Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ JRrogntiHfKfrUÞ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MESTU SKATTA- LÆKKANIR UM ÁRABIL UMTALSVERÐAR skattalækkanir koma til framkvæmda á næstu þremur árum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórn- arinnar, sem forustumenn stjórnarflokkanna kynntu í fyrra- dag í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnu- markaði. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlaður 4,5 milljarðar króna, en einnig er reiknað með því, að sveitarfé- lögin leggi til um 500 milljónir til viðbótar. Þetta eru mestu skattalækkanir, sem hér hafa orðið um langt árabil, og enn ein staðfesting á því að kreppan í efnahags- og atvinnumál- um okkar er að baki. Þá ber að fagna því nýmæli, að ríkis- stjórnin hefur lagt fram áætlun fram til aldamóta um breyt- ingar á skattkerfinu, sem gerir fólki kleift að skipuleggja fjármálalegar ráðstafanir sínar fram í tímann. Það sama á við um kjarasamningana á almennum vinnumarkaði, sem gilda næstu þrjú árin, og eru væntanlega stefnumarkandi fyrir þá kjarasamninga, sem eftir eru. Allt þetta stuðlar að stöðugra og betra fjármálalegu umhverfi fólks og fyrirtækja. Skattkerfisbreytingarnar eru þrenns konar, lækkun tekju- skatta og hækkun skattleysismarka, lækkun svonefndra jað- arskatta og loks hækkun hátekjuskatts. Tekjuskattur lækk- ar um 1,1% frá 1. janúar sl., aftur um 1,5% 1. janúar 1998, auk 0,4% lækkunar útsvars, og um 1% 1. janúar 1999. Stað- greiðsluhlutfall verður þá 37,98%, en er nú 41,98%. Skatt- leysismörk hækka um 2,5% árlega frá 1. janúar 1998 til 1. janúar árið 2000. Lækkun jaðarskatta kemur til fram- kvæmda frá næstu áramótum með þeim hætti, að nýtt tekju- tengt barnabótkerfi verður tekið upp og tekjuskerðingarhlut- föll lækkuð þannig, að fleiri fá barnabætur en fyrr og þær hækka hjá fjölskyldum með meðaltekjur eða lægri. Þá verða bætur hækkaðar um 2,5% á ári 1998-2000. Tekjutenging vaxtabóta lækkar verulega, eða úr 6% af tekjum í 3%, og eignatenging afnumin. í staðinn kemur 1,5% af fasteigna- mati til frádráttar vaxtagjöldum. Þá munu vaxtabætur hækka um 2,5% árlega 1998-2000. Þessar breytingar hafa einna mest áhrif á miðlungstekjur einstaklings, allt að 150 þúsund krónum og 300 þúsund króna fjölskyldutekjum. Þá hækkar svonefndur hátekjuskattur um næstu áramót úr 5% í 7%, en hins vegar hækka viðmiðunarmörk nokkuð og verða 260 þúsund hjá einstaklingi og 520 þúsund hjá hjónum. Loks hefur ríkisstjórnin lýst því yfir, að bætur til aldraðra og öryrkja muni hækka í samræmi við meðaltalshækkun í kjarasamningum. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir, að þessar breyting- ar muni reyna á þanþol ríkisbúskaparins og er ánægjulegt, að ríkisstjórnin mun í engu hvika frá því meginmarkmiði, að ríkissjóður verði rekinn hallalaus. Þá hljóta aðgerðir ríkis- stjórnarinnar að auðvelda gerð þeirra kjarasamninga, sem eftir eru á almennum vinnumarkaði og við opinbera starfs- menn. Það hefur stundum verið sagt, að þegar skattar hafi einu sinni verið lagðir á, verði þeir aldrei teknir af. Núverandi ríkisstjórn hefur afsannað þá staðhæfingu með afdráttarlaus- um hætti. KRISTIN ÆSKA NÁLÆGT níu af hveijum tíu fermingarbörnum (88,5%) telja það megintilgang fermingar að staðfesta skírn til kristinnar trúar - og gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Tæplega helmingur þeirra (47%) biðst fyrir daglega eða þegar þeim líður illa. Þetta eru meginniðurstöður könnun- ar meðal fermingarbarna víðs vegar um landið, sem Morgun- blaðið gekkst fyrir og frá er sagt í sérstökum blaðauka um fermingar síðastliðinn sunnudag. Könnunin náði til 300 fermingarbarna í Reykjavík, í Kópa- vogi, á Akureyri, í Vestmannaeyjum og á Þingeyri. Úrtakið náði til innan við 10% fermingarbarna í ár og niðurstöður verður að túlka með það í huga. Þær gefa samt sem áður vísbendingu um að kristin trú sé sterkur þáttur í lífi og við- horfum ungs fólks á líðandi stundu. Árið 2000 verða þúsund ár frá því kristni var lögtekin í landinu. Þá sté þjóðin mikið gæfuspor, sem mótað hefur trúarleg og siðferðileg viðhorf hennar allar götur síðan. Könnun Morgunblaðsins á dögunum staðfestir að kristin trú stendur traustum fótum meðal þess unga fólks, sem móta mun íslenzkt samfélag á fyrri helmingi nýrrar aldar. Bj örgunar s veitar menn úr Fiskakletti sigu niður Ki ÁSGEIR Magnússon skipstjóri Þorsteins GK, Sveinn Arnarson 1. stýrimaður og Krist- FLJÓTT á litið ján Ásgeirsson háseti og Birkir Agnarsson björgunarsveitarmaður. stórgrýtinu und Hrikalegar að- stæður við björg* un verðmæta BJÖRGUNARSVEITARMENN úr björgunarsveitinni Fiskakletti í Hafnarfírði sigu niður að flaki Þor- steins GK í gær til þess að freista þess að bjarga verðmætum úr skip- inu. Tryggingafélag skipsins veitti leyfi til þess að þetta væri gert enda þykir ljóst að flakinu verði ekki bjargað og afsalaði fyrirtækið sér þeim verðmætum sem björgun- arsveitin treysti sér til að bjarga. Hrikalegar aðstæður Fimm björgunarsveitarmenn sigu niður ásamt ljósmyndara Morgun- blaðsins og segir Valgarður Sæ- mundsson, formaður Fiskakletts, að aðstæður hafí verið ákaflega erfíðar. „Þarna er mjög stórgrýtt og afar hált enda mikil olía á gijót- inu og aðstæður allar því hrikaleg- ar. Það skall hins vegar ekki brim á skipinu og þess vegna reyndum við,“ segir hann. Hann segir skipið afar illa farið og liggi meðal annars stjórnborðs- hlið þess að grjótinu og nái það langleiðina inn í mitt skipið. „Brúin stjórnborðsmegin er alveg gjörsam- lega ónýt. Stjórntæki og annað er í rúst, bæði eftir barninginn við grjótið og brimið sem hefur átt greiða leið inn um dyrnar bakborðs- megin og glugga sem þarna var,“ segir Valgarður. Björgunarsveitarmenn náðu meðal annars tveimur loftnetum og björgunarbát en fáu öðru. Þeir sigu niður Krísuvíkurberg, um 40-45 metra leið og segir Valgarður að aðstæður hafi gert mönnum erfítt fyrir. Brimið fargar flakinu „Til að byija með voru 4 til 5 vindstig en eftir því sem leið á dag- inn batnaði í veðrið. Við hefðum hins vegar ekki lagt út í þetta ævin- týra nema vegna þess að við mátum stöðuna svo að þetta væri hægt án þess að stefna okkur í hættu,“ seg- ir hann. Valgarður kveður ljóst að einhver náttúruspjöll verði af flakinu, og hafí meðal annars olía lekið út, URÐIN umhverfis Þorstein reym Morgunblaðið/Rax MANNLAUST skipið rekur hratt að landi í átt SIGMAÐUR TF-LIF sækir skipstjóra Þorsteins GK að Krísuvíkurbergi og öllum er Ijóst hvert stefnir og yfirgefur sjálfur skipið klukkan 16.17. og að nærstödd skip geta ekki komið til bjargar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.