Morgunblaðið - 12.03.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 29
Af athafnaskáldum
og sægreifum
SJALDAN hefur borið eins mik-
ið á neikvæðri umfjöllun um sjáv-
arútveg og útgerð og nú á síðustu
misserum. Á síðum dagblaða og í
sölum Alþingis eru útgerðarmenn
bornir þungum sökum, þeir eru
þjófkenndir, sakaðir um að stinga
í eigin vasa verðmætum sem þjóð-
in á. Athafnaskáld í sjávaútvegi,
sem svo voru nefnd í eina tíð, nefn-
ast nú sægreifar. Eitt er yfir alla
látið ganga. Skiptir litlu hvort út-
gerðarmenn nota lagaheimildir til
kvótaframsals til þess hagræða í
útgerðinni og leggja grunn að sér-
hæfðari og rekstrarhæfari veiðum
eins og raunar flestir útgerðarmen
gera, eða ganga eins langt og
heimildir leyfa til að leigja frá sér
kvóta.
Uppgangur og útrás
Það er athyglisvert að þessi nei-
kvæða umræða um sjávarútveginn
hefur orðið á sama tíma og sjávar-
útvegurinn er kominn fyrir vind
og hagar sér eins og heilbrigð at-
vinnugrein. Þetta hefur gerst þrátt
mikla erfiðleika undangenginna
ára. Margra ára tímabili aflasam-
dráttar og skuldasöfnunar sjávar-
útvegsins er aðeins nýlega lokið.
Það er fyrst nú að afrakstur mið-
anna þokast aftur hægt upp á við.
Sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrir-
tæki stunda nú þróunarstarf, fjár-
festa í menntun og fagþekkingu.
Útgerðin færir út kvíarnar, leggur
undir sig kvóta annarra þjóða,
eignast hlut í matvælafyrirtækjum
og vörudreifingu á viðskiptamörk-
uðum okkar erlendis. Sjávarútveg-
urinn tekur að sér að
tæknivæða veiðar og
vinnslu hjá öðrum
þjóðum og gerir þann-
ig þekkingu, reynslu
og hugvit að útflutn-
ingsvöru. Mikil við-
skipti hafa þannig
fylgt í kjölfar þessarar
útrásar útgerðarinnar.
Skipasmíðaiðnaður-
inn, veiðarfæra- og
hátækniiðnaðurinn
njóta góðs af.
Auk þessa grynnkar
sjávarútvegurinn á
skuldum sínum. Hann
endurnýjar varlega
fiskiskipaflotann, sem
er orðinn ískyggilega aldraður, og
býr þannig sjómönnum viðunandi
starfsskilyrði. Þannig hefur sjávar-
útvergur og fiskvinnsla verið að
rétta úr kútnum, þrátt fyrir lang-
varandi aflasamdrátt og harðnandi
samkeppni. íslenskur sjávarútveg-
ur nýtur mikillar virðingar erlend-
is. Forystumenn hans eru kallaðir
til ráðgjafar af stjórnmálamönnum
og embættismönnum, sem eru því
vanastir að líta á sjávarútveg sem
vandamálasvið og vettvang opin-
berra styrkja.
Vilja menn vesælan
sjávarútveg?
Þegar formaður Alþýðuflokks-
ins rakkar opinberlega niður vel
rekin sjávarútvegsfyrirtæki og
varar menn við að fjárfesta í þeim,
vaknar sú spurning hve margir
þeir eru sem líta svo á að það sé
óeðlilegt og sögulega
óréttlætanlegt að sjáv-
arútvegur gangi vel á
íslandi og menn græði
á því að veiða fisk.
Sjáfsagt eiga menn
erfitt með að ná sér
upp úr farvegi, sem
svo lengi hefur verið
troðinn af svo mörg-
um. Þannig er hugsan-
legt að enn séu til
menn, jafnvel þing-
menn, sem vilja eiga
vesælt atvinnulíf,
einkum á landsbyggð-
inni; þingmenn, sem
hafa alist upp við að
stumra yfír atvinnulíf-
inu, og eiga sér ekki æðri draum
en að geta gengið eins og guð al-
máttugur um frystihúsin og lofað
fyrirgreiðslu, styrk úr stofnun eða
láni.
Ekki er loku fyrir það skotið að
slíkir saltstólpar séu til. Tilvist
þeirra skýrist væntanlega af sögu-
legu samhengi. Lengst af hefur
sjávarútvegur og fiskvinnsla orðið
að búa við það að vera rekin við
skilyrði sem aðeins hæfa afgangs-
stærð í íslensku hagkerfi, og það
þótt þessi atvinnugrein hafi verið
undirstaða að uppbyggingu ís-
lensks samfélags alla þessa öld.
Þjóðnýtt atvinnugrein
Það hefur verið regla en ekki
undantekning að gengi íslensku
krónunnar hafi verið við það miðað
að sjávarútveg og fiskvinnslu
mætti að meðaltali reka sem næst
núlli. Þannig var arðsemi í þessum
greinum haldið niðri en kaupmætti
gjaldeyrisins gagnvart útlöndum
haldið sterkum. Þannig borgaði
fiskvinnsla og sjávarútvegur,
þ.e.a.s. að miklu leyti landsbyggð-
in, niður innflutning og efldi inn-
flutningsverslun. Segja má að und-
irstöðugreinarnar hafi með þessum
hætti verið þjóðnýttar áratugum
saman í þágu þjónustugreina.
Kosturinn við þetta kerfi var að
verslunin gekk vel, ríkissjóður fitn-
aði á tollum af innflutninginum,
Reykjavík byggðist upp sem versl-
unar- og stjórnsýslumiðstöð og
varð svolítið mannboruleg. Við
efldum Háskóla og Þjóðleikhús og
aðrar góðar og gildar stofnanir.
Þjóðin notaði ódýran gjaldeyri til
að auka neyslu sína og byggja
Ókosturinn við núll-
rekstursstefnuna var
ekki aðeins sá, segir
Tómas I. Olrieh í fyrri
grein sinni, að þjóðin
safnaði viðskiptaskuld-
um í útlöndum áratug-
um saman.
yfir sig, byrjaði nánast á núlli í
þeim efnum í upphafi aldarinnar
en hefur nú eignast byggingar sem
eru að verðmæti taldar nema um
1200 milljörðum króna.
Ókostirnir fleiri
Ókosturinn við núllreksturs-
stefnuna var ekki aðeins sá að
þjóðin safnaði viðskiptaskuldum í
útlöndum áratugum saman. Þar á
ofan kom að sjávarútvegurinn og
fiskvinnslan höfðu ekki mikinn
slagkraft af sjálfum sér. Þegar
ráðast þurfti í uppbyggingu, var
það gert fyrir opinbert tilstilli, svo
sem nýsköpunartogararnir báru
vitni um. Uppbygging skuttogar-
anna og frystihúsanna á áttunda
áratugnum var fjármögnuð með
opinberum sjóðum og skuldsetti
atvinnugreinina þannig að þegar
afli brást og gengið var of nærri
miðunum var ekkert borð fyrir
báru hjá undirstöðugrein arvinnu-
Iífsins. Núllstefna í efnahags-
stjórninni leiddi líka til þess að
sjávarútvegurinn og fiskvinnslan
réðu ekki til sín menntað fólk eins
og eðlilegt hefði verið og höfðu
ekki mótandi áhrif á mennta- og
vísindastofnanir þjóðfélagsins.
Þannig byggðist starfsemi Háskóla
íslands upp áratugum saman án
þess að þar á bæ virtust menn
vita af því að auðlindir sjávarins
og þeir sem virkjuðu þær kæmu
háskólastarfi yfirleitt nokkuð við.
Það er óhjákvæmilegt að hugsa
til þess hvers konar þjóðfélagi við
byggjum í, ef sjávarútvegur og
fiskvinnsla, þessi matvælastóriðja,
hefði fengið að þrífast við eðlilegar
aðstæður á undanförnum árum og
móta uppbyggingu atvinnulífs og
menntakerfis í krafti stöðu sinnar
og hlutverks í íslenskum þjóðarbú-
skap.
Þegar litið er á mikilvægi sjávar-
útvegs og fiskvinnslu í íslensku
samfélagi, er ekki rétt að fagna
því að þessar greinar sýni nú betri
stöðu þrátt fyrir mörg undangeng-
in erfiðleikaár? Þegar litið er til
hlutverks athafnamanna í þeim
áhættusama og fjárfreka rekstri
sem útgerð er, er ekki rétt að draga
úr fúkyrðaflauminum í garð at-
hafnaskáldanna? Þegar litið er til
mikilvægis sjávarútvegs og fisk-
vinnslu á landsbyggðinni, er ekki
rétt að taka því vel þegar atvinnu-
líf landsbyggðarinnar er í sókn,
kallar til sín menntað vinnuafl og
færir iðnaði og verslun verkefni?
Höfundur er alþingismaður fyrir
Norðurlandskjördæmi eystra.
Tómas Ingi
Olrich
Góðæri fyrir hveija?
NÚVERANDI ríkis-
stjórn er sígumandi af
afrekum sínum í efna-
hagsmálum eða því
sem hún kailar einu
nafni: góðæri. Með
leyfi, góðæri fyrir
hveija? Góðæri fyrir
útgerðarmenn, svo-
nefnda sægreifa og
kvótabraskara, banka-
stjóra, sendiherra,
hæstaréttardómara,
vinnuveitendur, kaup-
sýslumenn, ráðherra og
þingmenn svo nokkrir
séu nefndir. En er þetta
líka góðæri fyrir al-
menna launaþega í
landinu, fyrir verka-
menn með fimmtíu þúsund krónur á
mánuði, fyrir aldraða og öryrkja,
fyrir ríkisstarfsmenn eins og t.d.
kennara og prófessora, fyrir sjúkl-
inga, sem þurfa stundum að bíða
vikum ef ekki mánuðum saman eftir
að fá bót meina sinna á sjúkrastofn-
unum. Þessum orðum beindi ég til
heilbrigðisráðherra á fundi, sem
hann boðaði nýlega til á Hótel Borg
og spurði hann síðan hvort ekki
væri orðið fyrir löngu tímabært að
hætta að brýna niðurskurðarhnífínn
og henda honum alla leið út í hafs-
auga. Það yrði áreiðanlega mikið
fagnaðarefni fyrir alla og ekki síst
fyrir þá sem búa úti á landi.
Ég þykist vita að heilbrigðisráð-
herra sé markaður svo þröngur bás
að hann megi sig naumast hræra
nema með leyfi þeirra dándimanna,
Friðriks Sophussonar og Davíðs
Oddssonar, enda verði hann að hlýða
tilskipunum þeirra skilyrðislaust.
Það er illa komið fyrir Framsóknar-
flokknum, sem faðir minn stofnaði
ásamt félögum sínum, Sigurði Jóns-
syni í Ystafelli, Sveini Jónssyni í
Firði, Jóni Jónssyni á Hvanná og
Einari Árnasyni austur á Seyðisfirði
1916, þegar hann er
orðinn hækja Sjálfstæð-
isflokksins. Vel á
minnst Friðrik Sophus-
son gat þess meðal ann-
arra orða á landsfundi
sjálfstæðismanna að
ekki mætti sverfa að
vinnuveitendum með
óhóflegri skattlagn-
ingu. Hann ber hins
vegar ekki hag aldraðra
eins fyrir brjósti, enda
finnst honum alveg
sjálfsagt að þjarma að
okkur með fáheyrðum
jaðarsköttum, sem geta
numið allt að 100% og
þar yfir. Landsmönnum
finnst heldur lítið til
leggjast fyrir kappana í ríkisstjórn-
inni, þegar þeir gerast sníkjudýr á
okkur öldruðum. Sníkjudýr eða
óværa, sem við vildum helst vera
lausir við og það sem allra fyrst.
Það er engu líkara en að það sé
ásetningur stjórnarherranna að rýja
okkur alveg inn að skyrtunni, enda
tvínóna þeir ekki við að fótum troða
lögmæt lífeyrisréttindi okkar og
skerða tryggingabætur okkar fram
úr hófi og velsæmi. í rauninni eru
þeir að ráðskast með okkar fé eins
og þeir ættu það og skammta okkur
svo skít úr hnefa eins og við værum
ölmusulýður eða eitthvað þaðan af
verra. Raunhæfum kröfum okkar
um kjarabætur er svarað með al-
gjöru tómlæti eða þrúgandi þögn.
Fjármálaráðherrann, Friðrik Sop-
husson er með svo magnaða nýsjá-
lenska glýju í augunum að hann sér
ekkert nema einkavæðingu ríkisfyr-
irtækja og lækkun skatta sérgæð-
ingum sínum, vinnuveitendunum til
handa, en þegar aldraðir eru annars
vegar kveður við allt annan tón.
Þeir mega alveg eins eiga sig. Það
er ekkert hægt að gera fyrir þá,
borið er við allsleysi og bent á tóm-
Landsmönnum finnst
heldur lítið til leggjast
fyrir kappana í ríkis-
stjórninni, segir Hall-
dór Þorsteinsson, þeg-
ar þeir gerast sníkjudýr
á okkur öldruðum.
ar fjárhirslur ríkisins og brýna nauð-
syn hallalausra fjárlaga o.s.frv. Nú
ríður á að ná í gullið, sem gamlin-
gjarnir liggja á eins og ormar. Við
erum miklir menn, Hrólfur minn,
Friðrik minn, vildi ég sagt hafa.
Að lokum þessi spurning: Er lýð-
ræði á íslandi eða með öðrum orðum
ræður lýðurinn eða almenningur
nokkru hér á landi? Þeirri spurningu
svara ég hiklaust neitandi, hins veg-
ar má til sanns vegar færa að hér
sé ríkjandi fáræði, þ.e.a.s. að ráð
okkar séu í fárra manna höndum
og okkur sé þannig stjórnað af fá-
ráð-lingum, en menn þurfa ekki að
leggja neikvæða merkingu í það orð
nema að þeir vilji það endilega.
Við erum mörg hver orðin grá-
hærð af áhyggjum, nagandi óvissu
og kvíða, en við erum ekki bara
gráhærð heldur líka grá fyrir járnum
og þess albúin að láta sverfa til stáls
við stjórnarherrana. Skyldu fram-
sóknarráðherrarnir vilja bæta ráð
sitt með því að veita okkur stuðning
í baráttu okkar við að endurheimta
full lífeyrisréttindi, sem hafa verið
svo freklega skert og draga meðal
annars úr skattaálögum á okkur,
þá er aldrei að vita nema ég léti til-
leiðast til að kjósa flokkinn, sem
faðir minn stofnaði.
Höfundur er skólastjóri Málaskóla
Halldórs.
Halldór
Þorsteinsson
skrifborðsstóll
teidd: 70sm
Dýpt: 70sm
9.980kr
Báðar plötur
%■ hæðarstillingu!
- ^^Bremsur á
^ji^rámWólum!
Hæðarpumpal
Hallanlegt bak!
Hæðarstillíng ái
Fjöðrun í baki! J
Smiðjuvegi 2 .Kópavog
A\\>°SsV
BLUriDUQLUQQATJÖLD
Breidd 120 cm til 150 cm
<%>
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJOLD,
FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.