var á reki til hádegis í
gær, þegar Hólmatindur kom skipinu
til aðstoðar, eða tæpar tíu stundir.
Gísli Svan Einarsson, útgerðar-
stjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf.,
segir að hægt hafí verið að beita
stýri skipsins og skipið því ekki í
mikilli hættu, þrátt fyrir suðvestan
6-7 vindstig og nokkra ölduhæð.
Ekki hætta á ferðum
„í góðu veðri reyna menn að
kafa niður með skipinu og losa úr
skrúfunni en það var ekki viðlit i
því veðri sem þarna var. Við teljum
hins vegar ekki að hætta hafi verið
á ferðum,“ segir Gísli.
Skipið var á veiðum þegar þetta
gerðist og virðist sem belglínan
hafi vafíst utan um skrúfuna og
dregið til sín belginn og pokann.
Skipveijar reyndu í um þrjá klukku-
tíma að losa úr skrúfunni en gáfust
þá upp og föluðust eftir aðstoð
Hólmatinds. Kom hann á staðinn á
hádegi í gær og hóf að draga Hegra-
nes áleiðis til Eskifjarðar.
Að sögn Gísla er þess að vænta
að skipin komi til Eskifjarðar fyrir
hádegi í dag. Tafir frá veiðum hafí
í för með sér fjárhagstjón fyrir út-
gerðina en óvíst sé hvort einhveijar
skemmdir hafí orðið á skipinu.
Hegranes bjargaði um borð líki
annars sjómannsins er fórst þegar
Dísarfell sökk miðja vegu milli ís-
lands og Færeyja að morgni sunnu-
dags en síðar sama dag var lík
mannsins flutt um borð í varðskip.
Gámar færðust til í
leiguskipi Eimskips
Sex frysti-
gámar
eru ónýtir
SEX frystigámar úr þýsku
leiguskipi Eimskips, St. Pauli,
eyðilögðust algerlega og átta
til tíu aðrir löskuðust mismik-
ið í miklum veitingi skipsins
á svipuðum slóðum og tíma
og Dísarfellið fórst aðfara-
nótt sunnudags milli íslands
og Færeyja.
Inniliald gámanna
jafnvel ónýtt
Að sögn Hjörleifs Jakobs-
sonar, framkvæmdastjóra
rekstrarsviðs Eimskips, er
innihald fímm þeirra sex
gáma sem eyðilögðust mjög
illa farið og jafnvel ónýtt. I
gámunum voru frystar fisk-
afurðir af ýmsum gerðum.
St. Pauli kom til Þórshafn-
ar í Færeyjum snemma á
sunnudagsmorgun og hélt
áfram þaðan til Hamborgar
í Þýskalandi í gærmorgun
eftir að skemmdu gámarnir
höfðu verið teknir úr lest
skipsins.
Eitthvað af fiskinum var
látið í nýja gáma og sent
áfram en annað var sett í
frystigeymslu í Þórshöfn.